Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Í heilsurækt Styrks, Höfðabakka 9 eru ný æfingatæki og aðstaðan góð til þjálfunar. Dagskrá í hóptíma og námskeið er að hefjast og má finna stundaskrána á heimasíðu. Skráning og nánari upplýsingar í s. 587-7750. Opnunartími: Virka daga 7.45 - 19.00 Laugardaga 10.00 - 13.00. www.styrkurehf.is Í Danslistaskóla JSB er í boði nám allt frá forskóla fyrir 3-5 ára börn upp í listdansbraut fyrir nemendur á menntaskólaaldri. „Eftir sextán ára aldur stendur nemendum til boða að fara úr unglingdeildinni yfir í listdans- brautina, ef þau standast inn- tökuprófið. Tekur listdansbrautin þrjú ár og veitir námið 51 einingu sem margir framhaldsskolar meta til stúdentsprófs,“ segir Bára en námið jafngildir um ein- um þriðja af fullu stúdentsprófi og hefur verið í boði við dans- listaskólann frá árinu 2006. Á bilinu 400-500 ungmenni stunda almenn námskeið við skólann en 120 nemendur eru á listdans- braut. Bára leggur á það áherslu að tölvuverður munur sé á starfi lík- amsræktarinnar og dansskólans. Við skólann eru jazzballett gerð góð skil sem listformi og einni af sviðslistunum. „Það er ekki löng- unin til að vera í góðu formi sem drífur nemendurna áfram heldur löngunin til að skapa. Að því sögðu þá er námið líkamlega krefjandi og nemendur við list- dansbrautina um sautján tíma í viku við dansæfingar hér í skól- anum.“ Að námi loknu geta útskrifaðir nemendur tekið stefnuna í ýmsar áttir. „Margir fara í Listaháskól- ann, halda þar áfram í dansinum eða leggja fyrir sig aðrar list- greinar, allt frá arkitektúr og hönnun yfir í sviðslistir af ýmsu tagi,“ útskýrir Bára. Dansnám sem veitir góðan grunn Ó hætt er að segja að það hafi valdið straum- hvörfum þegar Bára Magnúsdóttir sneri til baka úr námi í Englandi með nýja tegund af dansi í farteskinu. Hefur jazzballettinn orðið hennar ævi- starf og blómleg starfsemi hjá JSB. Þarf varla að kynna líkamsrækt JSB, sem er í uppáhaldi hjá fjölda kvenna, en hinn stólpinn í starf- seminni er danslistaskóli JSB þar sem hæfileikarík ungmenni sinna jazzballettnáminu af miklum metn- aði. Finna áhrifin fljótt Í líkamsræktinni er vel útbúinn tækjasalur en JSB er þó þekktast fyrir gott framboð af æfingatímum, ýmist opnum eða lokuðum, löngum sem stuttum. „Við höfum breytt kerfinu okkar þannig að nýr tími hefst á hálftíma fresti. Opnar stöð- in kl. 05:45 á morgnana og hefst fyrsti tíminn kl 06:15,“ segir Bára en að hennar mati stafa vinsældir JSB í næstum hálfa öld einkum af því að æfingarnar þar skila ár- angri. „Námskeiðið frá Toppi til táar hefur núna verið í boði hjá okkur í um tuttugu ár og ekkert líkt þvi í boði annars staðar. Þangað koma konurnar því þær finna það fljótt að æfingarnar hjálpa þeim að grennast og móta líkamann. Ekki nóg með það heldur virðist nálg- unin, þar sem farið er upp og niður alla vöðvaflokka, gefa konum fal- legri hreyefingar og hreinlega gera þær flottari.“ Í góðu formi yfir 60 Af öðrum námskeiðum má nefna Fit Form 60+ sem, einsog nafnið gefur til kynna, er ætlað þeim sem komnir eru á sjötugsaldurinn. Er einnig í boði námskeið fyrir konur sem komnar eru yfir sjötugt. „Þetta eru lokaðir tímar þar sem kennarinn kynnist þátttakendum vel og lagar æfingarnar að þörfum hópsins.“ Segir Bára að mjög brýnt sé fyrir konur á þessum aldri að stunda reglulega hreyfingu og lyg- inni líkast að sjá hvað konur yfir sextugu geta tekið miklum breyt- ingum eftir eitt ár hjá JSB. „Þeim hentar líka mjög vel að vera í hópi sem hefur þeirra sér þarfir í huga og ekki sniðugt fyrir sumar þeirra að ætla að takast á við allt of erfiða almenna tíma fyrir yngri konur, svo þær keyra sig alveg út. Í Fit Form 60+ er tekið vel á móti kon- unum, hvort sem þær hafa ein- hverja reynslu að baki eða hafa ekki stundað reglulega hreyfingu í marga áratugi.“ Einnig býður JSB upp á nám- skeiðið TT3 sem ætlað er ungum konum á aldursbilinu 16-25 ára sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Segir Bára margar konur á þessum aldri nauðsynlega þurfa á því að halda að líða betur í eigin skinni en ganga illa að losna við aukakíló og laga hjá sér mataræðið. „Í þessu námskeiði eru ekki bara haldnir æfingatímar heldur líka vikulegir fundir um manneldismál þar sem miðlað er mikilvægri þekkingu um hollt og gott mataræði.“ Eins og að taka lýsið Áramótin eru tími sem margir nota til að reyna að taka sig á og tileinka sér betri lifnaðarhætti. Er þó vel þekkt að úthaldið er misgott og líkamsræktirnar sem voru full- ar í janúar verða tómlegri þegar tekur að líða á febrúar. Bára segir hægt að nálgast þennan vanda með ýmsum hætti, og vitaskuld auð- veldara að stunda æfingarnar sam- viskusamlega ef gaman er í tímum. Þá varar hún við því að ætla að færast of mikið í fang á of stuttum tíma, og setja óraunhæf markmið. Þykir Báru að sumum hætti til, í dag, að ofgera sér með of miklum átökum við æfingarnar þar sem markið er sett á að ná járnkarls- stiginu. „En jafnvel ef líkamsræktin er krefjandi, og ekki alltaf skemmti- leg, þá er hún eitthvað sem við eig- um að stunda reglulega fyrir því, rétt eins og við tökum lýsi reglu- lega þó okkur líki ekki bragðið. Þetta er eins og hver önnur vinna sem verður að sinna og grunn- urinn að flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur fyrir utan æf- ingasalinn, hvort sem er í tóm- stundum eða í starfi.“ ai@mbl.is Árangurinn skýrir vinsældirnar Bára segir tímana hjá JSB fara í gegnum alla vöðvaflokka líkamans, upp og niður. Meðal námskeiða er Fit Form 60+ fyrir konur sem konar eru á sjötugsaldurinn og TT3 fyrir 16-25 ára hópinn þar sem fræðslu um mataræði er blandað saman við líkamsræktina Morgunblaðið/Árni Sæberg Agi Bára segir mikilvægt að líta á líkamsrækt eins og hverja aðra vinnu sem þarf að sinna.Hress Það er ekki amalegt að fá sér eitthvað bragðgott og vítamínríkt eftir æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.