Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 11. tölublað 104. árgangur
ÍTARLEG ÚTTEKT
Á EVRÓPUMÓTINU
Í HANDBOLTA EITRAÐ EFTIRPARTÝ
SPURNINGA-
LEIKUR FYRIR
UNGA BÓKAORMA
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF?39 SNJALLSÍMAFORRIT 1224 SÍÐNA SÉRBLAÐ
AFP
Tilnefndur Jóhann Jóhannsson.
„Þetta er mjög ánægjulegt, gleði-
leg tíðindi og mikill heiður að vera
tilnefndur í annað skipti. Mér finnst
sérstaklega gaman að það sé fyrir
þessa mynd og fyrir þessa tónlist,“
segir Jóhann Jóhannsson tónskáld
um tilnefningu sem hann hlaut í
gær til Óskarsverðlauna fyrir bestu
frumsömdu tónlist í kvikmynd,
kvikmyndinni Sicario. Jóhann var
einnig tilnefndur til verðlaunanna í
fyrra fyrir tónlist sína í The Theory
of Everything.
Fjögur önnur tónskáld eru til-
nefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir
bestu frumsömdu kvikmynda-
tónlist: Thomas Newman fyrir tón-
listina í Bridge of Spies, Carter
Burwell fyrir tónlistina í Carol, En-
nio Morricone fyrir tónlistina í The
Hateful Eight og John Williams fyr-
ir tónlistina í Star Wars: The Force
Awakens. »41
„Gleðileg tíðindi
og mikill heiður“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barnaspítali Hringsins Fyrirtæki
gefa mörg hver til heilbrigðismála.
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri segir framlög fyrirtækja til
góðgerðarmála lítið hafa breyst
undanfarin ár og hlutfall framlag-
anna af heildartekjum sömuleiðis.
„Framtöl eru þó fleiri og því hef-
ur fjárhæðin hækkað lítillega á und-
anförnum árum. Í heildina eru þetta
16-17% framteljenda sem nýta
þennan frádráttarlið,“ segir hann.
Af 32.956 aðilum sem skiluðu
framtali fyrir rekstrarárið 2014
voru 5.778 aðilar skráðir með gjafir.
Fjárhæð gjafanna hjá þessum að-
ilum er rúmir 2,8 milljarðar króna,
en heildartekjur þeirra 2.145 millj-
arðar króna. Gjafir eru því samtals
0,13% af tekjum þeirra.
Frádráttarheimildin hækkar
Frá og með þessu rekstrarári er
fyrirtækjum heimilt að draga
hærra hlutfall frá tekjum sínum
vegna framlaga til góðgerðarmála,
áður var það 0,5% en verður nú
0,75%. Áhrif þessa koma í ljós á
næsta ári. » 18
Góðgerðarheimildin rýmri
17,5% fyrirtækja nýta frádrátt vegna góðgerðarmála
Lausamjöll þakti Akureyri þegar bæjarbúar risu
úr rekkju í gærmorgun. Þeir sem höfðu skafið af
bílnum áður en þeir fóru í háttinn þurftu að
endurtaka leikinn en flestir komust þó leiðar
sinnar enda helstu umferðargötur mokaðar eld-
snemma. Veðrið var mjög gott í gær, logn og
smávegis frost. Þessi herramaður og fleiri
hraustmenni drógu fram gönguskíðin og tóku
vel á því í Kjarnaskógi um kvöldmatarleytið.
Kjarnafólk í Kjarnaskógi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fallegt um að litast á Akureyri eftir að snjó kyngdi niður á miðvikudag og aðfaranótt fimmtudags
Kjósarveitur
ehf., fyrirtæki í
eigu Kjósar-
hrepps, er að
hefja lagningu
hitaveitu um
sveitarfélagið.
Reiknað er með
að meginhluti
heimila í sveit-
arfélaginu
tengist veitunni
ásamt 300-400 sumarhúsum og
nokkrum atvinnufyrirtækjum.
„Það er mikill áhugi á þessu,
sumir segja hrein mannréttindi.
Klárlega eru þetta aukin lífsgæði
og eykur til muna verðmæti eigna
hér í Kjósinni,“ segir Sigríður
Klara Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Kjósarveitna. »4
Hitaveita eykur
lífsgæði í Kjósinni
Hiti Vatnið verður
leitt frá Möðruvöllum.
Mörg dæmi eru um að umsækjendur
hjá umboðsmanni skuldara, sem
voru án vinnu þegar þeir sóttu um
greiðsluaðlögun, geti ekki greitt af
lánum þótt þeir hafi nú vinnu. Vænt-
ingar um auknar tekjur hafa brugð-
ist, enda eru greidd laun litlu hærri
en greiddar atvinnuleysisbætur.
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi umboðsmanns skuldara,
segir að umræddir einstaklingar
hefðu þurft meiri eftirgjöf skulda en
samið var um á sínum tíma.
Hún segir leigjendur nú í meiri-
hluta þeirra sem sækja um aðstoð
hjá embættinu. „Þetta er fólk sem er
í erfiðleikum, vegna þess að þegar
búið er að taka tillit til leigugreiðslna
er lítið eftir til framfærslu og til að
borga aðrar skuldir,“ segir Svanborg
um stöðu þessa hóps.
Hlutfall leigjenda í hópi umsækj-
enda um aðstoð hjá embættinu fór í
hittifyrra í fyrsta sinn fram úr um-
sækjendum sem búa í eigin eign.
Hlutföllin voru þá 45,5% og 31,4%.
Síðan hefur dregið í sundur með
hópunum og í fyrra voru leigjendur
50,8% umsækjenda en fólk í eigin
fasteign 28,5% umsækjenda. »14
Geta hvorki greitt af
lánum né húsaleigu
Rekstrarvandi
» Skortur er á þjónustusamn-
ingum við ríkið um rekstur
öldrunarheimila.
» Mörg hjúkrunarheimilanna
nálgast þrot ef ekki verður
gripið til aðgerða.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samtök fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu hafa boðað til neyðarfundar í
dag vegna bágrar stöðu aðildar-
félagana, en rúmlega 30 hjúkrunar-
heimili eru innan vébanda samtak-
anna.
Í skýrslu um öldrunarþjónustu
Akureyrarbæjar, sem KPMG vann
fyrir bæinn, kemur fram að kostn-
aður á hvern íbúa 67 ára og eldri hef-
ur vaxið um 148% frá 2007-2014,
mælt á föstu verðlagi.
Ríkið ber ábyrgð á fjármögnun
rekstrar öldrunarheimila en enginn
samningur hefur verið í gildi milli
ríkisins og Akureyrar frá árinu 2008.
Rekstrarframlög bæjarins til Öldr-
unarheimila Akureyrar hafa þannig
aukist um 384% á tímabilinu, en dag-
gjöld hafa ekki staðið undir rekstr-
inum síðustu ár og bærinn greitt
hundruð milljóna með rekstrinum.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj-
arstjóri Akureyrar, segir mikilvægt
að ríkisvaldið viðurkenni að leggja
þurfi meira fjármagn í þjónustu við
aldraða á Akureyri og að fram fari
uppgjör við ríkið vegna fyrri ára.
Öldrunarheimili illa stödd
Neyðarfundur boðaður vegna ástandsins Ríkisvaldið viðurkenni þörf fyrir
aukið fjármagn Hundruð milljóna greidd með öldrunarheimilum á Akureyri
MHundruð milljóna með … »18