Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa
kynnt tillögur að nýju deiliskipulagi
svonefnds Vigdísarlundar í Fossvogi
í borginni. Gert er ráð fyrir 15 íbúð-
um fyrir almenning og 8 íbúðum fyr-
ir fatlaða á þessum gróna reit.
Svæðið afmarkast af Fossvogs-
vegi í norðri, Árlandi í suðri, göngu-
stíg á móts við Kjalarveg og Rækt-
unarstöð Reykjavíkur í vestri og
lóðamörkum aðliggjandi byggðar við
Ánaland í austri, það er sunnan við
Landspítalann í Fossvogi.
Í kynningu á vef Reykjavíkur-
borgar segir að það „virðist blasa við
að reiturinn skiptist þannig að al-
mennar íbúðir verði við Fossvogs-
veg og teygi sig suður að Árlandi
með aðkomu frá báðum götum og
[að] búsetuúrræði fyrir fatlaða verði
þar sunnan og austan við með að-
komu frá Árlandi“.
Rætt er um raðhús með 8 íbúð-
um fyrir fatlaða, að meðtalinni íbúð
starfsmanns. Rætt er um að íbúðir
fyrir almennan markað verði að
jafnaði 200 fermetrar og að parhús
og raðhús komi til greina. Umferð á
svæðinu er sögð aukast með þessari
fjölgun íbúða á reitnum.
Fasteignaverð er hátt á þessu
svæði og má gera ráð fyrir að sala
lóða muni skila borginni hátt í 200
milljónum króna. Í umsögn skipu-
lagsyfirvalda segir að nokkur trjá-
gróður sé á reitnum en annars sé
svæðið í órækt og nýtist að takmörk-
uðu leyti til útivistar.
Svæðið heitir eftir Vigdísi Finn-
bogadóttur, fv. forseta Íslands.
Vigdísarlundur verður
ruddur fyrir nýrri byggð
Morgunblaðið/Júlíus
Vigdísarlundur Svæðið er sunnan
við Landspítalann í Fossvogi.
Áform um ný
raðhús í Fossvogi
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Rúmlega 5.000 Íslendingar eru með
75% örorkumat vegna stoðkerfis-
sjúkdóma. Þessir sjúkdómar eru al-
gengasta ástæða örorku hjá konum
og hjá fólki sem er 50 ára og eldra.
Þeir eru líka næstalgengasta ástæða
örorku hjá báðum kynjum í öllum
aldurshópum.
Emil Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Gigtarfélagsins, segir að ein
ástæða þessarar
háu tíðni örorku
vegna stoðkerf-
issjúkdóma sé sú
að biðtími gigtar-
sjúklinga eftir
greiningu og
meðferð sé allt of
langur. Þá hiki
margir við að
leita sér með-
ferðar vegna
kostnaðar og það leiði til versnandi
sjúkdómsástands, jafnvel örorku.
„Snemmgreining er lykilatriðið í
baráttunni við gigtarsjúkdóma,“
segir Emil.
Stoðkerfissjúkdómar eru yfirheiti
um 200 sjúkdóma, t.d. iktsýki, slit-
gigtar, vefjagigtar og beinþynn-
ingar. Emil segir gigt vera þjóðar-
mein. „Um 20% Íslendinga hafa
verið greind með gigt og annan stoð-
kerfisvanda og það er svipuð tala og
í nágrannalöndunum,“ segir hann.
20% Íslendinga eru tæplega 66 þús-
und manns.
200 gigtveik börn
Að sögn Emils eru um 200 íslensk
börn með alvarlega gigtarsjúkdóma.
Hann segir að þjónusta Barnaspít-
alans hafi verið að aukast við gigtar-
börn og fjölskyldur þeirra.
Samkvæmt lista á vefsíðu Gigtar-
félagsins eru 13 gigtarlæknar starf-
andi hér á landi. Biðlisti eftir að
komast til þeirra er langur að sögn
Emils, yfirleitt 5-7 mánuðir. Hann
segir að nokkur hluti þeirra muni
láta af störfum innan nokkurra ára
vegna aldurs, fáir gigtarlæknar anni
því að taka nýja sjúklinga, en nokk-
uð sé af læknum í sérnámi í gigt-
lækningum og þeirra sé vonandi að
vænta til landsins innan tíðar.
„Það er háalvarlegt mál ef fólk
með alvarlega gigtarsjúkdóma þarf
að bíða mánuðum saman eftir grein-
ingu eða meðferð. Skemmdirnar
verða nefnilega í bólguköstunum,“
segir Emil.
Meðferð og lyf kosta mikið
Að mati Emils er þessi skortur á
sérfræðiaðstoð ein ástæða þess að
örykjum með stoðkerfissjúkdóma
hefur fjölgað. Langir biðlistar eftir
ýmsum aðgerðum, m.a. liðskipta-
aðgerðum sem eru gerðar vegna
slitgigtar, eru önnur ástæða örorku.
„Fólk sem þarf að bíða í nokkur ár
eftir liðskiptaaðgerð dettur einfald-
lega út af vinnumarkaði. Vissulega
er langlundargeð gigtarfólks gríðar-
legt, en fyrr má nú vera. “
Ein ástæða til viðbótar sem Emil
nefnir sem huganlega ástæðu mikils
fjölda fólks með stoðkerfissjúkdóma
á örorkubótum er kostnaður við
meðferðir og lyfjagjöf. „Það er tals-
vert um að fólk hafi samband við
okkur vegna þess að þetta er orðið
svo dýrt. Það dregur að fara í með-
ferð þangað til það er orðið mjög
slæmt og örorka eina útgönguleið-
in.“
Emil segir mikla þörf á að Gigtar-
ráð verði endurvakið, en það var
ráðgefandi samstarfsvettvangur um
skipulag baráttunnar gegn gigtar-
sjúkdómum. Ráðið var lagt niður af
heilbrigðisráðherra í kjölfar krepp-
unnar 2008 og hefur Gigtarfélagið
margsinnis krafist endurreisnar
þess. „Það er alvarlegur hlutur að
vera ekki með neinn vettvang fyrir
málefni gigtarsjúklinga. Gigtar-
sjúklingar eru fjölmennur hópur
sem því miður fer stækkandi.“
Segir biðtíma
og kostnað geta
leitt til örorku
13 gigtarlæknar sinna 66.000 manns
Örorka stundum eina útgönguleiðin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á spítala Um 66.000 Íslendingar
hafa verið greindir með gigt.
Emil Thoroddsen
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Góð samstaða er um lagningu hita-
veitu um Kjósina. Gert er ráð fyrir
því að meginhluti þeirra 80 heimila
sem eru í sveitarfélaginu tengist og
300-400 sumarbústaðir, auk atvinnu-
fyrirtækja. „Það er mikill áhugi fyrir
þessu, sumir segja þetta hrein
mannréttindi. Klárlega eru þetta
aukin lífsgæði og eykur til muna
verðmæti eigna hér í Kjósinni. Þeir
sem eru í ferðaþjónustu sjá aukin
viðskiptatækifæri,“ segir Sigríður
Klara Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Kjósarveitna.
Kjósarhreppur stóð fyrir jarðhita-
leit og borun á landi sínu, Möðruvöll-
um. Eftir mikla vinnu tókst að fá
vatn úr tveimur öflugum borholum
sem dugar fyrir hitaveitu sveitarinn-
ar og rúmlega það.
Verkefnið kostar milljarð
Áætlaður kostnaður við lagningu
hitaveitu og ljósleiðara sem lagður
verður samhliða er áætlaður millj-
arður króna. Sveitarfélög hafa tak-
markaðar heimildir til að skuldsetja
sig. Því var ákveðið að stofna einka-
hlutafélagið Kjósarveitur um verk-
efnið. Sveitarfélagið lagði til lóðina,
heitavatnsréttindi og undirbúnings-
kostnað sem stofnfé inn í félagið.
Veitan mun fjármagna verkið að
öðru leyti með húshitunarstyrk rík-
isins, tengigjöldum og bankalánum.
Áformað er að hefja framkvæmdir
við lagningu veitunnar í aprílmánuði
og að fyrstu húsin verði tengd í
haust. Lagðar verða stál- og plast-
lagnir um sveitina og þær verða eins
og köngulóarvefir í sumarhúsahverf-
unum. Lagt er heim að bæjum og
húsum en þar taka húseigendur við.
Þeir þurfa sumir að leggja í veru-
legan kostnað við að breyta húshit-
unarkerfum til að taka inn heita
vatnið. Niðurgreiðsla ríkisins á hús-
hitunarkostnaði fellur niður en Kjós-
arveitur fá styrk næstu tólf ára til að
nota við lagningu hitaveitunnar og til
að styrkja íbúa við breytingar.
Leiðslurnar eru alls um 120 kíló-
metrar að lengd. Kostnaður við rörin
var áætlaður um 300 milljónir en
ljóst virðist að þær fást fyrir nokkuð
lægra verð í útboði. Sigríður segir að
jarðvinna við lagningu hitaveitunnar
verði boðin út í næsta mánuði. Áætl-
að er að verkið verði unnið á tveimur
árum.
Dreifikerfi
Kjósarveitna ehf.
Jarðhitasvæði
Loftmyndir ehf.
Meðalfellsvatn
Hvalfjörður
Eykur lífsgæði íbú-
anna að fá hitaveitu
Fyrstu húsin í Kjósinni tengd við hitaveitu í haust
Kjósarhreppur ákvað að leggja ljósleiðara með hitaveitulögninni heim á
alla bæi og í sumarbústaði. Sumir telja það jafnvel meira virði en hitaveit-
una enda eru slök skilyrði fyrir farsíma, net og sjónvarp víða í Kjósinni.
„Einn áttræður sagðist hafa meiri áhuga á ljósleiðaranum, hann væri svo
lengi að lesa Moggann með núverandi netsambandi,“ segir Sigríður Klara
Árnadóttir.
Tengigjald á íbúðarhús og lögbýli er 1.400 þúsund kr. með virð-
isaukaskatti og 890 þúsund á sumarhús. Gjaldskrá fyrir afnot af heita
vatninu hefur ekki verið ákveðin. Gjaldið fyrir sumarhúsin er áætlað út
frá því að 60% sumarhúsaeigenda tengist og miðast við að gengið verði
frá samningi í vor.
Fljótari að lesa Moggann
LJÓSLEIÐARI LAGÐUR MEÐ HITAVEITULEIÐSLUNUM
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 12
-16
Njóttu þess að skapa
úr litadýrðinni
Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Ljósmynd/Kjósarveitur
Hiti Borhola á Möðruvöllum.