Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I Debenhams I Englabörn
Intersport - Bíldshöfða - Akureyri - Selfossi I barnaheimar.is I Leiksport I Músik & Sport
K Sport Keflavík I Nína Akranesi I Sportver Akureyri I Toppmenn og Sport Akureyri
Borgarsport Borgarnesi I Hafnarbúðin Ísafirði I Siglósport Siglufirði I Sentrum Egilsstaðir
Sportbær Selfossi I Pex Reyðarfirði I Axel Ó Vestmannaeyjum I Efnalaug Vopnafirði
Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf.
fatnaður
Fótboltabuxur
Gjöf sem hittir í mark
Hummel
kerfisins frá því að upprunalegur
samningur var gerður. Undirbún-
ingur að þeirri vinnu er hafinn. Sú
vinna er í raun rétti farvegurinn fyr-
ir það sem stjórn VR er að álykta
nú,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn segir að VR hafi áður
tekið þetta mál upp við Samtök at-
vinnulífsins hvað varðar Lífeyrissjóð
verzlunarmanna sérstaklega og
endurskoðun á samþykktum sjóðs-
ins. „Það er bara fullkomlega eðli-
legt að setjast yfir þær samþykktir í
framhaldi af niðurstöðu í endur-
skoðun samningsins milli SA og ASÍ
um lífeyrismál, til að endurspegla
þær breytingar sem kynnu að verða
á umhverfi sjóðanna með þeirri
endurskoðun,“ sagði Þorsteinn Víg-
lundsson.
Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri
Kjöríss ehf. og formaður Samtaka
iðnaðarins, sagðist í gær ekkert vilja
um ályktun stjórnar VR segja að svo
stöddu.
í tengslum við gerð kjarasamninga
sl. vor og rammasamkomulagsins
frá því í október í haust að okkar bíð-
ur á næstu vikum og mánuðum sú
vinna að endurskoða þann samning,
þar sem við munum m.a. setjast yfir
og ræða þær breytingar sem orðið
hafa í umhverfi lífeyrissjóðanna á
undanförnum árum og breytt hlut-
verk þeirra sem fjárfesta á markaði
og þær grundvallarbreytingar sem
orðið hafa á umfangi lífeyrissjóða-
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR,
segir að ályktun stjórnar félagsins
frá því í fyrrakvöld, um að stjórnar-
menn í Lífeyrissjóði VR sitji ekki í
stjórnum fyrirtækja sem sjóðurinn á
hluti í, sé tilkomin vegna þess að
stjórnin vilji auka gagnsæi og
mynda traust um stjórnarmenn, líkt
og kom fram í frétt í Morgunblaðinu
í gær.
„Okkur ber að standa vörð um
Lífeyrissjóð verzlunarmanna, trú-
verðugleika hans og traust. Til að
það sé hægt verður að tryggja að
þeir sem skipa stjórn sjóðsins gæti
fyrst og fremst hagsmuna sjóðsins
sjálfs og sjóðfélaga. Það er að mati
stjórnar VR óásættanlegt að stjórn-
armenn í Lífeyrissjóði verzlunar-
manna sitji í stjórnum eða eigi hlut í
fyrirtækjum sem sjóðurinn fjár-
festir í.
Stjórn VR lýsir því yfir að þeir
fulltrúar sem félagið tilnefnir í
stjórn sjóðsins eigi ekki sæti í
stjórnum fyrirtækja eða félaga sem
sjóðurinn fjárfestir í. Stjórn VR ger-
ir þá kröfu til samtaka avinnurek-
enda sem tilnefna fulltrúa í stjórn
lífeyrissjóðsins að þau hagi tilnefn-
ingum sínum með sama hætti,“ segir
m.a. í ályktun stjórnar VR sem sam-
þykkt var í fyrrakvöld.
Á hlut í 3 skráðum félögum
Í fréttinni í gær kom m.a. fram að
Helgi Magnússon, varaformaður
stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna á sæti í stjórnum þriggja
skráðra félaga sem VR á umtals-
verðan hlut í. Það eru Marel hf. en
þar á Lífeyrissjóður verzlunar-
manna 9,1% hlut, Síminn hf. en þar á
sjóðurinn 14,3% og N1, en þar á
sjóðurinn 14,2%. Helgi á hlut í öllum
ofangreindum félögum og er með-
stjórnandi í stjórnum þeirra.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, var í gær spurður um afstöðu SA
til ályktunarinnar: „Það eru engar
deilur um það á milli okkar og verka-
lýðshreyfingarinnar að það er afar
mikilvægt að lífeyrissjóðirnir starfi
eftir mjög vönduðum starfsreglum
og að fyrirkomulag um skipan í
stjórnir lífeyrissjóða og fyrir-
komulag lífeyrissjóðanna sjálfra um
skipan stjórnarmanna í fyrirtækjum
séu í mjög skýrum og föstum skorð-
um og fullt traust ríki í garð lífeyris-
sjóða í þeim efnum,“ sagði Þor-
steinn.
Hann segir að samningur um líf-
eyrismál frá 1995 sé í gildi á milli SA
og Alþýðusambandsins, sem rammi
inn núverandi fyrirkomulag lífeyris-
kerfisins. „Það liggur jafnframt fyrir
Morgunblaðið/Golli
Skráð félög Síminn var skráður á markað í Kauphöllinni í október í haust.
Samningur um lífeyris-
sjóði endurskoðaður
Óljóst hvaða áhrif ályktun stjórnar VR mun hafa
Stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
og hlutafélög
Heimild: Talnakönnun hf.
LIVE - Nafn
Er í
stjórn
Fram-
kvstj.
Prókúru-
hafi Stofnandi Endursk.
Félög
alls
Þ.a. eign
LIVE
Stjórnarmaður:
Anna G Sverrisdóttir 0 0 0 0 0 1 0
Ásta Rut Jónasdóttir 0 0 0 0 0 0 0
Birgir Már Guðmundsson 0 0 0 0 0 0 0
Birgir S Bjarnason 10 1 4 1 0 10 0
Fríður Birna Stefánsdóttir 2 0 0 0 0 2 0
Helgi Magnússon 15 3 4 4 0 17 3
Margrét Sif Hafsteinsdóttir 6 1 7 1 37 44 0
Páll Örn Líndal 0 0 0 2 0 2 0
Þorsteinn
Víglundsson
Helgi
Magnússon
Lögreglumaðurinn sem sakaður
hefur verið um óeðlileg samskipti
við brotamenn í störfum sínum hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar og var í
framhaldi af því fluttur til í starfi
hefur nú verið leystur frá störfum
um stundarsakir meðan málið er til
rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Þetta staðfestir Sigríður Björk
Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, í samtali við
mbl.is. í gær. Ekki er um að ræða
sama mál og þar sem lögreglumað-
ur var settur í gæsluvarðhald eftir
að saksóknara barst í hendur upp-
taka af óeðlilegum samskiptum
hans við brotamann. Sá var einnig
leystur frá störfum á mánudaginn.
Mennirnir eiga það þó sameiginlegt
að hafa báðir starfað innan fíkni-
efnadeildar lögreglunnar. Karl
Steinar Valsson, sem var yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-
2014, sagði frá því í Fréttablaðinu
að hann hefði fengið upplýsingar
um meint brot mannsins og sent
greinargerð um það til yfirmanna
sinna. Ekkert virðist þó hafa verið
gert í því og engin rannsókn fram-
kvæmd. Maðurinn var aftur á móti
færður til í starfi, en samstarfs-
menn hans höfðu gert ítrekaðar at-
hugasemdir við starfshætti hans.
Sigríður Björk sagði í samtali við
mbl.is í gær ekki sjá neitt því til
fyrirstöðu að Friðrik Smári Björg-
vinsson yfirlögregluþjónn og Jón
H.B. Snorrason aðstoðarlögreglu-
stjóri tjái sig við fjölmiðla um
greinargerð sem þeir fengu um
störf lögreglumanns sem héraðs-
saksóknari hefur nú til skoðunar,
svo framarlega sem rannsókna-
hagsmunir séu ekki í húfi. Lýstu
níu samstarfsmenn lögreglumanns-
ins vantrausti á hann síðasta vor og
vísuðu áhyggjum sínum til Friðriks
Smára Björgvinssonar, sem þá var
yfirmaður deildarinnar. Eftir að
þeir fengu engin viðbrögð var farið
með málið lengra til Sigríðar og var
í framhaldinu ákveðið að færa
fulltrúann til í starfi. Eins og fyrr
segir hefur hann nú verið leystur
frá störfum um stundarsakir vegna
málsins.
Ekki tilefni til rannsóknar
Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög-
reglustjóri sagði í samtali við mbl.is
í gærkvöldi að ekkert í greinagerð
Karls Steinars hafi gefið tilefni til
rannóknar. „Það var ekki neitt í
þessu sem benti til þess að menn
væru ekki að vinna eftir lögum og
verklagsreglum,“ segir Jón. og bæt-
ir við: „Niðurstaðan er mjög af-
dráttarlaus í þessari greinargerð.“
Annar leystur frá
lögreglustörfum
Óeðlileg samskipti við brotamenn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lögreglustöð Búið er að víkja öðr-
um starfsmanni frá störfum.
Reynir Þór Jónasson var í Hæsta-
rétti í gær dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir grófa líkamsárás í
Grundarfirði árið 2014. Hann og
samverkamaður hans þurfa jafn-
framt að greiða fórnarlambinu 1,5
milljónir króna í miskabætur vegna
árásarinnar en það hlaut lífshættu-
lega áverka í árásinni.
Krafðist þyngri refsingar
Hæstiréttur staðfesti dóm Hér-
aðsdóms Vesturlands yfir Reyni Þór
en saksóknari hafði áfrýjað honum
og krafist þyngri refsingar. Reynir
Þór var sakfelldur ásamt öðrum
manni fyrir að
hafa ráðist á
mann á hafnar-
svæði í Grundar-
firði 17. júlí árið
2014. Slógu þeir
manninn í andlit-
ið þannig að hann
missti meðvitund
og slógu hann svo
í andlitið þar sem
hann lá meðvit-
undarlaus á jörðinni með þeim af-
leiðingum að fórnarlambið hlaut lífs-
hættulega höfuðáverka.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að fórnarlambið hafi strítt við
varanlegar afleiðingar af lífshættu-
legum heilaskaða sem það varð fyrir
í árásinni. Manninum hafi nær ekk-
ert farið fram undanfarið hálft ár og
horfur á frekari bata teljist tak-
markaðar.
Bæði Reynir Þór og hinn árásar-
maðurinn, sem bíður dóms, hafa set-
ið í gæsluvarðhaldi frá því að árásin
var gerð og dregst það frá fangels-
isdómnum. Auk hlutar í miskabót-
unum til fórnarlambsins þarf Reynir
Þór að greiða allan áfrýjunarkostn-
að málsins, 2.358.670 krónur, sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar.
Dæmdur í 4 ára fangelsi
Hæstiréttur staðfesti dóm í héraði í líkamsárásarmáli
4 ár Hæstiréttur
staðfesti dóm.
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hef-
ur sent mál vegna líkamsleitar á 16
ára stúlku til embættis héraðssak-
sóknara til meðferðar.
„Lögreglustjóri telur að ekki hafi
verið rétt staðið að framkvæmd lög-
reglustarfa í umrætt sinn og hefur
því sent málið til embættis héraðs-
saksóknara til meðferðar,“ segir í
tilkynningu.
Lögreglustjórinn sendi frá sér
aðra tilkynningu 12. janúar þar sem
hann kvaðst hafa tekið málið til sér-
stakrar skoðunar. Stúlkan var stöðv-
uð ásamt ungmennum í bíl á leið frá
Ólafsvík til Reykjavíkur í umdæmi
lögreglunnar á Akranesi 21. ágúst í
fyrra. Nafnlaus
ábending hafði
borist um að öku-
maður væri undir
áhrifum fíkni-
efna, að sögn
Oddgeirs Ein-
arssonar, lög-
manns stúlk-
unnar. Á
lögreglustöðinni á Akranesi var
stúlkan látin afklæðast í fangaklefa
fyrir framan aðra stúlku sem einnig
var í bílnum. Lögreglukona lét hana
svo beygja sig fram á meðan hún
skoðaði kynfæri og rass hennar án
snertingar.
Líkamsleitarmál til
héraðssaksóknara