Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
skref
ganga
hækkun
skokk
hreyfing
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
Garmin heilsu- og snjallúr
með innbyggðum púlsmæli.
toppaðu
gærdaginn
Stundum er fundið að því aðráðherrar og þingmenn sleppi
því að lesa yfir frumvörp sem feli
í sér ný fyrirmæli frá Evrópusam-
bandinu í gegnum EES-samning-
inn.
Raunar erþví
haldið fram
að virðulegir
embættis-
menn ríkis-
ins eigi bágt með að einbeita sér
að sama efni.
En óbilandi Evrópusinnarbenda á að Evrópusamstarfið
sé lifandi fyrirbæri í lýðræðislegri
framþróun, hvað sem það merkir.
Ein nýjasta afurð reglusetn-ingar er eftirfarandi og
byggt á stofnreglugerð sem sett
var fyrir 5 árum:
„Reglugerð um (5.) breytingu á
reglugerð nr. 835/2010 um gild-
istöku reglugerðar framkvæmda-
stjórnarinnar (EB) nr. 669/2009
um framkvæmd reglugerðar Evr-
ópuþingsins og ráðsins (EB) nr.
882/2004 að því er varðar aukið,
opinbert eftirlit með innflutningi á
tilteknu fóðri og matvælum, sem
eru ekki úr dýraríkinu.“ Þessari
snilld var komið í aðeins eina setn-
ingu.
Og grundvellinum, sjálfri„stofnreglugerðinni“ var
einnig komið fyrir í aðeins einni
setningu:
„Stofnreglugerð:
835/2010
Reglugerð um gildistöku reglu-
gerðar framkvæmdastjórnarinnar
(EB) nr. 669/2009 um framkvæmd
reglugerðar Evrópuþingsins og
ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því
er varðar aukið, opinbert eftirlit
með innflutningi á tilteknu fóðri
og matvælum, sem eru ekki úr
dýraríkinu, og um breytingu á
ákvörðun 2006/504/EB.“
Tær snilld
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 léttskýjað
Bolungarvík -6 léttskýjað
Akureyri -4 skýjað
Nuuk -2 skafrenningur
Þórshöfn 0 heiðskírt
Ósló -15 skýjað
Kaupmannahöfn 0 snjókoma
Stokkhólmur -13 heiðskírt
Helsinki -12 heiðskírt
Lúxemborg 0 alskýjað
Brussel 3 léttskýjað
Dublin 2 skúrir
Glasgow 2 upplýsingar bárust ek
London 5 skýjað
París 3 skúrir
Amsterdam 2 skúrir
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 léttskýjað
Vín 5 léttskýjað
Moskva -7 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 7 þoka
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 11 skúrir
Aþena 11 heiðskírt
Winnipeg -20 skýjað
Montreal -12 snjókoma
New York -1 alskýjað
Chicago 2 skýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:56 16:19
ÍSAFJÖRÐUR 11:28 15:57
SIGLUFJÖRÐUR 11:12 15:38
DJÚPIVOGUR 10:32 15:42
Afbrigðileg riða,
Nor98, greindist
nýlega í kind frá
bænum Keldu-
skógum í Beru-
firði við reglulega
skimun Matvæla-
stofnunar, að því
er segir í tilkynn-
ingu. Fyrir
tveimur árum
fannst riða af
þessari tegund í kind frá Krossi í
sömu sveit. Vísindamenn telja þó
ekki að Nor98 smitist á sama hátt á
milli skepna og hefðbundin riða.
Fyrir því eru bornar erlendar rann-
sóknir en riða af þessari gerð hefur
fundist í mörgum löndum.
Er þetta að minnsta kosti í sjötta
skipti sem afbrigðileg riða finnst í
kindum hér á landi. Í fyrstu fjögur
skiptin fyrirskipuðu yfirvöld niður-
skurð fjárstofna að hluta eða öllu
leyti. Það var ekki gert í Keldu-
skógum og segir í tilkynningu Mat-
vælastofnunar að það álit liggi fyrir
að ekki sé ástæða til að skera niður á
Kelduskógum eins og gert er þegar
um hefðbundna smitandi riðu er að
ræða.
Afbrigðileg
riða fannst
í Berufirði
Ekki talið nauð-
synlegt að skera
Kind Einstaka
greinast með riðu.
Nokkur fjöldi heilsugæslustöðva
víða um land er með takmarkaðan
afgreiðslutíma, þ.e. þar er ekki opið
alla daga vikunnar eða einungis
hluta dagsins. Þær eru yfirleitt á
þeim stöðum þar sem íbúar eru
innan við 500. Á þessu eru þó und-
antekningar og dæmi eru um þetta
fyrirkomulag á þéttbýlisstöðum þar
sem fleiri búa.
Það vakti mikla óánægju íbúa á
Hvolsvelli nýverið þegar ákveðið
var að skerða afgreiðslutíma
heilsugæslustöðvarinnar þar. Um
tímabundna tilraun er að ræða og
til stendur að bæta heimaþjónust-
una á móti.
Á Hvolsvelli eru 934 íbúar og þar
er heilsugæslan nú opin þrjá daga í
viku í stað fimm áður. Heilsugæslu-
stöðin á Fáskrúðsfirði er opin þrjá
daga í viku og í bænum er 671 íbúi.
Á Vopnafirði búa 528, þar er opið
alla daga vikunnar en hálfan dag í
senn. Á minni stöðum, eins og t.d.
Kópaskeri þar sem íbúar eru 114
er opið tvo daga í viku, á
Kirkjubæjarklaustri, þar sem 140
búa, er opið hálfan daginn alla
daga vikunnar og sömu sögu er að
segja í Vík í Mýrdal.
Í Vogum eru rúmlega 1.000 íbú-
ar, þar er heilsugæslan einungis
opin einn dag í viku, en stutt er að
fara á heilsugæslustöðina í Reykja-
nesbæ.
Sums staðar er opið fáa daga í viku
Algengt á fámennari stöðum að opið sé stuttan tíma á heilsugæslustöðvum
Morgunblaðið/Eggert
Heilsugæsla Afgreiðslutími heilsu-
gæslustöðva er mislangur.