Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is T rúlega slá fáir hendinni á móti fleiri heilasellum, enda gagnsemi þeirra óumdeild. Í smáforritinu Study Cake, sem kom út í vikunni og er spurningaleikur fyrir unga bókaorma, standa þær til boða að því tilskildu að þátttakendur séu þokkalega vel lesnir í barnabók- menntum. Því fleiri heilasellur sem þeir vinna sér inn, þeim mun veg- legri geta verðlaunin verið. Spurningaleikurinn er hugar- smíð þriggja vina og frumkvöðla um tvítugt, sem sjálfir eru miklir lestr- arhestar og áhugamenn um bók- menntir. Og líka og ekki síður um tækninýjungar af ýmsum toga. Kjartani Þórissyni, Herði Guð- mundssyni og Kristjáni Inga Geirs- syni rann til rifja þverrandi lestur ungmenna og vildu leggja sitt á vog- arskálarnar til að snúa þróuninni við. Fyrirtækið sem þeir stofnuðu í þeim tilgangi á sér ekki langa sögu, en eins og Hörður segir gerast góðir hlutir ekki endilega hægt á tækniöld. Bylting í lestrarumhverfi „Study Case var eitt þeirra tíu teyma sem voru valin voru til þess að taka þátt í viðskiptahraðlinum Start- upReykjavík á vegum Arion banka og Klak Innovit í sumar. Við vorum nýútskrifaðir úr menntaskóla og ákváðum að halda á vit ævintýranna í stað þess að hefja háskólanám strax,“ upplýsa þremenningarnir, sem seint í ágúst kynntu starfsemina og framtíðarsýn fyrirtækisins á fjár- festingadegi StartupReykjavík. Kynningin var í höndum Kjart- ans, sem þeir höfðu sameinast um sem framkvæmdastjóra, en hann er líka hönnuður hjá fyrirtækinu. Hörður er fjármálastjóri og Kristján Ingi tæknistjóri, og hafa allir þrír unnið myrkranna á milli undanfarna mánuði við að koma spurninga- leiknum í loftið. Stóri dagurinn rann upp 12. janúar síðastliðinn. „Markmið okkar er að ýta undir Fjölga heilasellum í spurningaleik Sumir hafa horn í síðu snjallsímavæðingarinnar og finna henni flest til foráttu, sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Aðrir sjá bara uppbyggileg tækifæri. Eins og þrír ungir frumkvöðlar, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, sem stofnuðu sprotafyrirtækið Study Cake og gáfu út snjallsímaforrit; spurningaleik fyrir unga bókaorma og fjölskyldur þeirra. Tvennir tímar Myndirnar spegla tímanna tvenna. T.h. er Kjartan fram- kvæmdastjóri, sex ára, að lesa, t.v. Magnús litli bróðir hans 14 árum síðar. Hvatakerfi Foreldrar geta umbunað börnum sínum fyrir góðan árangur. Þýskir músíkdagar er yfirskrift kvikmynda- daga sem hefst í dag í Kamesi Borgar- bókasafns í Grófinni og stendur til 20. janúar í samstarfi við Goethe-Institut í Danmörku. Sýndar verða þýskar tónlistarmyndir sem fengið hafa verðlaun og viðurkenningar á kvik- myndahátíðum fyrir áhugaverð efnistök og framsetningu. Umfjöllunarefni myndanna er fjölbreytt, m.a. er ein um sameiginlega leit píanóstillis og þekktra píanóleikara að hinum fullkomna pí- anóhljómi og önnur um heyrnarskertan slag- verksleikara sem kannar samspil fjölbreyttra hljóðgjafa, takts, tímasetningar og líkams- snertingar. Myndirnar eru sýndar kl. 15 í dag föstudag, laugardag og sunnudag en kl. 15 og 17 frá mánudegi til miðvikudags. Einnig er boðið upp á að panta sýningar næstu daga þar á eftir. Kvikmyndadagar í Kamesi Borgarbókasafns í Grófinni Þýskir músíkdagar Fjölbreytt Ein kvikmyndanna fjallar um tilurð níundu sinfóníu tónskáldsins Beethovens. Loksins, loksins er kominnjanúar. Sumir lifa í mis-skilningi og halda að jan-úar sé versti mánuður árs- ins og skilja ekki að hann er einn þeirra bestu. Ferskt upphaf, hvítur strigi, bjartari dagar og nýtt hunda- dagatal. Hvað er hægt að biðja um meira? Sem ung kona, umkringd öðru ungu fólki en líka miðaldra og stundum gömlu finnst mér svolítið leiðinlegt hvað margir fara í ein- hverja herferð gegn janúar. Ákveða kannski bara að hann verði glataður án þess að hafa eitthvað fyrir sér í því. Það í raun alveg gífurlega þreytt viðhorf að janúar sé ömurlegur mán- uður, að allir sem eigi afmæli í janúar eigi bágt og að þegar jólin séu búin sé ekkert framundan nema nístandi hyldýpi þangað til klukkan slær 17 á föstudeginum fyrir pálmasunnudag. Nú veit ég ekki hvort janúar sé líka hataður í heitari löndum, þar sem það snjóar ekki inn í bíla og áfengi fæst í matvöruverslunum eða hvort það sé séríslenskt fyrir- bæri að hata saklausan mán- uð. Janúar eins og hann legg- ur sig er frábær tími til að grípa tækifæri, setja sér kannski einhver skemmtileg markmið og verða ef til vill ör- lítið betri manneskja en drullusokkurinn sem þú varst í desem- ber. Nú halda eflaust sumir að undirrituð sé komin í sértrúar- söfnuð, byrjuð í Cross fit eða orðin fyrirlesari hjá Dale Carnegie en svo er ekki. Ég er held- ur ekkert ofur jákvæð manneskja eða skoppandi orkubolti, bara svona venjuleg miðþrítug kona sem reynir að fara í sjálfsalann í vinnunni bara tvisvar í viku. Augljóst áramótamarkmið. Þó að nýtt ár marki nýtt upphaf er ég ekki talsmaður öfgafullra markmiða. Maður þarf ekkert að fara í ræktina fyrir og eftir vinnu, borða eins og steinaldarmaður einn daginn og eins og dádýr þann næsta og lesa fjörutíu bæk- ur á viku. Það er alveg nóg að setja sér það markmið kannski bara að læra utan að textana við öll nýju Bieber-lögin. Gerið bara eitthvað skemmti- legt, í guðana bænum. Alltof lengi hefur jan- úar þurft að vera ljóta systirin, sem enginn hlakk- ar til að fá í heimsókn og geta ekki beðið þar til dvergurinn febrúar skýtur upp kollinum. Þetta er ekki sanngjarnt. Nú skul- um við breyta þessu. Ég kalla eftir viðhorfs- breytingu gagnvart janúar. Farðu í megrun eða ekki. Mér er alveg sama. Verum bara jákvæð og hættum þessu væli. »Nú veit ég ekki hvortjanúar sé líka hataður í heitari löndum, þar sem það snjóar ekki inn í bíla og áfengi fæst í matvöruversl- unum eða hvort það sé sér- íslenskt fyrirbæri að hata saklausan mánuð. HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Alþjóðlegu listahátíðinni Ferskum vindum í Garði lýkur með sýningum og viðburðum víða um bæinn á laug- ardag og sunnudag. Einn af hápunkt- um helgarinnar er tónleikar í Mið- garði, sal Gerðaskóla kl. 18.00 á morgun. Sveitarfélagið Garður hefur verið innblástur fyrir 50 listamenn frá 20 þjóðlöndum sem taka þátt í hátíðinni. Áhrifa umhverfisins gætir í mörgum verkum og mun umhverfið njóta verka listafólksins um ókomin ár. Þema hátíðarinnar í ár er sjávarföll. Listahátíðin hófst 15. desember með komu erlendu listamannanna, sem hreiðruðu um sig í húsnæði Garðvangs, og unnu að list sinni víða um bæinn. Þetta er í fjórða sinn sem Alþjóðlegu listahátíðinni Ferskum vindum í Garði lýkur um helgina Nýstárleg listaverk sem allir fá að njóta Mennirnir á bak við Study Cake eru: Kjartan Þórisson, framkvæmdastjóri og hönnuður. Hann stofnaði áður Nomo.is og timatal.is. Hörður Guðmundsson fjármálastjóri. Hann stund- aði bitcoin-fjárfestingar og starfaði tvö sumur hjá KPMG í Lúxemborg. Kjartan og Hörður, sem báðir eru tvítugir, útskrifuðust frá Verslunarskóla Íslands vorið 2015. Kristján Ingi Geirsson tæknistjóri, tuttugu og eins árs, útskrifaðist úr Tækniskólanum 2014 og hefur komið að ýmsu í forrit- unarheiminum. Fortíð frumkvöðlanna SPROTAFYRIRTÆKIÐ STUDY CAKE Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.