Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Fyrirtækjum er frá og með þessu rekstrarári heimilt að draga hærra hlutfall frá tekjum atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðarmála, samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á skattalögum. Hlutfallið hækkar úr 0,5% í 0,75%. Um getur verið að ræða framlög til kirkju- félaga, viðurkenndra líknarstarf- semi, menningarmála, stjórnmála- flokka og vísindalegra rannsóknar- starfa. Af þeim 32.956 aðilum sem skilað höfðu inn framtali í gær fyrir rekstrarárið 2014 voru 5.778 aðilar skráðir með gjafir, eða 17,5%, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra. Fjárhæð gjafanna hjá þess- um aðilum er rúmir 2,8 milljarðar króna samtals. Heildartekjur þeirra voru 2.145 milljarðar króna og gjaf- ir eru því samtals 0,13% af tekj- unum. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir að framlagið hafi mjög lítið breyst undanfarin ár og sömuleiðis sé hlutfallið af tekjunum mjög svipað. „Framtöl eru þó fleiri og því hefur fjárhæðin hækkað lítil- lega á undanförnum árum. Í heild- ina eru þetta 16-17% framtaldra aðila sem nýta þennan frádráttarlið. Ekkert er unnt að segja hver áhrif- in verða með því að hækka frá- dráttarbærnina úr 0,5% í 0,75%. Það verður í fyrsta sinn við álagn- ingu lögaðila gjaldárið 2016 fyrir rekstrarárið 2015 sem það kemur til framkvæmda,“ segir hann. Rúmar heimildir til frádráttar Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri skatta- og lögfræði- sviðs Deloitte, segir erfitt að átta sig á hvort fyrirtæki muni í auknum mæli hækka framlög sín til góð- gerðarmála í framhaldi af breyting- unum og líklegt að sum fyrirtæki hafi ekki vitneskju um þetta. „En það er ýmislegt sem getur fallið undir góðgerðarmál samkvæmt reglugerð sem var upphaflega gefin út árið 1994. Frádráttarheimildin nær ekki einungis til hefðbundinna góðgerðarmála eins og líknarstarf- semi, trúfélaga, stjórnmálafélaga, menntamála og rannsóknarstarfs heldur einnig til byggingar skóla- húsa, íþróttamannvirkja og íþrótta- starfsemi. Það er því ýmislegt sem getur fallið þarna undir sem er meira en það sem ákvæðið í tekju- skattslögunum segir til um.“ Hún segir því líklegt að fyrirtæki átti sig ekki á því hversu rúmt þetta er og nýti sér það ekki til frá- dráttar frá tekjum. Þá hefur verið gerð breyting á erfðafjárskattslögum sem snýr að gjöfum til félagasamtaka og sjálfs- eignarstofnana sem starfa að al- mannaheillum. Vala segir að þar sé um að ræða að slíkar gjafir séu undanþegnar erfðafjárskatti sem annars væri skattlagt í 10%. „Það ætti því einnig að koma þeim sem starfa að almannaheillum til góða,“ segir hún. Rekstraraðilar veittu 2,8 milljarða til góðgerðarmála Morgunblaðið/Rósa Braga Skattar Fyrirtæki hafa nú heimild til að draga hærra hlutfall frá tekjum vegna framlaga til góðgerðarmálefna.  Gjafir frá 5.778 aðilum  Frádráttur vegna framlaga hækkar úr 0,5% í 0,75% þá ákvörðun til fjármála- og efna- hagsráðuneytisins í október 2011 og aftur í febrúar 2015 og nú er það loksins staðfest að við getum rekið tollvörugeymslu hjá okkur,“ segir Andri. Í leyfisveitingu tollstjóra kemur fram að tollafgreiddar og ótoll- afgreiddar vörur skuli vera sér- staklega aðgreindar í húsnæði Öl- gerðarinnar og að tollstjóra verði tryggður aðgangur að eftirliti með vörunum. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hef- ur fengið leyfi tollstjóra til reksturs tollvörugeymslu fyrir ótoll- afgreiddar vörur. Fyrirtækið ósk- aði fyrst eftir slíku leyfi fyrir sjö ár- um. Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, segir að vinna við uppsetningu frísvæðis hjá Öl- gerðinni hafi hafist árið 2008. „Þremur árum síðar sóttum við um leyfi til reksturs tollvörugeymslu, sem tollstjóri hafnaði. Við kærðum Ölgerðin fær leyfi fyrir tollvörugeymslu  Tók sjö ár að fá leyfi tollstjóra Morgunblaðið/Árni Sæberg Tollur Andri segir að vinna við uppsetningu frísvæðis hafi hafist árið 2008. ● Capacent hefur nú hafið áskriftar- sölu á greiningum á hlutabréfum og skuldabréfum, verðbólguspám sem og greiningum á ákveðnum atvinnugrein- um. Nokkrum dögum eftir að grein- ingar hafa verið afhentar til áskrifenda verða þær birtar á opnu svæði á heimasíðu Capacent. Í nýrri verðbólguspá greiningar- deildar Capacent er því spáð að vísi- tala neysluverðs lækki um 0,8% í jan- úar. Ef spáin gengur eftir lækkar 12 mánaða verðbólgan úr 2% í 1,9%. Verðbólga síðasta árs var 1,6% að meðaltali og þarf að fara aftur til árs- ins 1994 til að finna lægri verðbólgu, segir í greiningu Capacent. Á síðustu 60 árum hefur verðbólgan tvisvar verið lægri, árið 1994 þegar hún var 1,5% og árið 1959 þegar hún var 1,3%. Verðbólgan á síðasta ári sú lægsta í yfir 20 ár                                     !! "# "# $%# #$! !# " $! ! &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  #$ %  # ! #  % "$$ $   !%  ! "  $ ! #%  "" $% #$ " ● Gengi allra skráðra félaga á aðalmarkaði Kaup- hallarinnar lækk- uðu í gær og féll úrvalsvísitalan um 3,33%. Mest lækk- uðu bréf Icelandair Group um 4,10% og Marel um 4,04%, auk þess sem bréf í Síman- um lækkuðu um 3,37%. Minnst var lækkunin hjá fasteignafélögunum Reitum, Regin og Eik, en gengi þeirra fór niður um 1,19-1,55%. Heildarvelta gærdagsins á hluta- bréfamarkaðnum var 3,2 milljarðar króna. Mest viðskipti voru með bréf Ice- landair Group eða 1,25 milljarðar króna. Árið 2016 fer ekki vel af stað á hluta- bréfamarkaði og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 5,45% frá áramótum. Öll félög í Kauphöllinni lækkuðu verulega í gær Rauður dagur í Kauphöllinni. STUTTAR FRÉTTIR ... Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.