Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
VINNINGASKRÁ
37. útdráttur 14. janúar 2016
69 9942 18676 29977 39359 50086 61024 72060
724 10829 19093 29989 39444 50113 61128 72127
750 10939 19126 30056 39661 50238 61589 72364
1020 11363 19232 30592 39698 50579 62007 72729
2052 11428 19424 30757 39795 50644 62077 72768
2078 11635 19525 31080 40056 50794 62110 73326
2186 11734 19684 31157 40293 51182 62726 73725
2422 12337 19787 31294 40403 51346 63159 74172
2638 12343 20225 31448 40427 51983 63499 74987
3437 12346 20440 31537 40770 52774 63788 75010
3499 12458 20498 31597 41612 53011 63850 75116
3522 12953 20772 32301 42203 53339 63956 75342
3558 13146 20859 32388 42539 53615 63982 75374
3569 13533 21389 32422 43089 54391 64207 75472
3577 13552 21486 32692 43183 54547 64414 75796
4182 13725 21663 32753 43473 55591 64608 75806
5482 13915 21760 33197 43706 55714 64995 76412
5961 15167 21884 33255 43929 56371 65146 76501
6319 15242 22546 33876 44129 57232 65328 76888
6433 15934 23030 34441 44547 57359 65454 77334
6510 15960 23260 34917 44752 57740 66798 77516
6863 16001 23954 34973 45926 57952 67237 77684
7277 16127 24082 35078 46229 57998 67696 77693
7401 16560 24137 35275 46613 58003 67762 77839
7745 17041 24224 35674 47237 58283 67962 78022
7880 17053 24287 35889 47505 59142 68049 78363
8564 17284 24315 36041 47613 59569 68204 78436
8584 17569 24328 36228 48147 59628 68216 78599
8656 17664 25373 36250 48540 60001 68387 79289
8761 17667 26068 36475 48560 60350 69452 79810
8922 17693 27144 37694 48707 60407 69841 79906
9017 17808 27589 37806 48762 60596 69945
9036 17839 28419 38664 49063 60640 70872
9455 17874 28587 38772 49358 60758 71265
9614 17993 28944 39099 49916 60924 71702
9718 18489 29557 39127 49965 60998 71781
9741 18591 29868 39233 50051 61018 71820
292 9530 18580 26330 42430 49116 60509 69178
2048 9899 18776 27430 43230 49293 60748 69603
2166 12618 19630 27802 44210 49868 61233 70285
2553 13565 19793 27880 44439 50631 62345 71383
3174 13893 21106 28698 44672 52660 62612 72544
3221 14617 21630 29597 45014 52672 63975 76620
3647 15080 21818 30129 45209 54428 64323 76822
3664 15192 22185 30196 45328 54430 65649 77832
4910 15316 22444 30589 45440 54784 65837 78945
5269 15523 25261 31259 46077 57551 66604
5415 17439 25424 32759 46404 58430 68567
6052 17515 25778 39799 46968 58650 68605
8399 18495 25788 41108 47609 60058 68850
Næstu útdrættir fara fram 21. & 28. janúar 2016
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
34816 51327 53533 58608
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
9795 18644 27903 40415 55981 66082
10459 23070 30974 45672 62008 66618
11670 23148 34227 48839 65428 74173
14126 26331 36010 49440 65787 78706
Aðalv in ingur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 5 4 1 2
Moskvu. AFP. | Rússinn Kirsan Ilj-
úmzhínov, forseti Alþjóðaskák-
sambandsins (FIDE), var í nánum
tengslum við einræðisherrana
Muammar Gaddafi og Saddam
Hussein áður en þeir voru teknir af
lífi og nú hafa bandarísk stjórnvöld
sett hann á svartan lista vegna
tengsla hans við Bashar al-Assad,
einræðisherra í Sýrlandi.
Iljúmzhínov hefur verið forseti
FIDE í tvo áratugi en þurfti að láta
af störfum að mestu í desember eftir
að hann var settur á lista bandaríska
fjármálaráðuneytisins yfir þá sem
refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar ná
til. „Þessar refsiaðgerðir eru verð-
laun,“ sagði Iljúmzhínov í viðtali við
AFP. „Það komast ekki allir á svona
lista.“
Vinmargur búddisti
Iljúmzhínov er 53 ára að aldri og
hefur verið mjög umdeildur vegna
ýmissa hneykslismála og furðulegra
uppátækja frá því að hann var kjör-
inn forseti FIDE árið 1995. Hann
hafði þá auðgast á bankastarfsemi
og rekstri bílafyrirtækis eftir hrun
Sovétríkjanna. Hann er búddisti og
á árunum 1993 til 2010 var hann for-
seti Kalmykíu, eina rússneska lýð-
veldisins þar sem búddistar eru í
meirihluta. Á vegg á skrifstofu hans
í Moskvu er mynd af Dalai Lama,
leiðtoga tíbeskra búddista.
Bandaríska fjármálaráðuneytið
sakar Iljúmzhínov um að hafa veitt
einræðisstjórn og seðlabanka Sýr-
lands aðstoð og bannað öllum ein-
staklingum og fyrirtækjum, meðal
annars bönkum, að eiga viðskipti við
hann. Hann segist hafa haft „mjög
góð samskipti“ við leiðtoga
einræðisstjórnarinnar og farið
reglulega til Sýrlands síðustu tvo
áratugina, meðal annars til að
standa fyrir skákmótum ungmenna.
Hann kveðst hafa rætt við Assad í
þrjár klukkustundir árið 2012 og
einræðisherrann hafi þá talað um
skákiðkun sína þegar hann var
námsmaður í London.
„Ég á vini í Líbíu, Sýrlandi, Írak,
Frakklandi, Bandaríkunum, og ég
leyni því ekki,“ segir Iljúmzhínov.
„Ég ætla að fara aftur til Damaskus
til að kynna mér hvernig ástandið er
þar.“
Lengir sólarhringinn
í 25 klukkustundir
Kirsan Iljúmzhínov kveðst ætla
að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn
og krefjast skaðabóta að andvirði 50
milljarða dala, 6.500 milljarða króna,
vegna refsiaðgerðanna gegn honum.
Hann segir að markmiðið með að-
gerðunum hafi verið að koma höggi
á Rússa og valda honum álitshnekki.
Iljúmzhínov hefur verið mjög um-
deildur í skákheiminum. Á meðal
þeirra sem hafa gagnrýnt hann eru
Anatolí Karpov, sem bauð sig fram
gegn honum í forsetakjöri FIDE ár-
ið 2010, og Garrí Kasparov, mót-
frambjóðandi hans fjórum árum síð-
ar.
Ýmis ummæli Iljúmzhínovs hafa
vakið mikla athygli. Hann hefur m.a.
haldið því fram að dularfullar verur
frá annarri plánetu, klæddar gulum
geimbúningum, hafi rænt honum ár-
ið 1997. Hann kveðst hafa átt 69 líf
vegna endurfæðinga og geta lengt
„sólarhringinn í 25 klukkustundir“
með íhugun.
Forseti FIDE hefur lagt lag sig
við nokkra af illræmdustu einræðis-
herrum heimsins, m.a. Saddam
Hussein og Muammar Gaddafi, auk
Assads. Þegar herþotur NATO
gerðu árásir á Trípólí í júní 2011 fór
Iljúmzhínov til líbísku höfuðborgar-
innar í því skyni að tefla við Gaddafi
og sæma hann titlinum „alþjóðlegur
stórmeistari“ í skák. „Við Gaddafi
undirrituðum samning um skák-
fræðslu í skólum,“ segir Iljúmzh-
ínov. „Hvað er að því? Mér þótti
mikið til hans koma. Vissir þú að
hann orti ljóð?“
Lítur á sig sem boðbera friðar
Iljúmzhínov varð skákmeistari
Kalmykíu fjórtán ára gamall og seg-
ist hafa notað auð sinn til að efla
skáklistina í heiminum og í þágu
búddisma í stað þess að eyða pen-
ingum í lystisnekkjur og herragarða
á frönsku rívíerunni. Hann lítur á
sig sem boðbera friðar og líkir sér
við framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, Ban Ki-moon. „Ef menn
vilja frið þurfa þeir að taka þátt í
gagnvirkum samskiptum,“ segir
hann. „Ég tel að leysa eigi allt við
skákborðið og með samninga-
viðræðum.“
Iljúmzhínov neitar því að hann sé
vinur Vladímírs Pútíns, forseta
Rússlands, og segist ekki hafa verið
í nánum tengslum við rússnesku
stjórnina eftir að hann lét af emb-
ætti forseta Kalmykíu árið 2010.
„Við erum samstarfsmenn,“ segir
hann um Pútín. „Ég drekk ekki te
með honum á hverjum degi.“
Iljúmzhínov sigraði Kasparov í
forsetakjöri FIDE árið 2014 með
110 atkvæðum gegn 61 og sakaði
keppinaut sinn um að byggja mót-
framboðið á andúð á rússneskum
stjórnvöldum. Kasparov, sem hefur
gagnrýnt stjórnvöld í Kreml, hefur
aftur á móti sakað Iljúmzhínov um
spillingu og sagt hann hafa laumað
peningum FIDE til leyniþjónustu
Rússlands, en Iljúmzhínov neitar
þeirri ásökun.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, hefur einnig sakað Ilj-
úmzhínov um að vera viðriðinn
smygl á olíu frá Ríki íslams, sam-
tökum íslamista í Sýrlandi, eftir að
stjórnvöld í Rússlandi sökuðu fjöl-
skyldu tyrkneska forsetans um að
tengjast ólöglegum innflutningi á
olíu frá íslamistunum.
Iljúmzhínov segir að FIDE ætli
að gera árið 2016 að „ári skákar-
innar“ í Bandaríkjunum og kveðst
vera að íhuga þann möguleika að
koma þar á fót stofnun sem hafi það
að markmiði að stuðla að lýðræði.
„Ég lít ekki svo á að Bandaríkja-
menn séu á móti mér,“ segir hann.
„Ég styð Bandaríkjamenn. Þeir
færðu mér refsiaðgerðir, ég færði
þeim 30 skákmót.“
Þeir færðu mér refsiað-
gerðir, ég færði þeim skák
Forseti FIDE hyggst höfða mál gegn Bandaríkjastjórn
AFP
Hefur átt 69 líf Kirsan Iljúmzhínov, forseti FIDE, er á svörtum lista í
Bandaríkjunum vegna tengsla hans við einræðisherra Sýrlands.
Yfirvöld í Chiayi-sýslu á Taívan
hafa látið reisa sautján metra háa
skólaga byggingu sem þau vona að
verði vinsæll ferðamannastaður.
Byggingin nefnist „skókirkjan“ og
yfirvöldin vonast til þess að hún
laði að brúðhjón og önnur ástfangin
pör sem láti taka myndir af sér fyr-
ir framan hana. „Við höfum trú á að
að hún verði vinsæll viðkomustaður
ferðamanna,“ hefur AFP eftir tals-
manni ferðamálayfirvalda í sýsl-
unni. „Hönnunin er einstök. Flestar
brúðir hafa dálæti á háhæluðum
skóm og ég tel að þær hrífist af
þessari byggingu. Reyndar höfum
við þegar fengið margar fyrir-
spurnir í síma um hvenær bygg-
ingin verði opnuð.“
Hún verður opnuð 8. febrúar.AFP
Vona að skó-
kirkjan laði
að brúðhjón
Yfirvöld hafa handtekið yfirmann fangelsa í Komi-héraði í norðurhluta
Rússlands vegna gruns um að hann hafi stolið 50 kílómetra löngum vegi.
Embættismaðurinn Alexander Protopopov hefur verið ákærður fyrir að
hafa látið taka steinsteyptar hellur af veginum og síðan selt þær fyrirtæki
sem seldi þær einnig með hagnaði. Vegurinn var úr meira en 7.000 hellum
og þær voru fjarlægðar á um tólf mánaða tímabili sem lauk á síðasta ári.
Protopopov á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm verði hann fundinn
sekur um stuldinn. Talið er að stuldurinn hafi kostað rússneska ríkið rúm-
ar sex milljónir rúblna, jafnvirði rúmra tíu milljóna króna. Saksóknarar
segja að fleiri starfsmenn fangelsa í héraðinu séu grunaðir um aðild að
stuldinum og einn þeirra hafi þegar verið handtekinn.
Handtekinn fyrir að stela vegi