Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 PI PA R\ TB W A -S ÍA 1 6 0 0 0 1 www.kadeco.is Fjöldi annarra eigna er til sölu eða leigu á Ásbrú. Ellefu 115 m2 íbúðir. Allar í útleigu. Sjö íbúðir 103–150m2 sem þarfnast endurbóta og frágangs. Skrifstofuhúsnæði í tveimur álmum. Góð staðsetning í nálægð við Háaleitishlað Keflavíkurflugvallar. Átta 160 m2 raðhúsaíbúðir á góðum stað. Stálgrindarhúsmeð tveimur iðnaðarhurðum í sitthvorum enda. Fyrrum viðhaldsverkstæði. Í byggingunni eru klefar og búnaður til bílasprautunar. Byggingin er með 24 einstaklingsíbúðum. Hver íbúð er tæplega 54 fermetrar og samanstendur af stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Átta íbúðir 103–110m2 sem þarfnast endurbóta og frágangs. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is REYKJANESBÆR ÁSBRÚ REYKJAVÍK Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, t.d. hvaða áhrif sú nýting hefur á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og áhrif tiltekinnar nýtingar á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem talið er hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum eða hafna öllum. BOGATRÖÐ • 1 • 2 • 4 • 10 • 10A •13 • 15 • 17 • 23 • 25 • 31 • 33 BORGARBRAUT • 953 • 960-963 • 962 BREIÐBRAUT • 643-647 • 643R •668-669 • 668R •670 • 671-679 • 671R •672 • 673 • 674 • 675 FERJUTRÖÐ • 9 FLUGVALLARBRAUT • 701 • 710 • 732 - 736 • 749• 740 • 752 • 755• 770• 771• 773• 778• 790 • 937 • 941 GRÆNÁSBRAUT • 501 • 506 • 602-614 • 602R •603-607603R604-606 • 604R 619 •700 • 920 • 999 HEIÐARTRÖÐ 517 KEILISBRAUT • 745 • 747-748 • 747R •749 • 750-751 • 750R •753• 755 • 762 • 770-778 • 770R •771 • 773 KLETTATRÖÐ • 19A LINDARBRAUT600 •624 • 635 636 •634R •639 SKÓGARBRAUT • 914• 915• 916-918• 917• 919•923•914•916-918•916R•921• 922• 923• 924• 925• 932•946•945 SUÐURBRAUT • 758•759 VALHALLARBRAUT • 738•743•744 756-757•756R•763-764•763R Viltu fjárfesta á vaxtarsvæði? Fjöldi fasteigna af öllum stærðum og gerðum er til sölu eða leigu á Ásbrú. Meðal annars mikið af nýuppgerðu íbúðarhúsnæði og spennandi iðnaðarhúsnæði. Þá er einnig mikið landrými á svæðinu sem er óráðstafað undir byggingar eða önnur mannvirki. Margar eignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær áfram til sölu. Þú getur skoðað þær nánar á kadeco.is BOGATRÖÐ 23 2114 BREIÐBRAUT 672 GRÆNÁSBRAUT 605 BREIÐBRAUT 675 FLUGVALLARBRAUT 740 BREIÐBRAUT 671 STÆRÐ: 1360 M2 STÆRÐ: 1700 M2 STÆRÐ: 1193 M2 STÆRÐ: 370 M2 STÆRÐ: 1428 M2 STÆRÐ: 110 M2-150 M2 STÆRÐ: 1500 M2 STÆRÐ: 1014 M2 LINDARBRAUT 635 BOGATRÖÐ 1 Talið er að samtök íslamista, sem kalla sig Ríki íslams, hafi staðið fyrir sprengju- og skotárásum í miðborg Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gær. Að minnsta kosti tveir óbreyttir borgarar, Indónesi og Kanada- maður, létu lífið í árásunum. Fimm árásarmenn biðu einnig bana, þrír í skotbardaga við lögreglumenn og tveir þegar þeir sprengdu sig í loft upp. Að minnsta kosti tuttugu særðust. Fyrsta sprengjuárásin var gerð á Starbucks-kaffihús nálægt verslunarmiðstöð og átök- in stóðu í nokkrar klukkustundir. Lögreglumenn skýla sér hér á bak við bíl þegar leitað var að árásarmönn- unm. Árásirnar voru gerðar í verslunar- og skrifstofu- hverfi í miðborginni. Þar eru meðal annars skrifstofur Sameinuðu þjóðanna og einnig mörg sendiráð. Frétta- stofa, sem tengist Ríki íslams, sagði að árásirnar hefðu beinst að útlendingum í borginni og öryggisvörðum þeirra. Lögreglustjóri Jakarta sagði að Indónesinn Ba- hrun Naim, sem talið er að sé nú í Sýrlandi, hefði skipu- lagt árásirnar. Talsmaður ríkislögreglu Indónesíu sagði að grunur léki á að indónesískur hryðjuverka- hópur, sem tengist Ríki íslams, hafi verið að verki. Árásarmennirnir hafi líkt eftir árásunum í París í nóv- ember þegar 130 manns biðu bana. Talið er að um 200 Indónesar hafi farið til Sýrlands í því skyni að berjast með Ríki íslams. AFP Íslamistar gerðu árásir í Jakarta Alþjóðaheil- brigðismála- stofnunin (WHO) tilkynnti form- lega í gær að ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku væri lokið. Nær 29.000 manns smituðust af sjúkdómnum á tveimur árum og vitað er um 11.315 dauðsföll af völd- um hans. Líklegt þykir þó að þau hafi verið mun fleiri vegna þess að talið er að margir hafi dáið úr ebólu án þess að hafa verið greindir með sjúkdóminn. Faraldurinn hófst í Gíneu í des- ember 2013. Veiran breiddist ört út í þremur löndum, Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, sligaði heilbrigðis- kerfi landanna og olli þeim miklu efnahagstjóni. Manntjónið var mest í Líberíu þar sem að minnsta kosti 4.800 manns dóu úr ebólu. Tveir síðustu ebólu- sjúklingarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í Líberíu 3. desember síð- astliðinn. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að búast mætti við einangruðum ebólu- tilvikum á árinu en talið væri að hættan á slíkum tilvikum minnkaði með tímanum. Ebólu- faraldri lokið  Kostaði minnst 11.300 manns lífið Læknir í Síerra Leóne. Bretinn Robert Lawrie, 49 ára fyrrverandi her- maður, slapp við fangelsisdóm fyrir að reyna að lauma fjögurra ára afganskri stúlku úr flótta- mannabúðum í Frakklandi. Dómstóll í borginni Boulogne-sur-Mer dæmdi Lawrie til að greiða 1.000 evrur í sekt ef hann endurtæki brotið. Lawrie kynntist stúlkunni þegar hann var við hjálparstörf í búðunum og féllst á beiðni föður hennar um að smygla henni til ættingja hennar í Leeds. FRAKKLAND Bretinn slapp við fangelsisdóm Yfirvöld í Túrk- menistan hafa neytt verslanir til að hætta að selja sígarettur eftir að forseti lands- ins, Gurbanguly Berdymukhame- dov, krafðist „umfangsmikilla aðgerða til að uppræta reykingar“ á ríkisstjórnarfundi 5. janúar. Síðan þá hafa verslanir aðeins selt „tryggum viðskiptavinum“ sígar- ettur undir borðið og fíkniefna- lögreglumenn hafa skipað kaup- mönnum að fjarlægja sígarettur úr hillum og hótað þeim háum sektum. Stjórnin hefur þó ekki tilkynnt síg- arettubann opinberlega. TÚRKMENISTAN Yfirvöld stöðva sölu á sígarettum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.