Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 23

Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Leikið á ís Gaddurinn í höfuðborginni beit ekkert á stelpurnar sem spiluðu fótbolta af miklum móð á Tjörninni í Reykjavík enda skemmtilegt að sprikla á ísnum í sólinni. Eggert Speglar á bílum eru til horfa aftur fyrir sig. Lagasafn og bækur eru til að horfa aftur fyrir sig. Verst er þó þegar nútímamenn hirða upp og standa vörð um allt hið versta úr fortíðinni. Nú kann einhver lesandi að halda að fyrirsögn á þessari grein sé byggð á skopskyni þess er ritar. Svo er alls ekki. Lög þessi eru undirrituð í Amalíuborg 8. mars 1920 „Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R (L.S.)“. Undir þetta, með ráðherraábyrgð, ritar Pétur Jónsson, atvinnumálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Það verða svo örlög íhaldsmannsins Magnúsar Guð- mundssonar að undirrita „Reglu- gjörð um bann gegn innflutningi á óþörfum varningi.“ Aldarfar Þegar rýnt er í síðustu öld má með einföldum hætti segja að allt stjórnarfar fólst í hömlum á inn- flutningi ellegar skattlagningu á alla neyslu. Engin skattlagning var eðli- leg nema að huglægt álit ráða- manna væri með í för. Þannig segir í 1. grein reglugjörðarinnar: „Fisk- meti, nýtt, saltað, reykt eða nið- ursoðið. Kjötmeti og pylsur, nýtt, saltað, reykt eða niðursoðið.“ Svo kemur síðar; „Úr, klukkur, gullsmíð- isvörur, gimsteinar, og hverskonar skraut- gripir, nýsilfurvörur, nikkelvörur. Leg- steinar.“ Í næsta kafla er til viðbótar lagt enn frekar bann gegn inn- flutningi; „Smjör, smjörlíki og alls konar feitmeti nema til iðn- aðar. Ostur alls konar. Egg ný og niðursoðin.“ Síðar er bann gegn inn- flutningi á öli og ölkelduvatni. Enn síðar: „Ljósmyndavélar og hlutar í þær. Bifreiðar, bifhjól, reiðhjól og varahlutir í þau tæki.“ Tuttugasta öldin einkenndist af langri baráttu fyrir fríverslun, af- námi tolla og hvers kyns hamla í ut- anríkisviðskiptum og frjálsu flæði fjármagns. Inn í nútímann Nú veit hver maður að mikið vatn hefur runnið til sjávar í Þjórsá, þótt nokkuð hafi verð virkjað þar og nú- tíminn haldið innreið sína á Íslandi. Þeim er ritar er minnisstætt þegar bílar voru settir á „frílista“. Höfund- ur er jafnframt stoltur af því að hafa átt aðild að því að afnema tolla á fatnaði og skóm, en slíkar vörur eru taldar upp í reglugjörðinni. Höfundur er jafnframt stoltur af því að hafa átt þátt í að afnema vöru- gjöld af ýmsum vörum, sérstaklega heimilistækjum, eins og sjónvörpum og þvottavélum. Í dag eru einungis tollar á tilteknum matvælum, sem er augljós arfur frá löggjöf um bann gegn innflutningi á óþarfa. Framfarir Það var í upphafi viðreisnar- stjórnar að farið var að snúa ofan af ýmsum ráðstöfunum gegn frjálsum viðskiptum, sem höfðu verið hertar á 40 árum. Fyrsta ráðstöfunin var að ákvarða gengi krónunnar út frá ýmsum verðuppbótum á útflutning og yfirfærslugjöldum vegna vöru- viðskipta, sem höfðu náð hámarki á árunum 1956-1960 með Útflutnings- sjóði, sem reiknaði framleiðsluverð sjávarafurða og greiddi til framleið- enda, óháð verði á erlendum mörk- uðum. Mismunurinn var greiddur með álagi á vöruinnflutning. Næsta skref var að nálgast þær þjóðir sem töldu markaðsviðskipti þjóna hagsmunum sínum best. Það ferli markaði þáttaskil með aðild Ís- lands að EFTA í ársbyrjun 1970. Atkvæði voru greidd í Sameinuðu þingi þann 19. desember 1969. At- kvæði féllu þannig að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks greiddu atkvæði með aðild að EFTA auk tveggja forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem höfðu yfirgefið Alþýðubandalagið, en aðrir þingmenn Alþýðubandalags greiddu atkvæði gegn aðild. Fram- sóknarmenn gátu ekki tekið afstöðu og sátu hjá. Enn var stigið skref til að nálgast þær þjóðir, sem stunda markaðs- viðskipti, með aðild að Evrópsku efnahagssvæði, EES, en þá höfðu 8 af 12 þjóðum EFTA gengið í Evr- ópusambandið. Greidd voru atkvæði um aðild hinn 12. janúar 1993. Já sögðu 33 þingmenn en 23 þingmenn voru á móti. Meðal þeirra sem voru á móti voru þrír sjálfstæðisþing- menn, en enn voru þingmenn Al- þýðubandalagsins á móti, svo og hinar „frjálslyndu þingkonur Kvennalistans“ og nokkur hópur þingmanna Framsóknarflokksins, sem fylgdi Steingrími Hermanns- syni að málum. Sex þingmenn Framsóknarflokksins greiddu ekki atkvæði, svo og ein kvennalista- kona. Í dag Svo bar við hinn 19. desember 2015 að enn voru greidd atkvæði um frjálsa verslun. Nú var ekki um grundvallarmál að ræða, heldur að- eins kartöfluflögur, sem voru með ofurtollum, 59%, og verður svo út þetta ár. Kemur þá ekki enn upp sama mynstur í og í fyrri atkvæða- greiðslum. Sá flokkur sem nú heitir Vinstrihreyfingin – grænt framboð og er arftaki Alþýðubandalagsins, er eins og fyrirrennari hans fylgj- andi ofurtollum ásamt einum þing- manni Framsóknarflokksins, en þær framfarir hafa orðið helstar að fimm af þingmönnum Framsókn- arflokksins voru fylgjandi afnámi ofurtolla á kartöfluflögum, og að venju sátu aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins hjá. Sennilega væru hér enn í gildi lög um heimildir til að banna innflutn- ing á óþarfa og ofurtollar á þeim vörum, sem þingmönnum er annars ekki vel þóknanlegar ef ekki hefði komið til aðild að EFTA og EES. Víst er að meginhluti Framsókn- arflokks hefur ekkert lært frá 1920 og Alþýðubandalag, það er nú heitir Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur alls ekkert lært og heldur fast við sína forsjárhyggju, eins og fram kom í atkvæðaskýringu formanns flokksins. Sennilega væri Ísland enn á stigi sjálfsþurftarbúskapar ef stjórnarfar þessara flokka réði ríkjum. Íslend- ingar væru þá enn að yrkja um „Lystigarð ljúfra kála“. Því má ekki gleyma að það var nefnilega verulegt frjálsræði í við- skiptum fyrir 1920, jafnvel meira en er í dag. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Því má ekki gleyma að það var nefnilega verulegt frjálsræði í við- skiptum fyrir 1920, jafn- vel meira en er í dag. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Lög um heimild fyrir landstjórnina að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.