Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 28

Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 ✝ Ólöf Ragnheið-ur Jónsdóttir fæddist í Álftafirði við Ísafjarðardjúp 28. september 1924. Hún lést á Droplaugarstöðum 2. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16. mars 1900, d. 22. október 1988, og Jón Guðmundsson sjómaður, f. 21. júlí 1900, d. 26. september 1982. Systkini hennar eru Jóna Björg, f. 1926, d. 1947, Bjarn- fríður Edda, f. 1927, d. 1927, Guðmundur, f. 1929, d. 1951, Hólmfríður Jóna Arndal, f. 1931, Andri Sigurður, f. 1934, d. 1997, og Hulda Guðrún Dýr- fjörð, f. 1936, d. 2007. Systkini sammæðra Jón Ásgeir, f. 1920, d. 2001, og Sigurborg, f. 1923, d. 2006. Heiða, Ólöf Ása og Sara Bene- dikta, og barnabörnin eru sex. 4) Sigrún, f. 14. febrúar 1954, gift Ingólfi Friðjónssyni. Dætur þeirra eru tvær, Áslaug Björk og Ólöf Björk. Sigrún var gift áður Ásgeiri Sigtryggssyni. Dætur þeirra eru tvær, Bjarney Sigrún og Berglind Sigríður, og barnabörnin eru fimm. 5) Krist- jón, f. 23. febrúar 1956, var kvæntur Nönnu Snorradóttur. Dætur þeirra eru fjórar, Rúna Lind, Kristín Jóna, Rakel Björg og Ólöf Ragnheiður, og barna- börnin eru fimm. Barnsmóðir Kristjóns er Helga Þórólfs- dóttir. Sonur þeirra er Þórólfur Beck og barnabörnin eru fjögur. 6) Jóhann Ragnar, f. 18. mars 1961, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru þrjú, Benedikt Ragnar, Ólafur Örn og Gyða. Einnig átti Ólöf Björgvin Sigurjónsson, sem var ættleiddur, kvæntur Sædísi Magnúsdóttur. Börn þeirra eru þrjú, Guðlaug, Björgvin, d. 2008, og Sigurjón, og barna- börnin eru sjö. Útför Ólafar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 15. jan- úar 2016, kl. 15. Ólöf giftist 4. júlí 1953 Benedikt Kristjánssyni, f. 5. maí 1925 í Selárdal í Vestur-Barða- strandarsýslu, d. 8. ágúst 1989. For- eldar hans voru Kristján Ingvaldur Benediktsson og k.h. Jónfríður Gísladóttir. Börn þeirra eru: 1) Eð- varð Franklín, f. 13. janúar 1945, kvæntur Auði Harð- ardóttur. Dætur þeirra eru tvær, Ragnheiður Helen og Sig- rún Edda, og barnabörnin eru fimm. 2) Árný, f. 4. maí 1950, gift Erni Gústafssyni. Börn þeirra eru fjögur, Benedikt, Valur, Örn og Tinna, og barna- börnin eru átta. 3) Guðmundur, f. 9. febrúar 1953, kvæntur Jen- nýju Ásmundsdóttur. Dætur þeirra eru þrjár, Bergþóra Jæja mamma mín. Það er gott til þess að vita að þú sért loks komin til pabba eftir 27 ára að- skilnað. Það var fallegt að upplifa hversu náin þið pabbi voruð, en fátt er mikilvægara í lífinu en að eiga sér traustan lífsförunaut eins og þið pabbi áttuð hvort öðru í. Mikil var ykkar gæfa. Það er óhætt að segja að lífs- hlaup þitt hafi verið litríkt og uppskeran ríkuleg. Við börnin þín urðum sjö og barnabörnin 24 og langömmubörnin orðin 40. Velferð ættmenna þinna skipti öllu og allir áttu hjá þér athvarf. Þær voru óteljandi bænastund- irnar heima, þar sem margt gott fólk sótti til þín styrk og frið. Við börnin þín vöndumst þessu fljótt og oft var meira að segja hringt á nóttunni þessu tengt. Á yngri ár- um skildi maður ekki alltaf það sem þú varst að gera, t.d. þegar ég kom að útigangsmanninum í baði heima. Þegar spurt var sagðir þú: „Æi Jói minn. Við pabbi þinn sáum hann liggjandi úti sofandi og hann var svo kald- ur og svangur. Þetta var það minnsta sem við gátum gert.“ Eða þegar þú fórst í Hegningarhúsið eða á Litla- Hraun og hélst bænastundir. Þar sem var sársauki eða sorg vildir þú græða og leggja gott til. Orsök óhamingjunnar varðaði þig engu. Og aldrei fórst þú í manngrein- arálit. Sennilega væri réttnefni að kalla þig aðgerðasinna. Þú lagðir þitt af mörkum og fannst þínar leiðir til að reyna að bæta þennan heim. Þau voru sennilega á þriðja tug börnin sem þú studdir til mennta á Indlandi og á Filipps- eyjum. Bréfin frá þessum börn- um veittu þér mikla gleði og oftar en ekki lásum við þessi bréf fyrir þig þegar við komum í heimsókn. Þegar fyrsta Indlandsbarnið þitt lauk skólagöngu sinni fórst þú, komin á áttræðisaldur, til Ind- lands til að fagna þeim áfanga. Þessi barnahópur þinn hefur m.a. skilað út í samfélag sitt læknum, hjúkrunarfólki og kennurum. Fólki sem er núna í þínum anda að bæta sitt samfélag. Þessi Ind- landsferð hafði djúpstæð áhrif á þig og fátæktar- og flóttamanna- vanda heimsins varð þér tíðrætt um í framhaldinu. Takk, mamma mín, fyrir allar bænastundirnar og allt það góða sem þú lagðir til í mínu lífi. Ég reyndi í önnum dagsins að hitta þig daglega í fallega raðhúsinu í Vogatungunni. Þær samveru- stundir reyndust mér ómetanleg- ar. Þú með æðruleysi þitt og sterku trú sýndir okkur fram á breyskleika mannsins og reyndir að kenna okkur umburðarlyndi og að sýna fyrirgefningu í verki. Að kærleikurinn væri ofar öllu. Ég held að það hafi ekki verið margir sem báðu fyrir banka- mönnunum rétt eftir hrunið en þér fannst þeir standa einir, for- dæmdir og úthrópaðir. Þú baðst fyrir þeim og fólkinu þínu, vinum þínum, flóttamönnunum og föng- unum en bænalistinn var breyti- legur og stundum æði langur. Og landsstjórnin ásamt Alþingi gleymdist sjaldan. Ég veit að lífs- sýn þín snart marga og það er óhætt að segja að þessi heimur væri betri ef þín gildi réðu. Þín verður sárt saknað. Undir það síðasta varst þú þrotin kröftum, elsku mamma mín, og það var mikil blessun að þú fékkst að fara. Ég veit að það var vel tekið á móti þér í æðri heimum. Við afkomendur þínir munum leggja okkur fram við að halda merki þínu á lofti. Guð blessi þig, mamma mín. Þinn elskandi sonur, Jóhann. Það er svo margt að muna, þakka, geyma því mild þú áttir ríka kærleikslund. Það var svo gott að vera hjá þér heima, þú vaktir trú og græddir hverja und. Í sjúkdómsraunum sýndir þú með prýði að sanna áttir dyggð og hetjulund. Og það er gleði, sár þó harmur svíði, að sæla eigum von um endurfund. Ó vertu sæl, þig geymi Guð í hæðum göfga móðir, amma, systir kær. Þú varst svo auðug ástúðar og gæðum, að ástrík minning birtu á veginn slær. Og við, er síðast vorum með þér heima nú viljum þakka hverja liðna stund. Og marga gleði minningarnar geyma, sem mætar vaka, þó að svíði und. (ÓA) Hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Árný. Í dag kveðjum við Ólöfu Ragn- heiði Jónsdóttur, tengdamóður mína. Ganga hennar í lífinu var orðin löng og hún hvíldinni fegin. Það samfélag sem kynslóð Ólafar ólst upp í var bændasam- félag þar sem þurfti að fram- fleyta sér í harðbýlu landi og allir sem vettlingi gátu valdið unnu myrkranna á milli til að sjá sér og sínum farborða. Ólöf var kornung send til vandalausra í sveit að Sæbóli á Ingjaldssandi við Ön- undarfjörð og ólst þar upp lung- ann af æsku- og unglingsárunum. Skólaganga var stopul í þá tíð en góðar gáfur, einlæg guðstrú, já- kvæðni og iðjusemi mótuðu hana þessi ár. Atlæti var þar gott á þeirra tíma mælikvarða þótt þröngt væri stundum í búi og átti Ingj- aldssandur ætíð stóran sess í hjarta hennar. Þangað fóru enda sum barna hennar í sveit og eig- inkona mín var þar sjö sumur. Kynni mín af fjölskyldunni í Vallargerði 16 hófust 1968, þegar ég fór að eltast við Árnýju dóttur Ólafar og Benedikts. Þar var mikið reglu- og menningarheim- ili, systkinahópurinn var stór og kraftmikill en honum stjórnaði Ólöf af mildi og festu þegar við átti. Fyrirvinnan var ein og þurfti því aðhald og útsjónarsemi til að láta enda ná saman. Hjónaband þeirra Ólafar og Benedikts var einstakt. Virðing þeirra hvors fyrir öðru og samheldni var mikil. Það voru ugglaust blendnar tilfinningar hjá þeim þegar und- irritaður mætti á svæðið sumarið 1968, óslípaður í umgengni, reykjandi inni á reyklausu heim- ili með fæturna uppi á sófaborð- inu, leysandi þjóðfélagsvandann með sósíalískri hugmyndafræði sem var í tísku á þeim árum hjá ’68-kynslóðinni. Þessum ósköp- um var alltaf tekið með stóískri ró og kurteislegum ábendingum um „hina hliðina“ á viðfangsefn- inu, væntanlega í þeirri von að mannsefni dótturinnar myndi sjá að sér og þroskast. Þau urðu nær 47 árin sem ég átti samleið með elskulegri tengdamóður minni. Lífshlaup hennar var einstakt, trúin á Jesú og mátt bænarinnar rauði þráð- urinn í hennar lífi. Alltaf var umhyggja hennar fyrir börnum, tengdabörnum, barnabörnum og samferðafólki í fyrirrúmi. Henni var afar umhug- að um að börnin hennar sæktu sér menntun sem hún sjálf átti ekki kost á. Öll gengu þau menntaveginn, enda góðum gáf- um gædd, barnabörnin öll voru henni hjartans mál og fylgdist hún glöggt með velferð þeirra og þroska allt til enda. Það fylgir því alltaf mikil sorg og söknuður þegar foreldri og ástvinir manns kveðja þessa jarð- vist. Einhver sem hefur verið snar þáttur í tilveru manns alla ævi er horfinn á braut. Tómarúm mynd- ast. Ólöf sagði sjálf að þegar hennar tími kæmi myndi Bene- dikt bíða hennar á enn betra til- verustigi og kveið hún ekki þeirri för. Ég trúi að þar hafi orðið fagn- aðarfundir. Við sem eftir sitjum eigum ljúfar minningar um ein- staka konu, móður, tengdamóð- ur, ömmu, langömmu og vinkonu sem í öllu sínu lífi var öðrum stoð og stytta, fyrirmynd sem alltaf sá jákvæðu hliðarnar á tilverunni, enda þótt stundum hafi á móti blásið hjá henni eins og okkur öll- um. Guð blessi minningu tengda- móður minnar. Örn Gústafsson. Móðursystir mín, Ólöf Jóns- dóttir, Lóa frænka, er látin, 91 árs að aldri. Flestir eiga sér upp- halds frænku eða frænda, Lóa var mín uppáhalds frænka. Móðir Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir ✝ Ragnheiður Jó-hanna Eggerts- dóttir fæddist 15. ágúst 1956 á Kistu í Vesturhópi. Hún lést á Heilbrigð- isstofun Vestur- lands á Hvamms- tanga 4. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Eggert Ágúst Konráðsson, f. 1920, d. 2008, og Jónína Selma Jónsdóttir, f. 1921, d. 1999. Systkini Ragnheiðar voru Kon- ráð, f. 1952, Valdimar Ingi, f. 1959, og Agnes Magnúsdóttir, f. 1947. Synir Ragnheiðar eru Eggert Már Stefánsson, f. 1980, eig- inkona hans er Linda Dögg Börn Jóhannesar eru Linda, f. 1968, eiginmaður hennar er Björgvin Ragnar Emilsson, þau eiga soninn Daníel, f. 1987. Rögnvaldur, f. 1970, eiginkona hans er Sigrún Eydís Garð- arsdóttir. Börn þeirra eru Aníta, f. 1992, unnusti hennar er Ingi Rafn Ingason og eiga þau soninn Birki Rafn, f. 2014, Rakel Helga, f. 2001. Eva, f. 1978, eig- inmaður hennar er Sveinn Gísla- son, dætur þeirra eru Bergdís, f. 2006, og Andrea, f. 2009. Ragnheiður ólst upp á Kistu og gekk í barnaskóla í Vest- urhópi. Hún lauk tveimur deild- um í unglingadeild á Hvamms- tanga. Ragnheiður starfaði lengst af sem starfsmaður Heil- brigðisstofnunar Vesturlands og var hún virkur meðlimur í Kvenfélaginu Björk á Hvamms- tanga og var formaður félagsins í 9 ár. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 15. janúar 2016, og hefst athöfn- in kl. 15. Hólm. Dóttir þeirra er Ragnhildur Freyja, f. 2004. Fyrir átti Linda Dögg, Óskar, f. 1996, og Anítu, f. 1998. Faðir Egg- erts Más var Stefán Lárus Jónsson, f. 1955, d. 2011. Eyj- ólfur Unnarsson, f. 1987, unnusta hans er Þuríður Hermannsdóttir. Faðir hans er Unnar Atli Guðmundsson, f. 1955. Hinn 15. ágúst 1993 giftist Ragnheiður Jóhannesi Erlends- syni, f. 1946. Foreldrar Jóhann- esar voru Erlendur Sigurjóns- son, f. 1911, d. 1988, og Helga Gísladóttir, f. 1919, d. 1987. Elsku mamma, þú varst og verður mín helsta fyrirmynd í þessu lífi. Ég man eitt sinn er þú grínaðist með að allir yrðu svo æðislegir þegar þeir væru farnir yfir móðuna miklu. Eftir viðbrögð þeirra sem þig þekktu vegna fráfalls þíns og þær fjöl- mörgu kveðjur og skilaboð sem okkur, sem eftir stöndum, hafa borist þá hefur mér orðið það ljóst að ekki er um blinda ást barns á móður sinni að ræða og því leyfi ég mér að segja það sem hér á eftir kemur og vona að þú fyrirgefir mér það. Per- sónuleiki þinn og lífsviðhorf endurspegluðust svo sterkt í hverju sem þú komst nálægt. Ósérhlífni þín og óeigingirni ásamt þínum einlæga vilja til að hjálpa öðrum voru með eindæm- um og létu engan ósnortinn, sem varð þess heiðurs aðnjót- andi að fá að kynnast þér. Enginn þekkti mig eins vel og þú. Þú vissir hvenær ég þurfti að fá að hlaupa af mér hornin og hvenær það hentaði að þú leið- beindir mér af ást og umhyggju. Þú átt stærstan þátt í því að ég er sá sem ég er í dag og fyrir það verð ég þér ævinlega þakk- látur og mun ég hafa lífsviðhorf þín að leiðarljósi í hverju sem á daga mína drífur. Elsku mamma, ég fæ þér aldrei fullþakkað fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Sem betur fer fékk ég tækifæri til að segja þér allt þetta og meira til, áður en þú kvaddir okkur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) (Höf. ókunnur.) Minningin um þig mun lifa með mér alla tíð. Þinn sonur, Eyjólfur Unnarsson. Elsku Ragga okkar, lífið tek- ur stundum óvænta stefnu en þú varst svo mikil hetja í veik- indum þínum og tókst örlögum þínum af æðruleysi. Þú varst alltaf svo kraftmikil, lífsglöð og vinnusöm. Við eigum svo margar dásam- legar minningar um þig og þurf- um ekki annað en að loka aug- unum, þá heyrum við háværan hlátur þinn sem fyllti allt húsið. Þið pabbi voruð dugleg að koma til okkar og gista hjá okkur í Reykjavík og þar sem þú gast nú yfirleitt ekki setið auðum höndum varstu byrjuð að reyta beðin í garðinum, smúla sval- irnar eða brjóta saman þvottinn. Dætur okkar elskuðu að fá þig í heimsókn og þú varst þeim sem góð amma sem nenntir að hlusta á þær, spjalla við þær og kenna þeim að baka. Þið pabbi komuð í bæinn nokkur skipti til að vera með stelpurnar okkar á meðan við skruppum í helgarferðir til útlanda og þeim þótti það ekki leiðinlegt. Það var svo notalegt að fá þig í heimsókn því þú varst alltaf eins og heima hjá þér og þú sagðir okkur það líka margoft hvað þér þótti gott að koma til okkar. Þegar koma yngri dóttur okkar í heiminn nálgaðist hringdir þú og sagðist ætla að koma suður og vera þangað til litla daman væri fædd, hjálpa til við heimilið og vera hjá eldri dóttur okkar á meðan við færum á fæðingar- deildina. Litla daman okkar kom svo í heiminn og fór heim í dásamlega fallega prjónuðum galla og húfu sem þú prjónaðir handa henni ásamt fallegu teppi sem við geymum eins og gull. Nokkur ár í röð komuð þið pabbi til okkar helgina þegar Menningarnótt er haldin í Reykjavík til að passa litlu döm- urnar ykkar svo við systkinin og makar gætum farið saman í miðbæinn og skemmt okkur. Sama sagan var þegar við gift- um okkur fyrir einu og hálfu ári, þá komuð þið nokkrum dögum fyrr til Reykjavíkur til að að- stoða okkur við undirbúninginn. Þú tókst líka alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum norður og bentir okkur stundum á að við kæmum allt of sjaldan og sagðir: „Mikið rosalega er langt frá Reykjavík norður á Hvammstanga.“ Við komum nokkur ár í röð til ykkar þegar bæjarhátíðin stóð yfir og alltaf varstu búin að baka appelsínu- kökuna sem þú vissir að var í uppáhaldi. Þú hugsaðir alltaf svo vel um pabba og hans missir er mikill. Við systkinin lofum að hugsa vel um hann fyrir þig því ég veit hversu kært var á milli ykkar. Þín minning mun lifa í hjört- um okkar. Eva og Sveinn. Elsku Ragga. Það er erfitt að kveðja þig, geta ekki droppað í kaffi né leitað eftir ráðum og hjálp. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem það var að halda fermingarveislur, passa okkur eða taka okkur með í sveitina til ömmu og afa á Kistu. Næsta kynslóð fékk líka að njóta hjartahlýju þinnar, þú varst einnig til staðar fyrir þau. Þín er sárt saknað. Gættu þess vin, yfir moldunum mín- um, að maðurinn ræður ei næturstað sín- um. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glað- ur, það kæti þig líka, minn sam- ferðamaður. (James McNulty) Kveðja, Berglind, Svandís og Gunnlaugur (Gulli). Kæra Ragga. Við viljum færa þér okkar bestu kveðjur, með þökk fyrir góð kynni og fyrir þann tíma sem þú hefur átt með Jóa. Þess óskum við og biðjum Guð að taka vel á móti þér í nýj- um heimkynnum. Samúðarkveðjur til allra að- standenda. Gísli, Jóna og dætur. Ragnheiður J. Eggertsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég man þig vel er hátt ég hlæ og hugraun engin sker. Ég man þig vel er fundið fæ að fallvölt gæfan er. Ég man þig svo er sólin skín með svásra geisla fjöld. Ég man þig vel er dagur dvín og dimman tekur völd. Ég man þig alla ævistund sem ár þín minning skín. Ég man þig svo er síðasta blund ég sofna – flyt til þín. (G.P. Sigurbjörnsson) Agnes (Agga systir).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.