Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 ✝ Ágúst Sveins-son fæddist í Vestmannaeyjum 10. janúar 1938. Hann lést 5. jan- úar 2016. Foreldrar hans voru Sveinn Stef- ánsson, fæddur á Siglufirði 9. sept- ember 1919, látinn 3. mars 1982, og Sigurveig Munda Gunnarsdóttir, fædd í Reykjavík 9. september 1918, látin 22. des- ember 1975. Ágúst átti 16 hálfsystkini. Samfeðra með Guðrúnu Krist- jönu Karlsdóttur, f. 24. júlí 1923, látin 3. apríl 2011: Stefán, f. 1955, Karl Hallur, f. 1957, Soffía, f. 1960, Ólafur, f. 1962, Rann- veig, f. 1964, Sigurgrímur Ingi, f. 1965. Sammæðra með Friðjóni Jó- hannssyni, f. 11. júni 1910, látinn 22. apríl 1995: Haraldur, f. 1940, látinn 2015, Jóhann Gunnar, f. 1941, Edda María Gundersen, f. 1943, Sigurdór, f. 1944, Tómas Sævar, f. 1946. Sammæða með Bjarna Viggóssyni, f. 5. júlí 1929, d. 27. apríl 1988: Viggó, f. 1951, Egg- ert Bjarni, f. 1953, Birna Sigríð- á dagróðrabátum og á síldveið- um. Ágúst og Erla byrjuðu samvistir 1957 og fluttu til Reykjavíkur haustið 1958 og bjuggu þar til vors 1959 en þar var hann starfsmaður hjá Shell. Þau fluttu síðan aftur til Grund- arfjarðar og giftu sig 1. okt. 1959 og bjuggu til að byrja með í foreldrahúsum Erlu. Þau festu síðan kaup á eigin heimili á Grundargötu 7, þar sem þau áttu heima frá 1960 til miðsumars 1968. Eftir að Ágúst hætti sjó- mennsku varð hann starfsmaður frystihússins í Grundarfirði og gerðist síðar verkstjóri þar. Í júl- ímánuði 1968 ákváðu þau hjón að flytja búferlum frá Grund- arfirði til Akraness og hóf Ágúst störf hjá fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar, þá sem aðstoð- arverkstjóri. Árið 1972 varð hann yfirverkstjóri í frystihúsi fyrirtækisins. Síðustu árin var hann síðan verkstjóri á eyrinni eða þar til hann lét hann af störf- um í ársbyrjun 2007. Ágúst vann því samfellt í 39 ár hjá sama fyr- irtækinu sem þá hét HB Grandi eftir sameiningu fyrirtækjanna. Mestan hluta ævinnar á Akra- nesi bjuggu þau hjón á Dalbraut- inni, en síðustu misserin á Höfða. Útför Ágústs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 15. janúar 2016, klukkan 14. ur, f. 1956, Brynja Hrönn, f. 1957, og Jarl, f. 1959. Eftirlifandi kona Ágústs er Erla Auð- ur Stefánsdóttir, f. 10. október 1937. Sonur hennar og uppeldissonur Ágústs er Sigurgeir Sveinsson, f. 1955, kvæntur Dröfn Við- arsdóttur, f. 1962. Börn þeirra eru: 1) Arnar, f. 1984. Kona hans er Rósalind Sig- nýjar Kristjánsdóttir. Þau eiga fjóra syni. 2) Birna Björk, f. 1987, gift Birgi Þórissyni. Þau eiga einn son. Ágúst ólst að mestu upp hjá móðurömmu sinni, Sveinfríði Ágústu Guðmundsdóttur og seinni manni hennar Pálma K. Ingimundarsyni og börnum þeirra. Þau bjuggu í Vestmanna- eyjum til ársins 1942 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Ágúst lauk þar grunnskólagöngu í Laugarnesskóla. Þau fluttu síðar að Búlandshöfða í Eyrarsveit um 1950 og til Grundarfjarðar 1953 þegar Ágúst var 15 ára gamall. Ágúst hóf snemma sjó- mennsku frá Grundarfirði og stundaði sjóinn í um níu ár, m.a. Í nærfellt fjóra áratugi sam- fellt naut frystihús Haraldar Böðvarssonar starfskrafta Ágústs Sveinssonar, Gústa verkstjóra eins og hann var ávallt kallaður af samstarfsfólki sínu. Hugur hans var frá blautu barnsbeini tengdur sjávarútvegi og ungur fór hann á sjóinn og hafði hann hug á að gera sjó- mennsku að ævistarfi. Eftir sex ára veru á sjónum varð hann að gefa þá ætlun sína upp á bátinn vegna sjóveiki sem aldrei skildi við hann. Það lýsir vel persónueinkenn- um hans að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því erfitt var að finna eljusamari og ákveðnari mann en hann. Við teljum það hafa verið mikla gæfu fyrir frystiiðnaðinn að fá hann í land og má jafnvel þakka sjóveikinni fyrir að leiðir hans skyldu liggja á Akranes 1968. Í frystihúsinu var hann réttur maður á réttum stað, tók fagnandi við nýrri tækni og snyrtimennskan var ávallt í há- vegum höfð. Já! það var röð og regla á hlutunum og ný vinnu- brögð og nýjar hreinlætiskröfur voru honum heilagar og aldrei gefinn neinn afsláttur í þeim efnum. Hann var duglegur að afla sér nýrrar þekkingar og bar virðingu fyrir öllu því sem hon- um var trúað fyrir. Húsbónda- hollur og samviskusamur var hann – en Ágúst gat líka látið finna fyrir sér. Aðalkostur hans var að allir vissu hvar þeir höfðu hann. Hann sagði hlutina hreint út, alveg án þess að færa þá í mýkri búning. Hann gaf sig all- an í störf sín og hafði yndi af því að blanda geði við fólk, var áhugasamur um framfarir og hvatti mjög til þess að starfs- fólk undir hans stjórn sækti sér aukna menntun á sviði fisk- vinnslu. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og þær voru ófáar viðurkenningarnar sem hópurinn hans fékk fyrir gæða- framleiðslu sem vakti verð- skuldaða athygli og skipti miklu máli til framtíðar litið. Alltaf var reynt að gera betur en fyrr. Ágúst upplifði miklar fram- farir og breytingar í tengslum við starf sitt og hann gladdist innilega þegar vel gekk; vakinn og sofinn var hann yfir því að sinna störfum sínum sem allra best. Við kveðjum góðan sam- starfsmann með þakklæti og virðingu fyrir áralanga sam- vinnu. Ástvinum hans biðjum við blessunar. Haraldur, Sveinn og Stur- laugur Sturlaugssynir. Nú þegar kvaddur er góður félagi okkar, Ágúst Sveinsson, rifjast upp margar góðar og gefandi minningar um áratuga félagsskap og vináttu Kiwanis- manns sem alltaf var tilbúinn að leggja sitt af mörkum fyrir klúbbinn sinn, og þar með náungann, en eins og flestir vita er eitt helsta markmið Kiwanis- hreyfingarinnar að láta gott af sér leiða í starfi og framgöngu til heilla fyrir samfélagið. Ágúst, sem gekk til liðs við Kiwanisklúbbinn Þyril 29. nóv- ember árið 1971, starfaði öt- ullega í þeim anda hvort sem unnið var við fjáraflanir eins og flugeldasölu eða að gera gamlan kútter sýningarhæfan til heið- urs sjómannastéttinni eða endurbyggja úr rústum gamlan vita sem nú er orðinn heims- frægur og eitt helsta aðdrátt- arafl ferðamanna sem heim- sækja Akranes. Við þessháttar verkefni var Ágúst ætíð fremstur í flokki enda reynslumikill sem yfir- verkstjóri hjá stórfyrirtæki í áratugi. Hann sinnti líka hinu hefðbundna klúbbstarfi af mik- illi samviskusemi, mætti nánast á hvern einasta fund, tók ekki oft til máls en lagði sitt af mörkum til umræðunnar ef honum þurfa þótti og var þá beinskeyttur og ráðagóður og fastur fyrir í sínum málflutn- ingi. Hann var glaðvær í hópi félaga og hafði notalega nær- veru. Ágúst gegndi flestum embættum fyrir klúbbinn og gerði það af alúð eins og annað. Eitt er þó það embætti sem hann vildi aldrei taka að sér þótt oft væri þess farið á leit, en það var embætti forseta, embætti sem hann, að öðrum ólöstuðum, var manna hæfastur að takast á hendur. Enga sér- staka ástæðu gaf hann fyrir þeirri neitun en það læðist að sá grunur að maður, sem stjórnaði tugum starfsmanna daglega, hafi gjarnan þegið að taka þátt í starfi félags án þess að vera þar við stjórnvölinn. Við leiðarlok viljum við Kiw- anismenn svo þakka samfylgd- ina í áratugi og sendum eig- inkonu, syni og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaga í Kiwanis- klúbbnum Þyrli, Jón Trausti Hervarsson. Ágúst Sveinsson ✝ Kristján Jóns-son fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1942. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Nes- völlum í Reykja- nesbæ 28. desember 2015. Foreldrar hans voru Jón „kadett í hernum“ Sigurðs- son frá Fagurey á Breiðafirði, f. 7. janúar 1912, d. 29. maí 1992, og Sigríður Kristjánsdóttir Barr frá Hjöll- um í Ögurhreppi, N-Ís., f. 23. febrúar 1919, d. 29. desember 2006. Hálfsystkini Kristjáns, sam- mæðra: Björn Indriðason, f. 27.2. 1957, Einar Bragi Indr- iðason, f. 7.5. 1959, og Að- alheiður Björk Indriðadóttir, f. 19.7. 1960, d. 23.8. 2014. Fyrri kona Kristjáns var Guðbjörg Guðrún Greipsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Guðleifu Jónu, f. 29.9. 1967, gift Andr- eas Schulz, f. 17.12. 1958. Börn sambúð með Peter R. Damga- ard, f. 18.6. 1992. Kristján fæddist í Reykjavík og ólst upp á Akranesi hjá móður sinni. Hann byrjaði snemma að hafa áhuga á bílum, mótorhjólum og vélum og hvernig hlutir virka. Hann fékk snemma viðurnefnið Stjáni meik vegna fimi sinnar við að smíða hluti, sérstaklega úr olíubrúsum, og þess að hann virtist geta fundið lausn á öll- um verkefnum sem fyrir hann voru lögð. Upp úr tvítugu flutti Stjáni til Reykjavíkur og vann meðal annars á verkstæði Bandaríkja- hers, vélsmiðjunni Héðni, hjá Jósafat Hinrikssyni ásamt því að vera með eigið verkstæði í samfloti með öðrum. 1975 hóf hann rekstur bílaþjónustu í fé- lagi við Ársæl „Sæla“ Árnason, Runólf „dýrling“ Valdimarsson og Kristján „tækninn“ Hraun- fjörð við Súðarvog 28-30 í Reykjavík, sem hann átti eftir að vera viðloðandi í yfir 20 ár. Síðustu árin bjó Stjáni á Suð- urnesjum. Útför Kristjáns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. jan- úar 2016, klukkan 13. þeirra eru: Krist- ján Breki, f. 27.4. 1993, og Sóley, f. 21.6. 1999. Kristján kvænt- ist 31.12. 1988 Elsu Ísfold Arnórs- dóttur kennara, f. 30.1. 1956, en þau hófu sambúð 1976. Foreldrar hennar voru Arnór Ósk- arsson, f. 1914, sjúkraliði frá Eyri í Gufudals- sveit, og Björg Ólína Júlíanna Eggertsdóttir, f. 1931, sauma- kona úr Reykjavík. Börn Krist- jáns og Elsu: 1) Arnór, f. 14.10. 1976. 2) Sara, f. 13.5. 1981, gift Viðari Erni Sævarssyni. Börn þeirra eru: Ísfold Sara, f. 30.1. 2002, Ófeigur Nói, f. 3.3. 2004, og Ísidór Úlfur Örn, f. 11.9. 2011. 3) Ari Freyr, f. 28.4. 1986, í sambúð með Elmu Dögg Steingrímsdóttur, f. 3.10. 1987. 4) Elsa, f. 24.7. 1987. Börn hennar: Erlendur Ari, f. 20.6. 2007, Sævar Nökkvi, f. 25.7. 2009. 5) Björg, f. 1.6. 1991, í Eitt sinn kynnti ég Stjána fyrir kunningja mínum og bætti því við að við værum hálfbræð- ur. Stjáni var fljótur að hugsa og sagði: „Þetta er ekki rétt hjá þér, Einar, í mínum huga erum við bræður.“ Við Stjáni áttum aldrei raun- verulega samleið í lífinu, enda 17 ára aldursmunur á milli okk- ar. Á uppvaxtarárum mínum átti Stjáni það til að gufa upp þannig að það hvorki sást né heyrðist frá honum langtímum saman. Eitt sinn eftir marga mánaða fjarveru birtist frétt í einu dagblaðanna með mynd af Stjána og kunningja hans, þeir höfðu þá skroppið út fyrir bæ- inn endað á Ísafirði og ráðið sig ótímabundið í vinnu í vélsmiðju þar í bæ. Ég á sérstaklega góðar minn- ingar frá því um eða eftir 1965 þegar Stjáni fór að taka mig og Bjössa bróður stundum með á „rúntinn“. Þessar ferðir voru draumi líkastar fyrir pottorma eins og okkur Bjössa. Þarna vorum við í bíltúr í amerískum kagga innan um þvílíka mega- töffara sem greiddu hárið með brilljantíni og lyktuðu af Old Spice. Í útvarpinu glumdi svo „Kaninn“ og var oft hressilega tekið undir með Elvis eða Jo- hnny Cash. Ekki löngu eftir þetta tímabil gerðist það svo að Stjáni nánast hvarf úr okkar lífi svo árum skipti. Næstu reglulegu sam- skipti milli okkar Stjána urðu ekki fyrr en eftir að ég fékk bíl- próf. Um svipað leyti æxlaðist það svo að ég og Elsa fyrrum eiginkona Stjána gengum menntaveginn saman í Tækni- skólanum sem varð til þess að ég varð tíður gestur á heimili þeirra hjóna, stundum meira að segja sem barnapía. Árið 1995 flutti ég heim eftir 13 ára dvöl erlendis. Í búslóð minni leyndist mjög gott eintak af gömlum orginal Toyota Landcruiser og átti nú svo sannarlega að láta stóran draum um góðan fjallabíl ræt- ast. Það var hafist handa við óhefðbundna breytingu en þar gegndi Stjáni hlutverki breyt- ingameistara en ég var auð- mjúkur handlangari og nemi. Fyrir mig var samveran góður tími en á þessum tímapunkti var því miður farið að fjara ör- lítið undan Stjána. Örfáum ár- um áður hafði hann tekist á við stór og krefjandi verkefni s.s. að gera upp póstbíl sem nú prýðir Samgöngusafnið á Skóg- um ásamt þeirri gífurlegri vinnu sem hann setti í hönnun á jöklafarinu Snævari. Svo fór að hann missti húsnæði sitt í Súð- arvogi og flutti allt sitt dót og gersemar langt út á Suðurnes. Fjallabílaverkefni okkar bræðra beið lægri hlut fyrir örlögunum og eftir þessar sviptingar urðu samskipti okkar bræðra lítil og langt á milli. Ég er óttalegur durgur þegar kemur að því að rækta vina- og frændgarðinn og hefur það alla tíð bitnað á þeim sem síst eiga það skilið. Ég hef alltaf hugsað vel til Stjána og hans fjölskyldu en hann og þau öll hafa ekki farið varhluta af þessum ágalla mínum því samskipti okkar í milli hafa sáralítil verið und- anfarin fjöldamörg ár. Ekki hef- ur vantað tilefni eða tækifæri til þess að gera eitthvað í mál- unum en hvað Stjána bróður varðar er það nú orðið of seint og er ég miður mín yfir því. Ég kveð nú Kristján bróður með söknuð í hjarta og votta börnum hans og barnabörnum alla mína samúð. Einar Bragi Indriðason. Kynni okkar Kristjáns, Stjána meik, hófust þegar hann og systir mín, Elsa, urðu par. Þau hófu búskap og það var alltaf gaman að koma til þeirra. Svo gestkvæmt var hjá þeim að maður var farinn að halda að þetta væri stoppistöðin Hlemm- ur, sama hvar þau bjuggu. Þau festu kaup á íbúð á Langholts- veginum og bjuggu þar lengst af. Það sem einkenndi Stjána og Elsu var að þau komu til dyr- anna eins og þau voru klædd. Það voru ófáar stundir sem ég átti með þeim, kvöld með lestri úr bókum eða ljóðalestri, og svo öll ferðalögin á sumrin þar sem ég fékk að fljóta með, með lít- inn dreng. Stjáni meik var einn af fáum sem lesa ljóð með þeim hætti að þau verða lifandi frá- sögn með svo mikilli innlifun að unun er að. Ég hef aldrei kynnst neinum sem hefur verið eins glaður og þakklátur fyrir allt það góða sem varð á vegi hans og Stjána meik. Það var heldur ekki ein- leikið hvað Stjáni meik heillaði tengdamóður sína upp úr skón- um. Kom fram við hana eins og prinsessa væri mætt á svæðið, faðmaði hana og hún alltaf hlæjandi nálægt Stjána meik. Ég er honum þakklát fyrir það. Stjáni meik var greiðvikinn við vini sína og eitt skipti sem ég bað hann að líta á bíl sem ég var á leist honum ekkert á skrjóðinn, en sagði samt frekar blíður á manninn: „Gunna mín, ég kann að gera við bíla, en ég kann ekkert á saumavélar.“ Þar með vissi ég að þetta var ekki beint bíll í hans augum. Þrátt fyrir áhuga Stjána meik á bílum töluðum við oftast um allt annað en bíla. Hann átti til að hringja í mig og panta Loft, son minn, í heimsókn. „Hann er alltaf kát- ur, þessi drengur þinn,“ sagði Stjáni og ég er þakklát fyrir alla þá hlýju sem Stjáni meik sýndi mér og mínum börnum. Ég verð að viðurkenna að ég var pínu montin þegar Stjáni sagðist vera í sama stjörnu- merki og ég. „Bíddu, en þú ert fæddur í febrúar,“ sagði ég. „Ég veit allt um það, en ég er samt í sama merki og þú Gunna, ég er naut.“ Og við það sat. Stjáni meik var ekki bara sérstakur heldur einnig einstak- ur maður. Ég kveð Stjána með söknuð í huga. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og verið samferða í mörg ár. Sendi öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún J. Arnórsdóttir. Kristján Jónsson mín, Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir, er nú síðasta systk- inið á lífi, 84 ára gömul, en hin systkinin voru Jón Gests, f. 1920, Sigurborg, f. 1923, Jóna Björg, f. 1926, Guðmundur, f. 1929, Andri (Addi frændi), f. 1934, og Hulda, f. 1936, blessuð sé minning þeirra allra. Árið 2016 var nýgengið í garð þegar mamma hringdi og sagði mér að Lóa systir væri dá- in. Ég er staddur í Bandaríkjun- um og get því miður ekki fylgt Lóu frænku til grafar, en hvar ég sit og lít til baka yfir farinn veg að Vallargerði í vesturbæ Kópavogs birtist mynd í huga mér af ein- staklega hlýlegri og glæsilegri konu sem sagði með blíðri röddu: „En hvað það er gott að sjá þig, elsku Óskar minn.“ Heimili þeirra Lóu og Bene- dikts heitins í Vallargerði var ein- staklega fallegt og í minningunni var þar allt svo fágað og friðsælt. Lóa og Benedikt bjuggu þarna ásamt börnunum Árnýju, Guð- mundi, Sigrúnu, Kristjóni og Jó- hanni, en fyrir átti Lóa synina Eðvarð og Björgvin. Við Árný er- um jafnaldrar, fædd 1950, en svo koma hin hvert af öðru. Næstur í röðinni var Guðmundur (Mummi), f. 1953, eins og Siggi bróðir minn. Þá kom Sigrún, f. 1954, eins og Doddi bróðir minn, Kristjón, f. 1956, jafnaldri Nonna heitins bróður míns, og loks Jó- hann, jafnaldri Fanneyjar systur minnar, f. 1961. Ég held að Lóa frænka og mamma hafi verið mjög sam- rýndar systur og líkar að mörgu leyti, enda sækja líkir líkan heim. Við hjónin minnumst elskulegrar frænku minnar með hlýhug og virðingu og sendum frændsystk- inum mínum, vinum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óskar Þórmundsson.  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Ragnheiði Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hún Ragga er dáin, farin allt- of fljótt. Ég vil minnast Röggu minnar í nokkrum orðum. Ég kynntist henni fyrir tæplega 29 árum þegar við lágum saman á meðgöngudeild Landspítalans í tæplega tvo mánuði. Markmið okkar var að reyna að klára meðgönguna. Ragga mín kláraði næstum því sína, en ég komst ekki nema í 30 vikur. Þetta var erfitt tímabil fyrir okkur, en vel þess virði. Flottir strákar sem við eignuðumst með tveggja vikna millibili. Við fundum strax hlýjuna á milli okkar, sem hefur haldist síðan. Við höfum heimsótt hvor aðra eða talað saman í síma. Síðast sumarið 2014 fórum við hjónin í heimsókn á Hvamms- tanga til Röggu og Jóa, það var alltaf yndislegt að koma til þeirra, hlýjan og kærleikurinn alltaf til staðar hvernig sem á stóð. Við vorum að hugsa um að keyra fyrir Vatnsnesið, en það var ekki nógu gott skyggni sagði Ragga. Hún vissi að við værum í bústaðnum í Borgar- firðinum og sagðist hringja til okkar í betra skyggni. Hún stóð við sitt eins og alltaf og hringdi nokkrum dögum seinna. Ég hringdi til Röggu fyrir um mánuði, þá var hún nýkomin af sjúkrahúsi. Ekkert hægt að gera meira sagði hún. Það þarf bara stórt kraftaverk, sem kom ekki. Elsku Jói, Eggert, Eyjólfur og fjölskyldur, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, Ragga mín. Þín vinkona, Hjördís Harðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði J. Eggerts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.