Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
Ógleymanleg er ferð okkar
frændanna norður á Sigló í febr-
úar 2011. Við vorum þarna 15
stykki af ætt Jóhannesar Finn-
bogasonar frá Heiði. Þannig hátt-
aði að afi minn Jón Jóhannesson
og amma þeirra Nonna, Helga Jó-
hannesdóttir, voru systkini og svo
voru Jón Gíslason afi þeirra
Nonna og Guðlaug Gísladóttir
amma mín systkini. Líffræðingur-
inn Konni Þóris hafði reiknað það
út að þessi skyldleiki gæfi mér þá
stöðu í frændahópnum að ég væri
í raun hálfbróðir þeirra. Það leidd-
ist mér ekki. Það er sannast frá
því að segja að þessi ferð varð ein
skemmtun út í gegn. Haft var á
orði að þarna hefði þurft að vera
tæknimaður á launum til að taka
upp allar þær óborganlegu sögur
sem sagðar voru og þar dró Nonni
ekki af sér. En Konni bætti úr því
og kom þessu á mynddisk kom-
andi kynslóðum til skemmtunar.
Að leiðarlokum langar mig og
okkur í Merkismönnum að bera
fram þakkir fyrir samveruna,
heimsóknirnar, spjallið, vísdóm-
inn og gleðina.
Heiðu og krökkunum sendi ég
alla mína samúð.
Gunnar Trausti.
Jón Þórisson leikmyndahönn-
uður var í hópi þeirra sem gerðu
gömlu Iðnó að töfrahöll leiklistar
við hlið Þjóðleikhússins áður en
hugsjónafólki Leikfélags Reykja-
víkur lánaðist að komast í aðra
stærri höll, Borgarleikhúsið.
Hann var kornungur sviðsmaður í
Iðnó, í námi við leikmyndagerð,
þegar traust ævivinátta okkar
hófst, og hafði þann starfa meðal
annars að draga gamaldags svið-
stjaldið frá og fyrir með handafli á
leiksýningum. Því var hann
nefndur Jón mínus meðal okkar
samstarfsmanna. Það ríkti alltaf
mikil gamansemi í afar þröngum
húsakosti í elsta leikhúsi höfuð-
staðarins, gömlu Iðnó við Tjörn-
ina, sem allan fyrri hluta síðustu
aldar var aðalleikhús borgarinnar
– eða þar til Þjóðleikhúsið tók til
starfa. Þar voru miklir húmoristar
einatt saman komnir og til urðu
sögur sem kallaðar voru Iðnó-
brandarar. Jón Þórisson kunni vel
að fara með þá og reyndar margt
annað minnisvert frá Iðnó-árun-
um. Smæð leiksviðsins kallaði til
að mynda á mikið úrlausnahugvit
þeirra listamanna sem hönnuðu
leikmyndir í öll þau ár sem Leik-
félag Reykjavíkur átti sitt höfuð-
ból í Iðnó og síðan sýndu sviðs-
menn ótrúlega snilld við að leysa
skiptingar á leiktjöldum milli
þátta í leiksýningum. Jón okkar
mínus kunni um það ótal sögur
sem hann sagði af mikilli list, m.a.
þegar litla húsið á Tjarnarbakk-
anum þóttist vera svo miklu
stærra en það var og þeim töfra-
brögðum beitt, þegar þurfti að
skipta um sviðsmynd, að leik-
mynd í einhverjum þætti leiksýn-
ingar var rennt út í port bak við
hús, með óútskýranlegum aðferð-
um til að skýla henni í öllum veðr-
um og þar falin þar til í næsta at-
riði að hún var hífð inn aftur til að
gegna áfram hlutverki í leiksýn-
ingunni. Þannig varð portið bak
við Iðnó að hringsviði leikhússins.
Mér er sérstaklega ljúft að
minnast samstarfs okkur Jóns á
Listahátíð 1976 þegar Leikfélag
Reykjavíkur setti upp Söguna af
dátanum með tónlist Igors Stra-
vinskys – með lifandi tónlist sem
þótti stórafrek þá. Jón stóð fyrir
sviðsmynd, sem var í senn einföld
og áhrifarík í anda verksins. Við
höfðum spurnir af því að Nína
Tryggvadóttir listakona hefði í
New York gert leikmynd fyrir
sýningu þar og okkur tókst með
ærinni fyrirhöfn að fá þær myndir
lánaðar hingað heim og höfðum á
Listahátíð í Reykjavík 1976 sýn-
ingu á þessum sviðsteikningum í
rýminu aftan við áhorfendasalinn.
Það var í fyrsta sinn – og senni-
lega hið eina – sem myndlistar-
sýning var haldin í tengslum við
leiksýningu í gamla leikhúsi Leik-
félags Reykjavíkur í Iðnó.
Fastast situr þó í minni síðasta
samstarfsverkefni okkar Jóns
Þórissonar. Hann fól mér fyrir
tæpum fimm árum, þegar Ljóða-
setrið á Siglufirði var stofnað, að
færa setrinu ljóðabókina Hrannir
eftir Einar Benediktsson, frum-
eintak sem hann og systkini hans
höfðu eignast. Með bókinni fylgdi
bréf sem skýrir frá því að móðir
hans, Hrönn, var skírð eftir þess-
ari ljóðabók og fyrst til að bera
það nafn á Íslandi. Ég sakna Jóns
Þórissonar, hlýs viðmóts hans og
hógværrar gamansemi og votta
Heiðu, Steindóri Grétari, Mar-
gréti Dórótheu og fjölskyldunni
allri innilegan samhug.
Vigdís Finnbogadóttir.
Þegar ég var unglingur norður
á Sigló var heimsókn til Reykja-
víkur viðburður og tilhlökkunar-
efni. Fyrst og fremst vegna þess
að þá fengi ég að gista hjá móð-
ursystur minni, Nönnu, í húsinu
við Vitastíg en þá voru þeir á
heimilinu bræðurnir Nonni og
Konni, með herbergin sín ógleym-
anlegu með öllum hljómsveita-
myndunum og plakötunum.
Heimilið var eins og umferðar-
miðstöð, slíkur var gestagangur-
inn. Umferðin var hvað þyngst til
þeirra bræðra. Það vildi svo til að
ég þekkti marga gestina, að vísu
bara í sjón og úr sjónvarpinu, því
þar voru komnar poppstjörnur og
listaspírur þess tíma sem áttu er-
indi við þá bræður. Þeir voru í
hringiðunni miðri og ég áttaði mig
á því að það skipti máli fyrir stór-
stjörnurnar hvað þeim bræðrum
fannst og lögðu til. Einu sinni birt-
ist uppáhaldshljómsveit mín, Tat-
arar, með eitthvað frumsamið. Ég
sat allt í einu á tónleikum Tatara
með Nonna í bakgarðinum á Vita-
stígnum. Hljómsveitarfélagar
mínir á Sigló töldu mig yfirdrifinn
þegar ég sagði þeim frá stór-
mennunum sem ég hitti á Vita-
stígnum hjá þeim Nonna og
Konna. Það var líka mikil upplifun
að fara niður á Sjónvarp á Suður-
landsbrautinni og fá að sjá Nonna
frænda hanna og pæla með öllum
þessum stjörnum sem ég hafði séð
í svarthvíta sjónvarpinu norður á
Siglufirði; Halla og Ladda, Óla
Ragnars … Ég var stoltur af
frænda teiknandi niðri í leikhúsi
og að leysa hluti og búa til undra-
veröld á sviðinu. Sjálfur fór ég í
það sama starf og Nonni frændi.
Hef verið að teikna og hanna alla
mín starfsævi og er stoltur af því.
Síðustu ár höfum við unnið nokk-
ur verkefni saman og oft hringdi
ég í frænda og bað um ráð – þá
sagði frændi: „Bíddu aðeins,
leyfðu mér að hugsa – verð í
bandi.“
Nonni hefur verið primus mot-
or á samkomum og ferðalögum
okkar systkinasonanna. Alltaf
jafn ljúfur og glaður. Góður vinur
og hlustandi. Þegar Nonni fór í
gang með sögur og gamanmál
þurfti ekki leikmynd og leiktjöld.
Frásögnin var líflegt leikrit þar
sem Nonni mannaði öll hlutverk-
in, hermdi eftir og túlkaði af inn-
lifun
Birgir Ingimarsson
og frændur.
Árið 2011 átti ég því láni að
fagna að kynnast Jóni Þórissyni
leikmyndahönnuði er við unnum
saman nokkra mánuði að verkefni
í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Jón hafði þá starfað þar við hönn-
un innanstokks og uppsetningu
sýninga að frumkvæði hugsjóna-
manna um viðhald og framtíð þess
sögufræga húss. Þar er nú Þekk-
ingarsetrið á Blönduósi til húsa og
blómleg starfsemi. Þannig var
mál með vexti að Þekkingarsetrið
hafði þegið ýmis gögn og skjöl úr
mínum fórum, einkum er varðaði
hafís og leiðangra þá á norður-
slóðir sem ég hafði tekið þátt í um
ævina. Eins konar undanfari
þessa var stofnun Hafíssetursins
á Blönduósi fimm árum áður og
hafði ég þá mér til ánægju og fróð-
leiks unnið að uppsetningu þess í
samvinnu við annan snilling á sviði
hönnunar leikmynda og sýninga,
Björn G. Björnsson. Mér hafði nú
veist sá heiður að ákveðið var að
setja upp veggspjöld um hafís,
hafísrannsóknir og leiðangra
mína í allstóru herbergi í Kvenna-
skólabyggingunni og stilla þar
jafnframt upp munum og viðeig-
andi bókum er ég átti.
Jón Þórisson tók ljúfmannlega í
þá beiðni að bæta þessu verki við í
hönnunarvinnu sinni við Kvenna-
skólann. Við ræddum fyrst saman
í síma en 4. júlí 2011 mæltum við
okkur mót í gryfju Kaffitárs í
Kringlunni og gaumgæfðum sam-
an vel ígrunduð drög Jóns að
„Þórsstofu“ sem herbergið var
nefnt og hefur það síðan verið vel
nýtt sem fundar- og fyrirlestrasal-
ur Þekkingarsetursins.
Skemmst er frá að segja að
þessi tveggja tíma fundur okkar
Jóns í Kaffitári var einstaklega
ánægjulegur og gagnlegur. Skipt-
umst við síðan á skeytum og fund-
uðum nokkrum sinnum næstu
mánuði heima hjá mér.
Jón var glaðlyndur maður,
fróður og hugmyndaríkur. Hann
reyndist auðvitað þaulreyndur og
fær á sínu sviði og varð að því er
virtist ekki skotaskuld úr því að
hrista fram úr erminni skilmerki-
lega og fallega sýningu til prýði í
eina stofu. En eftirtektarvert var
hve fjölfróður Jón var um efnið
fyrir og síðan fljótur að koma
auga á það frásagnarverða í
óreiðu upplýsinga og útskýringa
sem ég hafði fram að færa. Þórs-
stofu var síðan hrundið af stokk-
unum með fræðilegu málþingi 16.
október 2011. Með þessari stuttu
upprifjun læt ég í ljós við andlát
og útför Jóns Þórissonar þakklæti
fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi
að kynnast honum og vinnulagi
hans. Verkefni það sem hér er
sagt frá er vissulega fyrirferðar-
lítið miðað við stórvirki Jóns um
dagana en hugur og hönd meist-
arans leynir sér ekki í hinum
minni viðfangsefnum. Skylt er
mér og ljúft að minnast með þökk
góðra og eftirminnilegra kynna
við Jón Þórisson. Ragnheiði konu
hans og fjölskyldu er vottuð sam-
úð á sorgarstundu.
Þór Jakobsson.
Vinur okkar Jón Þórisson hef-
ur dregið tjaldið fyrir í síðasta
skiptið og kvatt okkur alltof fljótt,
en minningin um góðan dreng
mun lifa. Söknuðurinn er mikill
hjá fjölskyldu og vinum. Við vott-
um okkar dýpstu samúð konu
hans og fjölskyldu sem og öllum
ástvinum. Við biðjum Guð að
blessa þau öll í þeirra sorg. Guð
blessi og varðveiti fallega minn-
ingu Jóns Þórissonar.
Sofðu, litli ljúfur,
ljósið dagsins þverr.
Ofan af heiðum angan blæ
inn um gluggann ber.
Drottning dags þig leiðir
draums um gullin torg.
Nóttin, móðir manna
mildar hverja sorg.
Ský á vinda vængjum
veglaust þreyta flug.
Sólin frækorn fagurs draums
felur þér í hug.
Vaxa þar á viði
vonablómin skær.
Nóttin, móðir manna
er mörgu hjarta kær.
Hún býr hæga rekkju
hverri þreyttri sál.
Hún á bak við húmdökk ský
heitrar sólar bál.
Þangað sál þín, sonur
sækir nýjan þrótt.
Miskunn manni þjáðum
ber móðir okkar, nótt.
(Kristján frá Djúpalæk)
Björgvin Halldórsson
og fjölskylda.
Kæri vinur, hvíl í friði.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Elsku Heiða, Steindór, Mar-
grét, Kristjana og Jón Geir.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björg og Gary,
James og Jo,
Maggý, Paul og Fjóla Rose.
Mig langar að minnast vinar
míns Jóns Þórissonar með örfáum
orðum. Við Jón höfum þekkst í
marga áratugi og þá aðallega í
gegnum sameiginlegan vinahóp
okkar. Margir eiga eflaust eftir að
minnast Jóns og geta hans mörgu
og mikilfenglegu verka en ég ætla
að láta nægja persónuleg kynni
okkar. Jón var afar skemmtilegur
maður, hafði mikinn og góðan
húmor og minnist ég margra
stunda þegar við gátum skemmt
okkur konunglega yfir skondnum
frásögnum eða minnisverðum til-
vitnunum. Frasar og setningar úr
sögum og bókmenntum voru okk-
ur uppspretta þessarar glettni og
spaugs. Ein þessara setninga,
„stendur í brekku Brúsaskeggur
og bíður mín þar“, rataði meira að
segja í fallegt myndverk sem Jón
gerði og færði okkur hjónum af
sérstöku tilefni. Mér finnst ég enn
geta heyrt dillandi hláturinn hans
Jóns þegar einhver skondin frá-
sögn eða atvik var rifjað upp.
Þær eru svo margar og góðar
minningarnar sem ég á um hann
Jón minn en aðeins eitt orð á ég til
að lýsa manninum. Jón Þórisson
var öðlingur í þess orðs fyllstu
merkingu.
Ég færi Ragnheiði, Steindóri
og Margréti mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hjörtur Örn Hjartarson.
Gull af manni. Öðruvísi er ekki
hægt að lýsa Jóni „mínus“ Þór-
issyni, sem teygði líf sitt yfir á
nýtt ártal en lést 1. janúar 2016,
bara svona til að menn haldi að
hann hafi „ekki dáið of snemma“
eins og hann hefði orðað það. Hví-
lík firra. Hann fór allt of fljótt. Það
finnst manni alltaf þegar góðir
menn eða konur fara um aldur
fram. Jón hefur verið einn af föstu
akkerunum í félagsskap sem
teygir rætur sínar aftur til Abba-
áranna, í kringum 1970. Við áttum
því láni að fagna að kynnast þess-
um dreng í gegnum þennan fé-
lagsskap. Hann var hugleiks- og
skapandi maður af stærðargráðu
sem okkur hinum var fjarlæg, allir
meira og minna jarðbundnir
náungar með bindi. Jón mínus var
algjör andstæða gælunafns síns
„mínus“ (leikhúsmál), jákvæður,
hreinskiptinn öðlingur, húmoristi
og félagi eins og þeir gerast best-
ir, greiðasamur, hjálpsamur og
úrræðagóður. Það segjum við
Ragnheiði til huggunar og stuðn-
ings við fráfall þessa vinar að hún
á feiknin öll af minningum um ást-
kæran eiginmann og félaga, fyr-
irmyndarföður barna þeirra,
minningar sem ylja og hugga á
þessari sorgarstundu.
Það var þetta einfalda og sjálf-
sagða við Jón, hann var ekki fram-
hleypinn, ekki yfirgangssamur,
ekki raupari, lét lítið á sér bera en
var alltaf hlustandi og með „stoð-
setningar“, kom með drepfyndin
innskot, aðra vinkla á sjónarhorn-
in og spaugsamur svo unun var á
að hlusta og vera í nærveru hans.
Hópurinn okkar, PIP, er búinn að
snæða saman í hartnær 2.300
skipti svo reynsla var komin á fé-
lagsskap hans og viðmót.
Ef innrétta þurfti sýningarbás,
íbúð eða skrifstofu, safn eða sýn-
ingarsal, leiksvið eða umhverfi í
bíómynd, hver annar en Jón Mín-
us var þá kallaður til? Hann á
hverja skrautfjöðrina af annarri
og það er von okkar að einhver
hafi haldið utan um þau fjölda
verka sem Jón kom að, nefna má
Kjarvalssetrið á Borgarfirði
eystri eða Þórbergssetur á Hala
sem dæmi. Að skreyta sýningar-
húsið að utan eins og bókahillu hjá
Þórbergi, engum dytti það í hug
nema Jóni, setja í verk „Ráðgjöf“,
„Pip Ferðir“ „Farandi reður“
„Gullhófurinn“ eða myndverkið
„Málaferli“ sem í átta smámynd-
um myndar sögu (drykkjar)máls
og er í réttum höndum vel metins
lögfræðings sem skilgreining á
„málaferli“ frá öðrum vinkli en
lögfræðinga! Allir eigum við okk-
ar „glens“verk hangandi uppi á
vegg sem jafnvel Engilberts og
Kjarval verða að víkja fyrir.
Þessi hópur karla sem hefur
verið límdur saman í nær 50 ár
þarf sterkt lím og það framleiddi
Jón. Það hlaut líka að vera eitt-
hvað í hann spunnið þegar vænsti
kvenkostur landsins féll fyrir hon-
um strax á unga aldri. Þau áttu
hamingjuríkt líf Heiða og Jón
Mínus, öðrum til aðdáunar, og
lykillinn var eflaust sú ómælda
virðing sem Jón bar fyrir Ragn-
heiði sinni. Ekki síðra var stolt
hans af Steindóri og Margréti.
Sárastur er þeirra missir og við
drúpum höfði við fráfall þessarar
geislandi persónu sem Jón átti að
geyma og gaf endalaust af.
Ólafur Magnús Schram
og félagar í PIP.
Látinn er fyrir aldur fram sam-
verkamaður til margra ára, Jón
Þórisson leikmyndateiknari. Jón
var eiginlega alinn upp af okkur í
Iðnó á gullnu árunum á sjöunda
áratugnum og þegar upp var stað-
ið var varla nokkurt starf í leik-
húsinu sem hann hafði ekki ann-
aðhvort sinnt eða þekkti í þaula –
nema kannski helst starf leikhús-
stjórans. Hann nam undir hand-
arjaðri Steinþórs meistara Sig-
urðssonar og setti svo formlegan
stimpil á menntun sína með námi í
Myndlista- og handíðaskólanum.
Sem listamenn leiddum við
fyrst saman hesta okkar – hann þá
kornungur – í Iðnórevíunni haust-
ið 1969. Þar var lagt upp með ný-
stárleg vinnubrögð, ekkert fyrir
fram útbúið handrit, ekkert módel
af sviðinu – allt töfrað fram í sjálf-
kvæmni augnabliksins. Þetta leist
nú ekki öllum á að yrði barn í
brók, en reyndist þegar upp var
staðið býsna frjó reynsla sem
smitaði frá sér einnig síðar.
Oft áttum við Nonni síðan sam-
leið, meðal annars í þeirri minn-
isstæðu vinnu að Brekkukotsann-
áli. En hann kom víða við, samdi
leikmyndir fyrir öll helstu leikhús
landsins og sjónvarpið með, skipu-
lagði frá grunni merkar menning-
arsýningar og söfn, auk þess sem
hann átti drjúgan þátt í að koma
Borgarleikhúsi á tæknilegan kjöl
þegar starfseminni þar var hleypt
af stokkunum.
Á síðari árum lágu leiðir okkar
einkum saman í því hugsjónamáli
að koma á sæmilegan fót íslensku
leikminjasafni. Þrenningin Ólafur
Engilbertsson, Björn G. Björns-
son og Jón áttu þar stóran hlut og
voru okkur Jóni Viðari ómetanleg
stoð í því streði. Satt að segja
hefði fátt af þeim merku sýning-
um og viðburðum sem tókst að
standa að ekki átt sér stað nema
fyrir elju þeirra, ósérhlífni og hug-
myndaauðgi – þeir voru óþreyt-
andi. Nú er um að gera að halda
kyndlinum myndarlega á lofti –
bæði yfirvöld, stofnanir og stétt-
arsystkin; hér eru menningar-
verðmæti sem víðar og sem ekki
mega fara í glatkistuna. Þar sem
stund er lögð á leikhússögu ættu
menn þar einnig að leggja málinu
lið.
Í einkalífi var Jón hamingju-
maður, átti góða konu, eina
fremstu leikkonu okkar, Ragn-
heiði Steindórsdóttur, og tvö
mannvænleg börn. Hann gat verið
manna skemmtilegastur, sögu-
fróður um leikhúsið og það sem
þar fer fram og mættu margir
taka hann sér til fyrirmyndar í
þeim efnum.
Jón Þórisson er kvaddur með
miklum hlýhug og söknuði.
Sveinn Einarsson.
Jón Þórisson var drengur góð-
ur og hans verður sárt saknað af
stórum hópi fólks í lista- og menn-
ingargeiranum, sem hefur í ára-
raðir reitt sig á fjölbreytta þekk-
ingu hans og fagmennsku.
Lífshlaup Jóns og starfsævi ein-
kennast af hugmyndaauðgi, sköp-
unarkrafti, útsjónarsemi, örlæti
og jákvæðu hugarfari. Líklega er
starfsferill hans fyrirtaks dæmi
um vegferð manns innan hins
skapandi geira, sem ýmsir leggja
nú mikið á sig við að skilgreina og
skýra. Þeim sem stunda slíkar
skilgreiningar væri hollt að skoða
framlag Jóns Þórissonar og þátt
hans í að knýja „hjól atvinnulífs-
ins“; þannig fengist dýrmæt inn-
sýn í líf og starf þess sem hefur
hæfileikana, driftina og hugar-
farið sem skilar eftirsóknarverð-
um árangri innan skapandi
greina. Starfsvettvangur Jóns var
í myndlist, leikhúsi, kvikmyndum
og söfnum. Hann starfaði með
auglýsingastofum, arkitektastof-
um, þjónustufyrirtækjum og
framleiðslufyrirtækjum að fjöl-
breyttri hönnun og sýningarhaldi.
Hann átti viðkomu í margbreyti-
legum menningarstofnunum um
land allt, þar sem hann lagði hönd
á plóg við uppbyggingu og út-
færslu stórra sem smárra verk-
efna. Auk þess lagði hann drjúgan
skerf til félagsmála á vettvangi
menningar og lista, innan fag-
félaga, vinafélaga og frumkvöðla-
félaga af ýmsu tagi. Listinn yfir
verkefnin er ótæmandi, enda féll
Jóni aldrei verk úr hendi og það
var sama hversu mikið hann hafði
á sinni könnu, alltaf var svigrúm
til að greiða úr hvers kyns vanda
vina og kunningja eða beina koll-
egum í blindgötu á leiðir til lausna.
Örlæti hans á tíma og fagþekk-
ingu var einstakt. En þrátt fyrir
að hann hefði ævinlega mörg járn
í eldinum sáust sjaldan á honum
merki um streitu, því hann virtist
þeim hæfileikum gæddur að nær-
ast á álaginu. Kannski var það
brosið og blikið í auganu sem
gerði það að verkum, því alltaf
skyldi hann brosa a.m.k. út í ann-
að. Þannig minnumst við hans,
með bros á vör og blik í auga.
Á sorgarstundu, þegar allt virð-
ist svo endanlegt og búið, áttum
við okkur á því að verkin lifa
manninn. Ævistarf Jóns Þórisson-
ar er víða sýnilegt í menningu
okkar en eðli máls samkvæmt læt
ég mér nægja að nefna hér hans
mikilvæga framlag til stofnunar
og uppbyggingar Leikminjasafns
Íslands. Þar átti hann drjúgan
þátt, sem að hluta er varðveittur á
heimasíðu safnsins, þar sem grein
er gerð fyrir fjölda sýninga sem
hann átti þátt í að hanna og koma
upp. Þekking Jóns á íslenskri leik-
list frá miðri síðustu öld og fram
til dagsins í dag hefur verið lykill
að ótal textum og ljósmyndum
sem hafa verið efniviður sýninga
safnsins. Þetta framlag skal þakk-
að af alhug nú þegar einn af mátt-
arstólpum safnastarfs íslenskrar
leiklistarsögu er kvaddur.
Stjórn Leikminjasafns Íslands
sendir fjölskyldu Jóns innilegar
samúðarkveðjur á þessari sorgar-
stundu.
Kolbrún Halldórsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Jón Þórisson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.