Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
✝ Eydís Ingi-björg Lúðvíks-
dóttir (Systa)
fæddist í Reykja-
vík 16. febrúar
1950. Hún lést á
sjúkrahúsinu í Óð-
insvéum 16. des-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Lúðvík Ástvaldur
Jóhannesson bif-
reiðasmiður, stofnandi og for-
stjóri Bílasmiðjunnar hf., f. 19.
desember 1915, d. 10. ágúst
1971, og kona hans Ingibjörg
Vilhjálmsdóttir, starfsmaður á
Kjarvalsstöðum, f. 27. febrúar
1914, d. 4. ágúst 1999. Lúðvík
var sonur Jóhannesar Krist-
jáns Jóhannessonar trésmiðs
og byggingameistara, f. 15.
júní 1885, d. 22. nóvember
1953, og konu hans Elísabetar
Davíðsdóttur húsfreyju, f. 20.
ágúst 1889, d. 5. desember
1973. Ingibjörg var dóttir Vil-
hjálms Kristins Hákonarsonar
kaupmanns og síðar bónda á
Hafurbjarnastöðum á Miðnesi,
f. 26. apríl 1881, d. 10. ágúst
listasýningar á Kjarvalsstöðum
og Gallerí List. Árið 1994
breyttu þau Eydís og þáver-
andi eiginmaður hennar, Árni
Valur, heimili sínu á Ási í Mos-
fellsbæ í sveitakrána Áslák,
sem þau ráku við góðan orðs-
tír til ársins 1999. Árið 2001
keyptu þau með syni sínum og
tengdadóttur rekstur barna-
skóverslunarinnar Smáskóa
ehf. og var verslunin starfrækt
til ársins 2004. Eydís og Árni
fluttu búferlum til Danmerkur
árið 2005.
Eydís giftist árið 1968 Árna
Val Atlasyni húsasmið, f. 9.
apríl 1949. Þau skildu. Eydís
og Árni eignuðust tvö börn,
þau eru: 1) Hildigunnur Árna-
dóttir Clausen, f. 23. janúar
1969, innanhússarkitekt og
eigandi arkitektastofunnar
Locus Lab í Kaupmannahöfn,
maki Carl Balslev Clausen,
þau eiga tvö börn, Önnu Lunu
og Lukas. 2) Lúðvík Örn
Árnason, f. 18. júlí 1973, raf-
virkjameistari og eigandi Raf-
glóðar ehf., maki Valdís
Ragnh. Ingadóttir, þau eiga
tvær dætur, Eydísi Emblu og
Emelíu Eik. Dóttir Valdísar
er Ester Eir og á hún tvö
börn, Carmen Ýri og Frosta
Brimi.
Minningarathöfn verður í
Lágafellskirkju í dag, 15. jan-
úar 2016, kl. 14.
1956, og Eydísar
Ingibjargar Guð-
mundsdóttur hús-
freyju, f. 22. jan-
úar 1890, d. 10.
október 1972.
Bræður Eydísar
eru: Vilhjálmur
efnaverkfræð-
ingur, f. 4. apríl
1940. Davíð, f. 12.
janúar 1943, d. 10.
júní 1951. Konráð
Alexander kvensjúkdómalækn-
ir, f. 14. maí 1948. Davíð Þór
verkfræðingur, f. 14. mars
1956.
Eydís lauk gagnfræðaprófi
frá Austurbæjarskóla og fór að
loknu námi þar í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og lauk
prófi frá kennaradeild árið
1971. Hún starfaði við útstill-
ingar og kennslu á árunum
1971-1978. Árið 1979 gerðist
Eydís hönnuður hjá Gliti hf. og
starfaði þar til ársins 1987
þegar hún stofnaði sína eigin
leirvinnustofu ásamt Daða
Harðarsyni sem fékk nafnið Ás
leirsmiðja. Á árunum 1982-
1988 hélt Eydís fjórar leir-
Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri,
úti er ævintýri.
Hversu oft höfum við börnin,
og seinna barnabörnin, ekki heyrt
mömmu fara með þessa litlu þulu
eftir langan lestur ævintýra og
bóka að kvöldi dags. Við vissum
að þulan merkti að nú væri lestr-
inum lokið. Nú væri kominn tími
til að fara að sofa. Nú er komið að
okkur að fara með þessa litlu þulu
yfir henni mömmu okkar og
ömmu og leggja hana til hinstu
hvílu. Úti er sannkallað ævintýri.
Hildigunnur Árnadóttir
Clausen, Lúðvík Örn Árna-
son og fjölskyldur.
Meira: mbl.is/minningar
Ég hafði samband við hana
systur mína að morgni 15. desem-
ber þá hún var á sjúkrahúsinu í
Óðinsvéum til að fá sína aðra
meðferð vegna illvígs sjúkdóms,
sem hún hafði barist við síðan á
vordögum. Rödd hennar hljómaði
af þakklæti og gleði vegna alls
hins góða fólks sem hlúði að henni
í þessari baráttu. Henni fannst
hún heimavön enda tiltölulega ný-
lokið fyrri meðferð sem miklar
vonir voru bundnar við. Hún lét
ekki bugast af vonbrigðum þótt
hún stæði frammi fyrir annarri
lotu, því lyfin þyldi hún svo vel og
allir voru henni góðir. Að morgni
næsta dags var hún öll. Þannig
mætti hún sínum hinsta degi af
sömu hógværð og æðruleysi eins
og flestum dögum í lífi sínu.
Á bernskuheimili okkar í
Barmahlíð 26 mættust gjarnan
þrír ættliðir við kvöldverðarborð-
ið. Efst í ættartrénu voru móður-
og föðurömmur, á öndverðum
meiði í lífsskoðunum og pólitík,
ástríkir foreldrar og við bræður
mis hávaðasamir. Þá kom hún
systir okkar einhvers staðar að og
tók ekkert pláss við borðið. Þann-
ig var hún ætíð, sennilega hafði
hún verið að teikna mynd, ein
með sjálfri sér, því það var hennar
eðli. Og þegar hún mætti með
hann Árna Val inn á heimilið og
bar Hildigunni undir belti, fannst
manni það allt hafa gerst hávaða-
laust og af sjálfu sér.
Hún Systa hafði einstaka nær-
veru með sínu hlýja viðmóti. Hún
hallmælti engum og skellti ekki
hurðum. Þau Árni voru ætíð höfð-
ingjar heim að sækja hvar sem
þau voru stödd í sinni lífsbaráttu.
Sjálf var hún völundur í höndum
og eru ófá heimili í landinu sem
keramikverk hennar prýða. Hún
hélt yfirgripsmikla listasýningu á
Kjarvalsstöðum 1985 og aðra
löngu síðar í Danmörku. Við hjón-
in hrifumst mjög af verkum henn-
ar. Þau Árni voru að mörgu leyti
frumkvöðlar, órög við að prófa
nýja hluti. Sú vegferð var þó ekki
alltaf rósum stráð. Þegar þau
gerðu upp gömul niðurnídd hús
og stofnuðu Áslák sveitakrá var
það til að sameina menningu og
listir. Húsakynnin voru innréttuð
af smekkvísi og listin fékk að
njóta sín. Það var ætíð notalegt að
sækja þau þangað heim. Veik-
indaferli Systu var ekki langt. Við
hjónin ásamt góðvinum okkar
heimsóttum hana í sumar er hún
hafði lokið fyrri lyfjameðferðinni.
Eins og ætíð var návistin kær-
leiksrík og góð án þykkju og kala
út í Guð og menn. Þannig var hún.
Kæru Hildigunnur og Lúlli, við
vottum ykkur og fjölskyldum
ykkar okkar dýpstu samúð.
Konráð Lúðvíksson (Alli)
og fjölskylda.
Elsku Systa mín. Allt frá því að
ég man eftir mér varst þú mín
góða stóra systir sem alltaf var
gott vera nærri. Ég man satt best
að segja aldrei eftir að okkur hafi
orðið sundurorða á þeim nær sex-
tíu árum sem leiðir okkar lágu
saman.
Við áttum gott æskuheimili í
Barmahlíð 26, þar sem við nutum
frelsis til athafna í skapandi um-
hverfi og lærðum að bera ábyrgð
á okkar lífi. Þú varst glöð og glett-
in á þínum unglingsárum og ég
naut oft góðra ráða hjá þér sem
unglingur í heimahúsum sex ár-
um yngri. Þú þroskaðir vel frum-
kvæði og listræna hæfileika þína í
námi og starfi sem skilur eftir sig
fjársjóð góðra leirlistaverka og
nytjahluta sem enn prýða fjölda
íslenskra heimila.
Það var gagnlegt og gaman
fyrir mig að taka þátt í lífi ykkar
Árna þegar þið voruð að taka
ykkar fyrstu skref sem hjón –
passa og leika við börnin ykkar
Hildigunni og Lúlla og hjálpa til
við að standsetja ykkar fyrstu
íbúð Breiðholtinu.
Það var líka gott að eiga ykkur
að þegar við Emma vorum að
taka okkar fyrstu skref með börn
og buru nokkrum árum seinna.
Þá voruð þið flutt í Mosfellsbæinn
þar sem alltaf var gott að koma í
heimsókn, boðin eða óboðin,
hversdags eða við hátíðleg tæki-
færi. Ykkar hús stóð okkur alltaf
opið.
Gestrisni og smekkvísi á ykkar
heimili var mikil og fylgdi ykkur
líka þegar þið opnuðuð sveita-
krána Áslák í Mosfellsbæ að
danskri fyrirmynd. Þegar þið
nokkrum árum seinna fluttust á
Fjón í Danmörku varð lengra á
milli okkar og daglegu samskiptin
urðu minni. Það var þó alltaf gott
að tala saman og nýta þau tæki-
færi sem gáfust til að hittast þeg-
ar leiðir lágu saman á Íslandi eða í
Danmörku á þeim tíu árum sem
þú lifðir þar.
Veikindi þín færðu okkur aftur
nær hvort öðru og samskiptin
urðu tíðari, ekki síst vegna þess
að til stóð að ég yrði merggjafi
fyrir þig í baráttunni við hvít-
blæðið. Það var gott að geta hitt
þig í lok ágúst og eiga góðan dag
saman á þínum heimaslóðum í
Danmörku í sól og sumaryl. Bar-
áttan við sjúkdóminn virtist vera
að bera árangur. Það voru því
mikil vonbrigði þegar við fengum
þær fréttir í byrjun desember að
sjúkdómurinn hefði náð yfirhönd-
inni á ný og sorgartíðindi um
miðjan desember við fráfall þitt.
Eftir stöndum við fjölskyldan
þín, Systa mín, og reynum að ylja
okkur við minninguna um þig og
þína hlýju nærveru. Við vitum
líka að við eigum eftir að njóta
hennar á ný þegar við hittumst
aftur hinum megin.
Bless á meðan, kæra systir.
Davíð Lúðvíksson.
Það er haustið 1963. Systa
hringir til mín og tilkynnir mér
óðamála að ég verði að koma heim
til hennar áður en við förum á
dansæfinguna í Lídó til að læra
nýja dansinn sem allir dansi núna.
Ég var að koma úr sveitinni og
hafði ekki fylgst með nýjustu
straumum og stefnum og hún var
hrædd um að ég gæti orðið mér til
skammar. Þegar ég fór í sveitina
austur á Fljótsdalshérað um vor-
ið, sem þá var ekki hinum megin á
landinu heldur hinum megin á
hnettinum, var tvistið aðalmálið
en um haustið var tvistið úti og
shake-ið komið inn. Ég mætti full
eftirvæntingar í risherbergið í
Barmahlíðinni. Þar beið mín sýni-
kennsla í shake og upplýsingar
um aðalhljómsveitina The Beatles
sem var það nýjasta nýtt. Þessi
minning er aðeins ein af svo ótal-
mörgum sem ég á um Systu
frænku mína, en hún kom fyrst
upp í hugann er ég minnist henn-
ar núna þegar hún er horfin okk-
ur, því hún er svo lýsandi fyrir
hvernig hún var, hugulsöm, gjöful
og skemmtileg. Allý mamma mín
og Lúlli pabbi hennar voru systk-
ini. Þau byggðu ásamt mökum
sínum húsið í Barmahlíð 26 og þar
fæddumst við Systa með sex mán-
aða millibili og þar bjuggum við
okkar fyrstu ár nánast eins og
systur í faðmi stórfjölskyldunnar
með ömmu Elísabetu í risinu. Við
byrjuðum saman í Ísaksskóla og
vorum skotnar í sama stráknum
sex ára. En ég átti enga mögu-
leika því Systa skrifaði svo vel. Þá
strax voru hennar miklu listrænu
hæfileikar komnir fram. Við
fylgdumst síðan að gegnum allan
barnaskólann en leiðir skildi þeg-
ar við fórum í gagnfræðaskóla.
Samt voru samskiptin alltaf mikil
og margar ánægjustundir áttum
við, aðallega í Barmahliðinni, í
sumarbústaðnum við Þingvalla-
vatn og Hafravatn en líka í djass-
ballett hjá Báru og á dansæfing-
um í Lídó. Eftir unglingsárin
skildi leiðir þegar ég fór í Kennó
og hún í Myndlistaskólann og
áhugamálin breyttust. Ég fylgd-
ist samt alltaf stolt með starfi
hennar í myndlistinni. Hún skap-
aði sér eintaklega fallegan stíl þar
sem hún vann með íslenskar jurt-
ir og leir og verkin sem hún skilur
eftir sig bera listfengi hennar fag-
urt vitni. Nú þegar komið er að
leiðarlokum Systu frænku minn-
ar sakna ég þess að hafa ekki haft
meira samband við hana hin síð-
ustu ár. Hún bjó reyndar í Dan-
mörku en það á ekki að vera af-
sökun á þessum tímum auðveldra
samskipta. Það minnir mann bara
á að enginn veit sína ævina fyrr
en öll er. Ég kveð mína ástkæru
frænku með söknuð í brjósti en
þakklæti fyrir þann gjöfula tíma
sem við áttum saman.
Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir.
„Eina ævi, skamma, eignast
hver um sig.“ Þessi ljóðlína úr fal-
lega kvæðinu hans Guðmundar
Böðvarssonar, Fylgd, hefur verið
mér ofarlega í huga undanfarið,
þegar vinir og ættingjar hafa
kvatt, allt of fljótt að því er virðist.
Mig langar að minnast í örfá-
um orðum hennar Systu mág-
konu minnar, eins og hún var æv-
inlega kölluð í fjölskyldunni, sem
er kvödd í dag hinstu kveðju og
allt of fljótt að okkur finnst, eftir
stutt en erfið veikindi.
Hugurinn hvarflar til baka til
fyrstu kynna. Hún birtist mér
einn fagran sumardag árið 1967
þegar ég var í fyrstu heimsókn
minni í sumarbústað fjölskyld-
unnar við Hafravatn. Fjölskyldan
hafði unað sér við margvísleg
gróðurstörf daglangt og naut nú
góðgerða húsfreyju þegar allt í
Eydís Ingibjörg
Lúðvíksdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DÓRA GÍGJA ÞÓRHALLSDÓTTIR,
áður til heimilis að Hátúni 6a,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
laugardaginn 2. janúar, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 15. janúar, klukkan 15.
.
Guðrún Andrésdóttir,
Þórhallur Andrésson, Sigríður Thorsteinsson,
Kristján Ottó Andrésson,
Dóra Gígja Þórhallsdóttir, Atli Sævar Guðmundsson,
Ragnar Þórhallsson, Birna Ásbjörnsdóttir,
Áróra Sirrí Atladóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI SVEINBJÖRNSSON,
yfirvélstjóri,
Öldugötu 52, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut þann
10. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 18. janúar 2016 og hefst athöfnin kl. 15.
.
Ragna Matthíasdóttir,
Sveinbjörn M. Bjarnason, Ebba Sverrisdóttir,
Elín B. Bjarnadóttir, Adolf Árnason,
Matthías Æ. Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
PÁLÍNA ODDSDÓTTIR,
fv. skrifstofustjóri Sjónvarpsins,
Unnarbraut 28a, Seltjarnarnesi,
er látin.
.
Oddrún Kristjánsdóttir, Leifur Magnússon,
Kristján Leifsson, Fanney Ída Júlíusdóttir,
Magnús Leifsson, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÁSGEIRS ÞÓRÐARSONAR.
.
Erla Gígja Erlingsdóttir, Anika og Andrea Ásgeirsdætur
Guðríður M. Thorarensen og Þórður Ásgeirsson
Þórarinn, Grímur Örn og Egill Þórðarsynir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ARNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður búsett á Selfossi,
sem lést föstudaginn 8. janúar, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 18. janúar klukkan 11.
.
Sigurður G. Sigurðsson,
Tryggvi Sigurðsson, Kristbjörg Einarsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Henry Þór Gränz,
Elín María Sigurðardóttir, Richard Ö. Richardsson
og afkomendur.
Ástkær móðir okkar ,
ELÍN TORFADÓTTIR,
framhaldsskólakennari og fóstra,
Aflagranda 40,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 9.
janúar síðastliðinn. Útförin fer
fram frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 21. janúar klukkan 13.
.
Gunnar Örn Guðmundsson,
Sólveig Guðmundsdóttir,
Guðmundur Halldór Guðmundsson,
Elín Helena Guðmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.