Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 33

Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 33
einu birtist undurfalleg stúlka of- an af lofti, gullið hárið náði í mitti og hún sveif um eins og álfkona. Hún hélt á risastórum blómavasa, sem hún hafði verið að skreyta. Það var eins og enginn hefði vitað af nærveru hennar þennan dag. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið dæmigert fyrir hana – að taka lítið pláss, að hafa fá orð og vinna verkin sín í hljóði. Systa var listamaður í eðli sínu, fagurkeri, sem gerði allt fallegt sem hún kom nálægt. Það var gaman að fylgjast með henni þeg- ar hún bjó sér og Árna, eigin- manni sínum, heimili, fyrst á loft- inu í Barmahlíð 26 og síðan í Breiðholtinu og ekki síst í Mos- fellsbænum, þar sem þau áttu þrjú falleg heimili. Hún hafði ein- stakt lag á að gera fallegt í kring- um sig, oft ekki af miklum efnum. Hugmyndarík og smekkvís var hún svo af bar. Leið hennar lá í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist sem mynd- menntakennari. Ys og þys skóla- stofunnar hentaði ekki hennar lundarfari og hún sérhæfði sig í leirlist og vann sem leirlistamað- ur mestan hluta ævinnar. Þar náði hún flugi og einstaklega list- rænir munir urðu til í höndum hennar. Ég minnist heimsóknar okkar hjóna til hennar þegar hún opnaði sýningu í Danmörku á verkum unnum í sumarlangri dvöl sinni þar á listamannavinustofu í upp- hafi tíunda áratugarins. Það var dýrðardagur, munirnir svo kröft- ugir og íslenskir í formi og litum, umvafðir hlýju dönsku sumri, andstæður sem mynduðu sam- hljóm. Ég held ég hafi aldrei séð hana glaðari en einmitt þennan dag. Að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir samfylgdina. Hún gætti sonar okkar hjóna fyrsta ár- ið hans, þegar hún var sjálf heimavinnandi með sín litlu börn og seinna þegar eldri dóttir okkar fæddist fékk hún nafnið hennar, en þær eiga sama afmælisdag. Síðustu æviárin var Systa bú- sett í Danmörku. Við hjónin heim- sóttum hana í ágúst sl. þá nýút- skrifaða af sjúkrahúsinu og von um bata góð. Við áttum saman yndislegan dag og hittum þá okk- ar gömlu, góðu Systu, þessa blíðu og fallegu konu, sem hafði þann eina galla að standa ekki nógu vel með sjálfri sér. Það var því reið- arslag þegar sjúkdómurinn tók sig aftur upp og hafði sigur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til barna hennar, Hildi- gunnar og Lúðvíks, og fjöl- skyldna þeirra. Verði hún Systa okkar ætíð kærust kvödd og hvíli í friði Guðs. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. Fyrir margt löngu kynntist ég Eydísi, þá starfrækti hún leir- verkstæðið Ás í Mosfellsbæ ásamt Daða Harðarsyni. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig að koma í leirsmiðjuna til þeirra, Daði mótaði leirinn á rennibekkn- um af mikilli leikni en Eydís ann- aðist allar skreytingar á listgrip- unum. Hún þróaði með sér persónulegan og fágaðan stíl, auðvelt var að þekkja fíngert handbragð Eydísar á brothættu postulíninu. En Eydís var ekki aðeins fær listamaður, hún var sönn mann- eskja: heiðarleg, grandvör og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns, mér fannst það mannbæt- andi að vera í návist hennar. Ey- dís gerði allt af myndarskap og natni, hún var sterkur persónu- leiki en gat verið viðkvæm líkt og postulínið sem hún skreytti af svo mikilli list. Í dag handleik ég lítinn listmun sem er prýddur fallegum, lit- mjúkum blómum; nafn Eydísar er markað í leirinn. Í myrkri skammdegisins vekur þessi grip- ur hjá mér ljúfar minningar um góða konu. Þóra Sigurþórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Smáauglýsingar Hljóðfæri ÚTSALA ÚTSALA 30% útsala á rafmagns- gíturum og bössum í jan Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu ÚTSALAN ER BYRJA - KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsilegar kristalsljósakrónur eru komnar. Handskornar kristals ljósa- krónur, veggljós, matarstell, kristals- glös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8 Sími 7730273 Ýmislegt Vandaðir þýskir kuldaskór úr leðri, fóðraðir með lambsgæru og með góðan sóla. Tilboð: A.m.k. 20% afsláttur meðan á útsölu stendur Teg. 853501 Litir: rautt og svart. Stærðir: 36 - 42 Verð: 25.900.- Tilboðsverð: 19.900 Teg: 408503 Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 47 Verð: 26.900. - Tilboðsverð: 19.900 Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Útsala - Útsala - Útsala Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu.. Slóvak Kristall, Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444333. 50% afsláttur af völdum úrum og úravöggum sem hafa verið sýningargripir og unglingaúrum með MP4 o.fl. Langt er síðan við höfum haldið útsölu þ. a. nú er tækifæri sem aldrei fyrr til að gera góð kaup. ERNA, Skipholti 3, www.erna.is Hjólbarðar Matador vetrar og heilsársdekk tilboð 215/70 R 16 kr. 21.990 235/60 R 18 kr. 31.890 255/55 R 18 kr. 33.100 255/50 R 19 kr. 38.900 275/40 R 20 kr. 49.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 Húsviðhald Húsaviðhald o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félagsfundur FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni boðar til félagsfundar fimmtu- daginn 21. janúar 2016, kl. 15.00 í Ásgarði félagsheimili FEB, Stangarhyl 4, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um lagabreytingar – kynning 2. Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir – kynning og staða 3. Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Aðalfundur Málfundafélagsins Óðins verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.30 í Valhöll. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Styrkir Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2016 Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakinn er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjöf@simnet.is að lokinni útfyllingu. Nánari upplýs- ingar er að finna vef félagsins sumargjof.is. Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016 Reykjavík, 14. janúar 2016 Barnavinafélagið Sumargjöf Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Bingóið hefst að nýju eftir jólafrí föstudaginn 22. janúar. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16, mynd- list með Elsu kl.13.30-16.30. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9 og línudans fyrir byrjendur kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Þorrablót verður föstudaginn 22. janúar. Uppl. í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, morgunleikfimi kl. 9.45, lestur úr dagblöðum vikunnar kl. 10. Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 8.30, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9, útskurður kl. 9, mor- gunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10.30, hádegismatur kl. 11.30. ATH! Bingó í Þórðarsveig í dag kl. 13.30. Garðabær Vatsleikfimi í Sjálandi kl. 8 og 8.50. Félagssvist FEBG kl. 13, bíll frá Litlakoti kl. 12.20 ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að loknum spilum. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16, glervinnuhópur kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30, kóræfing Gerðubergskórs kl. 13.30-15.30, bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl 9.10, gler- og postulínsmálun hefst mánudaginn 18. janúar, eftirmiðdagsdans kl. 14. Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, leikfimi kl 10, ganga kl. 10, fluguhnýtingar kl. 13 og gleðigjafarnir kl. 14. Gullsmári 13 Gleðigjafarnir í Gullsmára í dag kl. 14. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Dansleikur í Gullsmára á morgun laugardag kl. 20 til 23, Haukur Ingibergsson leikur fyrir dansi. Miðaverð 1000 kr. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, handavinnuhópur kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, spilað bingó kl. 13.15, kaffi- sala í hléi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.45, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, listasmiðjan kl. 9, botsía kl.10.20, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30, qigong í Borg- um kl. 11, hannyrðahópur í Borgum kl. 12.30, útskurður á Korpúlfs- stöðum kl. 13 og brids í Borgum kl. 13. Síðan er föstudagsvöfflukaffi eins og venjulega að hætti Borgardætra. Selið, Sléttuvegi Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, gönguhópur kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30-12.30, botsía kl. 13, síðdegiskaffi frá kl. 14.30- 15.30, dagblöðin og púsl liggja frammi allan daginn. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, spilað í króknum kl. 13.30, syngjum saman með Friðriki og Ingu Björgu í salnum Skóla- braut kl. 13. Ath. síðasti skráningardagur er mánudagurinn 18. janúar vegna leikhúsferðar á Njálu, 3. febrúar. Allar upplýsingar og skráning er hjá Kristínu í síma 8939800, einnig liggja skráningarblöð frammi á Skólabraut. Stangarhylur 4. Qigong kl. 10.30 Leiðbeinandi Inga Björk Sveins- dóttir. Íslendingasögur námskeið; Vatnsdælasaga kl. 14, leiðbeinandi Baldur Hafstað. Félagsfundur FEB verður haldinn í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 21. janúar kl. 15. Dagskrá: Lagabreyting, kynning á lögumfélagsins, fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir, kjaramál o.fl. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9, hárgreiðsla kl. 9, enska (framhald) kl.10.15, Peter. Sungið við flygilinn undir stjórn Gylfa Gunnarssonar kl. 13, kaffiveitingar kl. 14. Vitatorg Handavinna og spjall kl. 9, spilum bingó kl. 12.30. Þórðarsveigur 1-3 Bingó verður spilað í dag kl. 13.30. Fínir vinning- ar og kaffihlaðborð á hóflegu verði að bingói loknu.    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.