Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
Höskuldur Þráinsson, prófessor í ís-lensku nútímamáli við Háskóla Ís-lands, er sjötugur í dag. Hann mun
hætta kennslu um næstu mánaðamót en held-
ur áfram að sinna rannsóknum og leiðbeina
nemendum í doktors- og meistaranámi. „Ég
fæ einhverja vinnuaðstöðu hérna uppi í skóla
til að geta sinnt þessu áfram. Ég er m.a. að
rannsaka vesturíslensku, en hún er að deyja
út og nú eru síðustu forvöð að ná í það sem
eftir er af henni. Það er til fólk í Vesturheimi
sem talar hana reiprennandi, mest kannski
fólk um áttrætt, og svo líka fólk sem talar
bara lítið sem ekkert en skilur eitthvað. Það
er áhugavert að skoða þróun vesturíslensk-
unnar því aðstæður þar voru allt öðruvísi en
hér á Íslandi. Þar var hún notuð heimavið en ekki í skólum eða á op-
inberum vettvangi. Vonandi náum við að gefa út bók með niður-
stöðum úr rannsóknunum, þar sem fjallað verður um mál, menningu
og sjálfsmynd Vestur-Íslendinga, t.d. hvaða máli það skipti fyrir þá að
vera af íslenskum ættum. Við vorum með ráðstefnu tengda þessu
verkefni í byrjun desember þar sem nemendur í framhaldsnámi voru
meðal fyrirlesara og líka erlendir gestir.“
En hvernig mun íslenskt nútímamál þróast á þessari öld? „Það er
erfitt að segja. Það er til gamalt orðtæki: „Því læra börnin málið að
það er fyrir þeim haft“ og það er alveg rétt. Börn læra ekki móður-
málið af beinni kennslu nema að litlu leyti. Nú er sagt að börn og ung-
lingar lesi minna af hefðbundnum textum en áður og það hefur áhrif á
máltilfinninguna. Það sem ræður mestu um þróun málsins er að við-
halda máltilfinningunni. Til þess dugir ekki að kenna börnum málið
eins og það sé útlenska, t.d. með því að leggja áherslu á beygingu
sjaldgæfra orða. Lestur og ritun skipta áreiðanlega meira máli, t.d.
það að nemendur endursegi í rituðu máli stuttar sögur sem eru lesnar
fyrir þá. Það eykur líka orðaforða og ritfærni.
Utan vinnu reyni ég að halda mér í sæmilegu formi svo líkaminn
verði ekki ónýtur fyrir aldur fram. Svo hef ég áhuga á tónlist og syng
í Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ.“
Höskuldur ætlar ekki að halda veislu í tilefni afmælisins. „Við kon-
an vorum með fjölmenna veislu í tilefni sextugsafmælis okkar. Við
eigum jörð norður á Skaga og héldum útihátíð þar og komu um 120
manns þangað. Ég verð heima í dag og býð gestum úr nánustu fjöl-
skyldu í kvöldmat.“
Eiginkona Höskuldar er Sigríður Magnúsdóttir, dósent í talmeina-
fræði við HÍ, en hún var einnig talmeinafræðingur á Landspítalanum
fram að síðustu áramótum. Börn þeirra eru Steinar, Guðrún Þuríður
og Margrét Lára. Þau eiga þrjú barnabörn og eitt væntanlegt í næsta
mánuði.
Málfræðingur Hösk-
uldur Þráinsson.
Rannsakar
vesturíslenskuna
Höskuldur Þráinsson er sjötugur í dag
I
nga Lind fæddist í Reykjavík
15.1. 1976 en ólst upp í
Garðabænum þar sem hún
gekk í leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla. Hún var
send í sveit á bæinn Breiðabólstað í
Reykholtsdal í Borgarfirði sumarið
1985 og sumarið eftir á Bólstað,
skammt frá Hvolsvelli: „Þetta var nú
engin alvörusveitamennska eins og í
gamla daga þegar krakkar fóru upp
í rútu með brjóstsykurspoka í lok
maí og komu aftur heim eftir réttir.
Slík sveitadvöl var liðin tíð. Ég fór
bara í stuttan tíma til að kynnast
sveitalífinu og skepnunum.“
Við Þingvallavatn öll sumur
„Hins vegar skoppaði ég um þúfur
og stiklaði á steinum við Þingvalla-
vatn, tíndi þar ber og veiddi fiska öll
mín sumur í æsku frá vori til hausts.
Þar hafa foreldrar mínir verið með
bústað í hálfa öld, skammt frá Mið-
felli. Ég var oft ein að skottast með
sjálfri mér en leiddist samt aldrei.
Ég er nefnilega nokkuð góð í því að
vera ein þótt ég sé félagslynd. Þarna
kenndi pabbi mér að veiða og síðan
hef ég verið með veiðidellu.“
Inga Lind lærði hagnýta íslensku
við HÍ og lagði einnig stund á list-
fræði við sama skóla. Hún sat svo
nýlega kúrs í viðskiptaháskólanum
Inga Lind Karlsdóttir dagskrárgerðarmaður – 40 ára
Ljósmynd/Ólafur Már Svavarsson
Allur hópurinn Frá vinstri: Arnhildur með Xavi, Haukur, Árni, Inga Lind, Jóhanna, Matthildur og Hrafnhildur.
Félagslyndur einfari
Veiðiklær Inga Lind í banastuði með Árna í veiðiferð þeirra við Laxá í Kjós.
Dalvík Klara Björk Krist-
jánsdóttir fæddist 20. maí
2015 kl. 0.00. Hún vó
2.916 g og var 48 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Telma Björg Þórarins-
dóttir og Kristján
Guðmundsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík