Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef eitthvað sem þú tekur þér fyrir
hendur er leiðinlegt, er eitthvað að. Notaðu
tækifærið til að ná sambandi við þinn innri
mann.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að haga orðum þínum þannig
að þau meiði ekki aðra. Mundu að svo upp-
sker maðurinn sem hann sáir til og ekki sakar
að bera á.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu óhrædd/ur við að standa upp
og krefjast réttar þíns. Tafir í umferðinni
gætu komið sér illa fyrir þig svo best er að
hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja snemma
af stað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Börn gætu orðið til þess að auka
mjög á skyldur þínar. Slakaðu á klónni og
leyfðu hlutunum að þróast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er eitt og annað sem þú ert að
kljást við þessa dagana en með réttu hug-
arfari ferðu létt með það. Leikaraskapur fellur
bara um sjálfan sig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þeir sem þú rembist við að fyrirgefa
eða taka í sátt gera þér erfitt fyrir núna. En
þú pirrar þig ekkert.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð hugmyndir um það hvernig þú
getur aukið tekjur þínar. Hann sér skemmti-
legasta vinkilinn og nálgast viðfangsefnið
þannig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gleymdir, í einhvern tíma,
vissu atriði á tossalistanum þínum, en það
mun minna á sig. Gerðu þér far um að kanna
alla málavexti til hlítar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Haltu þig við skammtímaáætl-
anirnar og láttu hjá líða um sinn að skipu-
leggja til lengri tíma. Gefðu þér tíma til þess
svo þú tapir samt ekki heildarsýninni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Loksins einbeitir þú þér að hlutum
sem gefa eitthvað til baka. Reyndu að treysta
því að hlutirnir fari á besta veg, hvernig svo
sem það kann að líta út.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér lætur betur að láta verkin tala
en að setja upp langar orðræður um hlutina.
Stutt hugleiðsla, sundsprettur eða nokkrar
jógaæfingar geta skipt sköpum. Ekki gleyma
að vökva lífsblómið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Minningar úr fortíðinni skjóta upp
kollinum með heimsókn gamals kunningja.
Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini
og ættingja.
Það var fjörugt á Leirnum á mið-vikudaginn. „Draumakjóllinn!“
sagði Fía á Sandi. „Í hugmyndaleysi
dagsins rakst ég á verðlista og sá
fyrir mér hvernig farið hefði hefði
ég pantað eftir honum.
Mig er mikill hryllingur að hrjá.
Ég horfði beint í spegilinn og sá
mig í kjól sem víst ég hafði valið.
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.“
Sigmundur Benediktsson var
strax með á nótunum: „Já Fía, speg-
illinn er fáránlega afskiptasamur.
Að speglinum er lítið lið
langfæst tetrið metur
andans glóð og innra svið
ekki letrað getur.
– – –
Eigðu glaðbeitt ævistig
önd skal rjúfa hrjúfu,
hans ef ásýnd hneykslar þig
honum snú á grúfu.“
Hallmundur Kristinsson kom með
gamla spegilvísu, „sem finna má í
hinni ofurvinsælu bók er út kom fyr-
ir nokkru og nefnist einfaldlega
LEIR:
Einhverntíma lærði ég það á Laugum
að labba króka til að forðast gjótur.
Hverju sinni er ég lít hann augum
undrast ég hve spegillinn er ljótur“.
Fía á Sandi svarar:
Ellin læðist að oss hljóð
afturför er bölvuð synd.
En fjarsýnin er frekar góð
fegrar jafnvel spegilmynd.
Og bætir síðan við: „Þessa ellivísu
fann ég svo í ferðasögu Harmoniku-
félagsins. Passar vel fyrir mig núna
þar sem ég fór á hækjunum á ball
um helgina var.
Ellin birtist í mörgum myndum.
Mannskapinn langar á skrall.
Í hjólastólum og göngugrindum
gætum við haldið ball.“
Í Flugum Jóns Thoroddsen heitir
ein flugan „Eftir dansleik“:
Elskar hann mig? spurði hún, og lagaði á
sér hárið.
Elskar hann mig? spurði hún, og púðraði
sig í flaustri.
Elskar hann mig? spurði hún.
Spegillinn brosti.
Já, sagði spegillinn, og brosti.
Það rifjaðist upp fyrir Höskuldi
Jónssyni að hann sendi vísu inn á
Leir fyrir fjórum árum, – „(hún
komst reyndar ekki í Bókina, en það
er önnur saga):
Blágrár himinn horfir oní sjóinn.
Í speglinum sér sjálfan sig:
„sætur er nú flóinn““
Þessi bragarháttur kallast vik-
henda eins og segir í Bragfræði
Sveinbjarnar Beinteinssonar frá
Draghálsi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Spegillinn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„BANKINN MUN LÁNA ÞÉR FÉ, EN ÞAÐ
STENDUR UPP Á ÞIG AÐ SANNA FYRIR
OKKUR AÐ ÞÚ ÞURFIR ÞAÐ EKKI Í RAUN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dansa við suðræna
tónlist.
ÞAÐ YRÐI ERFITT AÐ
GERA ÞENNAN DAG BETRI
Ó, ÉG VEIT
EKKI MEÐ ÞAÐ…
ÞETTA GÆTI ALLT
SAMAN VERIÐ ÍS
KANNSKI
ÆTTI ÉG AÐ
GEFA NAFNIÐ
„GRÍMUR
GRIMMI“ UPP
Á BÁTINN!
BREYTTU
GRETTUNNI Í
BROS OG SJÁÐU
HVAÐ ÞÚ FÆRÐ…
GRÍMUR GERVILEGI! GLEYMDU ÞVÍ
Brunn-
stigi
Líf Magneudóttir, varaborgar-fulltrúi Vinstri-grænna, kvartaði
á dögunum yfir hundaskít í Vestur-
bæ Reykjavíkur. Víkverji tekur
heilshugar undir með fyrrverandi
formanni mannréttindaráðs borgar-
innar.
x x x
Líf þarf ekki að leita langt að rót-um vandans. Hann er í ráðhús-
inu þar sem maðurinn sem státar af
heilbrigði í ferilskrá og hinn maður-
inn sem kenndur er við holur ráða
húsum. Þessir menn, öðrum fremur,
hafa séð til þess að borgin lítur út
eins og öskuhaugur og því kemur
ekki á óvart ef hundaeigendum sést
yfir skítinn hundanna, sem þó eru
eflaust þrifnari en margur annar.
x x x
Með þessu er Víkverji ekki aðverja þá sem ganga úti með
hunda og þrífa ekki upp eftir þá.
Hundur viðrar oft Víkverja og öfugt
og þá tekur Víkverji alltaf upp skít-
inn úr dýrinu, eins og flestir í hans
sporum.
x x x
Reykjavík er eina borgin sem Vík-verji veit um þar sem ráðamenn
gera ekkert til þess að fegra hana,
hvað þá að halda henni í horfinu.
Samgöngumál eru bannorð, götur
og gangstígar eru látin drabbast nið-
ur svo stórhætta hlýst af með miklu
tjóni bíleigenda og annarra vegfar-
enda, þau eru hvorki þrifin né rudd
þegar á þarf að halda, götulýsingar
eru af skornum skammti, íbúar
þurfa að greiða sífellt hærri upp-
hæðir fyrir hirðingu sorps sem er
svo ekki tekið fyrr en eftir dúk og
disk og svo framvegis. Það kemur
því ekki á óvart að það sé skítalykt
hér og þar og borgin iði af lífi, eins
og formaður borgarstjórnarflokks
Sf. segir í Mogganum í gær.
x x x
Líf Magneudóttir þekkir betur enmargur annar andrúmsloftið í
ráðhúsinu og líklega hefur enginn
skitið hana meira út en borgar-
fulltrúi Vg. Hún ætti að sýna hunda-
eigendum og öðrum gott fordæmi
með því að byrja í ráðhúsinu á þrifn-
aðartalinu, tiltektinni og losun skíts.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn. Sálm. 8:2