Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Listhús Artspace býður upp á for- sýningu á hinni árlegu hátíð Skamm- degi í Ólafsfirði 16. og 23. janúar. Á hverju ári velur Listhús Artspace listamenn af ýmsu þjóðerni fyrir Skammdegi Air-verðlaunin og dvelja þeir í Ólafsfirði frá desember fram í febrúar og fá að upplifa veturinn og skammdegið. Listamennirnir, sem eru ýmist sjónlistamenn, flytjendur, tónlistarmenn eða rithöfundar, sýna verk sín á Skammdegi Festival í Ólafsfirði 28. janúar til 28 febrúar. 16. og 23. janúar munu listamenn- irnir í Listhúsinu sýna verk sín sem túlka, tjá og svara til skammdegisins eða stuttra daga, eins og segir í til- kynningu. Frekari upplýsingar má finna á skammdegifestival.com. Forsýning á Skammdegi Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Borgarleikhúsið frumsýnir á Nýja sviðinu í kvöld eitt þekktasta verk leikbókmenntanna, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee, í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur og leikstjórn Eg- ils Heiðars Antons Pálssonar. Al- bee er eitt fremsta leikskáld Bandaríkjanna og margverðlaunað, líkt og leikritið sem var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmynd- að í framhaldi með Elizabeth Tay- lor og Richard Burton í aðal- hlutverkum. Leikritinu er á vef Borgarleik- hússins lýst sem „eitraðasta eft- irpartíi leiklistarsögunnar“. Í því segir af hjónunum Mörtu og Georgi sem elska og vita allt um hvort annað en eru þó – og einmitt þess vegna – ekki hamingjusöm, eins og því er lýst. Georg er sögu- kennari við lítinn háskóla og Marta húsmóðir. Að lokinni rektorsveislu í skólanum býður Marta nýja, unga líffræðikennaranum og eiginkonu hans heim í eftirpartí án vitneskju eiginmanns síns sem þekkir allt of vel gestaleiki eiginkonu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að til- finningum annarra, eins og því er lýst á vefnum, og miskunnarlaus og stigmagnandi barátta hrekur þessar fjórar manneskjur út á ystu nöf. Með hlutverk Mörtu og Georgs fara Margrét Vilhjálms- dóttir og Hilmir Snær Guðnason og með hlutverk líffræðikennarans og eiginkonu hans Eysteinn Sig- urðarson og Elma Stefanía Ágústs- dóttir. Gerði sér ekki grein fyrir umfangi hlutverksins Margrét er spurð að því hvort hana hafi lengi dreymt um að tak- ast á við þetta þekkta hlutverk, hlutverk Mörtu. „Já, það má alveg segja það þó ég hafi ekki alveg gert mér grein fyrir umfangi þess í upphafi,“ segir Margrét kímin. Hlutverkið sé eitt hinna stóru í leikbókmenntunum og afar áhuga- vert. Marta og Georg hafi lengi átt í stríði en hangi samt sem áður enn saman. „Ég var að hugsa það síðast í morgun af hverju þau væru ekki löngu skilin,“ segir Margrét og hlær en bætir við að þegar fólk eigi sér ákveðin leyndarmál og hafi eitthvað að fela geti það reynst erf- itt. Hjónin sitji uppi með sárar til- finningar sem haldi þeim saman á einhvern hátt. „Þau hafa búið sér til þessa leiki til að lifa það af, leiki sem þau leika með gestum sínum og leiða þá í gegnum dálítið hel- víti.“ – Er Marta ógeðfelld persóna? „Þetta er góð spurning. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér. Hún kemur manni dálítið þannig fyrir sjónir en þau hjónin ná von- andi að halda einhverjum sjarma hjá okkur – og gera það auðvitað alveg – í verkinu. Þetta er hámenntað fólk, hann er prófessor við háskóla og þau eru snillingar í orðaleikjum. Hún er eldklár sem gerir hana bæði mann- lega og breyska en líka spennandi. Hún er ólíkindatól og maður kann- ast við þessar týpur þó að þær séu ekki alveg eins öfgakenndar og þessi manneskja,“ segir Margrét. Marta sé vel gefin og fái útrás fyr- ir eigin sársauka með því að meiða aðra. „Hún er líka snillingur í að lifa af og ég vildi ekki lenda í eft- irpartíi með henni,“ segir Margrét og hlær innilega. Nýklassík Stríðið sem hjónin heyja er rosa- legt, að sögn Margrétar, stríð sem staðið hefur yfir í 23 ár. Hjónin eru drykkfelld og segir Margrét að það sé athyglisvert því ofdrykkja fylgi oft áföllum. Hvaða áfall það kann að vera í þeirra tilfelli skal ósagt látið til að skemma ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð leikritið. „Þetta verk fellur undir ný- klassík, er ekki bundið neinum tíma og felur í sér einhvern lykil að einkennum fólksins sem verið er að fjalla um í verkinu. Það kallast alltaf á við mannlegar tilfinningar,“ segir Margrét, spurð að því hvað það sé í verkinu sem tali til sam- tímans. Georg standist ekki vænt- ingar Mörtu um að taka við stöðu háskólarektors af föður hennar og sé hálfgerð lydda í hennar augum, þó að hann sé það ekki í raun. „Það er auðvitað eitthvað sem við getum alltaf séð í samtíma okkar og þetta mikla þras þeirra. Þau eru föst í lífinu, komast ekkert áfram tilfinningalega og leita sér ekki hjálpar. Við þekkjum þetta og líka alkóhólismann. Fólk situr uppi með sársauka og reynir að lifa í sinni áfallaröskun án þess að leita sér aðstoðar,“ segir Margrét. Enginn sé drepinn í verkinu en líf unga parsins sem kemur í heimsókn sé hins vegar lagt í rúst. „Vildi ekki lenda í eftirpartíi með henni“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Átök Frá æfingu á Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem á vef Borg- arleikhússins er lýst sem eitraðasta eftirpartíi leiklistarsögunnar.  Hver er hræddur við Virginíu Woolf? verður frum- sýnt í kvöld  Stríðsástand í eitruðu eftirpartíi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Njála (Stóra sviðið) Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Mið 3/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 7/2 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Mið 10/2 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Lau 27/2 kl. 20:00 Margverðlaunað meistarastykki Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Allra síðustu sýningar Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 31/1 kl. 13:00 Síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Sókrates (Litla sviðið) Sun 17/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar! Vegbúar (Litla sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 15/1 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 6.sýn Fös 22/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 16/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 22/1 kl. 22:30 11.sýn Lau 16/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS Frami (Salur) Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Samfarir Hamfarir (Salur) Fim 21/1 kl. 20:30 Fim 28/1 kl. 20:30 Sun 24/1 kl. 20:30 Sun 31/1 kl. 20:30 Old Bessastaðir (Salur) Fim 4/2 kl. 20:30 Mið 10/2 kl. 20:30 Fim 18/2 kl. 20:30 Sun 7/2 kl. 20:30 Sun 14/2 kl. 20:30 Eldklerkurinn (Salur) Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 16:00 Lífið (Salur) Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 24/1 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.