Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hópur fagfólks og foreldra fatlaðra barna undirbýr nú stofnun nýs grunnskóla fyrir fötluð börn. Skólinn verður sjálfseignarstofnun, stefnt er að því að hann taki til starfa í síðasta lagi haustið 2017 og þar á að bjóða upp á heildstæða einstaklingsmiðaða þjónustu. Brýn þörf er á fleiri úrræð- um fyrir fötluð börn að mati aðstand- enda skólans. Í hópnum eru meðal annars þrír atferlisfræðingar sem nú starfa hjá Greiningarstöð ríkisins og er Atli Freyr Magnússon einn þeirra. Að sögn Atla er með stofnun skólans verið að svara þörf á fleiri úrræðum fyrir börn sem þurfa mikinn stuðning í skóla. Mikil aðsókn sé í Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir fötluð börn, og ekki komist öll börn þar að. „Það þarf valkost í skólakerfið fyrir börn sem þurfa heildstæða þjónustu, við kom- um til með að vera með skóla þar sem börnin fá þjón- ustu allan dag- inn,“ segir Atli. Hann segir að eitt af markmið- unum með skól- anum sé að þar muni börnin fá alla þá þjónustu sem þau þurfi á sama stað, eins og t.d. sérfræðiþjón- ustu þroskaþjálfa og talkennara. Það einfaldi daglegt líf bæði barnanna og foreldra þeirra. „Mér sýnist að hið opinbera geti ekki boðið upp á svona heildstæða þjónustu eins og staðan er í dag, m.a. vegna kjarasamninga,“ segir Atli. Vilja samstarf við aðra skóla Skólinn verður staðsettur á höfuð- borgarsvæðinu, enn hefur ekki verið ákveðið hvar eða í hvaða sveitar- félagi, en Atli segir ákjósanlegast ef hægt yrði að stofna til samstarfs við almennan grunnskóla þannig að skól- inn yrði til húsa þar sem annar skóli er fyrir. „Þannig yrði félagahópur barnanna stærri,“ segir Atli. Hann segir að verið sé að kanna þessa dagana hversu stór hópur á höfuðborgarsvæðinu gæti nýtt sér námið í skólanum, en þar verða börn sem eru með mikla þroskahömlun og þurfa á miklum stuðningi að halda, t.d. börn með Downs-heilkennið og einhverf börn. Mörg þessara barna eru nú í sérdeildum í sínum hverfis- skólum. Um er að ræða börn sem mörg hver þurfa mikla aðstoð og segir Atli að gert sé ráð fyrir að allir nemendur fái það sem kallað er 100% stuðning- ur. „Þau þurfa mann með sér allan tímann. Svo þarf reynda og vel menntaða ráðgjafa eða atferlisfræð- inga til að veita tilsögn og góða kenn- ara.“ Verið er að undirbúa stofnun sjálfseignarstofnunar sem halda á ut- an um reksturinn sem á að vera „non-profit“ eða án hagnaðar. Í fyrradag var byrjað að leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum, ein- staklingum og stofnunum og hafa vil- yrði þegar borist fyrir fjárstuðningi. Verði í boði fyrir öll fötluð börn Ekki hefur enn verið fundað með menntamálaráðuneytinu vegna skólarekstursins. Gangi áætlanir eft- ir verður skólinn rekinn fyrir styrki og með því framlagi sem fylgir hverj- um nemanda frá því sveitarfélagi þar sem hann er búsettur. Spurður hvort skólagjöld verði innheimt segist Atli vonast til þess að hægt verði að kom- ast hjá því. „Við viljum að þessi skóli verði í boði fyrir öll fötluð börn, óháð efnahag foreldra þeirra,“ segir hann. „Við lítum á þetta sem spennandi nýjung inn í menntakerfið fyrir þennan hóp sem svo sannarlega þarf á því að halda. Ég legg áherslu á að við erum ekki að stofna skóla til höf- uðs neinum skóla, hvorki Klettaskóla né öðrum.“ Ætla að stofna skóla fyrir fötluð börn  Foreldrar og fagfólk taka höndum saman  Tekur til starfa haustið 2017  „Spennandi nýjung“ Atli Freyr Magnússon Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna skorts á gistirými verður huganlega ekki hægt að taka við öll- um þeim erlendu ferðamönnum sem hingað vilja koma næsta sumar. Þetta er mat Sigurjóns Þórs Haf- steinssonar, framkvæmdastjóra Norrænu ferðaskrifstofunnar. Sigurjón Þór, sem hefur starfað við ferðaþjónustu í 23 ár, segir að skortur á gistirými gæti orðið flöskuháls ferðaþjónustunnar. Bókunum verður sjálfhætt „Árið lítur mjög vel út. Bókanir fara snemma af stað. Eftirspurnin er áfram mikil. Ef hótelin verða hins vegar fullbókuð í sumar gæti staðan orðið erfið, þá er bókunum sjálfhætt. Það var erfitt að finna gistingu fyrir sumarið í fyrra og það verður hugsanlega erfitt í ár. Það er vel hugsanlegt að við munum ekki geta haldið í við aukninguna. Það birtist í því að það verður stöðugt erfiðara að finna gistipláss fyrir viðskiptavini. Hótelin eru orðin svo fyrirfram bók- uð yfir sumartímann. Þá er ég að tala um allt Ísland.“ Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir bókanir farnar að berast fyrir sum- arið 2017. „Það er auðvitað misjafnt eftir landsvæðum hver bókunarstað- an er. Víðast hvar eru margir dagar orðnir uppseldir í sumar og víða er orðið mjög þéttbókað. Nú erum við að stoppa upp í götin og selja fyrir sumarið 2017.“ Spurður hvort þessi eftirspurn komi fram í hækkandi verði á gist- ingu segir Davíð Torfi að þótt nýting í Reykjavík og víða úti á landi sé orð- in mjög góð sé meðalverðið lágt. „Það er miklu lægra meðalverð hér en í borgunum í kringum okkur. Samt erum við með hærri nýtingu. Við erum ekki komin á réttan stað miðað við þessi verð,“ segir Davíð Torfi sem væntir þess að verðið hækki frekar. Hann vísar til ný- legrar greiningar Arion banka á horfum í ferða- þjónustu. Þar komi fram að árin 2010-14 hafi meðalverð gistingar á hótel- um í úrtaki bank- ans hækkað um tæplega 28%. Spáð var 12 verðhækk- un í fyrra. Auðvelt að fylla hótelin Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá CenterHotels, merkir ekki mikla breytingu milli ára á bókunum fyrir sumarið. Það sé hins vegar mun meira framboð af nýjum hótelum og einnig mjög mikið framboð af leyfislausri gistingu á síð- um eins og Airbnb. „Það væri ekkert mál að vera búinn að fullbóka hótelin strax fyrir sumarið. Þetta snýst um tekjustýringu og hvernig sölunni er stjórnað. Næsta sumar lítur mjög vel út. Það verður ábyggilega þétt- bókað yfir sumarið eins og hefur ver- ið síðustu fimmtán sumur,“ segir Eva. Hótelskortur einn helsti flöskuhálsinn  Ferðasali segir orðið erfitt að finna gistingu á sumrin Sigurjón Þór Hafsteinsson Davíð Torfi Ólafsson Eva Silvernail Morgunblaðið/Baldur Arnarson Fosshótelsturninn Íslandshótel reka stærsta hótel landsins í turninum. Hótelið var opnað í fyrrasumar. Atli segir að við stofnun skólans verði horft til þess sem best sé gert í þessum málaflokki ann- ars staðar í heiminum. Hann starfaði um hríð í áþekkum skóla í Boston í Bandaríkjunum, sem hann segir að sumu leyti vera fyrirmynd skólans. Formleg kynning á skólanum hefur enn ekki farið fram, en eftir að færslu um skólann var dreift víða á Facebook í fyrra- dag hafa margir foreldrar fatl- aðra barna þegar haft samband og lýst yfir áhuga sínum á skólavist barna sinna. Mikill áhugi foreldra SKÓLINN Á FYRIRMYND Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eigendur jarðanna Guðnastaða og Butru í Austur-Landeyjum hafa í samvinnu við Arctic Hydro sótt um leyfi til Rangárþings eystra vegna áforma um að reisa vindorkuver. Óskað var eftir leyfi til uppsetning- ar allt að 60 metra hás tilrauna- masturs í landi Butru til mælinga á vindi. Einnig óskuðu eigendur Guðnastaða eftir því að hluti úr landi jarðarinnar yrði skilgreindur sem iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu með vindmyllum. Afgreiðslu erindanna var frestað, að því er fram kemur í fundargerð skipulagsnefndar sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra 14. janúar sl. Skipulags- nefndin bókaði að Samorka og Sam- band íslenskra sveitarfélaga væru að vinna að framtíðarstefnu á lands- vísu hvað varðaði nýtingu vindorku í landinu. „Nefndin telur eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr þeirri vinnu. Í framhaldi af niðurstöðu þeirrar vinnu hvetur skipulagsnefnd sveit- arstjórn til að marka stefnu sveitar- félagsins Rangárþings eystra varð- andi nýtingu vindorku.“ Sveitarstjórn staðfesti bókun nefnd- arinnar. Málið er á byrjunarreit Skírnir Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Hydro, sagði að áformin um að reisa vindmyllur í Landeyjum væru á byrjunarreit. „Það er óskað eftir leyfi til að reisa mastur til vindmælinga. Það fylgir því ákveðin skuldbinding um að fara í orkuvinnslu ef rannsókn- irnar lofa góðu og sýna að þetta sé gáfulegt. Þá er næst að reyna að beisla vindinn til raforkufram- leiðslu,“ sagði Skírnir. Hann sagði að verkefnið mundi fara í hefð- bundið ferli vegna skipulagsmála og umhverfismats. Fáist öll tilskilin leyfi sé stefnt að því að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu í landi Guðnastaða og Butru. Svæðið sem horft er til er nálægt spenni- stöðinni í Rimakoti, neðst og austast í A-Landeyjum, en þaðan liggur raf- strengur til Vestmannaeyja. Áform um að reisa vindmyllur í Landeyjum  Sótt um leyfi fyrir tilraunamastur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafið Vindmyllur eru þegar risnar norðan við Búrfell og í Þykkvabæ. Megn bensínlykt gerði vart við sig á heimilum margra íbúa í Norðlingaholti í fyrradag, svo mikil að suma sveið í augun ef marka má umræðu í sérstökum facebookhópi hverfisins. Hafa íbúar meðal annars þurft að þola höf- uðverk vegna lyktarinnar, sem plagaði þá einnig árið 2014. Fyrri hluta þess árs varð lyktarinnar fyrst vart, þar sem hún virtist koma upp úr niðurföllum í baðher- bergjum og þvottahúsum. Íbúum er það ennþá hulin ráð- gáta hvaðan lyktin kemur. Kom heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þó nokkrum sinnum á vettvang til rann- sókna þegar ástandið var hvað verst árið 2014. „Við er- um engu nær um hvað veldur þessu,“ segir Rósa Magn- úsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá heilbrigðiseftirlitinu, í samtali við mbl.is. Megn bensínlykt kvelur íbúa á ný Bensín Íbúar hafa kvartað undan bensínlykt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.