Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Spurningin um sýnd eðareynd er lykilþema í leikrit-inu Hver er hræddur viðVirginiu Woolf? eftir Edw- ard Albee. Þorum við að horfast í augu við okkur sjálf? Hver erum við á bak við tjöldin? Því öll setjum við upp grímu og reynum að koma vel fyrir, líkt og samfélagsmiðlar sam- tímans bera glöggt vitni. Hvað ger- ist ef við fellum grímuna og gefum tálsýnina upp á bátinn? Hjónaleikrit Albee, sem frumsýnt var 1962, á það sameiginlegt með öðru frægu en nokkru eldra hjóna- leikriti sem Borgarleikhúsið er ný- hætt að sýna, þ.e. Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen, að út á við virðist allt slétt og fellt. En þegar betur er að gáð birtast alvarlegir brestir sem stefna hjónabandinu í hættu og kalla á alvarlega sjálfsskoðun persóna. Þegar leikrit Albee hefst eru Marta (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Georg (Hilmir Snær Guðnason) ný- komin heim til sín um miðja nótt eft- ir teiti hjá föður Mörtu, sem er rekt- or háskólans þar sem Georg kennir. Skömmu síðar birtist á heimilinu ungt par (Elma Stefanía Ágústs- dóttir og Eysteinn Sigurðarson) sem Marta hefur boðið heim í eft- irpartí, en ungi maðurinn hefur ný- verið bæst í kennarahópinn við há- skólann. Gestgjafarnir eru gegnsósa af áfengi en ekki síður langvarandi biturð yfir hlutskipti sínu í lífinu þar sem draumar um starfsframa og til- ætlaða fjölskyldumynd hafa ekki gengið eftir sem skyldi, sem leiðir til þess að brátt slettast eiturgusurnar um allt. Hjónalíf Georgs og Mörtu minnir á vígvöll eða boxhring þar sem þau keppast með orðum sínum við að koma höggi hvort á annað. Sjálf lýsa þau samskiptum sínum sem leikjum, en líkt og oft gerist hjá börnum í leik eru keppendur sífellt að breyta leik- reglunum sér í hag. Þó samskiptin geti við fyrstu sýn virst svo fjand- samleg að eina rökrétta niðurstaðan væri hjónaskilnaður, verður fljót- lega ljóst að Georg og Marta eru al- gjörlega háð hvort öðru og gætu ekki þrifist án mótspilsins frá mak- anum. Samleikur hópsins er til fyrir- myndar og nostrað hefur verið við sérhvert smáatriði. Rýni langaði hreinlega að fylgjast með viðbrögð- um allra persónanna í einu því hlustunin var svo mikil í leikhópnum og öll viðbrögð við því sem fram fór svo skýr að unun var að fylgjast með. Það væri auðveldlega hægt að horfa á þetta þriggja klukkustunda dramatíska hjónastríð aftur og sjá nýja hluti líkt og á vel útilátnu hlað- borði. Texti Albee er einstaklega safa- ríkur og nýtur sín vel í vandaðri þýðingu Sölku Guðmundsdóttur. Leikritið hefur elst afskaplega vel, en leikskáldið mun hafa gert ýmsar textabreytingar þegar hann sjálfur leikstýrði því hjá Alley-leikhúsinu árið 1990. Þar leyfði hann leikurum sínum óhikað að tala hver ofan í ann- an, sem er mjög viðeigandi í sam- spili Mörtu og Georgs sem eru löngu hætt að hlusta hvort á annað í enda- lausu orðaskaki, en þessi leið er einnig farin í uppfærslu Borgarleik- hússins með áhrifaríkum hætti. Eðli málsins samkvæmt mæðir mest á Margréti Vilhjálmsdóttur og Hilmi Snæ Guðnasyni í krefjandi hlutverkum Mörtu og Georgs. Þau miðla grimmd, tvöfeldni, hroka, sársauka og vonbrigðum persóna sinna af mikilli leikni og djúpri inn- lifun. Magnaður samleikur þeirra nýtur vafalítið góðs af því hversu vel leikararnir þekkjast, en Margrét og Hilmir voru í sama bekk í Leiklist- arskóla Íslands fyrir tveimur ára- tugum og hafa áður leikið hjón með tilþrifamiklum hætti, seinast sem Proctor-hjónin í Eldrauninni eftir Arthur Miller fyrir tveimur árum. Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson lýsti í viðtali skömmu fyrir frumsýningu verki Albee sem „af- hjúpunarverki í heimi tálsýna og lyga“, en leikritið leggur einmitt upp í spennandi för þar sem áhorfend- um, í fylgd með unga parinu, verður smám saman ljóst hversu klikkuð samskipti eldra parsins eru í raun. Egill velur að vinna að vissu marki gegn þessari stígandi verksins, því pirringurinn, raddstyrkurinn og orkustigið í samskiptum Georgs og Mörtu er býsna hátt strax í fyrstu innkomu þannig að áhorfendur velkjast ekki í neinum vafa um hat- ramma deilu þeirra. Þetta er vissu- lega áhugaverð leið, en veikir af- hjúpunina nokkuð og gerir leikur- unum svolítið erfitt fyrir að miðla markvissri stígandi. Þetta gerir það líka að verkum að í stað þess að unga parið öðlist innsýn smám sam- an eru þau lengi framan af líkt og í afneitun á kringumstæðurnar. Eysteinn Sigurðarson og Elma Stefanía Ágústsdóttir skiluðu vandasömum hlutverkum unga parsins mjög vel með afburða- hlustun í þöglum leik og kraftmikilli textameðferð þegar við átti. Undir stjórn Egils er farin sú leið að undir- strika mjög skýrt speglunina milli paranna tveggja sem verkið leggur upp með og gengur sú nálgun full- komlega upp. Þannig virðist eldra parið nánast stjórna unga parinu eins og strengjabrúðum, þau egna unga fólkið til illdeilna sem þau geta síðan notið þess að horfa á og þannig fengið útrás fyrir eigin tilfinningar í gegnum aðra. Áhrifamikið var t.d. að sjá eldri hjónin samfagna þegar þeim tókst að spila unga fólkinu upp hvoru á móti öðru. Á köflum virkar eins og unga parið taki bókstaflega á sig hlutverk þess eldra eins og þeg- ar Marta rifjar upp hrifningu sína á Georg sem leiddi til giftingar þeirra. Samsömun persóna birtist einnig t.d. í því þegar unga konan er í seinni hluta sýningarinnar látin berja höfðinu ítrekað við vegginn líkt og Marta gerði í upphafssenunni eða þegar Georg reynir ítrekað að klæða unga manninn í sloppinn sinn en án árangurs. Frábærir búningar Helgu I. Stef- ánsdóttur undirstrika sterklega speglun persónanna. Þannig klæðist Marta í seinni hlutanum sæbláum kjól sem kallast á við samlitan kjól ungu konunnar í upphafi verksins meðan unga konan er komin í svart- ar buxur líkt og Marta klæddist í byrjun. Leikmynd Gretars Reynissonar skapar áhrifamikla umgjörð um leikinn. Þrír veggir, hver inn af öðr- um, ramma inn leikrýmið með skökkum römmum og skábrautum sem ýmist eru notaðir sem borð eða gólf sem persónur verksins dansa fimlega eftir. Sjónrænt má þannig strax vera ljóst að eitthvað er skakkt á heimili gestgjafanna. Á aft- asta veggnum trónir yfir öllu risa- stórt listaverk úr tugum tusku- bangsa. Efnið, þ.e. bangsarnir sjálfir, vísar til sakleysis bernsk- unnar, en litasamsetningin minnir sterklega á kvensköp sem er vel við hæfi í heimi þar sem frjósemi er lyk- ilatriði og konur eru skilgreindar út frá móðurhlutverkinu. Rýmið fyrir framan listaverkið var ýmist notað sem hluti af stofunni eða annað rými á heimilinu og hefði að ósekju mátt skerpa betur á þess- ari aðgreiningu t.d. með ljósabreyt- ingum. Á stöku stað í sýningunni var lýsing Þórðar Orra Péturssonar það dimm að erfitt var að sjá almenni- lega framan í leikara, en að öðru leyti var lýsingin vel heppnuð. Tónlist Margrétar Kristínar Blön- dal þjónaði verkinu að mestu vel og notkun á Dies Irae úr Requiem eftir W.A. Mozart og „The gummy bear song“ eftir C. Schneider smellpass- aði inn í leikinn. Undirliggjandi hljóðteppi, m.a. í upphafi sýning- arinnar, sem einkenndist af miklum drunum var hins vegar óþægilega hávært og óþarflega groddalegt í symbólisma sínum. Eftir stendur hins vegar að Hver er hræddur við Virginiu Woolf? er fantaflott uppfærsla á frábæru leik- riti borin uppi af framúrskarandi leik og sterkri listrænni sýn leik- stjórans. Í fyrrnefndu viðtali við leikstjórann velti hann upp þeirri spurningu hvort hægt væri að lifa í heimi án tálsýna. Lokamyndin í uppfærslu hans virðist svara spurningunni játandi, því í tóminu virtist glitta í von og nýtt upphaf. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Sársauki Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason „miðla grimmd, tvöfeldni, hroka, sársauka og vonbrigðum persóna sinna af mikilli leikni og djúpri innlifun,“ segir í rýni um Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Einn leikur enn Borgarleikhúsið Hver er hræddur við Virginiu Woolf? bbbbn Eftir Edward Albee. Íslensk þýðing: Salka Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmynd: Gret- ar Reynisson. Búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Péturs- son. Tónlist/hljóðmynd: Margrét Kristín Blöndal. Hljóð: Þórður Gunnar Þorvalds- son. Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Eysteinn Sig- urðarson og Elma Stefanía Ágústs- dóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borg- arleikhússins 15. janúar 2016. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Kvartett tromp- etleikarans Snorra Sigurð- arsonar og gít- arleikarans Ás- geirs J. Ásgeirs- sonar kemur fram á djass- kvöldi Kex hos- tels í kvöld kl. 20.30. Auk þeirra skipa kvartettinn Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Leiknir verða uppáhaldsstandardar Ás- geirs og Snorra en einnig fylgja með frumsamin lög eftir þá báða en Snorri gaf út diskinn Velli 2014 og á síðasta ári gaf Ásgeir út plötuna Trio. Aðgangur er ókeypis. Kvartett á Kex Ásgeir J. Ásgeirsson Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt RIDE ALONG 2 8, 10:10 NONNI NORÐURSINS 5:50 ÍSL.TAL THE HATEFUL EIGHT 5:30, 9 DADDY’S HOME 8, 10:10 SISTERS 5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.