Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Árvakur leitar að duglegum einstaklingum í 50% hlutastarf. Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569-1356 eða á ornthor@mbl.is Aukavinna fyrir orkubolta Þegar tilkynnt var í gær um styrki menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar kom í ljós að hæsta styrkinn hlýtur Heimili kvik- myndanna – Bíó Paradís, 12,5 millj- ónir króna í ár og 2017. Nýlistasafn- ið fær 9,5 milljónir og þá eru RIFF og Hinsegin dagar styrkt um fimm milljónir króna hvort úr Borgar- hátíðasjóði næstu þrjú árin. Kling og Bang galleríið hlýtur 4,5 milljónir, Reykjavík Dance Festival og leik- listarhátíðin Lókal þrjár milljónir króna árlega hvor úr Borgarhátíða- sjóði næstu þrjú árin og Samtök um danshús tvær milljónir til tveggja ára. Vilyrði fyrir 102 styrkjum Þá var Sinfóníuhljómsveit unga fólksins útnefnd Tónlistarhópur Reykjavíkur 2016. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og gengst árlega fyrir þremur verkefnum og heldur ferna til fimm tónleika. Með hljóm- sveitinni leika um 50 tónlistarnemar úr LHÍ, tónlistarskólum á höf- uðborgarsvæðinu og erlendis. Mark- mið sveitarinnar er að veita ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til þess að leika saman og takast á við helstu stórvirki tónbókmenntanna. Einnig hefur hún frumflutt ný verk ungra tónskálda. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Gunnsteinn Ólafsson. Við úthlutun styrkjanna á Kjar- valsstöðum í gær gerði Elsa Yeom- an, formaður menningar- og ferða- málaráðs, grein fyrir úthlutununum og öðru framlagi til menningarmála. Um er að ræða verkefnastyrki, styrki til almennrar liststarfsemi og langtímasamninga sem skiptast í samstarfssamninga og Borgar- hátíðasjóð. Fyrir voru á langtíma- samningum 10 hátíðir og 4 listhópar með samtals 41,8 milljónir kr. Nú barst alls 201 umsókn þar sem sótt var um 450 milljónir. Veitt var vil- yrði fyrir 102 styrkjum sem námu samtals þeim 86 milljónum sem laus- ar voru nú til úthlutunar. Fjölbreytileg verkefni Menningarstefna Reykjavíkur- borgar er sá grundvöllur sem styrk- veitingar ráðsins byggjast á og felur það ráðgefandi faghópi að fara yfir umsóknirnar og gera tillögur til ráðsins. Hann er skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar auk Samtaka ferðaþjónustunnar og Höfuðborg- arstofu vegna Borgarhátíðarsjóðs. Meðal annarra hæstu styrkja eru eftirfarandi:  Reykjavík Fashion Festival 2016 tvær milljónir kr.  Secret Solstice 1,5 milljón kr.  Barnabókmenntahátíðin Mýrin 1, tvær milljónir kr.  Ein milljón kr.: Nýsköp- unarsjóður tónlistar – Musica Nova.  Ein milljón kr.: Myndlistarhátíðin Sequences.  Ein milljón kr.: Kvikmynda- hátíðin Stockfish.  Ein milljón kr.: Tónleikaröð Jazz- klúbbsins Múlans.  Ein milljón kr.: Norrænir mús- íkdagar í Reykjavík.  Ein milljón kr.: Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins.  850.000 kr.: Iceland Writers Ret- reat.  800.000 kr.: Mengi menningarhús.  750.000 kr.: Hönnunarmiðstöð Ís- lands v. Design Talks.  750.000 kr.: Möguleikhúsið.  700.000 kr.: hljóta ASSITEJ; IBBY á Íslandi; Íslensk tón- verkamiðstöð vegna Yrkju; og Kammerhópurinn Nordic Affect.  600.00 kr.: Harbinger-sýn- ingarými.  600.000 kr.: Leirlistafélagið.  500.000 kr.: hljóta Alþjóðlega tón- listarakademían í Hörpu; Hverf- isgallerí; Íslensk grafík; Karlakór- inn Fóstbræður; Listvinafélag Hallgrímskirkju; Ljósmyndahátíð Íslands; Nótan – uppskeruhátíð tón- listarskóla á Íslandi; Rósa Ómars- dóttir vegna Traces; Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra vegna Barnamenn- ingarhátíðar á degi íslensks tákn- máls; og SJS Big Band.  Þá hljóta 400.000 kr.: Anna Kol- finna Kuran vegna Maestro; Fata- hönnunarfélag Íslands; Handverk og hönnun; Heimilislausa leikhúsið ETHOS; Heimstónlist í Reykjavík; Kammermúsíkklúbburinn; Leikhóp- urinn Háaloftið vegna Biðstofunnar; Leikhúsið 10 fingur; og Listasafn ASÍ. Aðrir fá lægri upphæð. Bíó Paradís og NÝLÓ fá hæstu styrkina  Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var að þessu sinni útnefnd Tónlistarhópur Reykjavíkur fyrir árið í ár Styrmir Kári Fjölbreytileiki Tilkynnt var á Kjarvalsstöðum í gær um styrki menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar til fjölbreytilegra verkefna. Nemendur úr Landakotsskóla tóku á föstudaginn var þátt í gjörningi listamannsins Michael Joaquin Grey á Þingvöllum. Gjörningurinn nefndist „Þúsund sítrustré á Þingvöllum“ og fólst í því að listamaðurinn, sem er einn sýnenda á sýningunni Aftur í sandkassann sem opnaði þá um kvöldið í Listasafni Reykjavíkur, afhenti börnunum mandarínutré sem þau báru til skiptis þar til komið var á ákveðinn stað við Al- mannagjá. Þar fengu þau að ákveða hvort þau vildu gróður- setja tréð eða taka það með sér heim. Eftir nokkra umhugsun ákváðu nemendurnir að taka tréð með sér heim. Gjörningurinn hefur ýmsar til- vísanir, meðal annars í það hvern- ig hlutirnir geta gjörbreyst og þannig gæti mandarínutré mögu- lega vaxið á Þingvöllum í framtíð- inni. Þar vísar listamaðurinn til að mynda í örar breytingar á veð- urfari, fólksflutningum og nátt- úrulífi í heiminum í dag. Mandarínutré Frá gjörningi listamannsins Michael Joquin Grey á Þingvöll- um sem fólst í því að börn báru mandarínutré til skiptis að Almannagjá. Þúsund sítrustré á Þingvöllum Agnieszka Sosnowska varð hlut- skörpust þátttakenda í ljósmynda- rýni sem Borgarsögusafn Reykja- víkur stóð fyrir 15.-16. janúar og hlýtur hún í verðlaun styrk úr Minn- ingarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara að upphæð 400.000 kr. Ljósmyndarýnin var hluti af dag- skrá Ljósmyndahátíðar Íslands sem lauk um helgina og var þetta í þriðja sinn sem úthlutað var úr minning- arsjóði Magnúsar sem er sá eini sem styrkir ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Sosnowska er fædd í Varsjá í Póllandi og býr og starfar á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu á Héraði. Hún er með BFA í ljós- myndun frá Massachusetts College of Art og MFA frá Boston Univers- ity. Sosnowska hlutskörpust Ljósmynd/Agnieszka Sosnowska Sjálfsmynd Agnieszka Sosnowska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.