Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 2

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Benidorm *Á mann m.v. tvo í herbergi með hálfu fæði á hótel Melia Benidorm. Skemmtanastjóri er Hjördís Geirsdóttir. Verð frá154.600 kr.* 16. og30. september Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Erlent kvikmyndatökulið er búið að setja upp búðir við Svínafellsjökul í Öræfum. Aðalleikar- inn í myndinni er Jackie Chan en auk hans eru indverski leikarinn Sonu Sood og hinn kanadíski Damian Mavis í aðalhlutverkum. Samkvæmt vefnum imdb.com heitir myndin Kung Fu Yoga. Æsispennandi atburðarás við Svínafellsjökul Ljósmynd/Halldór Kolbeins Kvikmyndagerðarmenn hafa slegið upp búðum á ísnum við Svínafellsjökul í Öræfum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hækkun verðlags á Íslandi er orðin áhyggjuefni fyrir íslenska kvik- myndagerð. Með sama áframhaldi gæti þróunin haft áhrif á útfærslu al- þjóðlegra kvikmyndaverkefna á Ís- landi og jafnvel dregið úr umfangi þeirra. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth, en fyrirtækið hefur komið að gerð fjölda erlendra stórmynda á Íslandi á síðustu árum með stórstjörnum. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að slík verkefni hafa velt tug- um milljarða króna á Íslandi á síð- ustu árum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Leifur segir vinnuaflið á Íslandi samkeppnishæft í verði við til dæmis Bandaríkin og Bretland. Aðrir kostnaðarliðir, einkum matur, gisting, bílar og annar flutningur, séu hins vegar að hækka upp að sársaukamörk- um. „Gisting er klárlega að verða dýrari. Það er verið að rukka fyrir 2-3 stjörnu gistingu á verði 4-5 stjörnu gistingar. Þetta skiptir máli.“ Tjaldi ekki til einnar nætur „Ísland er langt frá því að vera ódýrt. Verð á gistingu úti á landi er í sumum tilfellum eins og í stórborg- um. Við það bætist að framboðið af gistingu er líka orðið of lítið. Við þurfum að hafa vakandi auga með þessu. Við viljum ekki tjalda til einn- ar nætur. Við höfum byggt upp þessa atvinnugrein í 15-20 ár og megum ekki fá það orðspor að vera of dýrt land. Þegar ég fer yfir kostn- aðarliðina með erlendum framleið- endum súpa þeir hveljur. Við eigum enn svolítið langt í land með að geta gert heila erlenda bíómynd á Íslandi. Landið er of dýrt fyrir stúdíóin.“ Ísland er að verða of dýrt  Stjórnarformaður kvikmyndafyrirtækisins Truenorth bendir á hættumerki  Gisting úti á landi verðlögð eins og í stórborgum  Framboðið líka of lítið Leifur B. Dagfinnsson Ljósmynd/Truenorth/Birt með leyfi Atvinnugrein Frá tökum á kvik- myndinni Oblivion með Tom Cruise. Mikil umsvif » Íslensk kvikmyndagerð velti samtals rúmum 75 milljörðum króna á verðlagi nú frá janúar 2008 og fram á mitt síðasta ár. » Veltan nær til framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. » Veltutölurnar eru frá Hag- stofu Íslands. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Helstu framkvæmdaaðilar hins opin- bera tilkynntu á útboðsþingi Sam- taka iðnaðarins (SI) í gær áformaðar framkvæmdir á þessu ári fyrir tæpa 100 milljarða króna. Þetta er veruleg aukning frá því í fyrra, þegar kynnt- ar voru framkvæmdir á útboðsþingi upp á 58,5 milljarða. Landsvirkjun áætlar að fram- kvæma fyrir um 20 milljarða króna. Þar á eftir koma Isavia, Landsnet og Framkvæmdasýsla ríkisins, sem eru með áform um framkvæmdir upp á 11-12 milljarða króna hvert. „Orkufyrirtækin eru komin aftur af stað. Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Landsnet eru öll með stór áform um framkvæmdir og í þeim liggur aukningin á milli ára,“ sagði Árni Jóhannsson, for- stöðumaður bygginga- og mann- virkjasviðs SI. Hann sagði að áform um hefðbundnar innviðafjárfesting- ar, svo sem í vegagerð og öðrum samgöngumannvirkjum ríkisins, virtust vera nálægt því óbreytt á milli ára. Fjárveitingar til Vega- gerðarinnar vegna viðhalds og þjón- ustu vega lækka um 0,8 milljarða frá því í fyrra og verða um 10,3 millj- arðar á þessu ári. Reykjavíkurborg áætlar að verja um 9,3 milljörðum til fjárfestinga á þessu ári. Veitur, sem eru dóttur- fyrirtæki OR, ætla að fjárfesta í veitukerfum fyrir rúmlega 6,6 millj- arða króna. Þar af eru nýfram- kvæmdir upp á 3,9 milljarða og endurnýjun upp á 2,7 milljarða. Orka náttúrunnar, sem er annað dóttur- fyrirtæki OR, áformar að fjárfesta samtals fyrir 3,5 milljarða 2016. Fjárfestingaáætlun Kópavogs gerir ráð fyrir heildarfjárfestingu upp á um 2,2 milljarða á þessu ári. Faxaflóahafnir áætla að verja um 2,4 milljörðum til fjárfestinga og við- halds á þessu ári, sem er um tvöfalt meira en í fyrra. Meiri orkuframkvæmdir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Búrfellsvirkjun Landsvirkjun hyggur á stækkun virkjunarinnar.  Hið opinbera ætlar að framkvæma fyrir 100 milljarða 2016 Axel Jóhannesson húsgagnasmiður á Akureyri er hundrað ára í dag og er það fyrsta aldarafmælið í ár hér á landi. Axel, sem er mjög hress, býð- ur vinum og velunnurum í kaffi á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem hann býr, í dag á milli klukkan 15 og 17. Axel er fæddur á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur Jóhannesar Halldórssonar og Elísabetar Þorleifsdóttur. Jóhannes var sagður völundur í höndum og El- ísabet sérstök ágætiskona. Hún var náskyld Jóni Leifs tónskáldi, Jóni Pálmasyni, alþingismanni og ráð- herra á Akri, og Sigurði Guðmunds- syni skólameistara. Axel var yngstur níu systkina. Þrjú þau elstu urðu 91 árs, 96 ára og 98 ára. Kona Axels var Birna Björnsdóttir. Þau höfðu verið gift í 69 ár þegar hún lést í ársbyrjun 2010, 87 ára að aldri. Börn þeirra eru fjögur. Axel og Elísabet bjuggu lengst af á Ægisgötu 15 á Akureyri. Nú eru á lífi 36 Íslendingar á aldr- inum frá 100 ára til 106 ára. Átján aðrir en Axel gætu náð þeim áfanga á árinu að verða hundrað ára, að því er fram kemur í samantekt Jónasar Ragnarssonar á fésbókarsíðunni um langlífi. skapti@mbl.is 100 ára húsgagna- smiður  Fyrstur til að ná áfanganum á árinu Opinberir aðilar brutu mögulega gegn ýmsum reglum stjórnsýslu- réttar í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka Sparisjóðs Vestmanna- eyja. Þetta er niðurstaða lögfræðilegs mats sem bæjarstjórn Vestmanna- eyja lét gera vegna „framgöngu ríkis- aðila við þvingaða sameiningu Spari- sjóðs Vestmannaeyja og Lands- bankans“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 25. febrúar síðastliðnum. Bæjarstjóra var falið að gæta áfram hagsmuna bæjarfélagsins vegna þessa ríka réttlætismáls, eins og það er orðað. Því var beint til hans að stefna Landsbankanum til að veita óháðum dómkvöddum matsmönnum aðgang að verðmatinu sem lá til grundvallar verðmæti stofnfjárhluta í SPVE. Að óska eftir áliti umboðs- manns Alþingis á framgöngu stjórn- valda í málinu og að beina kvörtun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Vilja stefna Landsbanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.