Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 17. - 22. NÓVEMBER 2016 BANDARÍKIN ORLANDO Hvernig væri að skella sér með vinkonu hópnum eða sauma- klúbbnum í einstaka kvenna ferð til Orlando þar sem hægt er að sameina, sól, skemmtun og verslun. Fararstjóri Ransý Bender NÁNAR Á UU.IS Síðustu tveir mánuðir hafa verið óvenju þungir á Landspítalanum, að því er fram kemur í vikulegum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Land- spítalans. Í pistlinum segir hann álagið á spítalanum endurspeglast í nýtingu sjúkrarúma, sem hafi verið yfir 100 prósent undanfarið, en Páll segir að til að spítalinn geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi þurfi að miða við að nýting sé undir 85 prósent. Því hafi verið lögð þung áhersla á að þeir sem ekki þurfi lengur á þjónustu spítalans að halda hafi möguleika á að komast heim eða þangað sem við- eigandi þjónusta bjóðist. Páll segir að lausn ástandsins liggi þó utan spítalans, en hann fagnar eflingu heilsugæslunnar sem heil- brigðisráðherra boðaði í vikunni, þrátt fyrir misjafnar skoðanir fólks á útfærsluatriðum. Inflúensan nær hámarki Í frétt sóttvarnalæknis á vef land- læknis segir að mun fleiri hafi greinst með inflúensu á heilsugæslu- stöðvum og bráðamóttökum; líklega sé inflúensan í hámarki um þessar mundir. Tólf sjúklingar lágu á Landspítalanum í vikunni vegna inflúensu. Á fyrstu sjö vikum ársins hafa alls 24 innliggjandi sjúklingar fengið greiningu á inflúensu, flestir með undirliggjandi áhættuþætti. jbe@mbl.is Mikið álag síðustu tvo mánuði Landspítali Mikið álag undanfarið.  Inflúensan breiðist hratt út Morgunblaðið/Ómar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Uppi eru áform um að opna veit- ingastað á Klambratúni í sumar. Staðurinn mun njóta þeirrar sér- stöðu að gestir eru dregnir upp í um 45 metra hæð með krana þar sem þeir geta notið útsýnis yfir borgina. Jóhann- es Stefánsson veitingamaður, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er einn þeirra sem standa að verk- efninu, sem hefur fengið jákvæða umsögn hjá umhverfis- og skipu- lagssviði, og var erindi hans tekið fyrir á fundi borgarráðs í fyrradag. Jón Axel Ólafsson, útgefandi hjá Eddu, er talsmaður hópsins sem stendur að verkefninu, sem hann segir að samanstandi af vinum. Hann segir að hugmyndin sé upp- runnin í Belgíu og nefnist vöru- merkið Dinner in the Sky. Staðir í 53 borgum Þegar eru sambærilegir veitinga- staðir í 53 borgum. Jón Axel segir að fjármögnun verksins sé ekki tryggð og að ekki sé búið að stofna félag utan um reksturinn en búið sé að fá leyfi til þess að nota vöru- merkið á Íslandi og í Noregi. Fyrstu skrefin séu að fá hin ýmsu leyfi hjá borginni áður en haldið sé áfram. „Við erum nokkrir vinir sem feng- um þessa hugmynd þegar við sáum þetta erlendis,“ segir Jón Axel. Hann segir að eðli málsins sam- kvæmt verði bara um sumaropnun að ræða. „Við viljum vinna þetta í samstarfi við borgina við uppbygg- ingu hjá Kjarvalsstöðum, sem við teljum að sé eitt fallegasta hús borgarinnar, á einu fallegasta svæði borgarinnar,“ segir Jón Axel. Spurður hvort menn hafi ekki áhyggjur af vindum og veðrum, seg- ir Jón Axel svo ekki vera. „Er ekki hægt að segja að veðrið á Íslandi sé yfirleitt gott á sumrin og sólsetrið í júní og júlí er með því fallegra sem gerist,“ segir Jón Axel. Gestir í beltum Að sögn hans er eldað á staðnum og verður um að ræða aðstöðu fyrir 22 gesti sem setjast á pall sem hífð- ur er upp í allt að 45 metra hæð. Skuldbindur hver gestur sig til að vera í einhvern ákveðinn tíma áður en farið er niður. Allir eru spenntir í sætin sín auk þess sem starfsfólk er fest í öryggislínu en ekkert handrið er til að halla sér upp að. Sjálfur segist Jón Axel ekki hafa prófað að borða við þessar aðstæður en stefni að því að gera það bráð- lega í Mexíkó. Gestir njóti veitinga í 45 metra hæð á Klambratúni  Krani hífir gesti upp Pláss fyrir 22 niðurfesta gesti  Belgísk fyrirmynd Morgunblaðið/Golli Brussel Háloftaveitingastaðirnir sem þekkjast undir nafninu Dinner in the Sky eru víða um heim. Hér má sjá fólk að snæðingi í Brussel, en hugmyndin á rætur sínar að rekja til Belgíu. Áform eru um að opna slíkan stað í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Útivist Klambratún er vinsæll útivistastaður á sumrin. Jón Axel Ólafasson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að þessu sinni er ég alveg tvöfaldur í roðinu á afmæl- isdeginum; verð 16 og 64 ára í senn. Sextán ára er fólk orðið þokkalega þroskað, er komið í fullorðinna manna tölu og svo verður líka alveg sérstakt tilhlökkunarefni að setja Bítlanna á fóninn og spila When I’m 64,“ segir Valtýr Pálsson, athafnamaður á Selfossi. Hann er hlaupársbarn og fæddur árið 1952, einn af 208 Íslendingum sem eiga afmæli 29. febrúar, sem er næstkomandi mánudag. Sem kunnugt er ber hlaupársdag upp á fjögurra ára fresti og er þetta í raun ákveðin leiðrétting á dagatali sólargangsins. Það er rétt – svo langt sem það nær – að í hverju ári eru 365 dagar. Það tekur jörðina hins vegar 365 daga, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 46 sekúndur að komast umhverfis sólina og því þarf að bæta einum degi við fjórða hvert ár svo þessi fínstilling tímatalsins gangi upp. Það má svo rekja alveg aftur til menningar hins forna Rómaveldis að hlaupársdagur sé í febrúar. Styttist í bílprófsaldurinn „Afmælisdagurinn er nú annars nokkuð sem maður spáir ekkert mikið í. Þegar ég var strákur var alltaf boðið heim gestum í tilefni dagsins og þá vildi ég að það væri 1. mars. Mér fannst ekki annað ganga upp, enda ekki fæddur 28. febrúar. En eðlilega var stundum haft orð á þessum afmælisdegi við mig og það bara vandist. Stundum fylgdu þessi einhver létt skot en þá var bara að svara fyrir sig. Núna segi ég til dæmis að óðum styttist í formlegan bílprófsaldur, bara fjögur ár,“ seg- ir Valtýr sem rekur gistiheimili á Selfossi. Á Íslandi er algengast að börn fæðist frá vori til hausts. Um 52% þjóðarinnar eiga afmæli á tímabilinu apríl til september. Sérstaklega hefur 27. september komið sterkur inn, en skv. nýlegum tölum Hagstof- unnar eru 992 fæddir þann dag. Í dag, 27. febrúar, eru afmælisbörnin 849. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afmælisbarn Tvöfaldur í roðinu, segir Valtýr Pálsson. Sextán ára og spilar Bítlana í tilefni dagins  208 Íslendingar eiga af- mæli á hlaupársdeginum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.