Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Eins og fram hefur komið er„bisnessmódelið“ hjá Pírötum að fá sem mest- ar tekjur frá ríkinu. Það er athyglisvert en ekki sérstak- lega virðingar- vert markmið hjá stjórnmála- flokki að vilja gera sérstaklega út á vasa almennings.    Fleira er umhugsunarvert við Pírata þegar kemur að skattfé. Nú hafa þeir til dæmis samþykkt þá ófrávíkjanlegu stefnu að taka ekki þátt í ríkisstjórn nema ráðherrar sitji ekki jafnframt sem þingmenn.    Þetta mundi hafa ýmsar afleið-ingar, til að mynda þá að launakostnaður ríkisins myndi aukast um tíu til tólf þingfararkaup, eftir því hversu fjölmenn ríkis- stjórnin yrði.    Kostnaðurinn yrði að minnstakosti eitt hundrað milljónir króna á ári.    Að vísu færi hluti þess kostnaðartil Píratanna í stjórnarmeiri- hlutanum, þannig að þetta fer að því leyti ágætlega saman við „bis- nessmódelið“, en erfitt er að sjá aðra kosti við þessa gömlu og göll- uðu hugmynd.    Það er sérkennilegt að flokkursem ekki er vitað til að hafi stefnu í nokkru máli skuli hafa sett sér stefnu um slík skilyrði fyrir því að setjast í ríkisstjórn.    Væri ekki nær að móta og jafnvelkynna málefni flokksins? Það gæti jafnvel líka orðið til þess að forystumenn flokksins fyndu sér annað að deila um en meintan róg- burð sinn og ósannindi. 100 milljóna króna ekki-stefna STAKSTEINAR Búnaðarþing verður sett við hátíð- lega athöfn í Hörpu á morgun, sunnu- daginn 28. febrúar, klukkan 12.30. Af því tilefni verður slegið upp landbún- aðar- og matarhátíð í Hörpu á milli kl. 11 og 17 þar sem allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. „Gestum gefst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyr- irtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu,“ segir í frétt frá Bændasamtökunum. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grill- vagn sauðfjárbænda, hamborg- arabíllinn Tuddinn, ásamt drátt- arvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum. Meðal fyrirtækja sem verða á svæðinu eru MS, Sláturfélag Suðurlands, Sölu- félag garðyrkjumanna, Flúðasveppir, Biobú, Kraftvélar, Vélfang, Fóð- urblandan og Landbúnaðarháskóli Íslands. Setningarathöfnin er öllum opin. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, flytur setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráð- herra, ávarpar gesti. Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni. Dömur í Graduale-kórnum syngja nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteins- son, Prins Póló, flytur nokkra af sín- um þekktustu slögurum. Landbúnaðarhátíð haldin í Hörpu  Bóndinn Prins Póló flytur þekkta slagara við setningu Búnaðarþings Hátíð Bændasamtökin búast við fjölda gesta á hátíðina í Hörpu. Veður víða um heim 26.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -6 skýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 3 skýjað Brussel 3 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 alskýjað London 6 léttskýjað París 5 alskýjað Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 3 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 5 skýjað Moskva 1 heiðskírt Algarve 12 skúrir Madríd 7 skúrir Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal -12 skýjað New York 1 léttskýjað Chicago 1 skýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:44 18:38 ÍSAFJÖRÐUR 8:55 18:37 SIGLUFJÖRÐUR 8:38 18:20 DJÚPIVOGUR 8:15 18:06 Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15 friform.is Viftur SANNKALLAÐ PÁSKAVERÐ NÚÍAÐDRAGANDAPÁSKANNAHÖFUMVIÐÁKVEÐIÐ AÐBJÓÐAOKKARALBESTAVERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁTTUR 15% AFÖLLUMINNRÉTTINGUMTILPÁSKA 20%AFSLÁTTURAF RAFTÆKJUM VÖNDUÐRAFTÆKIÁVÆGUVERÐI Veðurstofan spáði því að víða yrði léttskýjað í dag. Í kvöld á að þykkna upp suð- vestanlands með vaxandi suð- austanátt. Á morgun, sunnudag, geng- ur í suðaustan hvassviðri eða storm, fyrst suðvestantil upp úr há- deginu með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Lengst af verður hægari vindur og úrkomu- lítið norðaustantil. Annað kvöld á að lægja vestantil. Veður fer þá hlýnandi. Á mánudag er spáð stífri suðvestanátt með éljum. Það á að þykkna upp með kvöldinu Hvasst Leiðinda- veður á morgun. Allar björgunarsveitir á Norður- landi vestra voru kallaðar út um kvöldmatarleytið í gær til leitar í Vesturárdal í Miðfirði. Um bónda af svæðinu var að ræða, sem fór frá heimili sínu á vélsleða stuttu eftir hádegi. Maðurinn fannst í gærkvöldi, en bóndi sem var á ferð á traktor fann hann. Maðurinn hafði þá velt sleða sínum ofan í læk og ekki tekist að koma honum upp úr. Maðurinn var heill á húfi þegar hann fannst, þó orðinn kaldur eftir hremming- arnar. Leituðu manns í Vesturárdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.