Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er að vinna að teikn-ingum með mannslíkam-ann núna, þar sem égstyðst við lifandi fyrir-
myndir, bæði karla og konur. Fólk
er í hversdaglegum og látlausum
stellingum og líka óvenjulegum
sem er þó lýsandi fyrir það sjálft.
Þetta er heillandi viðfangsefni. Þó
ég hafi teiknað módel frá unga
aldri, reyndar með hléum, þá hef
ég alltaf skáldað eða teiknað eftir
tilfinningu í verkum mínum, frekar
en að líkja beint eftir. Núna hef ég
lifandi fyrirmyndir og nálgunin
verður annars eðlis og nær mann-
eskjunni, ekki bara hugmynd eða
tilfinning um hana.
Það þarf að myndast einhver
þráður milli þess sem kemur frá
mér í teikningunni og svo þess sem
situr fyrir. Það þarf að myndast
einhver spenna eða eitthvað sem
heillar og það getur verið óútreikn-
anlegt hvað það er, en það er eitt-
hvað sem kallar. Fólk er yfirleitt
heillandi, meira en það gerir sér
grein fyrir, ekki síst þegar það tal-
ar ekki. Það nægir bara að vera.
Svo er það línan, hún sér um sig
sjálf og myndar eigið líf, hún er
það sem allt snýst um.
Þegar best gengur hefur línan
og teikningin beinlínis áhrif bæði á
þann sem gerir verkið og þann sem
síðar horfir á það. Fátt veit ég
magnaðra en einfaldar línur af
manneskju, góð teikning segir allt.
Ég finn sjálf breytingar á hjart-
slætti bæði þegar ég teikna og sé
góða teikningu af sál-
arlífi manneskju, það
kemur sláttur inn á
allt kerfið hjá manni.
Það er merkilegt hvað
málverkið nýtur mikillar virðingar
miðað við að málverk getur aldrei
nálgast léttleika einfaldrar teikn-
ingar,“ segir Kristín Gunnlaugs-
dóttir myndlistarkona sem vinnur
nú að nýjum verkum á nýrri vinnu-
stofu sem hún lét byggja heima hjá
sér.
„Þetta er draumur sem rætt-
ist. Hér er komin hlýleg og falleg
vinnustofu þar sem allt er einfalt,
þægilegt og klæðskerasniðið að
mínum þörfum. Ég
stækkaði og bætti
gömlu vinnustofuna
sem var hér fyrir um
helming, en hún var
orðin feyskin og fúin. Einnig bætt-
ist við lofthæðina. Þetta gjörbreytir
aðstöðunni og einfaldar lífið mikið.
Gamla vinnustofan var orðin allt of
lítil, sérstaklega þegar ég var að
vinna stóru verkin mín, ég þurfti að
leigja sérstaklega vinnustofu til að
sinna þeim. En svo var ég heppin
og ákvað að ráðast í þessa stóru
framkvæmd, það var annaðhvort
núna eða fresta því enn og aftur
um óákveðinn tíma. Þetta var lang-
Vinna, heimili og lífs-
stíll flæðandi heild
„Viðhorf manns til alls sem maður horfir á skerpist og breytist þegar maður
teiknar eftir lifandi fyrirmynd, það er stanslaus áskorun en fátt kennir manni
meira,“ segir myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir sem fær til sín módel
sem koma og sitja fyrir hjá henni á nýju vinnustofunni. Mannslíkaminn er
rauði þráðurinn í þeim verkum sem hún vinnur að núna.
Kristín Finnst skipta öllu að vinna við það sem henni finnst skemmtilegast.
„Ég er ein af
þessum þar sem
vinnan er hvíld.“
Hjá mörgum er það líkt og jólin séu
komin aftur þegar bókamarkaðurinn
hefst, því þá er nú aldeilis hægt að
gera góð kaup og næla sér í
draumabækurnar, nú eða fylla á
gjafalagerinn heima, til að eiga bæk-
ur til afmælisgjafa og jafnvel jóla-
gjafa um næstu jól.
Í gær hófst bókamarkaðurinn á
Laugardalsvelli, undir nýju stúkunni
við fótboltavöllinn, þjóðarleikvang
Íslendinga. Vert er að taka fram að
hann er ekki í Laugardalshöll eins
og margir halda. Þarna eru bækur
frá hinum fjölbreyttustu forlögum
og bækur af öllum tegundum og
gerðum, bæði nýjar og gamlar.
Bókamarkaðurinn mun standa til og
með 13. mars og opið er alla daga
vikunnar frá kl. 10 og til 21 öll kvöld.
Á markaðinum þetta árið eru
hvorki meira né minna en rúmlega
7000 titlar af bókum. Hið ánægju-
lega er að barnabókadeildin hefur
stækkað um þriðjung og aldrei verið
betra úrval af lesefni fyrir börn og
ungt fólk, enda nauðsynlegt að hlúa
vel að lesendum framtíðarinnar.
Sérstök áhersla er núna á þýdd
og íslensk skáldverk í kiljuformi.
Auk þess er gríðarlegt magn af
fræðibókum, matreiðslubókum,
hannyrðabókum, garðabókum,
sjálfshjálparbókum, ævisögum,
ljóðabókum, hljóðbókum og ýmsum
handbókum.
Bókamarkaðurinn hófst í gær
Grams Ungmennabækurnar eru margar og spennandi, þar er nóg að hafa.
Yfir 7.000 titlar af bókum
Morgunblaðið/Eggert
Stór Bókaúrvalið er mikið á markaðinum og hólfað niður eftir flokkum.
„Sannkölluð spænsk veisla,“ segir Jón
Gunnar Þórðarson, leikstjóri og höf-
undur nýrrar leikgerðar Blóðbrúð-
kaups eftir Federico Garcia Lorca, sem
Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík
frumsýndi á Herranótt í gær. Leik-
verkið verður sett aftur á fjalirnar í
Gamla bíói kl. 20 mánudagskvöldið
29. febrúar og nokkrum sinnum í
mars.
„Tónlistin er eftir Leonard Choen,
sem var mikill aðdáandi Lorca og
samdi tónlist við mörg verka hans.
Hagmæltir nemendur skólans þýddu
textana á íslensku,“ segir Jón Gunnar.
Blóðbrúðkaup er klassísk saga um
ástir og ástríður, hefðir og hefnd,
mannlegt eðli og einstaklingsfrelsi.
Söguþráðurinn fylgir brúði sem flýr
með fjölskylduóvininum á brúðkaups-
deginum. Sýningin er ætluð öllum ald-
urshópum og er stútfull af hita, tónlist
og rythmískum dansi með þátttöku
hátt í eitt hundrað nemenda skólans.
Leikstjórinn, tónlistarstjórinn,
danshöfundurinn og búningahönn-
uðurinn eru engir nýgræðingar. Jón
Gunnar hefur leikstýrt tugum verka
hér heima og erlendis, t.d. setti hann
nýlega upp sýninguna Vegbúar í Borg-
arleikhúsinu. Björn Thorarensen tón-
listarstjóri sér um kór- og hljómsveit-
Blóðbrúðkaup Herranætur í Gamla bíói
Saga um ást, hefnd, mannlegt
eðli og einstaklingsfrelsi
Ljósmyndir/Emil Örn Kristjánsson
Hefð Sýningin í ár er sú 171. í sögu Leikfélags Menntaskólans í Reykjavík.
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir