Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýja vinnustofan Kristín er ánægð með nýju vinnustofuna sem hún stækkaði um helming. Þar er allt einfalt, þægi-
legt og klæðskerasniðið að hennar þörfum. Á trönunum á innsta veggnum getur hún haft mörg verk í gangi í einu.
þráður draumur sem rættist og ég
er auðvitað mjög ánægð með ár-
angurinn. Andrýmið er meira og
gefandi og hér get ég gert margt í
einu.“
Getur verið einmanalegt
Þegar Kristín er spurð að því
hvernig henni gangi að aga sig með
vinnustofu sem er á heimilinu, seg-
ir hún allan gang á því.
„Ég get verið talsvert eirðar-
laus, en vinn helst þegar börnin
eru í skólanum. Kannski er það
mitt kvenlega eðli að gera margt í
einu, vinna og sinna heimilinu og
það getur verið alveg frábært. Mér
finnst ég hafa marga í vinnu, bak-
araofninn, þvottavélina, þurrk-
arann, tölvuna. Þau standa sig
ágætlega en það þarf að standa yfir
ryksugunni, eldavélinni og laga til í
reflexinum. Að sjálfsögðu hefur það
verið mikil vinna að lifa af mynd-
listinni og koma sér upp vinnuað-
stöðu heima með tvö börn. En ég
hef verið heppin og náð að vinna
ágætlega úr tækifærum sem hafa
boðist. Óvissan um afkomu er oft
erfið í þessari vinnu en mér finnst
það skipta öllu að vinna við það
sem mér finnst skemmtilegast.
Gæti ekki hugsað mér að hafa það
öðruvísi og finnst sjálfsagt og eft-
irsóknarvert að láta vinnu, heimili
og lífsstíl vera eina flæðandi heild.
Það gefur ákveðið frelsi. Núna er
mikið af sýningum framundan og
fókusinn skerpist við það. Það er
allt undir
manni sjálfum
komið hvernig
og hvort maður
nýtir tímann en
það hentar mér
vel að vinna
heima. Ég er
ein af þessum
þar sem vinnan
er hvíld, sé
áhuginn á verk-
efninu fyrir
hendi, hvort
sem það er að
vinna á vinnu-
stofunni eða
vinna að heim-
ilinu. Kvöldin
geta reynst mér
drjúg og þá
kemur sér vel
að vinnustofan
er áföst heimilinu. Ég nýt þess að
vinna í ljósaskiptunum, líka þegar
dimmt er úti og jafnvel við litla lýs-
ingu um hánótt. Mér hefur fundist
að verktakar eins og ég, sem eru
sívinnandi, átti sig ekki alltaf best
á hvar skilin
eru milli vinnu
og ekki vinnu.
Stundum
breytist mar-
engstertan í
myndverk,“
segir Kristín og
bætir við að
starf myndlist-
armannsins geti
verið einmana-
legt og mik-
ilvægt sé að ein-
angrast ekki.
„Það er
nauðsynlegt að
vera í tengslum
við fólk sem er að vinna í greininni
og líka að gefa færi á sér og miðla.
Og hrósa hvert öðru.“
Á vinnustofunni hefur Kristín
komið sér upp afar hentugum trön-
um, en Jón Axel myndlistarmaður
á heiðurinn af þeirri hugmynd og
hún mælir með henni á vinnustof-
um listamanna þar sem unnin eru
myndverk. Ódýr og einföld lausn á
einum vegg þar sem hægt er að
hafa mörg verk í gangi í einu.
Sýning í Köben framundan
Kristín sýndi vatnslitamyndir
af mannslíkamanum þegar hún
opnaði vinnustofuna í nóvember og
hún segist verða með svipaða sýn-
ingu í litlu herbergi í Skúmaskoti í
mars.
„Í augnablik-
inu er ég að vinna
með nokkuð
margt í einu og í
ólík efni, vatnsliti,
pappír, glimmer,
olíu og kol. Mér
fellur best að
teikna og fylgja
línunni eins og
henni líður þann
daginn, því ein-
faldara því betra. Núna hef ég eig-
in módel sem koma og sitja fyrir
hjá mér, sem er magnað og ég
teikna mikið og vatnslita. En mikið
fer nú í arininn. Viðhorf manns til
alls sem maður horfir á skerpist og
breytist þegar maður teiknar eftir
lifandi fyrirmynd, það er stanslaus
áskorun en fátt kennir manni
meira. Mannslíkaminn er því rauði
þráðurinn, en best er að leyfa verk-
unum að tala í bili,“ segir hún en
verk hennar um kynvitund og tabú
hafa vakið mikla athygli.
Á næsta ári mun Kristín
ásamt Margréti Jónsdóttur leir-
listakonu sýna í Norðurbryggju og
sendiráði Íslands í Kaupmanna-
höfn.
Bjart Kristín vildi hafa stóra glugga og dyr beint út á pall.
Þrjú nýleg verk
Kristínar Tvær
módelmyndir sem
eru vatnslitastúdíur
og einnig gyllt
pappírsskor.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Söngskólinn íReykjavík
Síðasta 7 vikna námskeið vetrarins
hefst 29. febrúar 2016 og lýkur 26. apríl
Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag
SÖNGNÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar
www.songskolinn.is / 552-7366
Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi!
• Fyrir fólk á öllum aldri:
Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám
eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk
• Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar
• Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur
• Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur
arútsetningar og stýrir efnilegri tólf
manna hljómsveit sem eingöngu er
skipuð MR-ingum. Danshöfundurinn
Guðmundur Elías Knudsen, hefur unn-
ið með Íslenska dansflokknum og í
Borgarleikhúsinu, og búningahönn-
uðurinn Agnieszka Baranowska við út-
litshönnun í leikhúsi og kvikmyndum
víða um heim.
Lorca var ljóðskáld, leikritahöf-
undur og leikhússtjórnandi og eitt
dáðasta skáld Spánverja. Hann barðist
fyrir félagslegum jöfnuði og réttindum
samkynhneigðra. Mörg verka hans
spegla þessar skoðanir. Lorca var
skotinn til bana í byrjun spænsku
borgarstyrjaldarinnar 1936.
Herranótt Hátt í eitt hundrað nemendur koma að uppfærslu Blóðbrúðkaups.
Ást og ástríður Klassísk saga um ungar ástir.Átök Sumum verður heitt í hamski og dauðinn virðist óumflýjanlegur.
Miðasala er á midi.is og í MR.