Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 12

Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 aðalfundur eimskipafélags íslands hf. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 7. mars 2016. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthöfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm aðrar upplýsingar Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 25. febrúar 2016 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. drög að dagskrá 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2015 4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 5. Kosning stjórnar félagsins 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 7. Kosning endurskoðenda 8. Önnur mál, löglega upp borin Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Alþýðusamband Íslands (ASÍ) fagnar eitt hundrað ára tilvist sinni hinn 12. mars næst- komandi og í tilefni þess verður efnt til veg- legra hátíðarhalda víðsvegar um land. „Við ákváðum að fagna þessum tímamótum með tónleikaveislu enda hefur tónlist leikið stórt hlutverk í verkalýðshreyfingunni alla tíð og um leið verið einkennandi í afmælisfagnaði ASÍ,“ segir Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá ASÍ, í sam- tali við Morgunblaðið. Meðal annars verður boðið til tónleika á fjórum stöðum á landinu þar sem fjölmargir listamenn, ungir jafnt sem eldri, stíga á svið og skemmta viðstöddum. „Með þessu viljum við meðal annars ná til yngri hluta þjóðarinnar því verkalýðshreyfing- unni hefur oft verið legið á hálsi fyrir það að vera gamaldags og þunglamaleg, en við viljum sýna að afmælisbarnið er kvikt og í fullu fjöri.“ Baráttusagan túlkuð með list Afmælishátíðin hefst með fjölskyldu- skemmtun í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík klukkan 14 á afmælisdag- inn. Verður þar boðið upp á tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasal. Þá mun tvíeykið Hundur í óskilum setja upp stutta leiksýningu í Kaldalóni klukkan 15 og 16 þar sem farið verður yfir nokkra merkisatburði úr aldagamalli sögu verkalýðshreyfingarinnar. „Við fengum þá til þess að setja upp leiksýn- ingu og er ég viss um að hún eigi eftir að slá í gegn, en þeir vinna nú hörðum höndum að því, undir leiðsögn Kjartans Ragnarssonar [leik- stjóra], að fínstilla sýninguna áður en að sjálf- um afmælisdeginum kemur,“ segir Snorri Már og bendir á að sögu Alþýðusambandsins verða einnig gerð viðeigandi skil á ljósmyndasýn- ingu, sem nefnist Vinnandi fólk, í Þjóðminja- safninu. „Við höfum í samvinnu við safnið unn- ið að undirbúningi sýningarinnar í hálft ár og hún verður gríðarlega flott,“ segir hann, en sýningin verður opnuð 5. mars næstkomandi. Þennan sama dag verður sýningin Gersem- ar opnuð í Listasafni ASÍ og gefst almenningi þar færi á að kynna sér mörg af þekktustu myndverkum tuttugustu aldar eftir nokkra fremstu listamenn þjóðarinnar, s.s. Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur og Jóhannes Sveinsson Kjarval. Lúðrasveit verkalýðsins verður að sjálf- sögðu á sínum stað og standa meðlimir hennar fyrir fjörugum tónleikum í salnum Kaldalóni í Hörpu klukkan hálfsex á afmælisdaginn, en áðurnefnda viðburði í tónleikahúsinu geta landsmenn sótt án endurgjalds. Þegar kvölda tekur hefjast svo fernir tón- leikar samtímis klukkan 20 og verða þeir haldnir í Eldborgarsal Hörpu, Hofi á Akur- eyri, Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Egilsbúð í Neskaupstað. Aðgangur á tónleikana er án endurgjalds en Snorri Már segir fólk hins veg- ar þurfa að verða sér úti um miða og eru þeir afhentir á vefsíðunum trix.is og harpa.is og hefst afhending þeirra á hádegi 4. mars næst- komandi. Meðal þeirra sem fram koma á þessum tón- leikum má nefna Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Agent Fresco, Hvanndalsbræður, Emmsje Gauta, Mugison og Lay Low. Nánari upplýsingar um tónleikana og þá listamenn sem þar koma fram má finna á heimsíðu ASÍ. Grímur Atlason heldur utan um afmælistón- leikana. „Markmiðið er að halda góða hátíð sem getur glatt og skemmt fólki,“ segir hann og heldur áfram: „Ég held að flestir ættu að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar á þessum degi enda taka flottir listamenn þátt í þessari hátíð víðsvegar um land.“ Spurður hvort ekki sé strembið að skipu- leggja svo marga viðburði sem að auki eiga all- ir að hefjast á sama tíma kveður Grímur já við. „Þetta er vissulega mikil vinna en ég tók þetta að mér því mig langaði mjög að koma að þessu verkefni,“ segir hann. Sagan hófst í Báruhúsinu í Reykjavík Það var 12. mars árið 1916 sem fulltrúar sjö stofnfélaga söfnuðust saman í Báruhúsinu í Reykjavík og samþykktu stefnuskrá Alþýðu- sambandsins. Er talið að stofnfélagar hafi ver- ið á bilinu 1.500 til 1.900 talsins, en í dag eru fé- lagsmenn Alþýðusambands Íslands yfir 75 þúsund í tæplega 100 félögum og deildum. Hátt í helmingur þeirra er konur en kynja- skipt félög eru á hröðu undanhaldi. Aðild- arfélögin raða sér svo í sex landssambönd. Alþýðusamband Íslands senn 100 ára  Saga verkalýðshreyfingarinnar rifjuð upp í máli og myndum  Haldnir verða fernir tónleikar á jafn mörgum stöðum víðsvegar um land  Ljósmyndasýningar og leikur fara yfir aldagamla baráttu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Réttindi Í fyrstu snérust baráttumálin einkum um að verkafólk fengi greitt fyrir vinnu í pen- ingum og um hvíldartíma. Myndin sýnir kröfugöngu sem farin var 1. maí í Reykjavík. Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Málflutningur í kaupréttarmáli Landsbankans hófst í Hæstarétti í gær. Í því eru Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs bankans, ákærð fyrir umboðssvik við veitingu sjálfskuld- arábyrgðar á lánasamningum tveggja aflandsfélaga við Kaupþing. Héldu félögin utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og voru þau skráð á Panama. Heildarábyrgð- in hljóðaði upp á 6,8 milljarða. Sigríður Elín og Sigurjón voru bæði sýknuð í héraðsdómi og ríkið dæmt til að greiða málsvarnarlaun verjenda upp á 23 milljónir. Helgi Magnús Gunnarsson, vara- ríkissaksóknari, fór fram á það við upphaf málflutnings síns að ákærðu yrðu sakfelld í Hæstarétti. Hann fór yfir málsatvik í stuttu máli, en þau eru óumdeild hjá bæði sækjanda og verjendum. Þar lýsti hann því að aflandsfélögin Empennage Inc. og ZimhamCorp hefðu fengið ábyrgðir frá Landsbankanum þegar félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum fyrir 2,5 milljarða og 4,3 milljarða. Voru kaupin fjármögnuð með lán- veitingu frá Kaupþingi og voru vist- uð á vörslureikningi í þeim banka. Átti þetta sér stað í júlí 2006, en í júní ári seinna voru bréfin og ábyrgðin flutt að fullu yfir í félagið Empennage og skilmálum lána- samningsins breytt, m.a. með leng- ingu samningsins um 2 ár. Sigurjón og Sigríður Elín sam- þykktu þessi viðskipti og í seinna málinu hefur ekki fundist neitt stað- fest ákvörðunarblað í málinu. Líkti málinu við Ímon-málið Líkti Helgi málinu við Ímon-mál- ið, þar sem Sigurjón og Sigríður Elín voru dæmd í fangelsi fyrir umboðs- svik og markaðsmisnotkun fyrir sölu á eigin bréfum til tveggja aflandsfé- laga og lán til viðskiptanna. Hann sagði að við ákvörðun refsingar í þessu máli ætti að horfa til niður- stöðunnar í Ímon-málinu, þar sem um sambærileg brot væri að ræða. Í því máli fékk Sigurjón 3,5 ára fang- elsi og Sigríður Elín 1,5 ára fangelsi. Helgi lagði það jafnframt fyrir dóminn að skoða mögulegt refsi- þyngingarákvæði samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga í brotum sem þessum. Hann sagði að væntanlega væri ekki hægt að flokka málið sem vanabrot þar sem fyrri mál sem Sigurjón og Sigríður Elín hafa verið dæmd fyrir gerðust eftir málsatvik þessa máls. Saksóknari vill þyngri refsingu  Kaupréttarmál Landsbankans Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Málflutningur er haf- inn í kaupréttarmáli Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.