Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Jón Sigurðsson
Blönduósi
Snjó- og auðnutittlingar hafa
nánast ekkert sést á Blönduósi í vet-
ur. Það er mat manna að fjarvera
snjótittlinganna stafi fyrst og fremst
af breyttum búskaparháttum og er
þá átt við kornræktina. Hvað auðnu-
tittlingana varðar þá virðist sem
hrun hafi orðið í stofninum sem eng-
ar skýringar eru á. Ólíklegt er að
þeir 19 kettir sem skráðir eru á
Blönduósi afreki það að halda stofn-
inum niðri og því síður 51 hundur
sem skráður er. En það er ekki bara
auðnutittlingunum sem fækkar því
íbúum hefur fækkað um 46 á 10 ár-
um og er fækkunin einna mest á síð-
asta ári en þá fækkar íbúum um 20
frá árinu á undan.
Oft hefur verið rætt um að þjóð-
vegurinn í gegn um Blönduós þarfn-
ist lagfæringar. Fram hefur komið
að undirbúningur Vegagerðarinnar
að lagfæringum á Blöndubrú er
langt kominn en í þeim áfanga verð-
ur bríkin að sunnanverðu fjarlægð
og sett nýtt handrið á brúna. Þá
verður gólf brúarinnar endurnýjað.
Áætlaður kostnaður við þessa fram-
kvæmd er um 30 milljónir. Samhliða
þessu þarf að breikka veginn báðum
megin við brúna og er kostnaður
áætlaður 10-15 milljónir.
En fleira af vettvangi sveit-
arstjórnarmála. Geta má þess að
sveitarstjórn hefur ákveðið að sækja
um styrk úr húsfriðunarsjóði til að
undirbúa umsókn um að „Gamli
bærinn á Blönduósi“ verði vernd-
arsvæði í byggð. Og ekki nóg með
það. Byggðaráð Blönduóss ætlar að
styrkja Félag íslenskra krafta-
manna um 140.000 kr til að keppa í 1
– 2 keppnisgreinum í ágúst í sumar
og koma bænum á sjónvarpskortið.
Það eru ekki allir sem vita það
að Blönduós er gæsabær. Arnór Þ
Sigfússon fuglafræðingur er að fjár-
magna um þessar mundir merkingar
á grá- og heiðargæsum. Um er að
ræða m.a. merkingar með gsm-sendi
sem sendir daglega upplýsingar um
staðsetningu gæsanna með gps-
merki. Arnór hefur reifað að hann sé
tilbúinn að merkja hér gæs nái hann
að safna sem nemur 1.700 evrum en
það er kostnaðurinn við tækið. Arn-
ór hefur mikinn áhuga á að merkja
gæsir á Blönduósi því hér voru
merktar gæsir árið 2000 sem skiluðu
sem sér ótrúlega lengi aftur í heima-
hagana eftir merkingu. Til gamans
má geta þess að síðastliðið ár var
enn að skila sér gæs sem var merkt
sem ungi árið 2000 og ber einkenn-
isstafina AVP. Nú er bara að spýta í
lófana og safna saman 1.700 evrum
svo við eignumst á ný merkta gæs
sem hægt er að fylgjast með daglega
og fara þess á leit við skyttur hér-
aðsins að skjóta ekki vel merkta
fugla.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Í vetrarblíðu Heilbrigðisstofnunin á
Blönduósi í góublíðunni með með
Strandafjöllin í bakgrunni.
Fjármagna gæsamerkingar
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Einstök náttúrufegurð
og forn menning.
Serbía, Svartfjallaland
og Króatía.
Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu,
Svartfjallaland og Króatíu. Þar er æfa gömul menning,
sagan mikil og náttúrufegurð einstök.
Við förum aftur í tíma og rúmi, sjáum gömul þorp þar sem
tíminn hefur staðið í stað. Keyrum um falleg sveitahéruð,
skoðum kirkjur, klaustur, söfn og glæsilegar borgir svo
eitthvað sé nefnt.
Við kynnumst brosandi heimamönnum
og því spennandi umhverfi sem þeir lifa í.
13.-25. júní 2016
Verð 337.900 kr.
á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgun-
mat, allar ferðir, öll keyrsla, hálft fæði megin-
part ferðar og íslenskur fararstjóri
Sími 588 8900
transatlantic.is
Balkan-
skaginn
Leyst úr Læðingi
Áhrif erfiðra uppeldisaðstæðna og áfalla á andlega heilsu
Gullteigur, Grand Hótel 1. mars 2016.
Fundarstjóri Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður.
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með
því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu
greiðanda verkefnisstjori@gedhjalp.is.
Aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir félaga í Geðhjálp
13.00 - 13.10
13.10 - 13.25
13.25 - 14.05
14.05 - 14.45
14.45 - 15.00
15.00 - 15.20
15.20 - 15.40
15.40 - 16.00
16.00 - 16.30
Hvernig er hægt að draga úr ofbeldi í samfélaginu?
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hvers vegna?
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar
Áhrif kynferðisofbeldis á andlega heilsu karla og
kvenna, Gæfusporin, heildræn meðferðarúrræði
Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri,
doktorsnemi í hjúkrunarfræði við HÍ.
Mín saga – mín leið
Jokka G. Birnudóttir.
Gunnar Hansson.
Jenný Henriksen.
Sunna Rós Baxter.
Kaffi
SUSS!!!
Leikhópurinn RaTaTam kynnir vinnu sína við leikverkið
SUSSS!!! Verkið byggir á reynslusögum þolenda, gerenda
og aðstandenda í heimilisofbeldi.
Þegar áföll leiða til geðröskunar og fíknar.
Þorgeir Ólason, forstöðumaður meðferðarheimilisins
Krísuvíkur.
Áhrif erfiðra upplifana í æsku: Hvernig er hægt að vinna
með afleiðingarnar?
Dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur.
Pallborðsumræður
Sigmar Guðmundsson stýrir pallborðsumræðum.
Eftirtaldir verða í pallborði: Hrannar Jónsson, Thelma
Ásdísardóttir frá Drekaslóð, Sigrún Sigurðardóttir, Þorgeir
Ólason og Gyða Eyjólfsdóttir.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ákvæði íslenskra laga um heimildir
endurupptökunefndar til að fella nið-
ur réttaráhrif dóma Hæstaréttar
eiga sér ekki fyrirmynd í norrænum
rétti nema að mjög litlu leyti.
Þetta kemur fram í grein Krist-
ínar Benediktsdóttur, dósents við
lagadeild Háskóla Íslands, og Stef-
áns Más Stefánssonar, prófessors
við lagadeild Háskóla Íslands, sem
birtist á síðasta ári í öðru tölublaði
Úlfljóts, tímarits laganema.
Í greininni gagnrýndu höfundar
lagasetningu um endurupptöku
dómsmála, en þar segir að verulegur
vafi leiki á stjórnskipulegu gildi laga-
heimilda sem liggi að baki.
Hæstiréttur sló því föstu með
dómi sínum í fyrradag að tiltekin
lagaákvæði um nefndina færu í bága
við 2. gr. stjórnarskráarinnar um
greinar ríkisvaldsins. Endurupp-
tökunefnd væri því óheimilt að
ógilda dóma réttarins enda væri það
dómsvaldsins að leysa endanlega úr
réttarágreiningi milli manna.
Einsdæmi á Norðurlöndum
Höfundar greinarinnar telja að
með stofnun nefndarinnar hafi verið
gerð grundvallarbreyting á verkefn-
um dómsvaldsins í þeim skilningi að
ákvörðun um endurskoðun á niður-
stöðu dóma Hæstaréttar og óáfrýj-
aðra héraðsdóma, sem áður féll
undir dómsvaldið, hafi verið verið
fengin framkvæmdarvaldinu. Í
greininni er fjallað um lagaumhverfi
nágrannaþjóða okkar í endurupp-
tökumálum. Telja höfundar að regl-
ur í nágrannaríkjunum séu ekki
sambærilegar við þær sem í gildi eru
hér á landi.
Norðmenn eru fyrst teknir fyrir,
en þar starfar sambærileg nefnd,
sem vísar beiðnum um endurupp-
töku á dómum Hæstaréttar aftur til
hans.
Í Danmörku fjallar sér dómstóll
um endurupptöku undirréttar, milli-
dómstigs og Hæstaréttar í sakamál-
um. Hæstiréttur fjalli um endurupp-
töku á einkamálum.
Í Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi
er endurupptaka dæmdra mála ein-
göngu málefni dómstólanna.
Höfundar telja það ástæðu til
endurskoðunar laganna að íslensku
lögin séu í jafn miklu ósamræmi við
þau norrænu og raun ber vitni.
Endurskoðun Hæstaréttar
Þriðja atriðið sem þau Kristín og
Stefán Már benda sérstaklega á í
grein sinni er vald Hæstaréttar til að
endurskoða ákvarðanir endurupp-
tökunefndar.
Taka þau fram að nefndin sé skil-
greind í lögum sem stjórnvald og
niðurstöður hennar skoðist því sem
stjórnvaldsákvarðanir og þær sæti
almennt endurskoðun dómstóla,
bæði um form og efni.
Færa höfundarnir rök fyrir því að
það sé þannig á valdi dómstóla að
endurskoða hvort skilyrði endurupp-
töku séu fyrir hendi, þeir hafi jafnvel
sjálfstæðar skyldur til að kanna
ávallt hvort skilyrði endurupptöku
mála séu fyrir hendi.
Lög um endurupptöku
ólík norrænum lögum
Fræðimenn við HÍ gagnrýndu lög um endurupptökunefnd
Stefán Már
Stefánsson
Kristín
Benediktsdóttir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is
Endurupp-
tökunefnd mun
skoða dóm
Hæstaréttar þar
sem fram kom að
lög um nefndina
standist ekki
stjórnarskrá og
laga vinnulag sitt
að honum, að
sögn Björns L.
Bergssonar, formanns nefndarinnar.
Hún hafi verið skipuð til starfa af Al-
þingi og muni halda áfram að sinna
þeim.
Í dómi sínum í máli manns sem
hafði fengið endurupptöku máls síns
komst Hæstiréttur að þeirri nið-
urstöðu að endurupptökunefnd gæti
ekki fellt fyrri dóma úr gildi þrátt fyr-
ir ákvæði í lögum um nefndina þess
efnis. Ákvæðið ætti sér ekki stoð í
stjórnarskrá.
„Alþingi setur þessi lög um endur-
upptökunefnd. Við erum skipuð til
starfa og þá sinnum við þeim að sjálf-
sögðu. Því hefur ekki verið breytt.
Við munum horfa á dóm Hæstaréttar
og taka mið af því í okkar störfum
hver niðurstaða hans var,“ segir
Björn.
Hæstiréttur sé búinn að segja að
það sé ekki hlutverk stjórnsýslu-
nefndar að fella úr gildi dóma. Að
öðru leyti vill Björn ekki tjá sig um
hvernig nefndin muni mögulega
bregðast við dómnum enda hafi hún
ekki komið saman síðan dómur
Hæstaréttar féll á fimmtudag.
Skúli Magnússon, formaður Dóm-
arafélags Íslands, sagði við mbl.is í
gær að niðurstaða Hæstaréttar kæmi
ekki á óvart og að ekki hefði verið
vandað nægilega til lagasetning-
arinnar um endurupptökunefnd.
Sagðist hann telja störf nefndarinnar
í uppnámi eftir niðurstöðuna í gær.
Björn segist ekki vilja taka afstöðu
til mats Skúla né annarra sem hafa
tjáð sig um áhrif dóms Hæstaréttar.
kjartan@mbl.is
Laga sig að dómi Hæstaréttar
Björn L. Bergsson