Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 CATAN DAGAR Afsláttur í verslunum okkar af öllum viðbótum og stækkunum við Catan grunnspilið til páska! LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- Vel gengur að selja laxinn frá Bíldudal á erlendum mörkuðum. „Það er stemning fyrir íslenskum laxi. Það hjálpar okkur að íslensk- ar sjávarafurðir hafa gott orð á sér og íslenskur lax þykir spennandi,“ segir Víkingur Gunnarsson. Hærra verð fæst fyrir íslenskan lax en norskan á mörkuðunum en Kristi- an Matthíasson bendir á að verð- munurinn hverfi fljótt í meiri flutn- ingskostnaði. Ýmis ljón eru á þeim vegi og oft flókið að koma fiskinum út á mark- aðina. Allt þarf að smella saman, bæði flutningur frá Bíldudal og til útlanda. Dýrt er að flytja laxinn beint út með flugi og því er reynt að koma honum með flutningaskipum. Allt- af þarf þó að byrja á því að flytja hann með flutningabíl frá Bíldudal um heiðar og fjallvegi og ef til vill með ferju yfir Breiðafjörð til Reykjavíkur. Þaðan fara flutn- ingaskip Eimskips og Samskipa. Einu sinni í viku stendur þannig á að best er að flytja fiskinn alla leið til Vestmannaeyja. Hann nær ekki í skip Samskipa sem fer frá Reykja- vík að kvöldi en kemst um borð í skipið þegar það kemur við í Vest- mannaeyjum á leið til Evrópu. Kristian segir að stjórnvöld þurfi að gæta þess að Íslendingar hafi alltaf besta mögulega aðgang að öllum mörkuðum. Bendir hann á að íslenskur lax sé útilokaður frá Kína þrátt fyrir fríverslunarsamn- ing landanna og einnig Rússlandi vegna innflutningsbanns. Þá sé tollur lagður á lax sem seldur er til Evrópusambandslanda. „Sýnt hefur verið fram á það að hægt er að framleiða góðan lax hér á landi á réttan hátt og með viðráðanlegum kostnaði. Það sem gerist þegar hann kemur í land er útfærsluatriði. Hár flutningskostn- aður í lofti og á sjó og fákeppni á þeim markaði hefur komið á óvart og við munum þurfa að setja mikla vinnu í þann hluta. Þá verður Ís- land laxaframleiðsluland sem hægt er að reikna með í framtíð- inni,“ segir Kristian. Stemning fyrir íslenskum laxi VEL GENGUR AÐ SELJA Lax Beðið pökkunar og flutnings á erlendan markað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.