Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 20

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðberarnir okkar eru einvala sveit sem sinnir sinni vinnu svo til fyrirmyndar er. Við viljum gera vel við þetta starfsfólk og að það fái lofið sem því ber,“ segir Örn Þórisson, dreifingarstjóri Árvakurs. Nýlega var blaðberum fyrirtækisins, sem sjá um dreifingu Morgunblaðsins og fleiri blaða, boðið í heimsókn í prent- smiðju Landsprents. Þar var frá- bærum árangri hinna ötulustu í hópnum fagnað, en á síðasta ári voru það 76 blaðberar sem unnu meira en 250 daga af 306 dreifingardögum og náðu að vera með kvartanafjölda innan gæðamarka. Sjö blaðberar unnu alla 306 út- gáfudaga Morgunblaðsins í fyrra, á síðasta ári og fjórir blaðberar af áð- urnefndum 76, báru út kvart- analaust á síðasta ári. Það er með öðrum orðum sagt fullkominn ár- angur í starfi. Fengu þeir sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Með sjö hverfi Blaðberar Árvakurs bera, sem fyrr segir, út Morgunblaðið, en einn- ig koma þeir að dreifingu Fréttatím- ans, DV, Stundarinnar, tímarita Birtíngs, og bóka og blaða Eddu – útgáfu, hvar blöðin um Andrés Önd ber sennilega hæst. Auk viðurkenninga fyrir vel unnin störf var dregið í ferðahappadrætti þar sem allir blaðberarnir 76 voru í pottinum. Aðalvinningurinn, ferð til Flórens á Ítalíu með ferðaskrifstof- unni VITA, féll í skaut hins serb- neska Nenad Bogdanovic sem ann- ast blaðburð í Smáranum í Kópavogi og Bökkum í Breiðholti Reykjavík- ur. „Ég er með alls sjö hverfi og blaðafjöldinn getur rokkað frá 150 alveg upp í 1.200. Þetta er ágæt vinna sem ég hef stundað í alls sjö ár og sá tími segir sitt,“ segir Nenad sem er fjölskyldumaður. Bæði hann og kona hans vinna hjá Íslandspósti og eiga þrjú börn, 19, 8 og 3 ára. „Ég hlakka til Flórensferðar. Raunar verð ég mikið á faraldsfæti á næstunni, því einnig stendur Frakk- landsferð fyrir dyrum þar sem ég ætla að fylgjast með Íslendingum á EM,“ segir Nenad. Fríðindi og tilboð Gjarnan vantar blaðbera til starfa hjá Árvakri, en þeir sem í hópinn ganga verða sjálfkrafa félagar í Blaðberaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Nú veita veit- ingastaðirnir Lemon og Subway af- slátt, Laugarásbíó býður bíómiðann á 1000 kr. og Smáratívolí veitir 20% afslátt af tímakortum. Þá njóta allir blaðberar 25% afsláttar af bókum Eddu útgáfu. Fleiri tilboð eru vænt- anleg, að sögn Írisar Óskar Frið- riksdóttur fulltrúa í blaðberaþjón- ustu Árvakurs. Fullkominn árangur  Blaðberar Árvakurs fá viðurkenningu  Njóta ýmissa fríðinda  76 eru sérlega ötulir  Nenad á leið til Flórens Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heppinn Örn Þórisson, dreifingarstjóri Árvakurs, afhendir Nenad Bogd- anovic, duglegum og traustum blaðbera, happdrættisvinninginn góða. Morgunblaðið/Eggert Gleði Blaðberasveitin sem dreifir Morgunblaðinu og fleiri blöðum er stór hópur og mikilvægur hlekkur í starfseminni. Kátt var í hófi þeim til heiðurs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að svara neyðarbeiðni Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna, Act Alliance, vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu. Tíu milljónir manns, þar af nær sex milljónir barna, þurfa á aðstoð að halda. Þurrkarnir byrjuðu í mars á síð- asta ári þegar ekki rigndi á venju- bundnum vorregntíma. Ekki rigndi heldur í júlí og ágúst þannig að haustuppskera brást, dýr drápust úr þorsta og milljónir íbúa urðu þá þegar háðar matar- og drykkjar- aðstoð. Stjórnvöld í Eþíópíu hafa brugðist við en útilokað er að þau ráði hjálparlaust við það neyðar- ástand sem nú blasir við, segir í frétt frá Hjálparstarfinu. Söfnunarsími 907 2003 (2500 krónur). Söfnunarreikningur 0334- 26-886, kt. 450670-0499 Eþíópía Miklir þurrkar hafa valdið mikilli neyð í landinu og aðstoðar er þörf. Fjársöfnun vegna þurrka í Eþíópíu Rótarýfélagar um land allt standa að Rótarýdeginum í dag, laugardaginn 27. febrúar. Mark- mið dagsins er vekja athygli á fjölmenningu og þeim fjölmörgu verkefnum sem Rótarýhreyf- ingin stendur fyrir hér á landi og á alþjóðavettvangi og að kalla til liðs fleiri áhugasama ein- staklinga sem vilja leggja hönd á plóg. Rótarýhreyfingin er meðal fremstu mannúðar- og frið- arsamtaka í heimi. Á Rótarýdag- inn leggja íslenskir Rót- arýklúbbar áherslu á fjölmenningu í víðu samhengi og hafa þeir undirbúið dagskrá hver á sínum stað. Dagskrána má sjá á www.rotary.is. Fjölbreytt dagskrá á Rótarýdeginum Stjórnmálasamtökin Dögun hafa flutt í nýjar höfuðstöðvar að Borgartúni 3 í Reykjavík, 2. hæð. Í tilefni þess verður opið hús þar milli kl 14 og 16 í dag, laug- ardaginn 27. febrúar. Þar gefst fólki kostur á því að ræða við fé- laga í Dögun og kynna sér helstu stefnumál samtakanna. Opið hús í höfuð- stöðvum Dögunar STUTT Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Sænska fyrirtækið IVF Sverige opnaði nýja tæknifrjóvgunardeild í gær, föstudag, í Glæsibæ. Fyr- irtækið tilkynnti um kaup sín á Art Medica í desember í fyrra og hefur lagt niður starfsemina þar. Í staðinn hefur ný deild verið opnuð sem ber heitið IVF-klíníkin Reykjavík. IVF Sverige er stærsti aðilinn í þjónustu og meðferð ófrjósemi á Norðurlöndunum og rekur 8 deildir í Svíþjóð, Noregi og nú einnig á Ís- landi. „Undirbúningsferlið hefur staðið yfir í marga mánuði og hefur gengið afar vel,“ segir Snorri Ein- arsson, yfirlæknir á IVF-klíníkinni. Ásamt honum verður deildin rekin af Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni og Steinunni Þorsteinsdóttur, líffræðingi. Deildin verður búin nýjum full- komnum tækjum og búnaði. „Glasa- og tæknifrjóvgunarstarfsemi er gríðarlega tæknileg og sömuleiðis eru gerðar miklar kröfur til hennar frá sjúklingum, en ekki síður frá yf- irvöldum,“ segir Snorri. IVF- klíníkin þarf að lúta ýmsum reglu- gerðum, svo sem þegar kemur að gæðakerfum, tölvukerfum og rekj- anleika gagna. „Þó að það séu kannski ekki sérstök tæki eru það mikilvæg verkfæri sem við fáum hjálp með frá móðurfyrirtækinu,“ segir Snorri. Meðal nýrra tækja á rannsókn- arstofunni eru hita- og rækt- unarskápar fyrir fósturvísa sem eru með innbyggðum smásjám og myndavélum fyrir hvern fósturvísi. „Þannig getum við fylgst náið með þeim og tekið af þeim svokallaðar hikmyndir. Ein mynd er tekin með ákveðnu millibili sem sýnir okkur hvað gerist yfir tíma sem gerir okk- ur kleift að velja betur hvaða fóst- urvísar eiga góða möguleika,“ segir Snorri. Hvað varðar kostnað segir Snorri að notast verði við sömu verðskrá og áður, líkt og búið var að lofa. „Fyrir sömu aðferðir og áður voru fram- kvæmdar munum við ekki taka meira fyrir, þó að við séum að nota fullkomnari tækjabúnað nú. Við tök- um upp nýjar aðferðir, eins og til dæmis að rækta fósturvísana lengur og aðra tegund af frystiaðferð og þar kemur inn nýr liður í verðskrána.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæknifrjóvgun Þórir Harðarson, forstöðumaður rannsóknarstofa hjá IVF, Sverige og Snorri Einarsson, yfirlæknir á IVF Klíníkinni Reykjavík. Ný tæknifrjóvgun- ardeild í Glæsibæ  IVF Sverige kaupir Art Medica

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.