Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
SKIPTABÚVÖRU-
SAMNINGAR
NEYTENDURMÁLI?
DAGSKRÁ
ERHAGSMUNANEYTENDAGÆTT ÍNÝJUM
BÚVÖRUSAMNINGUM?
DaðiMár Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti
félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
UMRÆÐUROG FYRIRSPURNIR
VIÐPALLBORÐSITJA:
• Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
• Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda
• Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna
• Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Fundarstjóri: Margét Sanders, formaður SVÞ
Fundurinn verður haldinn á GrandHótel. Morgunmatur
frá kl. 8.00. Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur yfir til 10.
Enginn aðgangseyrir.
Opinnmorgunverðarfundur um nýgerða búvörusamninga
verður haldinn þriðjudaginn 1. mars nk. Á fundinum verður
sjónumbeint að því hvernig samningarnir falla
að hagmunum íslenskra neytenda.
SAMTÖK
SKATTGREIÐENDA
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS
ICELAND CHAMBER
OF COMMERCE
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í samningi milli Nýja Kaupþings
(síðar Arion banka) og slitabús
Kaupþings er varðaði yfirfærslu
krafna á hendur 40 félögum og
dótturfélögum þeirra frá slitabúinu
til bankans er kveðið á um að slita-
búið hafi heimild til að tilnefna sér-
stakan eftirlitsmann með kröfun-
um. Listinn kom fyrst fyrir sjónir
almennings í frétt í Viðskipta-
Mogganum á fimmtudaginn, en
hann hefur gengið undir nafninu
„dauðalistinn“. Er þessi eftirlits-
maður nefndur „Kaupthing Obser-
ver“ í samningnum.
Helgi Sigurðsson hæstaréttar-
lögmaður telur mikinn vafa leika á
því hvort lagaheimild hafi verið
fyrir því að skipa eftirlitsmann af
þessu tagi. Segir hann að þagn-
arskylduákvæði sem hvíla á fjár-
málafyrirtækjum, og tilgreind eru í
58. grein laga um fjármálafyrir-
tæki, setji mjög strangar kröfur
um hverjir megi hafa aðgang að
upplýsingum um viðskiptamenn
fjármálafyrirtækja.
„Fyrir fram er erfitt að sjá að
veita megi slíka heimild án þess að
fyrir því sé skýr heimild í lögum.
Þrátt fyrir að slitastjórnin hafi
vitneskju um kröfur á hendur þeim
fyrirtækjum sem eru á umræddum
lista getur hún ekki haft aðkomu
að innheimtu þeirra og áframhald-
andi viðskiptasambandi þeirra við
nýja bankann með þeim hætti sem
lýst er í frétt Morgunblaðsins frá
því á fimmtudaginn. Umfjöllun um
meðferð krafna á hendur viðskipta-
mönnum krefst yfirleitt afhending-
ar á ýmsum trúnaðargögnum sem
falla undir þagnarskylduákvæði
laga um fjármálafyrirtæki og verð-
ur ekki séð á hvaða grunni eigi að
veita slíkum eftirlitsmanni aðgang
að þeim.“
Strangar kröfur um aðkomu
Helgi segir að lög um fjármála-
fyrirtæki geri mjög skýrar kröfur
til þeirra sem aðgang að upplýsing-
unum megi hafa. Þá sé auk þess
ekki ljóst með hvaða hætti hafi
mátt fella fulltrúa Kaupþings undir
þann hóp sem í lögunum er til-
greindur og má í raun hafa aðgang
að upplýsingum um viðskiptamenn
fjármálafyrirtækis.
Hann bendir á að allt bendi til að
eftirlitsmaður Kaupþings hafi haft
aðkomu eða afskipti að einstaka
viðskiptum sem tengdust þeim fyr-
irtækjum sem nefnd eru á hinum
svokallaða „dauðalista“.
„Það eru mjög strangar kröfur
gerðar um að aðkoma stjórnar-
manna og hluthafa sé bundin við
þær stjórnunareiningar sem skil-
greindar eru í lögunum. Lögin
koma jafnframt í veg fyrir að
stjórnarmenn, hvað þá aðrir, hafi
afskipti af ákvörðunum um einstök
viðskipti. Tilnefning sérstaks eftir-
litsmanns með þennan víðtæka að-
gang virðist á skjön við slíkar
reglur.“
Þagnarskylda
brotin varðandi
„dauðalistann“
Eftirlit Kaupþings án lagaheimildar
Eftirlitsmaðurinn
» Samkvæmt samningi milli
Nýja Kaupþings og slitabús
gamla Kaupþings hafði eftir-
litsmaður slitabúsins viðtækar
heimildir.
» Hann mátti sitja alla fundi
lánanefndar bankans þar sem
fyrirtækin á „dauðalistanum“
voru til umfjöllunar .
» Hann mátti sitja alla
stjórnarfundi bankans þar sem
fyrrnefnd fyrirtæki voru rædd.
» Hann mátti fá allar upplýs-
ingar um fyrirtækin sem
tengdust þeim.
» Eftirlitsmaðurinn mátti
koma með skriflegar tillögur
um með hvaða hætti farið yrði
með kröfur á hendur fyrirtækj-
unum.
hækkun ráðgjafarkostnaðar en hann
fór úr réttum 3 milljörðum króna í
rúma 8,3 milljarða. Mest hækkun
varð á lögfræðiráðgjöf sem fór úr ríf-
lega milljarði króna árið 2014 í tæpa
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Slitastjórn Kaupþings þáði þóknun
sem nam 288 milljónum króna á síð-
asta ári. Í slitastjórninni eiga sæti
þrír fulltrúar, skipaðir af Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Þóknun slita-
stjórnarinnar hækkaði um ríflega
45% frá árinu 2014 þegar hún fékk
greiddar 198 milljónir vegna vinnu
sinnar í þágu slitabúsins. Þetta kem-
ur fram í ársreikningi Kaupþings
fyrir síðasta ár sem nú hefur verið
birtur.
Í reikningnum kemur fram að
rekstrarkostnaður slitabúsins hækk-
aði um nærri 140% milli ára. Þannig
nam heildarrekstrarkostnaður þess
11,9 milljörðum króna í samanburði
við tæpa 5 milljarða á árinu 2014.
Mest munar þar um gríðarlega
3,4 milljarða 2015. Inni í ráðgjafa-
kostnaðinn er einnig reiknuð fyrr-
nefnd þóknun til slitastjórnar. Í árs-
reikningi slitabúsins er einnig
færður til gjalda virðisaukaskattur
af aðkeyptri ráðgjafarþjónustu frá
árunum 2009 til 2012 og nemur hann
1,7 milljörðum króna. Byggist sá
kostnaður á þeim úrskurði ríkis-
skattstjóra að slitabúunum hafi verið
skylt að greiða virðisaukaskatt af
kaupum á erlendri þjónustu.
Í tilkynningu frá Kaupþingi kem-
ur fram að hækkun rekstrarkostn-
aðar megi fyrst og fremst rekja til
erlendrar sérfræðiráðgjafar í
tengslum við undirbúning og fram-
kvæmd nauðasamnings.
Þá vekur nokkra athygli að laun
og launatengd gjöld hækka milli ára
og fara úr 1,2 milljörðum króna í 1,3
milljarða. Sú hækkun á sér stað á
sama tíma og stöðugildum hjá slita-
búinu fækkar úr 50 í 39. Þannig
hækkar launakostnaðurinn um ríf-
lega 8% á sama tíma og starfsfólki
fækkar um 22%.
Eignirnar 816 milljarðar
Eignir slitabúsins hækkuðu um
16,2 milljarða frá fyrra ári og námu í
árslok 816 milljörðum. Handbært fé
jókst um 8,6 milljarða og stóð í 410,2
milljörðum. Lýstar kröfur á hendur
Kaupþingi voru færðar niður í 676,4
milljarða í samræmi við ákvæði
nauðasamnings og skilmála breytan-
legs skuldabréfs. Þá var skuldbinding
slitabúsins vegna stöðugleikafram-
lags í ríkissjóð 135,8 milljarðar króna.
Það sem af er ári hefur Kaupþing
greitt stöðugleikaframlag sitt til rík-
isins og hafið útgreiðslur til kröfu-
hafa í formi peningagreiðslna að
upphæð 242,9 milljarðar króna, auk
útgáfu breytanlegs skuldabréfs í
pundum að fjárhæð 588,1 milljarður
króna og hlutafjár í krónum að fjár-
hæð 13,9 milljarðar.
Slitastjórnin kostaði 45% meira
Rekstrarkostnaður Kaupþings hækkaði um 140% á síðasta ári Kostnaðurinn nam 10,6 milljörðum
Þóknun til þriggja slitastjórnarmanna var 288 milljónir króna Lögfræðiráðgjöf við búið þrefaldaðist
Morgunblaðið/Kristinn
Uppgjör Slitastjórn Kaupþings hafa á síðustu árum skipað þau Jóhannes
Rúnar Jóhannsson, Theodór S. Sigurbergsson og Feldís Lilja Óskarsdóttir.