Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Alltaf feti framar gómsætur feti í salatið ogmeðmatnum Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Íranar gengu að kjörborði til að kjósa nýtt þing og áhrifamikið klerkaráð í gær, um mánuði eftir að samkomulag náðist við Bandaríkin og fleiri lönd í deilunni um kjarn- orkuáætlun landsins. Hassan Rouh- ani, forseti Írans, og bandamenn hans úr röðum umbótasinna vona að kosningarnar marki þáttaskil í bar- áttu þeirra við afturhaldsöfl sem hafa ráðið lögum og lofum á þinginu. Langar biðraðir voru enn við kjör- staðina þegar kosningunum átti að ljúka í gær og innanríkisráðuneytið ákvað því að framlengja þær um tvær klukkustundir. Talið var að mikil kjörsókn yki sigurlíkur um- bótasinna og Rouhani forseti hvatti landsmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn. Völd forsetans eru takmörkuð og Ali Khamenei erkiklerkur er valda- mesti maður landsins, æðsti yfir- maður dómstólanna, hersins, leyni- þjónustunnar og ríkisfjölmiðlanna. Mörgum meinað að bjóða sig fram Verndarráðið svonefnda, sem Khamenei og þingið skipuðu, mein- aði þúsundum manna að bjóða sig fram í kosningunum til þingsins og er talið að flestir þeirra sem var hafnað hafi komið úr röðum umbóta- sinna. Alls voru 4.884 í framboði og barist var um 290 þingsæti. Aðeins 159 klerkar, um fimmt- ungur þeirra sem vildu bjóða sig fram, voru í framboði til Sérfræð- ingaráðsins, sem er skipað 88 klerk- um. Það hefur eftirlit með störfum erkiklerksins og fær það hlutverk að velja eftirmann Khameneis, sem er 76 ára, þegar hann fellur frá. Íbúar Írans eru 79 milljónir og eru um 60% þeirra undir þrítugu. Mikilvægar kosningar í Íran AFP Tímamótakosningar? Konur í Teheran bíða eftir strætisvagni í biðstöð sem skreytt er með auglýsingaspjöldum vegna kosninganna sem fóru fram í Íran í gær. Um 10% af 4.844 frambjóðendum í þingkosningunum eru konur.  Umbótasinnar vonast eftir sigri London. AFP. | Fjölmiðlar í Bretlandi hafa birt margar kannanir á því hvernig Bretar ætla að kjósa í þjóðaratkvæðinu 23. júní um aðild- ina að Evrópusambandinu en niður- stöður þeirra hafa verið mjög misvís- andi. Í könnun YouGov, sem var birt 4. febrúar, sögðust 45% vilja að Bret- land gengi úr ESB en 36% sögðust vera hlynnt aðildinni. Tæpum tveim- ur vikum síðar voru 54% sögð hlynnt aðild að ESB en 36% vilja úrsögn í könnun sem Ipsos MORI gerði. YouGov gerði aðra könnun í vik- unni eftir að David Cameron for- sætisráðherra náði samkomulagi við leiðtoga annarra aðildarríkja ESB í viðræðum um kröfur hans um breyt- ingar á tengslum Bretlands við sam- bandið. 37% sögðust þá vera hlynnt aðildinni en 38% vildu úrsögn úr ESB. „Þetta ruglar menn í ríminu,“ sagði Adam Drummond, sem stjórn- ar könnunum fyrirtækisins Opinium, en það hefur gert kannanir á netinu á viðhorfum Breta til ESB. Hann og fleiri sérfræðingar á þessu sviði segja að munur sé á niðurstöðum slíkra kannana eftir því hvort þátt- takendurnir svara spurningunum á netinu eða í síma. Stuðningurinn við úrsögn mælist oft meiri í netkönn- unum en í símakönnunum og í þeim síðarnefndu séu stuðningsmenn að- ildar að ESB oft um 15 prósentustig- um fleiri en andstæðingarnir. Telja meðaltal margra kannana nákvæmast Matthew Goodwin, sérfræðingur við Kent-háskóla, segir að svo virðist sem kjósendur virðist vera tregari til að segja að þeir styðji úrsögn úr ESB þegar þeir svari spurningunni í síma. „Það er miklu auðveldara að gera það í tölvunni,“ segir hann. Sérfræðingar YouGove segja að kjósendur sem eru spurðir í síma séu líklegri til að segjast styðja óbreytt ástand frekar en breytingu. Þeir telja líklegt að kannanir, sem byggjast á því að finna meðaltal niðurstaðna í mörgum könnunum, gefi bestu vísbendinguna um stuðn- inginn við úrsögn. Í einni slíkri könn- un What UK Thinks var niðurstaðan sú að 55% styddu aðild en 45% úr- sögn. Bresku kannan- irnar misvísandi  Stuðningur við úrsögn úr ESB meiri í netkönnunum en símakönnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.