Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 27

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Frumsýning Óperan Don Giovanni eftir Mozart verður frumsýnd í Hörpu í kvöld. Þá á allt að vera tilbúið og hvert hár greitt, eins og fyrir forsýninguna í fyrrakvöld. Styrmir Kári Ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu lagt allt kapp á að stuðla að stöðugleika og traustri umgjörð fyrir launafólk og atvinnu- líf. Ríkisstjórnin hefur ítrekað komið að lausn á deilum um kjarasamninga með margvíslegum að- gerðum í ríkisfjármálum. Slíkt hef- ur þurft til að loka samningum og tryggja frið á vinnumarkaði. Þann- ig greitt fyrir að hægt sé að treysta starfsumhverfi fyrirtækja. Enda er það hluti okkar samfélags- skipulags að tryggja rétt launa- fólks með gerð kjarasamninga. Kjarasamningar, og skipulag vinnumarkaðarins, eru vernd launafólks fyrir því að hingað flæði fólk sem væri tilbúið að undirbjóða störf og þannig skaða hagsmuni launafólks. Líka vernd íslenskra fyrirtækja. Stjórnarmeirihlutinn hefur með fjölmörgum öðrum aðgerðum styrkt og eflt rekstrarumhverfi margra atvinnugreina – til fram- tíðar. Treyst samkeppnihæfni þeirra og skapað þeim forsendur til vaxtar og viðhalds. Stuðningur við verslun Sem dæmi nefni ég afnám vörugjalda og tolla. Helsta röksemd fyrir þeirri aðgerð var að efla verslun – gera verslun samkeppn- ishæfari og flytja aftur heim ákveðna þætti í verslun. Aðgerð sem sannarlega skilar öflugri atvinnu- grein. En verslunin er ekki eina at- vinnugreinin sem þarf að styrkja. Efling sjávarútvegs Endurskoðun veiðigjalda sjávar- útvegs. Hefði haldið fram, með óbreyttum lögum, hefðum við horft á stöðnun og samdrátt hjá mörgum útgerðum. Samt er það svo að aldrei hafa verið innheimtar aðrar eins fjárhæðir í veiðigjöldum í rík- issjóð. Aðgerðin hefur stuðlað að því nú er kraftur í fjárfestingum í atvinnugreininni á ný. Sókn nýrra tækifæra Löggjöf um stuðning við at- vinnuuppbyggingu, stundum nefnd ívilnanir. Löggjöf sem setur ramma um leikreglur um aðkomu þeirra sem geta og vilja stuðla að atvinnu og verðmætasköpun með því að styðja og styrkja fyrirtæki. Þegar ég nefni þessi atriði – eru þau öll dæmi um ráðstafanir sem hafa áhrif á ríkissjóð. Til skamms tíma með breyttu tekjuflæði en til lengri tíma með öflugra atvinnulífi og meiri möguleikum til betri lífs- kjara. Sókn landbúnaðarins Samningar um landbúnað eru af sama meiði. Þar er verið að treysta rekstrarumhverfi landbúnaðar. Núna með 10 ára samningum – sem öfugt við aðra slíka samninga hafa opnunarákvæði sem gera stjórnvöldum á hverjum tíma færi á að marka sínar áherslur. Það má hafa margar og mismunandi skoð- anir á einstaka ákvæðum samning- anna og kannski ekki síst því sem ekki er í þessum samningum. Aukið aðhald Samhliða má gera ráð fyrir að verði innleiddur hér nýgerður „tollasamningur“ um markaðs- aðgang til annarra landa og hingað til lands. Sem verður sumum bú- greinum erfitt að mæta og kannski ofviða. Á sama tíma hafa stjórn- völd líka sett í reglur verulega kostnaðarsamar kröfur um aðbún- að búfjár. Sá kostnaður er metin á tæpa 30 milljarða fjárfestingu – sem hefur takmarkaða framlegð- araukningu í för með sér. En regl- ur sem við veljum að setja til að halda áfram af þeim metnaði okkar að reka landbúnað með í fremstu röð. Íslenskan landbúnað sem hef- ur lagt sig fram um að hafa holl- ustu og heilnæmi afurða að leið- arljósi. Án óhóflegar notkunar sýklalyfja og annara hjálparefna. Mér finnst vanta skilning á mik- ilvægi þess að umgjörð allra bú- greina sé traust – ekki há eða of- vernduð – heldur traust og hafi raunveruleg áhrif til sóknar og til aðhalds. Hver er þessi vernd? Því aðhaldi sem landbúnaður býr við má kannski líkja við – eða reyna að setja vinnumarkaðinn í sama ljós. Sumsé að nú ætti að heimila að 10-30% launamanna á Íslandi þyrftu ekki að greiða laun eftir íslenskum kjarasamningum – heldur á því kaupgjaldi sem væri lægst í öðrum löndum. Myndum við vilja það? Nei. Hvernig færi það með samfélagsskipulag okkar ef við létum t.d. umgjörð vinnu- markaðarins „gefa eftir“ eins og umgjörð td, svína- og alifugla- bænda hefur gert? Hversvegna er afurðaverð sauð- fjárbænda langt undir heimsmark- aðsverði? Það er eitt af verkefnum nýrra samninga að takast á við það. Hversvegna stöndum við þannig að verki að við gerum ekki sömu kröfur til framleiðanda bú- vöru í því landi sem varan kemur frá og við gerum til okkar fram- leiðenda? Hvernig svörum við því, sem tölum í öðru orðinu um sam- keppni og samkeppnishæfni, að við bindum hendur okkar bænda og segjum svo – þið verðið bara að standa ykkur. Við erum ekkert að hætta að standa vörð um okkar samfélag og samfélagsgerð. Við höldum áfram að greiða niður tónleika, vaxta- kostnað, húsaleigu, almennings- samgöngur og hvað þau heita öll þau inngrip sem við höfum stund- að. Eða standa vörð um þá þætti sem gera okkur að þjóð – vonandi að einni þjóð á Íslandi öllu – ekki bara á einu horni landsins. Haraldur Benediktsson » Við stöndum vörð um þá þætti sem gera okkur að þjóð... Haraldur Benediktsson Höfundur er alþingismaður. Traust atvinnulíf – sterkt samfélag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.