Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Þegar byrjuninni sleppir tek-ur miðtaflið við og þá vand-ast oft málið. Miðtöflin erunú einu sinni erfiðasti þátt-
ur skákarinnar og þar skilur á milli
feigs og ófeigs. Þegar miðtaflstækni
ber á góma verður manni stundum
hugsað til vinar okkar Boris Spasskí.
Á bestu árum hans frá 1964 – 7́0
skaraði hann fram úr öðrum á því
sviði. Þetta kom berlega í ljós í ein-
vígunum sem hann háði og vann
flest með yfirburðum. Fyrir hverja
keppni gerði hann sér far um að
kryfja persónuleika andstæðinga
sinna og hjálparhella hans, Igor
Bondarevskí, hafði sitthvað til mál-
anna að leggja. Þegar Spasskí tefldi
við Tal í lokaeinvígi áskorenda-
keppninnar 1965 var dagskipun
Igors þessa ávallt hin sama: engin
þvinguð afbrigði gegn Mischa Tal.
Spasskí vann 7:4.
Í „einvígi aldarinnar“ 1972 var
Bondarevskí ekki lengur í liði Spass-
kís, gamlir púkar sem heimsmeist-
arinn þáverandi hafði stundum verið
að kljást við settust aftur á öxl hans
og því fór sem fór. En leikbrögðin
gleymast ekki; skákir Spasskí eru
allar skráðar í gagnagrunna. Þar
geta menn áreiðanlega geta fundið
einhverja snjalla millileiki svo vísað
sé til fyrirsagnar þessarar greinar.
Ég var að fylgjast með Akureyr-
ingnum Símoni Þórhallsyni tefla í
fjórðu umferð Norðurlandamóts
ungmenna í bænum Kosta í Svíþjóð
og leiðirnar virtust ekki greiðar í
miðtafli þegar Símon datt niður á
lausnina:
NM ungmenna 2016; 4. umferð:
Símon Þórhallsson - Johan Hard-
lei ( Danmörk )
Bogo-indverskv vörn
1. d4 e6 2. c4 Bb4+ 3.Bd2 Bxd2+
4. Dxd2 f5 5. g3 Rf6 6. Rc3 0-0 7.
Bg2 d5 8. Rf3 c6 9. Re5 Rbd7 10.
Rxd7 Bxd7 11. 0-0 De7 12. f3 b5 13.
b3 Hae8 14. Hfe1 e5 15. dxe5 Dxe5
16. cxd5 b4 17. Ra4 Rxd5 18. e4
fxe4 19. fxe4 Rf6 20. Dxb4 Dh5
Um byrjun þessarar skákar þarf
ekki að hafa mörg orð. Skákmenn-
irnir virtust undir áhrifum þess
þanka að ekki væri gott að taka á c4.
Það hefði svartur samt átt að gera
strax í 12. leik. En hvernig á hvítur
nú að verjast mótspili svarts á
kómgsvæng, - Bh3 og – Rg4 liggur í
loftinu og 21. Dc5 má svara með 21.
… He5 o. s.frv. Millileikur er svarið!
21. Dc4+! Kh8?
Nauðsynlegt ar 21. … Be6.
22. Dc5!
Í því liggur munurinn að hrók-
urinn á f8 er valdaus eftir 22. ….
He5.
22. … Dh6 23. e5 Rg4 24. h3 Rf2
25. Hf1!
Gernýtir sér valdleysið á f8.
Svartur er varnarlaus.
25. … Bxh3 26. Hxf2 Hxf2 27.
Dxf2 Bxg2 28. Kxg2 Hd8 29. He1
Kg8 30. e6 Hf8 31. De3 Dh5 32. e7
– og svartur gafst upp.
Símon átti góða möguleika á þvi
að ná efsta sæti í fimmtu umferð en
missti vinningsstöðu niður í tap. Að
lokum fékk hann bronsið í sínum
flokki.
Óskar Víkingur Davíðsson varð
Norðurlandameistari í yngsta ald-
ursflokknum, E-flokki, sem skipaður
var keppendum 10 ára og yngri.
Íslensku þátttakendurnir virtust
um tíma eiga möguleika á gulli í öll-
um fimm aldursflokkunum. Í landa-
keppninni, sem mælir samanlagðan
árangur sex þátttökuþjóðanna, náði
Ísland 2 ½ vinnings forskoti um mitt
mót en óhagstæð úrslit í nokkrum
lykilskákum á lokasprettinum ollu
því að Danir skriðu fram úr.
Róbert Luu sem tefldi í E-flokki
eins og Óskar Víkingur krækti sér í
silfurverðlaun og D-flokknum varð
Vignir Vatnar Stefánsson að láta sér
bronsið lynda en fékk þó 4 ½ vinning
af sex mögulegum og hækkaði um 30
elo-stig í leiðinni.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Millileikur í miðtafli
Rótarý er alþjóðleg
þjónustu- og mann-
úðarhreyfing sem nær
til allra heimsálfa með
rótarýklúbba í um tvö
hundruð þjóðlöndum.
Rótarýhreyfingin er fé-
lagsskapur leiðandi
karla og kvenna sem
sameinast um þá ósk að
þjóna öðrum án tillits til
trúarbragða, stjórn-
mála, kynþátta eða þjóðernis. Rótarý
er því í reynd fjölmenningarsamfélag
þar sem félagar frá mismunandi
menningarheimum sameinast í ein-
kunnarorðunum „Þjónusta ofar eigin
hag“ í því að leggja lið, skapa frið og
efla skilning þjóða í milli.
Þátttaka í Rótarý er þannig þjón-
usta, þjónusta við nærsamfélagið og
þjónusta á heimsvísu. Einkunnarorð
alþjóðaforseta þessa árs, „Verum ver-
öld gefandi“, senda í þessu samhengi
mikilvæg skilaboð og eru í senn
hvatning til okkar rótarýfélaga um
þjónustu og sömuleiðis vissa hinna
þurfandi um að Rótarý muni rétta
fram hjálpandi hönd. Munum að ver-
öld í þessu samhengi er bæði heima-
vettvangur okkar og heimsbyggðin
öll. Það er á grunni þessarar hug-
sjónar að Rótarýhreyfingin á Íslandi
hefur ákveðið að helga einn dag á ári
sérstöku átaki til þess að kynna
hreyfinguna og klúbbarnir vítt og
breitt um landið leggi lið ákveðnu
málefni sem snertir þeirra nærsam-
félag en hefur samtímis alþjóðlega
skírskotun.
Í ár hefur verið lagt til að þemað
verði „Fjölmenning“ í víðum skilningi
þess hugtaks. Það er ánægjulegt að
fleiri og fleiri einstaklingar af marg-
víslegu þjóðerni finni sér farveg og
lífsviðurværi á okkar fagra og gjöfula
landi. Þessum nýju landsmönnum
fylgja ný sjónarmið, ný viðhorf og ný-
ir menningarstraumar. En til þess að
hver og einn okkar þegna geti notið
sín og gefið samfélaginu af gæðum
sínum, þarf þeim hinum sama að líða
vel, finna að hann er
velkominn, metinn að
verðleikum og gert
kleift að fóta sig á nýj-
um vettvangi. Þetta á
ekki síst við þá sem
hingað koma úr fram-
andi umhverfi. Það er
því í okkar höndum
hversu vel okkur nýtist
þessi nýi mannauður til
eflingar samfélagi
framtíðarinnar. Hvern-
ig við tökum á móti
þeim þegnum sem hingað koma um
langvegu. Ég vil trúa því að flest okk-
ar taki vel á móti hverjum þeim sem
vill setjast að í okkar nágrenni, en því
miður heyrum við of oft af því að
þessum nýju landsmönnum er sýnd
óvirðing og jafnvel haturskennt við-
mót. Það kemur jafnvel fyrir að fólk í
opinberum þjónustustörfum verður
sér til skammar vegna framkomu
sinnar. Þetta er blettur sem við verð-
um í sameiningu sem þjóð að þrífa af
okkur.
Rótarýhreyfingin hefur margoft
átt frumkvæði að því að hrinda af
stað baráttu fyrir málefnum sem til
heilla horfa. Rótarýhreyfingin leggur
nú þessu málefni lið með því að beina
athyglinni í dag, 27. febrúar, að þeirri
auðlegð sem felst í fjölmenningu sem
er til staðar í nærumhverfi hvers
klúbbs og landinu sem heild. Rótarý-
félagar munu halda áfram að leggja
þessu verkefni lið sem aflgjafar í að
bæta heiminn, hvort það er nærsam-
félagið okkar eða hið alþjóðlega leik-
svið. Allar upplýsingar um dagskrár
rótarýklúbba er að finna á slóðinni.
http://www.rotary.is/ .
Ég hvet alla rótarýfélaga og aðra
áhugasama til þess að taka þátt í
verkefni Rótarýdagsins og alla lands-
menn hvet ég til þess að bjóða þá,
sem hingað sækja sér til framdráttar
og lífsviðurværis, velkomna svo við
sem einstaklingar og þjóð getum með
stolti sagt að hér ríki frelsi, jafnrétti
og bræðralag öllum til handa.
Rótarýdagurinn 2016
– í anda fjölmenningar
Eftir Magnús B.
Jónsson
» Það er í okkar hönd-
um hversu vel okkur
nýtist þessi nýi mann-
auður til eflingar sam-
félagi framtíðarinnar.
Magnús B. Jónsson
Höfundur er umdæmisstjóri
Rótarý 2015-2016
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
Finnbogi Kristjánsson
löggiltur fasteigna- skipa og fyrirtækjasali
finnbogi@fron.is, www.fron.is
FRÓN fasteignamiðlun
kynnir sex herbergja
íbúðarhæð í vel byggðu
steinhúsi frá árinu 1933,
á heitasta staðnum í 101.
Auk þess fylgir 70% hlutur
í risi sem má innrétta og
sér herbergi í kjallara, sem
breyta má í íbúðarrými.
Svalir og garður snúa í suður. Tvö baðherbergi með hita í gólfum, þrjár
góðar stofur með ljósu parketi og arinn í mið stofu. Íbúðin er um 168,5
fm birt stærð. Herbergi í kjallara 24 fm, herbergi í risi 20,9 fm og 17,9 fm
bílskúr eða alls um 231,3 fm. Þetta er eitt vandaðasta hús í bænum!
FRÓN fasteignamiðlun kynnir
vel skipulagða 110,5 fm fjögurra
herbergja íbúð á 3ju hæð í
lyftuhúsi. Íbúðin er í vestur enda
og með sér inngangi af svölum.
Þvottahús og geymsla innan
íbúðar. Stórar flísalagr svalir í
vestur og suður. (22,9 fm), sem má
yfirbyggja. Stæði í bílskýli í kjallara
fylgir með. Um 22 millj. kr. lán frá Íls getur fylgt með. Útsýni á sjóinn, yfir
hraunið og uppí fellinn. Þessi höfðar sérstaklega til Vestmannaeyinga!
Einivellir 7, 221 Hafnarfirði, íbúð 301
OPIÐ HÚS þriðjudaginn 1. mars, kl. 18.00-19.00
FRÓN fasteignamiðlun óskar eftir 3ja íbúða húsi við Garðastræti,
Hávallagötu eða á Landakotssvæðinu og nágreni, fyrir
samhennta fjölskyldu.
Uppl. veitir Finnbogi Kristjánsson lögg. fasts. 897 1212 / finnbogik@gmail.com
Túngata 3, 101 Reykjavík
OPIÐ HÚS miðvikudaginn 2. mars, kl. 17.30-18.00