Morgunblaðið - 27.02.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 27.02.2016, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 ✝ Þórður Matt-hías Þórðarson fæddist á Krossi í Berufirði 10. des- ember 1925. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 18. febr- úar 2016. Foreldrar hans voru Matthildur Bjarnadóttir, f. 1890, d. 1972, og Þórður Bergsveinsson, f. 1891, d. 1925. Þórður Matthías var yngst- ur fimm systkina. Þau voru: Bjarni, f. 1914, d. 1982, Sig- ursveinn, f. 1917, d. 1994, Ing- ólfur, f. 1921, d. 1983, og Sigríð- ur, f. 1923, d. 2009. Uppeldis- systir Þórðar er Þóra Guðjónsdóttir, f. 1935. Hinn 25. desember 1948 kvæntist Þórður Ingibjörgu Finnsdóttur, f. 5. júní 1927, d. 5. október 2010. Foreldrar hennar voru Finnur Sigfús Jónsson, f. 1888, d. 1962, og Margrét Guðna- dóttir, f. 1886, d. 1968. Börn Þórðar og Ingibjargar: 1) Þórð- ur, f. 1948, maki Anna Margrét Björnsdóttir. Börn þeira eru Margrét, Ingibjörg og Þóra Matthildur. 2) Finnur, f. 1949, í Neskaupstað (PAN) og þá fólust verkefni hans meðal annars í því að hugsa um bókhald og fjár- reiður. Bókhald varð síðan lífs- starf hans. Þórður réðst til starfa á skrifstofu Samvinnufélags út- gerðarmanna árið 1951 og sinnti þar bókhaldi til ársins 1955 en hóf þá störf á skrifstofu tog- araútgerðanna í bænum. Á tog- araskrifstofunni starfaði hann í tvö ár en þá lá leiðin á ný til Sam- vinnufélagsins, þar sem hann sinnti verkum til 1968. Skrifstofa Samvinnufélagsins sá um bók- hald Síldarvinnslunnar á árunum 1957-1960 og þegar Síld- arvinnslan festi kaup á fisk- vinnslustöð og síldarsöltunarstöð Samvinnufélagsins árið 1965 annaðist skrifstofa þess allt bók- hald fyrir þá starfsemi um þriggja ára skeið. Árið 1968 hóf Þórður síðan störf sem skrif- stofustjóri Síldarvinnslunnar og gegndi því um þrjátíu ára skeið. Hann kvaddi starf sitt í árslok 1998. Fyrir utan sitt fasta starf sinnti Þórður bókhaldi fyrir helstu útgerðirnar í bænum um langt skeið. Þórður sinnti marg- víslegum félagsstörfum, var meðal annars gjaldkeri Íþrótta- félagsins Þróttar í hálfan annan áratug og bæjarfulltrúi fyrir Al- þýðubandalagið á árunum 1978- 1990. Útför Þórðar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 27. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. maki Socorro Perez Þórðarson. Börn hans eru Guðni, Anna Rósa, Ingi- björg og Kolfinna. 3) Skúli, f. 1952, d. 1991. 4) Sturla, f. 1956, maki Rakel Halldórsdóttir. Börn þeirra eru Halldór Freyr, Ósk- ar, Þórður og Heið- rún Kara. Barnabarnabörnin eru 16. Þórður fæddist föðurlaus því faðir hans drukknaði þegar Þórður var í móðurkviði. Matt- hildur móðir hans flutti úr Beru- firði með börnin til Norðfjarðar 1930 þegar Þórður var á fjórða ári því bróðir hennar Sigurður Bjarnason bjó þar og Bjarni, elsti sonur hennar, bjó hjá honum. Þórður stundaði nám við Barnaskólann og Gagnfræða- skólann á Norðfirði. Hann hóf snemma að stunda launavinnu eins og strákar gerðu á þeim tíma. Fyrstu störf hans fólust í að stokka upp og beita og síðan lá leiðin til Hornafjarðar og Kefla- víkur á vertíð. Þegar Þórður var liðlega tvítugur hóf hann að starfa hjá Pöntunarfélagi alþýðu Lilli afi var risastór persónu- leiki með risastórt hjarta. Þegar ég var að alast upp í Neskaup- stað var heimili Indu ömmu og Lilla afa góður staður til að koma á. Ég gat verið þar tímunum saman, lesið gömul dönsk Andr- ésblöð, lagt kapal eða byggt hús úr spilum. Þar hékk ég í áhyggjuleysi æskunnar og aldrei virtust þau verða leið á mér, óþæga stelpuskottinu sem talaði alltaf of mikið. Ég hjálpaði afa við að leysa upp frímerki og svo fengum við okkur kaffi með mik- illi mjólk og miklum sykri. Þegar ég varð unglingur fór ég að vinna á skrifstofunni hjá afa á sumrin. Það var stórkost- legt að fylgjast með afa í vinnunni. Hann gerði aldrei mannamun og fólk streymdi inn til hans til að fá aðstoð. Afi tók vel á móti fólki og passaði upp á að enginn liði skort. Segja má að afi hafi í raun verið einhvers kon- ar félagsmálastofnun þess tíma. Þarna unnum við saman fjölmörg sumur. Afi var vinnuhestur og tók sér aldrei frí og varla kaffi- pásu. Við Lilli afi áttum fjölmörg sameiginlega áhugamál. Við fylgdumst með komu far- fuglanna og horfðum saman á óteljandi fótboltaleiki. Hann fylgdist vel með enska boltanum en átti samt ekki uppáhaldslið. Hann hélt einfaldlega með þeim sem voru neðstir í deildinni og í hverjum leik hélt hann með lið- inu sem var að tapa. Hann vildi afnema rangstöðuregluna og vítaspyrnur því þá vorkenndi hann alltaf liðinu sem var dæmt á. Lilli afi var mikill lestrarhest- ur. Hann vildi helst lesa nýjar bækur, t.d. eftir Jón Kalman og Einar Má Guðmundsson. Á síð- ustu árum voru bækurnar Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfs- son og Stundarfró eftir Orra Harðarson í sérstöku uppáhaldi hans. Einnig var hann heillaður af Náðarstund eftir Hannah Kent og Mánasteini eftir Sjón. Við höfðum gaman að því að lesa sömu bókina og ræða svo um hana fram og til baka. Yfirleitt vorum við sammála. Hin seinni ár ræddum við ekki síst um stjórnmál. Lilli afi var harður vinstri maður og hann vildi sjá samfélag þar sem jöfn- uður ríkti. Ef hann hefði fengið að ráða hefði enginn verið sér- staklega ríkur og alls enginn fá- tækur. Líklega hefur enginn haft meiri áhrif á mínar pólitísku skoðanir en hann. Hann studdi mig dyggilega þegar ég ákvað að fara í framboð. Honum fannst ég reyndar ekki nægilega vel inni í öllum málum og skildi ekki af hverju ég horfði ekki á allt sem fram fór á Alþingisrásinni. Ég fékk því alltaf útdrátt úr því sem var í gangi á þinginu þegar ég kom til hans. Það gladdi hann mjög þegar ég fór inn á þing í tvær vikur í haust sem varaþing- maður VG. Hann horfði á þingið á hverjum degi og var reyndar alveg hissa á því að allir Norð- firðingar væru ekki að fylgjast með. Lilli afi var glaðlyndur og skemmtilegur og ég var ekki tilbúin til að kveðja hann og lík- lega hefði ég aldrei orðið tilbúin. Hann hefur verið svo stór hluti af lífi mínu að ég á erfitt með að hugsa mér lífið án hans. Mér fannst hann eilífur. Ég er full af þakklæti fyrir að fá að hafa hann í mínu lífi og minningarnar um okkar fjölmörgu samverustundir eru huggun. Ingibjörg Þórðardóttir. xxxLilli Matt er fallinn frá. Hans verður sárt saknað. Saga Lilla og Neskaupstaðar er sam- ofin og þeir voru ófáir þættir bæjarlífsins sem Lilli hafði af- skipti af. Lilli umgekkst marga og bera allir sem hann hafði sam- skipti við honum vel söguna. Hann bar svo sannarlega hags- muni heimabyggðarinnar fyrir brjósti og studdi eindregið öll þau málefni sem gátu eflt hana. Atvinnumálin, bæjarmálin og íþróttamálin voru þó án efa þeir málaflokkar sem helst nutu at- hygli hans og starfskrafta. Þórður M. Þórðarson fluttist með móður sinni og systkinum til Neskaupstaðar árið 1930, en fað- ir hans drukknaði tæpum þrem- ur mánuðum áður en hann kom í heiminn. Þarna var heimskrepp- an mikla að ganga í garð og at- vinnuleysi og fátækt einkenndi íslenskt samfélag en fjölskyldan var samhent og þraukaði þessa erfiðu tíma. Án efa hefur krepp- an mótað lífsviðhorf Lilla; hann aðhylltist róttækar stjórnmála- skoðanir og gerðist staðfastur verkalýðssinni. Ávallt skipaði hann sér í fylkingu með þeim sem stóðu lengst til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum. Hann var einlægur sósíalisti. Þórður kynntist alvarlegu andstreymi í lífinu þegar hann veiktist af berklum sem ungur maður og það var einnig til að auka samúð hans með öllum þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. Sá sem þetta ritar var svo heppinn að alast upp í sama húsi og Lilli bjó í ásamt sinni fjöl- skyldu. Ávallt var töluverður samgangur á milli fólksins í hús- inu og Lilli fylgdist gjarnan grannt með því sem við krakk- arnir aðhöfðumst. Hann hvatti okkur til atvinnuþátttöku og þátttöku í íþróttum og félagsmál- um, hann hvatti okkur til að hafa metnað fyrir öllu því sem norð- firskt var. Síðar áttum við Lilli saman sæti í bæjarstjórn Neskaupstað- ar á árunum 1982-1990. Þar vor- um við samherjar og störfin þar með honum eru ógleymanleg. Lilli var ekki áberandi á bæjar- stjórnarfundum. Hann tók ekki oft til máls og ræður hans voru ekki langar en þegar hann talaði var hlustað. Er hann hafði lokið máli sínu velktist enginn í vafa um viðhorf hans til þess málefnis sem var til umræðu; hann kom skoðunum sínum á framfæri með skýrum og skilmerkilegum hætti. Eins og fyrr greinir ein- kenndust viðhorf hans af rót- tækni og metnaði fyrir hönd byggðarlagsins en um leið voru skoðanir hans íhaldssamar hvað varðaði þjóðfélagsbreytingar. Hann átti til dæmis erfitt með sætta sig við hugmyndir um sam- einingu sveitarfélaga, en ýmsir samherjar hans töldu slíka sam- einingu óhjákvæmilega vegna þróunar samfélagsins. Þá störfuðum við Lilli saman innan Íþróttafélagsins Þróttar og það eru eftirminnilegir tímar. Lilli var gjaldkeri félagsins og tryggði að starfsemin gæti ávallt gengið snurðulaust fyrir sig. Á þeim vettvangi sem öðrum lofuðu allir samskiptin við Lilla. Hann var kjölfestan sem treyst var á. Lilli starfaði lengst af hjá öfl- ugustu fyrirtækjunum í Nes- kaupstað; fyrst Samvinnufélagi útgerðarmanna og síðan Síldar- vinnslunni hf. Hann gerði sér manna best grein fyrir því að gengi atvinnulífsins á staðnum var grundvöllur alls. Ef atvinnu- lífið gengi vel yrði hagur fólks og bæjarfélags góður og fé- lagsstarfsemin í bænum átti einnig mikið undir slíkri vel- gengni. Þegar veiði var góð var allt í blóma en þegar afli var tregur mátti eiga von á erfiðleik- um á flestum sviðum bæjarlífs- ins. Það var ómetanlegt að hafa Lilla í bæjarfulltrúahópnum því hann hafði yfirsýnina og gat með raunhæfum hætti metið stöðu og horfur bæjarsjóðs út frá því sem var að eiga sér stað á vettvangi atvinnulífsins. Lilli var í þeim hópi sem hikaði ekki við að mæla með þátttöku sveitarfélagsins í atvinnulífinu ef þörf var á og eins studdi hann ítrekað aðstoð bæj- arfélagsins við einstaklinga þeg- ar þeir fjárfestu í mikilvægum atvinnutækjum. Með fráfalli Lilla hefur Nes- kaupstaður misst einn af sínum bestu drengjum. Við María vott- um öllum aðstandendum hans innilega samúð á þessari stundu en minnum á að við getum öll ylj- að okkur við ljúfar minningar. Smári Geirsson. Þórður Matthías Þórðarson er fallinn frá. Hann var einn af frumkvöðlunum sem komu að stofnun Síldarvinnslunnar hf. fyrir hartnær 60 árum og hann var einn af kommunum í Nes- kaupstað sem áttu sinn þátt í því að berjast fyrir hagsmunum bæj- arfélagsins og fyrirtækisins sem var burðarás atvinnulífsins. Fljótlega eftir stofnun félags- ins kom hann að bókhaldi þess, fyrst sem starfsmaður Sam- vinnufélags útgerðarmanna, en árið 1968 var hann ráðinn skrif- stofustjóri Síldarvinnslunnar og gegndi því starfi á farsælan hátt í 30 ár. Lilli Matt var hægri hönd stjórnenda Síldarvinnslunnar og hann var ávallt vakinn og sofinn yfir starfseminni, sem lýsti sér í því að hann tók sér nánast aldrei frí. Honum var annt um fram- gang Síldarvinnslunnar og starfsmanna hennar enda lifði hann þá tíma að það var ekki allt- af sjálfgefið að eiga fyrir reikn- ingum og launagreiðslum til starfsmanna. Sagan segir að á ákveðnu tímabili hafi Lilli skrifað undir ábyrgð á lántökum all- flestra starfsmanna félagsins, þannig hafi bankinn veitt við- komandi lánafyrirgreiðslu. Lilli ávann sér traust samferðar- manna sinna og norðfirðingar og aðrir sem til hans þekktu báru ómælda virðingu fyrir honum. Lilli hélt vel utan um starf sitt og hugsaði vel um sitt fólk og samfélagið í heild. Þegar ég kom til starfa hjá Síldarvinnslunni Þórður M. ÞórðarsonOkkar ástkæri, HAUKUR GUÐJÓNSSON, Garðatorgi 7, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, þriðjudaginn 1. mars kl. 13. . Margrét Hauksdóttir, Haraldur Olgeirsson, Sigurlaug Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur frændi okkar, PÁLMI JÓNSSON, Álfheimum 26, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram í Bænhúsinu í Fossvogskirkju mánudaginn 29. febrúar klukkan 13. . Aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAV NILSSON, Norðurbrú 3, Garðabæ, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars klukkan 13. . Þóra Ólafsdóttir, Svava Gústavsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Gerður Gústavsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Nils Gústavsson, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær amma okkar og frænka, ELLÝ S. HÖJGAARD, Hafnarbyggð 53, Vopnafirði, lést þann 22. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Útförin fer fram þriðjudaginn 1. mars klukkan 14 frá Vopnafjarðarkirkju. . Friðrik Óli Höjgaard, Agnes Ellý Elvarsdóttir, Linda Eymundsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR (Haddý), lést í faðmi fjölskyldunnar 24. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15. . ,,Farin til Hauks" Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Kristján Már Ólafsson, Ásdís Katrín Ólafsdóttir, Pål O. Borgen, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson, barnabörn og fjölskyldur. Hlýjar kveðjur og þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför okkar kæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, RAGNARS VIGNIR, fv. aðstoðaryfirlögregluþjóns, Sléttuvegi 21, Reykjavík. Guð blessi ykkur. . Hafdís Vignir, Reynir Vignir, Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Anna Ragnheiður Vignir, Pétur Stefánsson, Hildur Elín Vignir, Einar Rúnar Guðmundsson, Sigurhans Vignir, Margrét Gunnlaugsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.