Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 hafði hann látið af störfum en hann kom í heimsóknir og spurði frétta og vildi fá að vita hvað væri umleikis og hvernig gengi. Hann hefur setið alla aðalfundi Síldarvinnslunnar frá stofnun og verður hans saknað á þeim vett- vangi. Það var jafnan fróðlegt og þroskandi að eiga samtal við Lilla. Hann gladdist yfir því sem gert var til að auka veg félagsins, hvort sem um var að ræða skipa- kaup eða annað sem til framfara horfði. Það er okkur sem yngri erum og treyst er fyrir rekstri félaga á borð við Síldarvinnsluna hollt að þekkja til sögunnar; það hefur svo sannarlega verið lær- dómsríkt fyrir mig að fá að heyra reynslusögur frá Lilla og kynn- ast lífsskoðunum hans. Hann var stoltur af sínu fyrirtæki og vildi að það þjónaði bæjarbúum sem best og stæði að baki íþrótta- og góðgerðamálum í samfélaginu. Hann hafði skilning á því hversu samofin velgengni fyrirtækisins og samfélagsins er. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá og vildi veg allra sem bestan. Með Lilla er genginn góður maður. Ég votta afkomendum hans samúð mína um leið ég þakka honum störfin í þágu Síld- arvinnslunnar. Gunnþór Ingvason. Þórði M. Þórðarsyni kynntist ég árið 1982, þegar ég fór fyrst til Síldarvinnslunnar til að vinna við endurskoðun. Á þessum árum var ekki algengt að fara til fyr- irtækjanna í þeim tilgangi, enda fannst Lilla Matt, eins og hann var alltaf kallaður, mjög skrýtið að ég skyldi koma á svæðið. Við náðum strax vel saman þó svo að pólitískar skoðanir okkar væru ólíkar. Samstarfið gekk vel og ekki bar skugga á. Lilli var mikill Norðfirðingur og allt var best sem tengdist staðnum, ekki síst veðrið. Í einhverri heimsókn austur, að vetrarlagi, kom ég á skrifstofuna á nær sama tími og Lilli. Ég hafði orð á því hve veðr- ið væri vont, Lilli leit út og sagði: „Nú, það var ágætt þegar ég kom.“ Þegar ég tók við sem forstjóri Síldarvinnslunnar var Lilli að láta af störfum hjá félaginu. Samband okkar var samt alltaf mikið og gott á þeim sjö árum sem ég starfaði fyrir félagið. Það var alltaf gott að leita til hans og ræða málin á opinn og heiðar- legan hátt. Hann hafði alltaf skoðun á rekstrinum, kaupum á fleiri skipum og kvóta, styrkingu félagsins og byggðarinnar þar með. Þetta voru hans ær og kýr alla tíð. Eftir að ég flutti frá Neskaup- stað hefur það verið fastur liður í dagskrá minni að fara á Komma- blótið svokallaða. Mikilvæg venja í þeim ferðum var að fara og heimsækja Lilla á blótsdaginn. Þá var dregin upp flaska af viskýi eða koníaki og málin rædd. Eftir slíkar umræður vorum við oftast orðnir vel hreifir og tilbún- ir í blótið. Nú í janúarlok fór ég og heimsótti hann og koníak var dregið upp. Við ræddum allt og ekkert, pólitík og ekki pólitík og Lilli var alveg skýr. En eitthvað sagði mér að heimsækja hann á sunnudeginum áður en ég færi suður aftur. Það var góð ákvörð- un, enda mun ég hvorki njóta veitinga Lilla fyrir ókomin blót né umræðna um daginn og veg- inn, pólitík og ekki pólitík. Þessa mun ég sakna. Mikill höfðingi, sem var hvers manns hugljúfi, er genginn. Hans verður sárt saknað af öllum sem kynntust honum og af sam- félagi sem var samofið lífi hans. Við Malla vottum ættingjum Þórðar M. Þórðarsonar dýpstu samúð við fráfall hans. Björgólfur Jóhannsson.  Fleiri minningargreinar um Þórð M. Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þorbjörg RagnaÞórðardóttir fæddist 13. júlí 1954 í Reykjavík. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 15. febr- úar 2016. Foreldrar hennar voru Þórður Ingvi Sigurðsson prent- ari, f. 29. janúar 1930, d. 3. ágúst 1998, og Ingibjörg Guðlaugs- dóttir húsmóðir, f. 6. júlí 1935, d. 2. mars 1976. Ragna ólst upp í Reykjavík og Hafnarfirði og átti tíu systkini, þrjár alsystur og sjö hálfsystkini. Alsystur: Birna Elín, f. 1952, Guðlaug Katrín, f. 1956, og Ágústa Sigríður, f. 1960. Hálf- systkin, sammæðra: Sigríður Steina, f. 1951, Kristjana, f. 1963, Guðlaugur Davíð, f. 1965, d. 2006, og Þorsteinn Magnús, f. 1971. Hálfsystkin, samfeðra: Eva, f. 1966, Guðmundur, f. 1967, apríl 1997, og Freydís Ósk, f. 14. nóvember 2002. 2) Þórunn Elfa Ævarsdóttir, f. 16. ágúst 1978. Sambýlismaður hennar er Björn Sigurðsson, f. 1. júní 1974. Börn þeirra eru Sig- urður Aron, f. 27. septmber 2000, Sindri Freyr, f. 13. júní 2004, og Elísa Bríet, f. 5. janúar 2008. Árið 1982 hóf Ragna sambúð með Einari Gunnarssyni, f. 26. ágúst 1955. Þau eignuðust tvö börn saman: 1) Jón Gunnar, f. 29. apríl 1983. Hann er kvæntur Guðrúnu Hjálmtýsdóttur, f. 18. ágúst 1985. Börn þeirra eru: Einar Hjálmtýr f. 27. ágúst 2004, Katr- ín Ragna, f. 30. október 2007, Elsa Fanney, f. 15. september 2008, Patrick Svavar, f. 27. júlí 2010, Hanna Ýr, f. 31. maí 2013, og María Margrét, f. 31. desem- ber 2015. 2) Ragnar Ásmundur, f. 23. febrúar 1986. Sambýlis- kona hans er Guðbjörg Ólafs- dóttir, f. 18. júní 1992, og eiga þau eina dóttur, Thelmu Ýri, f. 16. desember 2012. Ragna og Einar slitu sam- vistum árið 1996. Ragna verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 27. febrúar og hefst athöfnin klukk- an 14. og Pétur, f. 1969. Þann 9. apríl 1970 eignaðist hún Ingibjörgu Maríu Reynisdóttur. Barnsfaðir: Reynir Línberg Marteins- son, f. 12. október 1949. Ingibjörg María á tvö börn Þau eru: Sig- urbjörg Laufey, f. 27. janúar 1999, og Jóhannes Hólmar, f. 4. nóvember 2000. Faðir þeirra er Sigurpáll Hólmar Jóhannesson, f. 11. apríl 1974. Þann 2. september 1972 kvæntist Ragna Ævari Sigfús- syni, f. 26. ágúst 1953, d. 10. okt. 2009. Þau skildu eftir níu ára hjúskap. Börn þeirra eru: 1) Linda Björk Ævarsdóttir f. 13. júlí 1973. Hún er kvænt Kristjáni Steinari Kristjánssyni. Börn þeirra eru Kristján Heiðmar, f. 1. júlí 1991, Andrea Björk, f. 23. ágúst 1993, Gunnþór Ingi, f. 1. Elsku mamma, ég er enn að ná því að þú sért fallin frá og er í raun ekki búin að átta mig á því ennþá en góðu minningarnar geymi ég hjá mér og ylja mér við þær við hvert tækifæri. Ég gleymi seint símtalinu sem ég fékk þegar að ég var stödd á tannlæknastofunni með börnin mín há tannlækni, þegar læknirinn hringdi og sagði mér strax eftir að- gerðina þína að þeir hefðu ekki getað fjarlægt æxlið og að þetta væri komið í lífhimnuna. Þarna hrundi veröldin hjá mér í smá stund á meðan ég reyndi að átta mig á þessu og lét systkinin mín vita. Ég keyrði heim frá Sauðár- króki hálf dofin og kvíðin yfir því sem koma skyldi, en það sem ég er stolt af því að hafa átt þig sem mömmu. Þú þessi hörku mamma sem tókst þessum fréttum of vel að mínu mati en þú vildir sko ekki fara að leggjast í eitthvað volæði. Þú vissir að það þýddi ekkert en kveiðst engu að síður þessu öllu sem átti eftir að ganga á hjá þér þessa síðustu mánuði. Í janúar og fyrripart febrúar var þín búseta inni á heilbrigðis- stofnun á Blönduósi og þar leið þér mjög vel og dásamaðir hjúkrunar- fólkið þar alveg í bak og fyrir enda dásamlegar allar saman. Þessi eini og hálfi mánuður var dásamlegur með þér, ég fór í vinnu og svo brun- aði ég beint til þín á Blönduós með prjónana með mér og sat hjá þér tímunum saman og spjallaði og prjónaði. Þetta fannst þér svo dýr- mætt, að við systur skyldum koma og vera svona lengi hjá þér í hvert sinn og oft, við eigum nú eftir að sakna þessa tíma verulega mikið. Ég er svo ánægð að við systur eyddum síðustu nóttunum með þér á spítalanum. Þegar þú tókst síð- asta andardráttinn vorum við allar hjá þér og héldum í hönd þína, þú vildir alls ekki vera ein þegar kallið kæmi og sáum við til þess að vaka yfir þér, elsku mamma. Ég kveð þig nú með miklum og djúpum söknuði. Það verður skrít- ið að geta ekki hringt í þig daglega eins og það var, við vorum svo rosalega háðar hvor annarri. Ég man þegar þú sagðir við mig að ef þú heyrðir ekki í mér í einn dag værir þú alveg ómöguleg. Já, sam- band okkar var mjög sérstakt og gott. Ég elska þig að eilífu elsku mamma mín, þín litla stelpa eins og þú sagðir alltaf við mig. Hvíldu í friði. Þórunn Elfa Ævarsdóttir. Elsku mamma, það er eitthvað svo ótrúlegt að þú sért bara farin frá okkur og ekki hægt að hringja til þín og spjalla saman lengur. Þegar ég hugsa til baka þá var líf þitt svolítið þyrnum stráð. Alltof snemma þurftir þú að axla ábyrgð á systkinum þínum, eignast svo barn 15 ára, lendir í Vestmanna- eyjagosinu 1973, ólétt að mér, missir móður þína ung og fleira sem var lagt á þig. En einhvern veginn tókst þér að hrista þetta af þér og halda áfram ótrauð. Mér er minnisstætt frá Raufar- hafnarárunum þegar þú varst að baka, hlustaðir á Rio Speedwagon og söngst með og við systur biðum eftir að fá að smakka kökurnar. Eins þegar þú heklaðir kjóla, hatta og veski á barbídúkkurnar okkar. Einnig eftir að þú varst orðin ein- stæð með okkur systurnar þrjár í Kópavoginum, þá var allt svo skipulagt, þá voru kleinubaksturs- dagar á fimmtudögum og þú varst með matseðil fyrir vikuna á ís- skápnum. Þú hafðir unun af því að spá í matreiðslubækur og upp- skriftir. Síðan eignaðist þú strákana þína tvo og þá var nú friðurinn úti hjá okkur systrum og mikið fjör á heimilinu en þú varst stolt af hópn- um þínum og hélst alltaf heimilinu hreinu og fínu. Eiginlega er hægt að segja að þér hafi liðið best þeg- ar þú varst búin að baka og áttir mat í ísskápnum, en oft var erfitt að láta enda ná saman. Einn siður sem var þér kær var að við börnin þín fengum alltaf ný nærföt og náttföt fyrir jólin. Það að verða amma fannst þér ótrúlega gaman aðeins 36 ára. Þegar heim var komið með prins- inn töluðum við oft á dag saman til að þú gætir nú fylgst með hvað hann gerði hverju sinni. Eitt af því sem við deildum sam- an var áhugi á saumaskap og handavinnu. Var oft gaman að spá og spekúlera um sníðablöð og bútasaum, skipti þá ekki máli á hvaða tungumáli þau voru því þú varst svo klár í þeim. Þú varst svo hæfileikarík á mörgum sviðum, allt sem þú tókst þér fyrir hendur var svo vel gert. Þú kenndir mér fljótt að það væri ekkert gaman að gera fallegan hlut sem væri illa frágenginn. Annað sem við deildum saman var afmælisdagurinn okkar, 13. júlí. Síðustu ár var svo gaman að smella saman í kvöldhitting hjá þér og mættum við systur með handavinnuna okkar og þú með þína og hlógum við oft eins og vit- leysingar og höfðum gaman af. Þegar þú svo veiktist og þurftir að fara ófáar ferðir til Akureyrar þá reyndum við systur alltaf að fara allar saman því þó tilgangur ferðarinnar væri alvarlegur þá var alltaf svo gaman hjá okkur. Þegar kom að því að þú legðist inn á Sjúkrahúsið á Blönduósi vitandi það að þú gætir ekki lengur búið ein og þyrftir aðstoð tókstu því af æðruleysi og sættir þig bara við það, vitandi það að þú ættir ekki afturkvæmt heim. Dauðinn var þér hugleikinn og ræddum við mikið um hann, þú vildir helst fá að vita daginn og er ómetanlegt hvað þú varst raunsæ og hreinskilin í sambandi við það sem koma skyldi. Síðustu dagana varstu mik- ið veik og sváfum við systur hjá þér þrjár síðustu næturnar og töl- uðum um hvað það væri eiginlega langt síðan við hefðum sofið allar í sama herbergi, ekki síðan þú varst einstæð með okkur í Kópavogin- um sennilega. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu á heiður skilið og tal- aðir þú oft um það hvað það væri gott að vera hjá því. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði, hafðu þökk fyrir, sofðu rótt. Þín Linda Björk. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma, mér finnst svo skrýtið að þú sért bara farin. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og spjalla við þig. Þú varst alltaf svo skemmtileg og fyndin og alltaf til í að grínast, og meira að segja líka þegar þú varst orðin veik og varst lögð inn á Blönduósi, þá varstu alltaf til í að grínast. Ég mun alltaf muna eftir því þegar þú varst oft að hrósa mér fyrir hvað ég væri dugleg að baka. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú varst einu sinni að passa mig og við saumuðum saman Barbie-föt. Ég mun heldur aldrei gleyma því hvað þú gerðir margt flott, til dæmis allt sem þú prjónaðir, allt sem þú málaðir. Ég var líka ekkert smá glöð þegar mamma sagði mér að ég fengi að eiga saumavélina þína, eitt af því dýrmætasta sem þú áttir. Elsku amma, hvíldu í friði. Freydís Ósk. Elsku amma, ég trúi því ekki að þú sért dáin, þú varst eina amman sem ég átti og það er sorglegt að þú sért dáin. Ég á góðar minning- ar um þig. Það var svo gaman að þú varst alltaf á jólunum hjá okkur að borða góðan mat og taka upp alla pakkana með okkur. Ég geymi sko vel Frozen-hárgreiðslubókina sem þú gafst mér í afmælisgjöf núna í janúar. Oh, amma ég man líka þegar þú prjónaðir flottu uglu- grifflurnar mínar, ég skal passa þær vel. Það er skrítið að geta ekki komið og bankað hjá þér og fengið sleikjó eða bara hringt í þig. Elsku besta amma, þú varst langbesta amma mín og vonandi líður þér vel í Sumarlandinu hjá Möggu ömmu og Ævari afa. Þín ömmustelpa, Elísa Bríet. Þorbjörg Ragna Þórðardóttir  Fleiri minningargreinar um Þorbjörgu Þórðardóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Ástkær systir mín, KRISTJANA ÁRSÆLSDÓTTIR (Kiddý), lést á Landspítalanum þann 22. febrúar. Útförin verður gerð frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 1. mars klukkan 13. . Einar G. Ársælsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, EDITH ELSA MARÍA NICOLAIDÓTTIR (amma Lillý), Heiðargerði 92, lést sunnudaginn 21. febrúar á Skjóli. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 1. mars klukkan 15. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti Barnaspítala Hringsins njóta. . Sigríður Eyjólfsdóttir, Magnús Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Sigurður Birkir Bjarkason, María Edith Magnúsdóttir, Baldur Örn Baldursson, Stefán Örn Magnússon, Nanna Jónsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls eiginkonu, móður og ömmu, ERLU BJÖRGÓLFSDÓTTUR, Sóleyjarima 15. Bestu þakkir til starfsfólks Eirar í Grafarvogi, Landspítalans og heimahjúkrunar. . Gylfi Theodórsson, börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ARNKELL JÓSEPSSON bóndi, Breiðumýri, Reykjadal, lést aðfararnótt 24. febrúar á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Jarðarför fer fram í Einarsstaðakirkju laugardaginn 5. mars kl. 13.30. . Guðný Edda Gísladóttir, Guðmundur Jón Arnkelsson, Óttar Jósepsson, Lára Kristjana Hannesdóttir, Guðrún Jósepsdóttir, Kristjana Ylja Guðmundsd., Sóley Arna Þ. Garðarsdóttir, Guðný Edda Guðmundsdóttir. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR þroskaþjálfi, Norðurbakka 25c, Hafnarfirði, lést þann 25. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15. . Þórólfur Árnason, Hallur Guðmundsson, Ásdís Huld Helgadóttir, Hildur Þóra Hallsdóttir, Helga Guðný Hallsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUÐNI PÁLMARSSON, Mávabraut 1b, Reykjanesbæ, lést þann 22. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 29. febrúar klukkan 13. . Logi H. Halldórsson, Þórhanna Þórðardóttir, Jóhann Halldórsson, Karen Ward Halldórsson, Halldór P. Halldórsson, Helga G. Bjarnadóttir, Herdís Halldórsdóttir, Ingvar G. Georgsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.