Morgunblaðið - 27.02.2016, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Hálkubroddar
Bensínbrúsar
Plast/Blikk
5, 10, 20L
VIAIR loftpressum
Vasaljós og lugtir,
yfir 30 gerðir
Rúðupiss 5L 20°
Turbo Sámur 5L
frá 1.495
Bílrúðusköfur
frábært úrval
Snjóskóflur
margar gerðir
frá 1.999
Startkaplar
985
Snjósköfur
margar gerðir
frá 1.495
frá 495
Strekkibönd
2.895
Frábært úrval af 12
Rósalind Guðmundsdóttir er stödd á skíðum með systur sinni,Maríu Dröfn Garðarsdóttur, í Val di Fiemme í Trentino-héraði á Norður-Ítalíu, í tilefni fertugsafmælis síns. „Ég er
mikil skíðakona en hef lítið komist á skíði í vetur, hef ekki haft tíma til
þess.“
Rósalind ólst upp í Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hún lauk prófi í
viðskiptafræðum og er núna framkvæmdastjóri og annar eigenda að
Vélsmiðju Guðmundar ehf. ásamt bróður sínum, Aðalsteini Guð-
mundssyni vélvirkjameistara. Faðir þeirra, Guðmundur Aðal-
steinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1984, en árið 2007 keyptu þau
systkinin vélsmiðjuna af honum.
„Vélsmiðja Guðmundar er framleiðslufyrirtæki og framleiðir
gröfuskóflur og hraðtengi við góðan orðstír. Við erum einu framleið-
endurnir á þessum vörum á Íslandi og framleiðum þær undir vöru-
merkinu Skoflur.is.“
Í frístundum sínum kennir Rósalind fólki á öllum aldri reikning.
„Mér finnst samt stærðfræðikunnátta fólks vera með fádæmum góð.“
Sambýlismaður Rósalindar er Björn Þórðarson byggingatækni-
fræðingur. Börn þeirra eru Telma Dögg Björnsdóttir, f. 1996, Guð-
mundur Snorri Eysteinsson, f. 1999 og Þórður Hugo Björnsson, f.
2008. Foreldrar Rósalindar eru Guðmundur Aðalsteinsson vél-
virkjameistari og Svanhildur Ágústsdóttir tækniteiknari.
Rósalind og börnin Frá vinstri: Rósalind, Þórður Hugo, Guðmundur
Snorri, kötturinn Nala og Telma Dögg.
Er í skíðaferðalagi
í tilefni afmælisins
Rósalind Guðmundsdóttir er fertug í dag
S
teingrímur Sigurgeirsson
fæddist í Reykjavík 27.
febrúar 1966. Hann ólst
upp í Reykjavík, fyrst í
Hlíðunum en síðan í
Árbæ og Vesturbænum.
„Ég var í Árbæjarskóla og Aust-
urbæjarskóla þar til fjölskyldan
flutti til Svíþjóðar 1976 þar sem
pabbi var lektor í íslensku við há-
skólann í Uppsölum. Við fluttum
heim 1982 og ég byrjaði í MH og
varð stúdent 1986. Við bjuggum í
Vesturbænum þar sem foreldrar
mínir höfðu keypt hús er langafi
minn byggði um aldamótin 1900,
Brekku við Brekkustíg. Ég hef
ávallt skilgreint mig sem Vestur-
bæing þótt ég hafi ekki búið þar
síðustu árin, hann togar alltaf í
mann.“
Steingrímur stundaði nám í
þýsku og stjórnmálafræði við Trier-
háskóla á bökkum Mosel-árinnar í
Þýskalandi 1988-1990, varð BA í
stjórnmálafræði við HÍ 1997 og
Master of Public Administration
(MPA), frá Harvard Kennedy
School í Cambridge í Massa-
chusetts-ríki í Bandaríkjunum árið
2002.
Vín og störf
Steingrímur er einn helsti vínsér-
fræðingur þjóðarinnar. „Ég fékk
vínáhugann á Þýskalandsárunum
og byrjaði með vikulega pistla í
Morgunblaðinu, fyrst um vín og síð-
ar mat og vín sem birtust í aldar-
fjórðung eða svo.“
Steingrímur stofnaði sælkera-
síðuna Vínótekið – vinotek.is árið
Steingrímur Sigurgeirsson, vínsérfræðingur og ráðgjafi – 50 ára
Hjónin Steingrímur og María á siglingu í Costa Rica í Mið-Ameríku árið 2002.
Samsetning Cabernet
og Merlot í uppáhaldi
Morgunblaðið/Ásdís
Afmælisbarnið Steingrímur.
Kópavogur Artúr Magni
Maslanka fæddist 11.
febrúar 2015 kl. 9.04.
Hann vó 3.540 g og var
53 cm langur. Foreldrar
hans eru Malgorzata
Kedziora og Maciej
Maslanka.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.