Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 44

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu þér ekki bregða, þótt þú upp- götvir einhver mistök, það geta víst allir gert þau. Landið og heimilið skipta þig miklu máli núna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert mjög sjálfstæður í dag og ættir því ekki að þiggja ráð frá öðrum. Frestaðu áformum þínum ef mögulegt er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ágreiningur við vini eða hóp er lík- legur á næstu vikum. Leitaðu svara við því sem þig langar til að vita. Gott skipulag getur bjargað miklu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu ekki vonsvikinn þótt þér hafi mistekist eitthvað. Hálfbakaðar eða óljósar skuldbindingar þarfnast úrlausnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skoðaðu hjarta þitt áður en þú tekur ákvörðun sem marka mun spor í líf þitt. Ein- hver sem þú áleist síður en svo vitran gefur þér góð ráð í kvöld. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Sinntu bara þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ábyrgð þín á börnum liggur þungt á þér enda er einhver svartsýni að angra þig í dag. Vonandi að fólkið í kringum þig sé á sama máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma vinum þínum. Fylgdu innsæi þínu. Gefðu þér tíma til þess að und- irbúa þig, þó að margir bíði eftir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt ekki vanmeta vinsældir þínar en mátt heldur ekki misnota þér velvild annarra. Dekraðu við þína nánustu og sjálfan þig í kvöld. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur komið sér vel að þekkja til samstarfsmanna sinna þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Ekki skuldbinda þig ef þú mögulega kemst hjá því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur mikið að segja að þú komir þannig fram að fyrstu kynni séu já- kvæð. Gefðu þér tíma til þess að eiga með fólki stund utan vinnutíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Áhugaverðu tilboði verður skotið inn á borð hjá þér í dag. Hvort sem leiðin liggur til annars lands innan tíðar eða ekki, verðurðu að minnsta kosti búinn að setja þig í hnatt- rænar stellingar. Síðsta gáta var sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson: Valfaðir í Valhöll heitir, Vinsæll þorrablótum á. Margur sitt í reiði reytir. Á róðrarbát er þollur sá. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Eitt mun Óðins heiti Hár. Hákarlinn ég fékk í ár. Mitt í reiði reyti hár. Róðrarbáts er þollur hár. Árni Blöndal á þessa lausn: HÁR ég tel hér Óðin heita. HÁR er nefndur hákarlinn. HÁRIÐ argir ýmsir reyta. Einnig HÁR er þollurinn. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Hár var Óðins annars heiti ómar söngur hár á blótum Hár mitt lítið hér ég reyti hárs í áratökum njótum. Hér kemur loks skýring Guð- mundar: Óðinn Hárs og heiti ber. Hár á blótum þorra er. Reytir margur af heift sitt hár. Hár er þollur til stuðnings ár. Og síðan fylgir limra: Reiðskjóti Gústa var grá meri, gangþýð var sú og frá meri, svo féll hún frá, hann fékk sér þá í staðinn hrekkjótta hámeri. Og ný gáta eftir Guðmund: Bungu á landi lítum vér. Leynist undir höfuðskel. Víða snýst á vegum hér. Í vegg íbogið skarð það tel. Jósefína Dietrich yrkir á Boðn- armiði: Meðal þess sem mætti af okkur ……………......mannfólk nema er meiri svefn í mjúku fleti og miklu betri skammt af leti. x Gísli Ásgeirsson bætti við: Höfði mínu halla þarf ……………….. og huga að draumum. Kveðju góða kettir senda kvæðarófu þarf að enda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt hangir á hárinu Í klípu „ÉG SLAPP EINU SINNI, EN NÁÐIST OG VAR SENDUR TIL AUGNLÆKNIS. HANN HJÁLPAÐI MÉR MEÐ GANGASÝN MÍNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger SYSTIR MÍN VAR AÐ GEFA MÉR ÞÚSUNDKALL TIL ÞESS AÐ SEGJA ÞÉR EKKI EITTHVAÐ. Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... mantran þín. VINSAMLEGA EKKI GRAFA BEININ ÞÍN ÞARNA EN HVAÐ EF VATNIÐ ER KALT? Enn meira um aksturshæfileikaVíkverja. Þannig er mál með vexti að Víkverji telur sig vera prýðilega góðan ökumann eins og hann hefur áður greint frá. En það eru víst ekki allir sammála þeirri staðreynd. Þar á meðal litli aðstoð- arökumaðurinn, afkvæmi Víkverja sem þreytist ekki á því að biðja Víkverja um að hægja á sér. x x x Alveg nýlega þá barst litla að-stoðarökumanninum liðsauki: vinkona hans úr leikskólanum. Börnin sátu makindalega í aft- ursætinu einn daginn þegar Vík- verji skutlaðist með þau. Að því er Víkverja sýndist þá nutu þau sín vel í aftursætinu. Alveg þar til af- kvæmið byrjaði á ný að biðja Vík- verja um að hægja ferðina. „Keyri ég hratt? finnst þér það?“ spurði Víkverji vinkonuna. „Já,“ var svar- að afdráttarlaust. Víkverji neyddist til að hægja ferðina og spurði „en núna?“ þegar hann hafði slegið töluvert af og fannst hann silast um göturnar. „Þetta er þægilegra og betra,“ heyrðist aftur í. Þá veit Víkverji það. Hann keyrir enn of hratt þrátt fyrir að hafa veitt því athygli og reynt að draga úr hraðanum. Keyra í núvitund – er það ekki eitthvað? x x x Enn annar liðsmaður bættist íhópinn: „Hægðu á þér Víkverji í umferðinni“ úr óvæntri átt. Vík- verji sótti vinnufélaga sinn einn morguninn sem oftar. Víkverji var með útvarpið í botni eins og ávallt og keyrði af festu í átt að vinnu- félaganum sem hopaði undan bíln- um þegar hann nálgaðist. „Hvað? ekki hélstu að ég ætlaði að keyra á þig, drengur?“ sagði Víkverji um leið og samstarfsfélaginn steig inn í bílinn. Það kom hik á hann og svar- aði dræmt: „neeei“. „Ég ætlaði að segja það,“ sagði Víkverji og tjáði honum að dóttir hans kvartaði und- an aksturslagi hans „Ég er með henni liði. Allan daginn,“ sagði vinnufélaginn. „Þú ættir að vera í bíl með mömmu. Hún er rosaleg, ég er skíthrædd með henni,“ sagði Víkverji og hló. „Þú veist að við er- um ekkert annað en léleg útgáfa af foreldrum okkar,“ fullyrti vinnu- félaginn. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. Sálm 42:2 - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.