Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.02.2016, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016 Söfn • Setur • Sýningar Síðasta sýningarhelgi: Sjálfstæðar mæður á Veggnum Andvari í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Listasafn Reykjanesbæjar Iceland Defense Force - Ásbrú 6. febrúar - 24. apríl Íslensk náttúra, landslagsverk úr safneign 15. janúar - 24. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Herinn sem kom og fór 6. febrúar-24. apríl Þyrping verður að Þorpi Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is LISTASAFN ÍSLANDS KVARTETT 15.1 - 1.5 2016 Chantal Joffe, Gauthier Hubert, Jockum Nordström, Tumi Magnússon UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 Leiðsagnir á ensku alla föstudaga kl. 12:10 SJÓNARHORN Sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, 28. febrúar kl. 14. Ókeypis aðgangur. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016 Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2. - 16.9.2016 Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudagur 28. febrúar kl. 14: Leiðsögn á vegum Listasafns Íslands Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. Verið velkomin DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Síðasta sýningarhelgi Leiðsögn sun. kl. 14 ÍSLAND ER SVO KERAMÍSKT Steinunn Marteinsdóttir 9.1.-28.2.2016 Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Snapshots er plata Tonik En-semble en þar fer AntonKaldal Ágústsson með öllvöld. Söngvarar á þessari plötu eru Hörður Már Bjarnason (M-Band), Jóhann Kristinsson, Ragnhildur Gísladóttir og Shipsi. Einnig leika Tumi Árnason (saxófónn), Ve- ronique Jac- ques (selló) og Þórður Her- mannsson (selló) á plöt- unni. Anton Kaldal er eldri en tvæ- vetur hvað íslenska raftónlist varð- ar og hefur gefið út slatta af efni undir nafninu Tonik á umliðnum árum. Snapshots er hins vegar það fyrsta sem hann gerir undir nafn- inu Tonik Ensemble og er viðskeyt- inu ætlað að undirstrika að þetta er ekki bundið við svefnherbergisdútl, hér er unnið með hljómsveita- hugtakið og Anton hefur gert nokk- uð af því að þróa þennan nýja hljóð- heim á tónleikum, þar sem söngvarar og hljóðfæraleikarar koma við sögu. Skemmst er frá því að segja að þessi samsetning er al- gerlega að virka og Snapshots hæg- lega ein af betri plötum sem út komu hérlendis á síðasta ári. Anton er á mála hjá atomna- tion, er með ágæta dreifingu er- lendis og er það vel. Á vissan hátt má segja að hann sé blóm sem hefur tekið sér tímann sinn í að springa að fullu út, bæði hvað varðar fer- ilinn og svo þessa plötu hér en hún var unnin á um fimm ára tímabili. Innihaldið er lífræn „hús“- tónlist ef svo má kalla („house“), eiginlega djúphús en slitrur af teknói og sveimi eru þarna líka. Þetta er plata sem tekur sinn tíma í að sökkva inn en verðlaunar eftir því. Hvert og eitt lag er haglega of- ið, hljóðrásum sem innihalda trommutakta, bassa, strengi, áhrifshljóð og söng er listavel flétt- að saman þannig að úr verður höf- ugt og áreynslulaust streymi. Það er úthugsað jafnvægi í öllu, ekkert sem ógnar því að stela sviðsljósinu af hinu, allt vinnur þetta saman á ególausan hátt (þið afsakið frjáls- lega notkun mína á egóhugtakinu). Að því leytinu til er þetta eitt og óslitið ferðalag, lögin búa öll yfir þessu einkenni en þó eru lúmsk blæ- brigði á sveimi. „Prelude“ opnar plötuna þar sem heyra má hljóð sem minna á snarkandi eld undir hljómfögrum og seiðandi söng. Áhrifamikið, dulúðugt og gæti þess vegna verið upphafsstef einhverrar þungarokksplötunnar. „Landsca- pes“ er hins vegar í meira dæg- urlagaformi, sungið af Röggu Gísla og enn eitt tilbrigðið við hústónlist Antons má og finna í „Powers of Ten“ sem er melankólískt og nokk- uð tilraunakennt. Það lag er líkast til besta dæmið um þann fumlausa árangur sem er að nást hér, þar sem samsláttur raftónlistar, tilfinn- ingaþrungins söngs og svo hljóð- færaleiks (selló og saxafónn) mætist glæsilega í einum skurðpunkti. Hörður Már Bjarnason syngur lag- ið frábærlega og á stórleik á plöt- unni. Plötunni er lokað með „Until We Meet Again“, einkar melódískri og fallegri smíð og önnur lög rúlla áfram af reisn eins og lýst hefur verið. Það er pláss fyrir orðið „vandað“ hérna en alls ekki í ein- hverri sterílli merkingu, heldur er svo auðheyranlegt að hér hefur virkilega verið legið yfir málum. Umslagið hér er þá einkar vel heppnað, er eftir Jack Vanzet sem hefur m.a. unnið með Chet Faker. Allur pakkinn er þannig einkar að- laðandi. Stórgott stöff! Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson Vandvirkni Anton Kaldal Ágústsson hefur starfað undir nafninu Tonik um langa hríð. „Stórgott stöff!“ skrifar rýnir hrifinn um plötuna. Höfugt, áreynslu- laust streymi... » Það er pláss fyrirorðið „vandað“ hérna en alls ekki í ein- hverri sterílli merkingu, heldur er svo auðheyr- anlegt að hér hefur virkilega verið legið yfir málum. Vínardrengjakórinn heldur tónleika sem nefnast frá Mozart til Michael Jackson í Norðurljósasal Hörpu í dag og á morgun kl. 15. Eins og nafnið gefur til kynna þá er efnisskrá tón- leikanna mjög fjölbreytt og flytja drengirnir klassísk verk eftir Mozart sem og poppstjörnuna Michael Jack- son og Lionel Ritchie og allt þar á milli. Listrænn stjórnandi er Gerald Wirth og kórstjóri er Manolo Cagnin. Vínardrengjakórinn er einn fræg- asti drengjakór í heimi – og einn frægasti kórinn yfir höfuð – og kem- ur á ári hverju frram á yfir 300 tón- leikum sem sóttir eru af meira en hálfri milljón áheyrenda. Kórinn er skipaður um 100 kórdrengjum á aldr- inum 9 til 14 ára sem skipt er í fjóra kóra. Þess má geta að einn kórdrengja, Magnús Hlynsson á íslenskan föður sem búsettur er í Vínarborg ásamt móður sinni sem kennir íslensku. Frá árinu 1926 hefur Vín- ardrengjakórinn skipulagt fyrir 1000 tónleikaferðir til yfir 100 landa. Starfsemi kórsins byggir á aldagam- alli hefð. Drengirnir hafa sungið í kapellu keisarans í Vín frá árinu 1296. Árið 1498 flutti Maximilian I hirð sína og kapellu til Vínar. Frá þeim tíma hafa kórdrengirnir í Vín- ardrengjakórnum, ásamt Vínarfíl- harmóníunni og Vínaróperukórnum, séð um tónlistarflutning í sunnudags- messum í kapellu keisarans. Tónlist- armenn á borð við Mozart, Salieri og Bruckner hafa allir unnið við Vín- arhirðina; tónskáldin Joseph Haydn, Michael Haydn og Franz Schubert voru sjálfir kórdrengir. Frá miðöld- um hefur Vínarkapellan fylgt keis- aranum á ferðalögum. Tónleikaferðir eru enn hluti af menntun kórdrengj- anna. Utan kapellu keisarans í Vín má njóta söngs Vínardrengjana í tón- leikasal þeirra í Muth. Tvær nýlegar heimildamyndir eftir Curt Faudon gefa innsýn í list drengjanna: Lög um Mary (2013) er ævisaga Maríu í 21 mótettum og lögum og Að byggja brú – styrkurinn í söng kom út á DVD ár- ið 2014. Frá Mozart til Jackson Vínardrengjakórinn Drengjakórinn er einn sá þekktasti í heimi. Drengir Haldnir eru um 300 tón- leikar árlega sem eru vel sóttir. Fjallað er um Víking Heiðar Ólafs- son píanóleikara í nýjasta tölublaði tónlistartímarits BBC í Bretlandi, BBC Music Magazine. Hann er við- fangsefni fasts dálks sem fjallar um rísandi stjörnur, undir yfirskrift- inni „Rising Stars – Great artists of tomorrow“. Stiklað er á stóru yfir feril Vík- ings og sagt að þótt ferill kons- ertpíanistans hafi snemma blasað við honum, þá hafi hinn 31 árs gamli píanóleikari haft fleiri hug- myndir. Hann sé þegar listrænn stjórnandi tveggja tónlistarhátíða, Vinterfest í Svíþjóð og Midsummer Music í Reykjavík, hafi gefið út þrjá geisladiska hjá eigin útgáfu og auk þess verið með sjónvarsþátt á besta tíma þar sem hinn heimskunni pí- anóleikari Alfred Brendel hafi ver- ið meðal gesta. „Þegar ég var lítil leit ég á píanóið sem leikfang – og ég geri það að mörgu leyti enn,“ er haft eftir Víkingi Heiðari. Víkingur rísandi stjarna í tímariti BBC Morgunblaðið/Einar Falur Píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.