Morgunblaðið - 27.02.2016, Síða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2016
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Ég hef haft mikinn áhuga á og dálæti
á óperum síðan ég sá Carmen 51
sinnum í Þjóðleikhúsinu árið 1975. Á
þeim tíma vann ég í sminkinu og um
leið og ég var búin að sminka allan
barnakórinn hljóp ég upp á efstu
svalir og hlustaði hugfangin á óp-
eruna til enda. Þarna kviknaði óp-
eruáhuginn og þess vegna er það
langþráð tækifæri fyrir mig að fá að
takast á við svona dramatíska óp-
eru,“ segir Kol-
brún Halldórs-
dóttir sem
leikstýrir Don
Giovanni sem Ís-
lenska óperan
frumsýnir í Eld-
borgarsal Hörpu í
kvöld kl. 19.
„Mig hefur
dreymt um það
mjög lengi að fá
að setja upp óp-
eru af þessu tagi og hef raunar komið
að máli við alla óperustjóra Íslensku
óperunnar á einhverjum tímapunkti
og óskað eftir því að fá að setja upp
stóra óperu. Nú er sá draumur orð-
inn að veruleika,“ segir Kolbrún, en á
löngum leikstjórnarferli sínum hefur
hún leikstýrt fjölda leiksýninga sem
oftar en ekki hafa byggst á tónlist að
stórum hluta. Má sem dæmi nefna
Skilaboðaskjóðuna, Fiðlarann á þak-
inu, Cabaret, Rocky Horror og
Happy End. Þá stjórnaði Kolbrún
sviðssetningu opnunarhátíðar Hörpu
2011 og konsertuppfærslu Íslensku
óperunnar, Listahátíðar og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands á Peter Gri-
mes á ensku sl. vor, en sú uppfærsla
er tilnefnd til íslensku tónlistarverð-
launanna 2016 sem tónlistar-
viðburður ársins í flokki sígildrar
tónlistar.
Fórnarlömb flagara?
Don Giovanni er fyrsta óperan
sem Kolbrún leikstýrir á ítölsku.
„Það er auðvitað ákveðin glíma að
vinna á tungumáli sem er manni ekki
tamt, en við höfum notið góðs af m.a.
frábærum söngþjálfurum og Ben-
jamin Levy, sem er dásamlegur
hljómsveitarstjóri sem þekkir verkið
út og inn. Á endanum er það í hans
höndum, söngvaranna og hljóðfæra-
leikaranna að líma þetta allt saman
þannig að úr verði ein fullburða
heild. Don Giovanni er músíkalskt
spennandi verk. Það er bæði létt og
leikandi, en líka mjög dramatískt,“
segir Kolbrún og tekur fram að hún
leggi meira upp úr dramanu í nálgun
sinni á verkinu.
Spurð hvar hún staðsetji verkið í
tíma og rúmi segir Kolbrún að farin
hafi verið sú leið að láta það gerast í
óræðri fortíð á bilinu 1830 til 1900.
„Óperan var frumsýnd 1787 eða
sama ár og Mozart skrifaði hana. Þó
þetta sé tæplega 230 ára gamalt verk
þá er þetta samt saga allra tíma.
Þegar maður fer að skoða Don Giov-
anni með gleraugum dagsins í dag
sér maður fljótt að maður hefur hitt
þónokkra svona karaktera á lífsleið-
inni. Mér fannst sérstaklega gaman
að skoða kvenhlutverk óperunnar
með gleraugum nútímans og skoða
hverjar eru hliðstæður dagsins í dag.
Eru konurnar bara fórnarlömb
þessa sjarmerandi flagara sem hefur
gert það að metnaðarmáli að sofa hjá
sem flestum konum og svikið þær
2.055 talsins eða eru þetta konur sem
heillast af töfrum hans með svip-
uðum hætti og gæti gerst í dag? Kon-
ur heillast af töfrandi karlmönnum
nú ekki síður en á dögum Mozart og
trúa því jafnvel að þær geti elskað
svæsnustu drullusokka svo mikið að
þeir breytist. Við þekkjum því líka
þessar konur býsna vel,“ segir Kol-
brún og tekur fram að sérstaklega sé
spennandi fyrir þrjár stórbrotnar
sópransöngkonur að takast á við
hlutverk af þessu tagi.
Snúin glíma að lokunum
Eins og frægt er orðið býður Don
Giovanni látnum lénsherra og föður
Donnu Önnu, sem hann sjálfur ban-
aði, í mat til sín í lokaþætti verksins
sem endar með því að vofa lénsherr-
ans dregur hann með sér til heljar.
Spurð hvernig hún nálgist yfirnátt-
úrulegan þátt óperunnar segir Kol-
brún að húsið setji þar ákveðnar
skorður. „Eldborg er konsertsalur
en ekki leikhús. Við þurfum því eðli-
lega að sníða okkur stakk eftir vexti.
En við höfum verið með ótrúlega út-
sjónarsama liðsheild í því að gera
umgjörð sem þjónar þessari upp-
setningu,“ segir Kolbrún, en Snorri
Freyr Hilmarsson hannar leikmynd-
ina, María Ólafsdóttir búninga og
Björn Bergsteinn Guðmundsson lýs-
ingu. „Það var snúin glíma fyrir okk-
ur að finna leiðina að lokunum, en ég
hlakka til að kynna hana fyrir áhorf-
endum, sem eru forvitnir um þann
sem kemur í kvöldverðinn og það
hvernig við svörum lykilspurningum
verksins,“ segir Kolbrún og bætir
við: „Jóhann Smári Sævarsson sem
leikur lénsherrann hefur leikið hann
áður og þá þurft að leika hann í gervi
marmarastyttu. Hann er ekkert
ósáttari við að leika hann með þeirri
aðferð sem við notum.“
Í öðrum hlutverkum eru Oddur
Arnþór Jónsson sem Don Giovanni,
Tomislav Lavoie sem Leporello,
Hallveig Rúnarsdóttir sem Donna
Anna, Elmar Gilbertsson sem Don
Ottavio, Hanna Dóra Sturludóttir
sem Donna Elvira, Þóra Ein-
arsdóttir sem Zerlina og Ágúst
Ólafsson sem Masetto.
Spurð að lokum hvort hún eigi sér
draumaleikstjórnarverkefni á óp-
erusviðinu svarar Kolbrún: „Það
væri þá ekki nema Carmen. Ég vona
að einhvern tíma í framtíðinni eigi ég
eftir að fá að glíma við hana.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
„Langþráð tækifæri“
Íslenska óperan frumsýnir Don Giovanni eftir Mozart
Kvenhlutverk óperunnar skoðuð með nútímagleraugum
Kolbrún
Halldórsdóttir
„Don Ottavio er andstæðan við
Don Giovanni,“ segir Elmar Gil-
bertsson tenór sem syngur Don
Ottavio, sem er vonbiðill Donnu
Önnu í Don Giovanni. „Meðan
flagarinn Don Giovanni er skíthæll
er Don Ottavio góði og mjúki
gaurinn. En hann er frekar veik-
geðja og talar fremur en að fram-
kvæma. Hann treystir sér t.d. ekki
til að hefna föður Donnu Önnu
þegar Don Giovanni drepur hann,“
segir Elmar og tekur fram að
hann þurfi samt eðlilega ávallt að
standa með sínum karakter, jafn-
vel þó þeir séu pínu leiðinlegir.
Að sögn Elmars hefur hann
einu sinni áður sungið hlutverkið
á sviði. „Þegar ég var í mast-
ersnámi mínu í Amsterdam fyrir
sjö árum tók ég þátt í óperuupp-
færslu á vegum skólans,“ segir
Elmar og tekur fram að það sé
frábært að koma aftur að hlut-
verkinu. „Það
er svo skrýtið
með þessi hlut-
verk sem mað-
ur er búinn að
vinna vel einu
sinni að þau
fara ekkert svo
glatt úr kerfinu.
Þetta er því
eins og að hitta
aftur gamlan vin.“
Spurður hvaða verkefni séu
framundan hjá honum segist Elm-
ar munu syngja í óperu eftir
Kristian Blak í Færeyjum í júní. „Á
næsta ári mun ég syngja Pedrillo í
Brottnáminu úr kvennabúrinu eft-
ir Mozart í Toulon og Mími í Rín-
argullinu eftir Wagner í Hamborg.
Árið 2018 mun ég síðan syngja
Pelléas í óperunni Pelléas et Mél-
isande eftir Debussy í Bochum
sem ég hlakka mikið til.“
DON OTTAVIO ER ANDSTÆÐAN VIÐ DON GIOVANNI
Elmar
Gilbertsson
Morð Elmar Gilbertsson,
Hallveig Rúnarsdóttir og
Jóhann Smári Sævarsson
í hlutverkum sínum sem
Don Ottavio, Donna Anna
og lénsherrann.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn
Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn
Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn
Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn
Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn
Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn
Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn
Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn
Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn
Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Lau 27/2 kl. 20:00 37.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 40.sýn Lau 5/3 kl. 22:30 43.sýn
Lau 27/2 kl. 22:30 38.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 41.sýn Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn
Fim 3/3 kl. 20:00 39.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 42.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn
Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn
Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 28/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 28/2 kl. 16:00 aukasýn
Síðustu sýningar!
Kvika (Kassinn)
Fim 3/3 kl. 21:00 Frums. Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn
Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 12:00 4.sýn
Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Hver er hræddur við VirginiuWoolf? –★★★★– SBH. MBL
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 10/3 kl. 20:00 Fors. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00
Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00
Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00
Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00
Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00
Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00
Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00
Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00
Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00
Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00
Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00
Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00
Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00
Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00
Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00
Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00
Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00
Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00
Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim
Njála (Stóra sviðið)
Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Sun 10/4 kl. 20:00
Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Sun 20/3 kl. 20:00 Sun 17/4 kl. 20:00
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)
Lau 27/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 síð sýn.
Allra síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 13/3 kl. 20:00 11.sýn
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 3/3 kl. 20:00 33.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00
Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Fim 17/3 kl. 20:00
Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Lau 27/2 kl. 13:00 Sun 28/2 kl. 13:00 Lokasýn. Sun 6/3 kl. 13:00
Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum
„Góði og mjúki gaurinn“