Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 52
til voru á tímabilinu. Verkið tók alls
um 6-700 vinnustundir og er búning-
urinn metinn á um sjö milljónir.
„Hún var verslunarkona og hafði
því sérstaklega góðan aðgang að inn-
fluttu efni, eða innfluttu fíneríi eins
og ég kalla það,“ segir Hildur létt í
bragði, en því hafi skreytingarnar á
búningi hennar ekki verið á allra færi
á þessum tíma.
Síðasta verkið við gerð búningsins
var að búa til höfuðbúnaðinn. „Ég
hugsaði mikið um hann og fékk ýms-
ar hugmyndir,“ segir Hildur, en
höfuðbúnaður faldbúningsins hafi
þróast í samræmi við tískustrauma
yfir 400 ára tímabil. Ekki fannst skýr
lýsing á höfuðbúnaði Rannveigar en
Hildur er afar ánægð með afrakstur-
inn.
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sex í mikilli hættu í Reynisfjöru
2. Draga sig úr Söngkeppni …
3. Hlín Einarsdóttir ráðin …
4. Ekki hikað við að sofa hjá …
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jó-
hannsson verða í hlutverki gestaleið-
beinenda á tilraunanámskeiði í tón-
listarsköpun fyrir krakka í Mengi í
fyrramálið milli kl. 10.30 og 11.30.
Benedikt Hermann Hermannsson
leiðir námskeiðið, sem er opið öllum
krökkum á aldrinum 4-6 ára og þeim
fullorðnu sem fylgja þeim.
Morgunblaðið/Eggert
Erna og Valdimar
kenna í Krakkamengi
Ráfandi skrúð-
ganga nefnist sýn-
ing svissnesku
listakonunnar
Noemi Nieder-
hauser sem opnuð
verður í Listasafn-
inu á Akureyri,
Vestursal, í dag kl.
15. Samkvæmt upplýsingum frá safn-
inu er sýningin sviðsetning á lát-
bragði, hreyfingum og gjörðum þar
sem merking og áhersla er sífellt
fjarlægð. Sýningin stendur til 13.
mars og er opin þriðjudaga til sunnu-
daga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Noemi Niederhauser
sýnir í Vestursal
W.A. Mozart – 260 ára er yfirskrift
tónleika sem fram fara í Bústaða-
kirkju á morgun kl. 17. Þar verða
fluttar valdar perlur eftir tónskáldið.
Flytjendur eru Kór Bústaðakirkju,
Antonia Hevesí á píanó og Matthías
Stefánsson á fiðlu. Félagar
úr Frímúrarakórnum munu
syngja verk Mozarts sem
hann tileinkaði Reglunni.
Einsöngvarar koma úr Kór
Bústaðakirkju. Stjórnandi
kóranna tveggja er Jónas
Þórir, kantor kirkjunnar.
Flytja verk eftir Moz-
art í Bústaðakirkju
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það er frábær tilfinning að fá að
klæða hana í búning sem hæfir stétt
hennar og stöðu,“ segir Guðrún Hild-
ur Rosenkjær, klæðskeri og kjóla-
meistari, en hún hafði frumkvæði að
því ásamt eiginmanni sínum, Ás-
mundi Kristjánssyni gullsmið, að
hanna og sauma íslenskan faldbún-
ing á gínu Rannveigar Sívertsen sem
finna má á Byggðasafni Hafnarfjarð-
arbæjar í Sívertsenshúsinu. Áður var
hún íklædd grænum kjól sem var
danskur að uppruna.
„Það truflaði mig alltaf svolítið,
þar sem hún hefði átt að klæðast há-
tísku íslenskum búningi eins og stall-
systur hennar á þessum tíma,“ bætir
Hildur við, en hún hefur starfað við
þjóðbúningagerð, kennslu og rann-
sóknir í rúm tuttugu ár. Rekur hún
ásamt eiginmanni sínum Annríki –
þjóðbúningar og skart en þau hafa
unnið að gerð búningsins síðustu tvö
ár ásamt góðum liðsauka.
Búningurinn var afhentur Hafnar-
fjarðarbæ í Sívertsenshúsinu í gær-
kvöldi og því öllum frjálst að kíkja
þar við og kynna sér sögu Rann-
veigar, „móður Hafnarfjarðar-
bæjar“.
Ekki eitt saumavélarspor
Hjónin Hildur og Ásmundur hóf-
ust handa við verkið fyrir rúmum
tveimur árum. Leitaði Hildur víða
eftir samstarfi og stofnaði svo hópinn
Faldafreyjur, sem taldi átta konur
víðs vegar að sem voru tilbúnar að
gefa tíma sinn til að skapa faldbún-
ing, sæmandi Rannveigu Sívertsen.
Búningurinn er unninn eftir lýs-
ingum á faldbúningi í eigu Rann-
veigar sem finna mátti í dánarbúi
hennar. „Við ákváðum strax í upphafi
að vinna búninginn eins og gert var á
þessum tíma, í kringum aldamótin
1800. Hann er því alveg handunninn
– ekki eitt saumavélarspor,“ segir
Hildur, en aðeins voru notuð efni sem
Móðir Hafnarfjarðar rétt klædd
Faldbúningur
Rannveigar Sí-
vertsen afhentur
Ljósmynd/Björn Pétursson
Sívertsen Unnið hefur verið í tvö ár að gerð faldbúnings sem samræmist lýsingum í dánarbúi Rannveigar Sívert-
sen. Búningurinn var afhentur Byggðasafni Hafnarfjarðar í gær og verður framvegis til sýnis í Sívertsenshúsinu.
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt suðvestanlands í kvöld.
Víða frostlaust um landið sunnanvert þegar líður á daginn.
Á sunnudag Gengur í suðaustanhvassviðri eða storm, fyrst suðvestantil upp úr hádegi
með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Lengst af hægari vindur og úrkomulítið
norðaustantil. Hlýnandi veður.
Á mánudag Stíf suðvestanátt með éljum en léttir til um landið norðaustanvert.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,
hefur tröllatrú á hinum nýja forseta
FIFA, Gianni Infantino, sem kosinn
var í Sviss í gær. Rætt er við Geir í
Morgunblaðinu í dag og segir for-
maður KSÍ að Infantino sé afar vel
liðinn í knattspyrnuhreyfinunni eftir
störf sín fyrir UEFA. Hann sé klókur
og útsjónarsamur og að auki mikill
framkvæmdamaður. »1
Geir Þorsteins hefur
tröllatrú á Infantino
Valur og Grótta munu leika
til úrslita um bikarmeist-
aratitil karla í handknattleik
í Laugardalshöll klukkan 16
í dag. Valur vann Íslands-
meistara Hauka 24:22 þrátt
fyrir að Haukar hafi haft
gott tak á Valsmönnum á
síðustu árum. Grótta, sem
er nýliði í efstu deild, vann
1. deildarlið Stjörnunnar
28:25 í seinni leik gærdags-
ins. »2,3
Valur og Grótta
mætast í úrslitum
Verður bikarúrslitaleikur kvenna í
handbolta í dag einvígi milli mark-
varðanna snjöllu, Írisar Bjarkar Sím-
onardóttur úr Gróttu og Florentinu
Stanciu úr Stjörnunni? Rakel Dögg
Bragadóttir, sam-
herji Florentinu,
segir ekkert
undarlegt að fólk
velti þessu fyrir
sér, en rætt er
við Rakel og Ír-
isi í íþrótta-
blaðinu í dag.
Kvennaleikur
Gróttu og
Stjörnunnar hefst
kl. 13.30 í Laug-
ardalshöll. »4
Einvígi markvarðanna í
bikarúrslitunum í dag?
Saga Rannveigar Sívertsen er um margt merkileg. Hún var
upphaflega gift Jóni Halldórssyni, lögréttumanni í Nesi,
en Bjarni Sívertsen, sem síðar varð seinni maður hennar,
hóf störf hjá þeim sem vinnumaður. Eftir andlát Jóns rak
Bjarni bú þeirra en þau giftust skömmu síðar. Um nítján
ára aldursmunur var þá á þeim hjónum.
Bjarni söðlaði um og gerðist kaupmaður eftir að einok-
unarverslun Dana létti hér á landi. Umsvif þeirra hjóna juk-
ust jafnt og þétt í Hafnarfirði og var hann snemma á
nítjándu öld kominn með yfirráð yfir stærstum hluta lands í firðinum. Fljót-
lega hóf hann einnig þilskipaútgerð frá Hafnarfirði. Hjónin eru oftar en ekki
kölluð „móðir“ og „faðir“ Hafnafjarðar. 272 ár eru frá fæðingu Rannveigar.
Mikil umsvif í Hafnarfirði
HJÓNIN RANNVEIG OG BJARNI SÍVERTSEN
Rannveig
Sívertsen