Morgunblaðið - 29.02.2016, Page 6

Morgunblaðið - 29.02.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Karlar 67 ára og eldri leita oftast á bráðadeildir Landspítala vegna hjarta- og æðasjúkdóma en konur frekar vegna stoðkerfissjúkdóma, þar sem aðrir sjúkdómar kunna að vera undirliggjandi. Frá 2008 til 2012 kom fólk í þessum aldurs- hópum alls 66.141 sinni á bráða- deildir sjúkrahússins. Karlmenn voru yfirleitt yngri en konurnar og þurftu oftar að leggjast inn, þó að konurnar dveljist lengur á deild komi til innlagnar þeirra. Staðreyndirnar hér að ofan koma fram í nýrri rannsókn Þór- dísar Katrínar Þorsteinsdóttur, lektors við Háskóla Íslands og verkefnisstjóra á rannsóknarstofu Landspítalans (LSH) í bráðafræð- um og samstarfsfólks hennar. Aldraðir karlar og konur á bráða- móttöku Landspítala: Þarf að vera munur á þjónustu? nefnist rann- sóknin sem kynnt verður á svo- nefndum Bráðadegi sjúkrahússins sem verður í þessari viku. Láta aðra vera í forgangi „Við þurfum að ná betur til karla. Þegar við rýnum tölur sést að eldri karlar fara frekar á sjúkrahús þegar og ef þeir eiga maka en konurnar þegar og ef þær eru einar. Þarna læt ég mér detta í hug að karlar leiti læknisþjónustu gjarnan að frumkvæði kvenna sinna. Konurnar, sem yfirleitt lifa lengur, láti svo þarfir annarra vera í forgangi uns einar eru orðn- ar. Eldri karlar sem eru einir á báti draga oft lengi að leita á sjúkrahús, jafnvel svo að þegar þeir koma er sjúkdómur það langt genginn að lítið er hægt að gera.“ Fimmtungur allra sem leita til Landspítalans eftir bráðaþjónustu er fólk 67 ára og eldra. Þessi sjúk- lingahópur er líka að stækka, sem Þórdís segir að haldist í hendur við að fólk lifi lengur. Misjafnt er svo, eins og fólk er margt, hver vandi þess er og oft liggur fiskur undir steini. Stoðkerfisvandi kvennanna getur reynst vera eitthvað annað, til dæmis hjartasjúkdómar, segir Þórdís. Séu svo nefnd dæmi um karlana getur til dæmis mjaðmar- brot haft þá fylgikvilla að eftir langt hreyfingarleysi og önnur eftirköst aðgerðar bresti fleira. „Heilbrigðiskerfið, ekki síst sjúkrahúsin, eru að kikna undan álagi. Auðvitað er brugðist við að- stæðum eftir megni en komast má nær rótum vandans. Til dæmis má huga að slysavörnum á heimilum eldra fólks, sem sjálft getur verið meðvitað um heilsu sína og bland- að sér í leikinn. Virkni í samfélag- inu hefur mikið að segja um góða heilsu,“ segir Þórdís Katrín. Áfengisneysla er vandi Áfengisneysla eldri borgara er dulið vandamál. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir nokkru að hent hefði að allt að helmingur allra sjúklinga á tólf manna legu- deild á lyflæknissviði Landspít- alans væri þar af nefndri ástæðu. Af vímunni leiddu lyfjatruflanir og að fólk hrasaði og bryti sig. Ná- kvæmlega þetta er utan rannsókn- arefnis Þórdísar, en hún segir heilbrigðisstarfsfólk þó þekkja málin. „Já, þetta er þekkt án þess að vera nægjanlega skráð eða rannsakað. Eldra fólk, kannski vegna tilbreytingarleysis, drekkur oftar áfengi en áður þekktist, en afleiðingar þess geta verið ýmsar, bæði slys og veikindi.“ Tölfræðin sýnir að eldra fólk þarf oft á þjónustu sjúkrahúsa að halda, en í hinni daglegu umræðu beinist athyglin fremur að yngra fólki. Eru aldraðir gleymdi hópur- inn í heilbrigðisþjónustunni? „Það kann svo að vera úti í þjóðfélaginu en alls ekki í heil- brigðiskerfinu. Á sjúkrahúsunum höfum við brugðist við stað- reyndum um hækkandi með- alaldur þjóðarinnar – og þjónusta er byggð upp og þróuð miðað við það. “ Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir stýrir rannsóknum LSH í bráðafræðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjúkrun Höfum brugðist við staðreyndum um hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, segir Þórdís Katrín. Karlar leita til læknis að frumkvæði kvenna  Þórdís Katrín Þorsteins- dóttir er forstöðumaður fræða- sviðs bráðahjúkrunar á Land- spítala og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ. Er með meistaragráðu í hjúkrunar- fræði frá HÍ og doktorspróf í heilbrigðisvísindum frá Háskól- anum í Gautaborg. Þórdís er fædd árið 1971, er gift og á þrjú börn.  Þórdís hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og sinnt kennslu. Hver er hún? Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsvirkjun hyggst fjárfesta í virkjanaframkvæmdum og viðhaldi fyrir rúmlega 20 milljarða á þessu ári. Framkvæmdir við stækkun Búr- fellsvirkjunar um 100 MW hefjast á vormánuðum. Áætlað er að við þær starfi á bilinu 110-140 manns í sumar og yfir 100 manns út árið. Framkvæmdir standa yfir á Þeistareykjum við 90 MW gufuafls- virkjun og vega þær þyngst í aukn- um fjárfestingum Landsvirkjunar á þessu ári. Reiknað er með að um og yfir 200 manns vinni við fram- kvæmdirnar þar í sumar. Þá á að bjóða út endurbætur á inn- taksmannvirkjum Laxárvirkjunar III nú í mars og er það stærsta við- haldsframkvæmd Landsvirkjunar á þessu ári. Áætlað er að framkvæmd- ir standi frá maí til október á þessu ári. Einnig verður tekinn upp hverf- ill í Laxárvirkjun. Auk þess eru fjöl- mörg önnur viðhaldsverkefni. Landsvirkjun er auk þess að und- irbúa mörg verkefni. Útboðshönnun Hvammsvirkjunar er að mestu lokið en endurtaka þarf mat á umhverfis- áhrifum hennar að hluta. Einnig þarf að endurtaka mat á umhverfisáhrif- um vegna Bjarnarflags að miklu leyti en útboðshönnun er lokið. Verkhönnun Kröflu II stendur yfir og verkhönnun Blönduveitu er lokið. Á næsta ári, 2017, er áætlað að verja á 15. milljarð króna í framkvæmdir og viðhald virkjana. Úr engu í svolítið Þetta kom fram í kynningu Lands- virkjunar á verkefnastöðu og fram- kvæmdum fyrirtækisins á útboðs- þingi Samtaka iðnaðarins (SI) fyrir helgi. „Við erum að fara úr engu í svolít- ið. Í fyrra voru allir á núllpunkti en nú eru orkufyrirtækin að fara aftur af stað,“ sagði Árni Jóhannsson, for- stöðumaður bygginga- og mann- virkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Fram kom á útboðsþingi SI sl. föstu- dag að opinber fyrirtæki og stofn- anir hyggist framkvæma fyrir tæpa 100 milljarða á þessu ári samanborið við 58,5 milljarða í fyrra. Árni sagði að sveitarfélög og ríkið sitji eftir þegar kemur að auknum fram- kvæmdum. „Við skuldum viðhald í innviðum mörg ár aftur í tímann. Það er mikill uppsafnaður vandi á því sviði,“ sagði Árni. Hann vísaði þar meðal annars til vegagerðar og viðhalds vega og annarra samgöngumannvirkja sem hafi setið á hakanum frá því hrunið varð. Árni sagði að fjárfestingaþörf- in í innviðum samfélagsins sé orðin risastór. „Við höfum ekki sinnt innviðunum neitt í allt of mörg ár. Ríki og sveit- arfélög hafa ekki gert það. Þótt þessu hafi ekki verið sinnt sem skyldi í langan tíma þá fara þessi verkefni ekkert frá okkur. Þau bíða bara. Fjárfesting í dag er fyrst og fremst í orkuöflun og ferðaþjón- ustu.“ Framkvæmir fyrir 20 milljarða 2016  Þeistareykir og Búrfell eru stærstu verkefni Landsvirkjunar  Innviðir samfélagsins sitja eftir Hækkun lífeyrisaldurs úr 67 árum í 70 verður gefin alls 24 ára aðlögun- artími. Þetta er meðal tillagna nefndar um endurskoðun almanna- tryggingalaga sem kynntar verða formlega á næstunni. Fyrirkomulag breytinganna verður með því móti að fyrstu tólf árin hækkar eftirlauna- aldur um tvo mánuði á ári og svo um einn mánuð í önnur tólf ár. Þá er opnað fyrir þann valkost að fólk geti frestað töku lífeyris fram að átt- ræðu, kjósi það svo. Einnig að fólk byrji að taka lífeyri 65 ára, en það hefur þá áhrif á réttindi viðkomandi fram í tímann eðli málsins sam- kvæmt. Sömuleiðis verður opnað á að fólk geti minnkað starfshlutfall sitt, það er til dæmis farið úr fullu starfi í hálft og mætt minni tekjum þá með hlutfallsgreiðslu úr lífeyris- sjóði. Einnig gert ráð fyrir samein- ingu á bótaflokkum í almannatrygg- ingakerfinu, sem verði fyrir vikið einfaldara og skilvirkara. Skv. heimildum Morgunblaðsins liggur ekki fyrir hvað fyrirhugaðar breytingar á almannatryggingakerf- inu og lögum um það munu kosta rík- issjóð. Þó er talið að kostnaðurinn geti orðið einhvers staðar í kringum 10 milljarða króna á ári. Í gildi á næsta ári Tillögurnar liggja þegar fyrir af hálfu endurskoðunarnefndarinnar og eru komnar inn á borð félags- málaráðherra, sem hefur framhaldið í hendi sér. Uppleggið í málinu hefur alltaf verið að ný lög um þetta efni taki gildi í byrjun næsta árs, en áður þarf að kynna og ræða málið, sem síðan þarf afgreiðslu Alþingis. sbs@mbl.is Hækka á lífeyris- aldur á 24 árum  Breytingar kosta 10 milljarða kr. á ári Morgunblaðið/Golli Ganga Breytingar á almannatryggingakerfinu snerta líf allrar þjóðarinnar. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.