Morgunblaðið - 29.02.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.02.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Kattavinafélag Íslands átti af-mæli í gær. Félagið var stofn- að 28. febrúar 1976.    Enginn félagsskapur á það frek-ar skilið að malað sé undir hann en Kattavinafélagið, sem fagnar nú 40 ára afmæli.    Þegar einn úr samfélaginu semþetta góða félag stendur vörð um átti afmæli forðum hugsaði vin- ur hans, skáldið Jón Helgason, til hans og verður ekki betur gert. Þetta er niðurlagið: Mjúkur, með kirfileg kampahár, kemurðu að dyrum í morgunsár, upp þig úr munnvatni allan þværð, augunum lygnir í sæld og værð, Ólundin margsinnis úr mér rauk er ég um kverk þér og vanga strauk, ekki er mér kunnugt um annað tal álíka sefandi og kattarmal. Trýnið þitt starfar og titrar kvikt, tekst því að skynja svo marga lykt, þar sem mér ekki með allt mitt nef unnt er að greina hinn minnsta þef. Bugðast af listfengi loðið skott, lyftist með tign er þú gengur brott; aldrei fær mannkindin aftanverð á við þig jafnast að sundurgerð.“ Auma mannkindin aftanverð STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 rigning Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -7 skýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 4 alskýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn -1 alskýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 4 skýjað Brussel 5 heiðskírt Dublin 6 skýjað Glasgow 7 heiðskírt London 7 léttskýjað París 6 heiðskírt Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 9 alskýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 10 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 15 þrumuveður Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal -7 snjókoma New York 9 heiðskírt Chicago 13 skýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:37 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 8:47 18:44 SIGLUFJÖRÐUR 8:31 18:26 DJÚPIVOGUR 8:08 18:12 CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Sigurður Lofts- son gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í Landssambandi kúabænda, sem heldur aðalfund sinn í lok mars. Embættinu hefur hann gegnt frá árinu 2009. Alls eru fjórtán ár síðan Sigurður, sem er bóndi í Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var fyrst kjörinn í stjórn sambandsins. Í leiðara á vefnum naut.is segir Sig- urður mikilvægt að nýr búvöru- samningur styrki stöðu landbún- aðar. Það sé helsti áhrifavaldur þess að greinin fái sóknarfæri til vaxtar og bændur möguleika til kjarabóta. sbs@mbl.is Sigurður hættir sem formaður kúabænda Sigurður Loftsson Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í kjaradeilu starfsmanna ál- vers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og vinnuveitenda þeirra síðdegis í dag. „Við funduðum fyrir helgina, þar sem fulltrúar álversins spurðu hvernig við hygðumst nálgast deiluefnin á næst- unni. Umboð viðsemjenda okkar hef- ur síðustu vikur verið hjá aðal- forstjóra samsteypunnar sem situr í París. Það er spurning hvort eitthvað nýtt sé í spilunum nú,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður álversmanna, í samtali við Morgunblaðið. Í dag kemur skip til Straumsvíkur með hráefni til álversins og til að flytja út afurðir. Gylfi segir að að óbreyttu verði afgreiðsla skipsins stöðvuð, líkt og gerðist í síðustu viku þegar stjórn- endur álverksmiðjunnar ætluðu ganga í störf hafnarverkamanna en það var stöðvað. Bryndís Hlöðversdóttir rík- issáttasemjari segir að eins og staðan er sé ekkert „algjörlega nýtt“ á borð- um sem leitt geti til lausnar í álvers- deilunni. Hins vegar hafi sér þótt rétt að boða til fundar. „Auðvitað eru allt- af sameiginlegir snertifletir deilu- aðila í svona málum. Svo er annað mál hvort slíkt geti leitt til samninga. Fundurinn í dag er fyrst og fremst áframhaldandi samtal og leit að lausnum, öðruvísi verður þessi deila ekki leyst, “ sagði Bryndís. sbs@mbl.is Ekkert nýtt en alltaf eru snertifletir  Fundað í álversdeilu í dag  Skipaafgreiðsla aftur stöðvuð  Leita að lausnum Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Deila í hörðum hnút. Lögreglu var í gær tilkynnt um þjófnað í verslun í Reykjavík og að gerendurnir, tvær stúlkur, hefðu farið á brott í bifreið. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu náðust þær skömmu síðar og voru færðar í fangageymslu þar til skýrsla verður tekin af þeim. Einnig var tilkynnt um þjófnað á hóteli í borginni. Ferðamaður sá þar mann fara inn í herbergi sitt og taka þaðan fjármuni. Elti hann þjófinn, en rétt missti af honum. Tvær stúlkur hand- teknar fyrir þjófnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.