Morgunblaðið - 29.02.2016, Side 22

Morgunblaðið - 29.02.2016, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir, frá Litla-Vatnshorni íHaukadal í Dalasýslu, er elsta hlaupársbarn landsins, 92 ára,en hún heldur upp á 23. afmælisdag sinn í dag. Hún heitir eft- ir afmælisdeginum sem í Almanaki Þjóðvinafélagsins nefnist Hildi- gerður. „Móðir mín hélt sig alltaf við þetta nafn,“ segir Ragnheiður, „en ég nota það ekki mikið þótt það sé fallegt.“ Ragnheiður segist yfirleitt hafa gert sér dagamun 28. febrúar ef ekki var hlaupár. „Þegar ég var lítil fannst mér svolítið leiðinlegt að eiga afmæli svona sjaldan. Bræður mínir kvöldu mig á því og sögðu að ég ætti ekki afmæli nema fjórða hvert ár.“ Maður Ragnheiðar er Víglundur Sigurjónsson og áttu þau 65 ára brúðkaupsafmæli 4. nóvember sl. Þau búa á Sléttuvegi 21 í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn, Trausta, sem er kvæntur Kristínu Bertu Harðar- dóttur, Stefaníu, sem er gift Heiðari Gíslasyni, og Ásgeir Sævar. Ragnheiður og Víglundur eiga fjögur barnabörn og átta barna- barnabörn. „Ég er orðin langalangamma,“ segir hún, en fyrir rúmri viku bættist við barnabarnabarnabarn. „Það verður ekki annað sagt en að ég sé rík kona.“ Fjölskyldan kom saman til að fagna ættmóðurinni í íbúð hennar í gær. „Ég er enn með réttu ráði, held ég, en heilsan er farin að gefa sig og ég treysti mér ekki til að taka sal, ég er lögblind orðin og hef tapað göngufærninni.“ 92 ára Ragnheiður ásamt fyrsta langalangömmubarni sínu. Er elsta hlaupárs- barn landsins Ragnheiður H. Hannesdóttir er 92 ára í dag K arl Jónsson er fæddur í Reykjavík 29. febrúar 1956. Hann ólst upp að stórum hluta á Rauða- læknum, byrjaði í Vogaskóla en fór síðan í Lauga- lækjarskóla. „Þess má til gamans geta að við vorum þrír í sama bekk sem áttum allir afmæli 29. febrúar. Við héldum spilaklúbb saman við fjórða mann. Ég var mörg sumur hjá ömmu og afa í Vestmannaeyjum á svokölluðum Kirkjubæjum, austast í eyjunni, og þar var eins og maður væri í sveit en þetta fór allt undir hraun í gosinu.“ Nám og störf Karl fór í verslunarskóla til Finn- lands einn vetur eftir grunnskólanám en lærði síðan kjötiðn og starfaði í kjötverslunum í nokkur ár þar til Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Málningarvara – 60 ára Fjölskyldan Karl og Guðrún ásamt börnum og barnabörnum á heimili þeirra í Hafnarfirði. Þrír í sama bekknum áttu afmæli 29. febrúar Í Stykkishólmi Hjónin ásamt tvíburunum Guðrúnu Maríu og Heiðrúnu Rós. Stykkishólmur Dúna María Kúld Viktorsdóttir fæddist 28. mars 2015 í Reykjavík og vó 3.234 g. Foreldrar hennar eru Viktor Árni Bjarnason og Sigríður Sóley Þor- steinsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.