Morgunblaðið - 03.03.2016, Side 7

Morgunblaðið - 03.03.2016, Side 7
Ljósmynd / Trine Forsland Séð yfir fundarsal á ráðstefnunni í Björgvin í gær en um 1000 þátttakendur frá yfir 300 fyrirtækjum taka nú þátt. „Þetta er gríðarlega gott tækifæri til markaðssetningar fyrir þá sem eru í sjávarútvegi því þarna eru þeir sem taka ákvarðanir,“ segir Kristján Davíðsson, ráðgjafi, um North Atlantic Seafood Forum í Bergen sem hófst á þriðjudaginn og lýkur í dag, en um er að ræða eina stærstu viðskiptaráðstefnu heims í sjávar- útvegi. Kristján segir að á ráðstefnunni séu hátt í 1.000 þátttakendur frá yfir 300 fyrir- tækjum víðs veg- ar að úr heim- inum. „Þarna eru þeir saman- komnir sem tengjast sjávar- útvegi með einum eða öðrum hætti frá 35 löndum. Þetta eru allt leiðandi aðilar í sjávarútvegi ásamt bankafólki og fjárfestum frá Síle til Kína og allt þar á milli.“ Tólf íslensk fyrirtæki taka þátt Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og í ár er áherslan sett á mark- aðsmál og markaðsaðgengi. „Það er farið vítt og breitt yfir uppsjávariðn- aðinn og botnfiskiðnaðinn, auk þess sem umfjöllun um fiskeldi er mjög áberandi. Á ráðstefnunni eru um 100 fyrirlesarar sem flytja erindi á 10 ráðstefnum þá þrjá daga sem ráð- stefnan stendur yfir,“ segir Kristján. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa verið þátttakendur á ráðstefnunni til margra ára en að þessu sinni eru tólf fyrirtæki frá Íslandi þátttakendur. Auk þess opnaði sjávarútvegs- ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þann hluta ráðstefnunnar sem fjallar um fiskveiðar. „Þó þetta sé ekki mjög heppileg tímasetning fyrir ís- lenskan sjávarútveg, mitt ofan í loðnuvertíðina, þá mætir fjöldi Íslendinga hingað til Bergen. En það eru margir sem fara síðan héðan á sjávarútvegssýninguna í Boston í beinu framhaldi en hún hefst um helgina.“ Kristján segir að nokkrir tugir Ís- lendinga séu á ráðstefnunni og að þeir hafi aldrei verið fleiri. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að mæta á ráðstefnuna því þetta er einstakt tækifæri til að heyra hvað er í gangi í sjávarútvegsiðnaðinum og hvað er framundan í greininni.“ Góð þátttaka í ráð- stefnunni í Björgvin Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Fjöldi Íslendinga leggur leið sína á eina stærstu sjávar- útvegsráðstefnu heims sem nú stendur yfir í Björgvin í Noregi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra opnaði hluta ráðstefnunnar. Kristján Davíðsson Verksvit og vinnusemi hefur alla tíð verið undirstaða lífsbaráttu hér á landi en þó hefur áherslan á nám í greinum tengdum iðnaði ekki verið nægileg. Iðn-, verk- og tækni- menntun hefur ekki þótt eftirsóknarverð og menntakerfið hefur brugðist, sérstaklega á fyrri stigum, þegar kemur að því að skila fólki með slíka menntun út á vinnumark- aðinn, því 36% fyrirtækja segja skort á starfsfólki í sinni grein. Fólk sem hefur bæði sótt sér iðn- og tæknimenntun er afar eftir- sótt starfsfólk á vinnumarkaði en samt sem áður velja einungis 12% nemenda á fram- haldsskólastigi starfsnám. Framboð náms á háskólastigi hefur þó aukist verulega og sí- fellt fleiri fyrirtæki bjóða upp á starfsþjálfun. Menntun forsenda framfara Hlutirnir gerast hratt í íslensku samfélagi þessa dagana og ein forsenda þess að byggja hér upp öflugt atvinnulíf er að tryggja fjöl- breytni á vinnumarkaði. Fyrirtæki eins og Marel, CCP og Össur eru öll byggð á hugviti sem verkvitið ljáir vængi og þýðing þeirra fyrir samfélagið verður seint metin til fulls. En fyrirtækin eru fleiri: Valka er t.a.m. annað öflugt fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki, bátasmiðjan Rafnar spratt upp úr velgengni Össurar og dæmin eru fleiri. Slík fyrirtæki þurfa fleira starfsfólk ef þau eiga að ná að dafna. Iðn-, verk- og tæknimenntað starfsfólk. Fagfólkið á mbl.is Ef fólk fær mynd í kollinn af kuldalegu verksmiðjuumhverfi eða störfum í nýbygg- ingum þegar það heyrir talað um slík störf er það ímynd sem þarf að breyta, því hún er að miklu leyti röng. Fjölmargir frábærir starfs- kraftar vinna góð, vel launuð og skapandi störf hér á landi, þar sem verkvitið skiptir höfuðmáli á meðan fræðin skipta meira máli í öðrum. Á næstu mánuðum mun Morgun- blaðið og mbl.is í samstarfi við Samtök iðnaðarins kynnast fólki um allt land sem vinnur störf af þessu tagi. Í stuttum innslögum á mbl.is verður skyggnst inn í líf og störf þess þar sem áhorfendur kynnast áhugamáli og at- vinnu. Fólkið verður jafn ólíkt og það er margt og störfin líka. Við kynnumst t.d. fólk- inu sem stýrir spennustöðvum, klippir sjón- varpsefnið og hannar leiktækin sem börnin okkar leika sér í. Skyggnst inn í líf og störf fólks í iðnaði Í næstu viku hefur mbl.is sýningar á stuttum innslögum þar sem skyggnst verður inn í líf og störf fólks í iðnaði. Þættirnir nefnast Fagfólkið og verða 40 talsins. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2016 7ATVINNULÍF kr.9.900 pr.mán.án vsk - snjallar lausnir Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri *án endurgjalds til 1. júlí 2018 ef keypt fyrir 30. júní 2016. Fullbúin viðskiptalausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.* + sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.