Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 5
WffURFRÉTTIR 29. JÚNÍ 1995 5 ♦ Þessi ntynd er úr víðavangshlaupi í Kcflavík árið 1959. Hér sést Hólmbert Friðjónsson koma í mark í skrúðgarðinum en efvel er skoðað þá eru margir merkir menn á myndinni sem Birgir Guðnason tók. Suðurnesjamaraþon í þremur vegalengdum með ung börn er bent á að barnavagn er engin hindrun í að taka þátt. Að loknu hlaupi er frítt í sund fyrir þátttakendur í Sund- miðstöð Keflavíkur. Skráning í hlaupið hófst 10. júní sol. og fer fram í Gleraugnaverslun Kefavíkur, Hafnargötu 45. Af- hending rásnúmera verður laugardaginn 1. júlí í Kjarna J (FlugHótel) Hafnargötu 57 kl. 10:00 til 16:00. Þar verður einnig hægt að skrá sig í hlaup- ið og bolir með merki hlaups- ins verða til sölu. I hádeginu er Flug Kaffi með á boðstólnum J létta rétti á góðu verði. Suðurnesjamaraþon mun fara fram sunnudaginn 2. júlí nk. en þetta er annað árið í röð sem hlaup þetta fer fram. Hlaupið mun skiptast í þrjár vegalengd- ir, 25 km., 10 km., og 3,5 km. og hefst það og endar við Gler- augnaverslun Keflavíkur við Hafnargötu. I 25 km. hlaupinu verður Sandgerðishringurinn hlaupinn, þ.e. leiðin Keflavík - Sandgerði - Garður - Keflavík. Þeir sem fara þessa vegalengd munu jafnframt fá staðfestan tíma í hálfu maraþoni. í 10 km. hlaupinu verður hlaupið um Keflavík og Njarðvík. Hlaupið er um Hafnargötu, Aðalgötu, Iðavelli, Flugvallarveg og Njarðarbraut. Við Fitjar er snú- ið við og hlaupið eftir Njarðar- brautinni, Sjávarbraut, Hafnar- braut, Bakkaveg um Keflavík- urhöfn, Hrannargötu, Vatnsnes- veg og eftir Hafnargötunni að Gleraugnaversluninni. Þriðja vegalengdin er 3,5 km. skemmtiskokk. Hlaupið og gengið er um Hafnargötu, Að- algötu, Iðavelli, Flugvallarveg, Skólaveg og Hafnargötu að Gleraugnaversluninni. Allir sem taka þátt í hlaupinu fá við- urkenningarpening og þeir sem verða fremstir í hinum ýmsu aldursflokkum fá sérstök verð- laun. Allir, ungir sem aldnir eru hvattir til þátttöku og foreldrum Brúðkaupsveisla í Stekkjakoti Brúðhjónin Þorvaldur Örn Arna- son og Ragnheiður Elísabet Jónsdótt- ir giftu sig á föstudag og ákváðu að halda upp á tilefnið og eins árs af- mæli dóttur sinnar, Eyþrúðar Ragn- heiðardóttur. „Við buðum vinum og vandamönnum til Jónsmessuhátíðar og tókum þaö fram að börn væru sér- staklega velkomin. Eyþrúður hefur stundað sund frá 3ja mánaða aldri og því fannst okkur við hæl'i að bjóða gestunutn með okkur í sund í Sund- miðstöðinni. Síður um daginn var haldið í Stekkjakot þar sem gestuni var boðinn hollur íslenskur niatur eins og flatkökur og kleinur og heimabakað brauð," sagði Þorvaldur Örn í samtali við Víkurfréttir. ♦ Ragitlieiður Elísabet lónsdóttir og Þorvaldur Örn Arnason ásamt dóttur þcirra hjóna, Eyþrúði við Stekkja kot á laugardag. Mynd SiP Skólanefnd tónlistarskólanna: Félagsmálaráðuneytið úrskurðar Ragnhildi hœfa Skólanefnd tónlistarskóla í sameinaða sveitarfélaginu hef- ur borist umsögn Félagsmála- ráðuneytis dagsett 21. apríl 1995 varðandi hæfni Ragn- hildar Guðmundsdóttur til setu í skólanefnd tónlistar- skólanna en leitað var um- sagnar ráðuneytisins vegna setu nemanda í skólanefnd tónlistarskólanna. Félagsmálaráðuneytið leit- aði umsagnar Menntamála- ráðuneytis sem taldi það í verkahring Félagsmálaráðu- neytis að úrskurða formlega um það á grundvelli sveitar- stjórnarlaga. Það er mat Félagsmálaráðuneytis að ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 leiði ekki til þess að nemandi í tónlistarskóla sé al- mennt vanhæfur til að vera kjörinn fulltrúi í skólanefnd tónlistarskólans. Hins vegar sé rétt að leggja á það sérstaka áherslu, að við afgreiðslu mála hjá skólanefndinni verði að gæta ákvæða 45. gr. sveit- arstjórnarlaga, sem fjallar um hæfni sveitarstjómarmanna og nefndarmanna til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu ein- stakra mála. í því felist að þegar til umfjöllunar séu í skólanefndinni einstök mál sem varða umræddan nefndar- mann sérstaklega, geti hann orðið vanhæfur til að fara með og afgreiða það mál í nefnd- inni. ______________________________I TILBOÐ dagana 29. júni til 19. jl Ungnauta grillborgarar 150 gp. stk. 4 sik. i bahka HR Borgarnes pj m þurrkryddaöar H 9i mjaömasneiðar KRII1 lUi Myllu BEYGLUR 3 tegundir KB Jaröarber 250 gn KR OO SUN LOLIY r |fle 3 tegundir m (til að Irysta) KR1 i 'UH flJAX þvottaefni 2 x 1 kg. í pakka KR SHOP RITE grillkol 10 Ibs. KR 510 gn 7 tegundir KR £ OQ HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.