Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 11
VllfllPFRÉTTIR 29. JÚNÍ1995 11 Heilladísirnar ekki með Grindavík Ekki tókst Grindvíkingum að stöðva sigurgöngu Islands- meistara Skagamanna í Sjóvá- Almennra deildinni í knatt- spymu sl. sunnudag. Lokatölur urðu 1:2. Jafnt var í fyrri hálfleik, ekk- ert mark skorað en meistaralið ÍA var þó búið að vera mun sterkari aðilinn. Þeir fengu þó gefins vítaspyrnu á fyrst mín- útu síðari hálfleiks. Eyjólfur dómari Olafsson dæmdi þá víti þegar boltinn hrökk í varnar- mann UMFG sem stóð rétt utan við vítateig. Það mátti greini- lega sjá þegar sjónvarpið sýndi atvikið sl. mánudagskvöld. Al- exander Högnason skoraði úr vítinu og nokkrum mínútum síðar bætti jaxlinn Olafur Þórð- arson marki við sem hann gerði á snilldarlegan liátt, 0:2. Heimamenn voru ekki á þeim buxnum að gefast upp. Þeir skoruðu gott mark þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Var þar að verki Olafur Ingólfsson eftir send- ingu frá Grétari Einarssyni. Heppnin hefur ekki verið með nýliðum Grindavíkur í deildinni í sumar þrátt fyrir að liðið hafi oft sýnt ágætis leik. Liðið missti til að mynda unnin leik gegn Fram sl. fimmtudag í jafntefli. Þá lék Grindavík sinn besta leik á tímabilinu og yfir- spilaði lið Fram oft á tíðum. Síðustu fimmtán mínúturnar skoraði Fram tvö mörk og krækti sér í annan stigið. I leiknum gegn ÍA vakti það athygli að helsta stjama UMFG á síðasta ári, markvörðurinn Haukur Bragason var kominn á varamannabekkinn. Varma- markvörðurinn Albert Sævars- son kom í hans stað og stóð sig með prýði í sínum fyrsta 1. deildarleik, og ljóst að erfitt verður fyrir Hauk að endur- heimta sæti sitt. Einar og Ingi- björg unnu Ranglega var sagt í síðasta tölublaði frá úrslitum í flokki þar sem konan púttaði en karl- inn sló í Þröskuldar-hjóna og parakeppninni í golfi hjá GS. Golfhjónin kunnu Einar Helgi Aðalbjörnsson og Ingibjörg Hilmarsdóttir sigruðu og voru vel að þeim sigri komin. Þá var Guðný eiginkona Einars Guð- bergs ranglega feðruð. Hún er Sigurðardóttir. Þau Einar og Guðný hlutu Þröskuldinn ógur- lega og samkvæmt okkar heim- ildum hefur það þegar fært þeim gæfu, en sagt er að Þröskuldurinn færi öllum hjónaböndum mikla gæfu og gott gengi. Vísa kunnugir menn í það þegar Einar fóru holu í höggi á síðasta degi í meistaramótinu. Það hafi ein- skær „Þröskuldar-heppni“... Shellmótið 1995: Robert J. Speagle skoraði þrenmi í úrslitaleik Keflavíkurs og Fylkis. Keflavtk vann 5.-0 Keflavík Shellmóts- meistarar C-liða Suðurnesjalið náðu ágætum árangri á Shellmótinu I995 sem haldið var í Vestmanna- eyjum um síðustu helgi. Kefla- vík varð Shellmótsmeistari C- liða eftir stórsigur gegn Fylki í úrslitum 5-0. Róbert J. Speagle gerði þrennu og Davíð Ö. Hall- grímsson og Karl D. Magnús- son gerðu sitt markið hvor. Pétur I. Pétursson Keflvík- ingur var í 6.-8. sæti yfir markahæstu menn, hann skor- aði 9 mörk. Þórarinn Máni Borgþórsson Njarðvíkingur skoraði 8 mörk og Símon G. Þorsteinsson, UMFG setti inn 7 mörk. Róbert J. Speagle í C- liði Keflvíkinga skoraði I I mörk og félagi hans Karl D. Magnússon skoraði 9. Björgvin Sigmundsson Kefl- víkingur lenti í 1. sæti og Ólaf- ur Geir Jónsson í 2. í keppni í skothittni. Ármann Ö. Vil- bergsson frá UMFG var í 3. sæti í knattreki eldri flokka og Kristján Rúnar Sigurðsson í Njarðvík var efstur í knattreki yngri flokka. Þórarinn Máni Borgþórsson var þriðji bestur í að halda bolta á lofti og Torfi Sigurbjörn Gíslason Njarðvík- ingur var þriðji skotfastasti. Grindavík var sterkasta liðið og C-lið Njarðvíkinga fékk viðurkenningu fyrir háttvísi. Toto keppnin í knattspyrnu: Góður fyrri hálfleikur dugði ekki gegn Frökkunum - Keflvíkingar töpuðu 1:2 fyrir Mets „Við sofnuðum á verðinum tvisvar í síðari hálfleik og það kostaði sigurinn. Þeir fóru tvisvar í gegnum vömina með einföldu þríhyrningsspili, nokkuð sem við vorum sérstak- lega búnir að einbeita okkur að því passa. Möguleikamir gegn Skotum á laugardaginn hljóta að vera einhverjir því þetta franska lið er af mörgum talið það sterkasta í þessari keppni", sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Keflavíkurliðsins í knattspymu sem lék gegn franska liðinu Metz f Keflavík sl. sunnudag. Lokatölur urðu 1:2 fyrir Frakk- ana. Keflvíkingar léku oft mjög vel undan vindinum í fyrri hálf- leik og uppskáru eitt mark sem auðveldlega hefðu getað orðið fleiri. Kjartan Einarsson skor- aði mark Keflavíkur. Hann lyfti boltanum yfir markvörð Metz. Frakkarnir skoruðu bæði mörk sín í síðari hálfleik. Kefl- vikingar áttu varla færi í síðari hálfleik og voru í erfiðleikum með að byggja upp spil gegn sterkum vindinum og varnar- mönnum Metz. Ökkli komst ekki að hælum Reynismanna - Reynir vann 9-2 Reynir sigraði Ökkla 9-2 í 4. deild Islandsmótsins í knattspymu í Sand- gerði á laugardag. Jónas Gestur Jón- asson skoraði fjögur af mörkum Reynis. Reynisliðið er á mikilli siglingu þessa dagana. Yfirburðir Reynis vom miklir í leiknum gegn Ökkla eins og tölumar gefa til kynna og sigurinn hefði getað orðið enn stærri og óhætt að segja að Ökkli hafi ekki komist með tæmar í leiknum þar sem Reyni- samenn höfðu hælana. Það er greinilaga styrkur fyrir Reynismenn að Jónas Gestur Jónasson skuli vera kominn aftur til liðsins eftir stutt stopp hjá H.K. Sigurinn hetði getað orðið stærri en Ieikmenn sögðu eftir leikinn að það væri erfitt að halda einbeitningu þegar mótstaðan væri lítil. Mörk Reynis gerðu Jónas Gestur sem vasr með tjögur, Sigurður Gylfason með 2 og þeir Amar Óskarsson, Bergur Eggertsson og Marteinn Guðjónsson skomðu sitt markið hver. Næsti leikur Reynis er gegn Bmna 1. júlí og fer leikurinn fram á Akra- nesi. Njarðvíkingar unnu góðan sigur gegn Bmna 4-1 og var það Bjöigvin Friðriksson og Kári Guðmundsson sem skomðu 2 mörk hvor. Njaiðvík- ingar spila næst útíleik gegn Gióttu á laugardag. Víkingasigur hjá Víði Mikill baráttuleikur var í Garðin- um á fimmtudaginn þegar Víðis- menn sigmðu Víking 1-0 í 2. deild karla í knattspymu. Olaíur Ivar Jóas- son nýtti sér mikinn stnekkingsvind og skoraði beint úr homi. Sigurður Valur var óheppinn með færi í leiknum og brenndi af víti í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur ein- kenndist af góðri vöm Víðismanna sem héldu hreinu út leikinn. Næsti leikur Víðis verður gegn Fylki í Garðinum á mánudag. Hsímanúmer við Keflavíkurkirkju Keflavíkurkirkja 421-4326 Fax Keflavíkurkirkju 421-4328 Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur, heima 421 -1080 Séra Sigfús B. Ingvason, aðstoðarprestur, heima 421 -4345 Einar Öm Einarsson, organisti, heima 421 -4563 Helga Bjamadóttir, meðhjálpari og kirkjuvörður, heima 421-2958 Safnaðarheimili 421-4327 Auður Brynjólfsdóttir, húsvörður, heima 421 -2387 Matthildur Óskarsdóttir, húsvörður, heima 421 -2594 Skrifstofa presta 421 -4337 GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.