Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 6
6 29. JÚNÍ1995 VlKWtFRÉTTIR * ♦ Sæmtindur Sæmundsson tekur við viðurkenningu frá Asgciri Hjálmars- ■ syni og Egill Egilsson brosir brcytt yfir siimi viðurkeniiingti. Sumarvaki á Suðurnesjum: Þegar ég lét draum inn rætast Um Hvítasunnuhelgina var haldinn Sumarvaki á Suður- nesjum. Var boðið upp á marg- víslega menningarviðburði og væri liægt að skrifa langt mál um alla dagskrárliðina. í þetta skiptið ætla ég aðeins að taka tvo liði til umsagnar. í Flughótelinu í Kjarnanum var sjávarútvegssýning þar sem listamaðurinn Grímur Karlsson sýndi yfir 40 bátslíkön víða að af landinu, sem spanna yfir langt tímabil, m.a. af árabát í líkingu við þau fley sem land- námsmennirnir fðru á yfir úfið Atlantshafið. Er mér nær að halda að gömlum sjómönnum hafi hlýnað um hjartaræturnar við að að sjá nákvæmar eftir- líkingar af gömlum samferðar- félögum, sem margir hverjir hvíla nú á hafsbotni eða hafa runnið sitt skeið í áramóta- brennu. Handbragð Gríms ber vott um einstaka nákvæmni og hef- ur með þessu framtaki lyft Grettistaki til menningarauka úr sögu litgerðar sent komandi kynslóðir eiga eftir að meta. Þá var boðið upp á göngu- ferð á Keilir á Hvítasunnudag. Þátttakendur voru um 30. Veð- ur var ekki gott til fjallgöngu, suðaustan og þokusúld, svo skyggni var mjög takmarkað. Sérleyfisbifreiðar Keflavfkur óku upp að Höskuldarvöllum. Þaðan er um klukkustundar ganga að fjallinu. Leiðsögu- menn voru frá Björgunarsveit- inni Suðurnes og fórst þeint það vel úr hendi og eiga þakkir skildar. Um helmingur af leið- inni liggur um úfið apalhraun sem er fremur ógreiðfært. Væri tilvalið að nota eitthvað af fjár- veitingu sem ætlað er til at- vinnuátaks hér á Suðurnesjum til að laga göngustíg að fjallinu við jaðar hraunsins. Einnig mætti laga leiðina upp fjalls- hlíðina t.d. með því að reka niður stikur sem kaðall væri strengdur á. Mér komu í hug ljóðlínur úr kvæði tómasar Guðmundssonar á leiðinni upp fjallið: Urð og grjót, up í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. skríða kletta, velta niður, vera að detta. Loksins hafði langþráður draumur ræst. Vissulega hefði verð ánægjulegra að hafa betra skyggni. Forráðamenn Sumarvaka á Suðurnesjum eiga þakkir skild- ar fyrir þetta framtak, sem var þeint til sóma og vonandi að það verði framhald á slíkum menningarviðburðum hér á Suðumejunr á komandi árum. Páll Þór Jónsson Þjóðhátíðin f Sandgerði: Rennblaut dagskró við sundlaugina - þjóðhátíðin x Garði með hefðbundnu sniði Vegleg vorgleði í Gríndavík Vegleg vorgleði var haldin í Grunnskólanum í Grindavík á skólaslitadaginn 31. maí. Markmið hennar var að nemendur, foreldrar og kennarar lykju skólaárinu saman á skemmtilegan hátt. Lúðrasveit Tónlistaskólans opnaði hátíðina en síðan var fjölbreytt dagskrá í gangi fram eftir degi þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Utileikir voru á skólalóð, verkstæði í fullum gangi allan tíman þar sem búnir voru til flugdrek- ar, hattar og grímur. Alþjóðlegt kaffihús vakti mikla athygli. Skólahljómsveit skólans hélt tón- leika og nrargir tóku þátt í söngvakeppninni. Sýn- ing var á verkum nemenda í verk- og listgreinum og vígð voru tvö stór útilistaverk: 20 ferm. vegg- rnynd sem sýnir vinnu við höfnina fyrr og nú og skúlptúr unnið af nemendum í smiðju, það er 10 stálsúlur með sjávargrjóti á endum þar sem hver súla táknar einn árgang grunnskólans. Athygli vakti sýning bræðranna Hafþórs og Hlyns Helgasona á bátslíkönum. Skólinn naut aðstoðar foreldra- og kennarafé- lagsins sem m.a. sá um útigrill og vöfflubakstur. Meðan á vorgleðinni stóð var rekið útvarp þar sem kynnt voru dagskráratriði og spiluð tónlist við hæfi. Það var fjörug og skemmti- leg þjóðhátíðardagskrá í Sand- gerði á 17. júní. Bæjarbúar tjöl- menntu að íþróttahúsi bæjarins þar sent farið var í ýmsa skemmtilega leiki og spilaði sundlaugin m.a. stóra rullu í dagskránni. Þar var efnt til reiptogs og einnig var komið á hjólböruakstri á planka yfir sundlaugina. Þar kepptu lið frá bæjarstjórninni annars vegar og frá Reyni hinsvegar. Ekki verða úrslitin sögð hér en eitt var víst að margir blotnuðu og jafnvel saklausir áhorfendur duttu í sundlaugina þegar hvað mest gekk á. I Garði var þjóðhátíðin með hefðbundnu sniði en skemmti- dagskrá var við samkomuhús- ið. Þegar blaðamaður átti leið þar hjá rétt fyrir kl. 15 á þjóð- hátíðardaginn var ekki mjög margt unr manninn en börnin skemmtu sér vel í leiktækjum og bílalest. ♦ Það var mikið fjölmenni sem fylgdist nteð við sundlaugina í Sandgerði á þjóðhátíðardaginn. Skotfimi: Bræður meÖ sex gull Þrír félagar úr Skotdeild kefla- víkur þeir Reynir Þór Reynisson, Róbert S. Reynisson og Guðni Pálsson tóku þátt í þrernur mót- unt unt helgina. Fyrsta mótið var miðnæturmót á Olafsfyrði. Reynir Þór sigraði í meistara- flokki, Guðni lenti í 5. sæti í fyrsta flokki og Róbert sigraði í 3. flokki. Næsta mót var Lands- mót á Akureyri daginn eftir og þar sigraði Reynir Þór bæði ein- staklingskeppnina og meistara- flokkinn. Guðni lenti í 11. sæti í fyrsta flokki og Róbert lenti í öðru sæti í 3. flokki. Sveit SK | lenti í fjórða sæti. Þetta er eitt sterkasta og fjölmennasta mót sem haldið hefur verið í sumar. Þriðja mótið var Landsmót á Olafsfirði á sunnudeginum. Reynir Þór sigraði í einstak- lingskeppninni og meistaraflokki eftir bráðabana. Róbert lenti í 4,- 5. sæti í þriðja flokki. Aðalgata: Viðbótarinn- keyrsla kemur ekki til greina Skipulags- og tækninefnd K- N-H segir að ekki komi til greina að fjölga inn- og út- keyrslum á Aðalgötu en þeir Friðrik Smári Friðriksson og Oddgeir F. Garðarsson spyrjast fyrir hvort leyft verði að setja sölulúgu á Norðurgafl hússins Iðavellir 14b. Nefndin segir gögn þó mjög óljós og því sé erfitt að segja álit sitt á málinu, en viðbótar inn- og útkeyrsla á Aðalgötu komi ekki til greina. Heiðraðir fyrir stuttan sjómannsferil Þrír heiðursmenn voru Speedwell Blue á Staðnum Hljóm- s v e i t i n Speedwell Blue spilar á veitinga- h ú s i n u Staðnum í Keflavík um næstu helgi. Hljómsveitin er skipuð þeim Eric Lewis og Grant Pomeroy frá Newcastle og Helga Víkingssyni úr Keflavík. Sveitin var stofnuð fyrir tveimur mánuðum og hefur spilað víða um land. heiðraðir fyrir sjómannsstörf á Sjómannadaginn í Garði. Sig- urður Björnsson var heiðraður fyrir sjómannsstörf í kaffisam- sæti í sem haldið var í sam- komuhúsinu. Sigurður var til ntargra ára á sjó. Það verður hins vegar ekki sagt um tvo aðra sjómenn sem voru heiðrað- ir í tilefni af Sjómannadeg- inumm. Þeir Egill Egilsson og Sæmundur Sæmundsson voru nefnilega heiðraðir fyrir stuttan sjómannsferil. Þeir gerðu báðir tilraunir með það að gerast há- setar á Stafnesi KE. Það var As- geir Hjálmarsson sem heiðraði þessa þrjá Garðmenn og lét þau orð fylgja til þeirra Egils og Sæ- mundar að þess væri ekki óskað að þeir legðu sjómennsku fyrir sig aftur. ♦ Sigurður Bjömsson var heiðraður á Sjómannadaginn. Myndir: Hilmar Bragi Björg og Sigurbjörg Haldórsdætur afhentu Rcyni Sveinssyni fomianni Sóknamefndar Hvalsneskirkju hagnaðinn af basar sem þærhéldu nýlega kr. 1040 til styrktar byggingar safnaðar heimilis í Sandgerði. ♦ Inguttn Heiða, Rakel ogMáni héldu hlutaveltu á í'dögunutn oggáfu Þroskahjálp Suðurnesja afrakstur- |itm, 2.109- kr. tj-Vfcg -Wia ♦ Hjördís Emilsdóttir ogAnna Þóra Gunnarsdóttir hafa aflient Sjúkrahúsi Suðurnesja kr. 1.500- sem * söfnuðu tneð hlutaveltu. Mynd: hbb Jk íttir m þær J VllfUPFRÉTTIR 29. JÚNÍ1995 7 30% AFSLATTUR AF FIRF TRAP GALLARUXUM OG FLAUELSRUXUM Stxrsta frilta■ og auglýsingablatii á Suturnesjum Ri iMiulAJ l>ar ber auglýsíngín árangur... S. 421-4717 Veiði á vegum Stangveiðifé- lags Keflavíkur er hafin f Geir- landsá, einni af þeim ám sem félagið býður veiði í. Mjög gott veiðihús er við Geirlandsá með öllum þægind- um, m.a. rafmagnshita, heitu vatni. sjónvarpi og fleiri þæg- indum eins og í fimm stjörnu hóteli! Veitt er á þrjár og fjórar stangir og eru veiðileyfin ódýr, frá 2700 upp í 5600 kr. stöngin, í tveggja og 3ja daga veiðiholl- um. Svæðið við Geirlandsá er sérlega fallegt og eins og fyrr segir er veiðihúsið veglegt. Oft má fá fallega fiska í Geirlandsá þó flestir komi þeir síðla sum- ars eða á haustin en í ljósi verð- lagningarinnar og aðstöðunnar sem í boði er, er veiðileyfi í ánni vel þess virði að athuga. Okkur láðist að geta tveggja veiðistaða SVFK í síðasta veiðipistli, þ.e. Laugabakka í Ölfusi undir Ingólfsfjalli og Vatnamótanna. ♦ Það eru mörg falleg veiðisvæðin í Geirlandinu. Hér má sjá efsta veiðistaðinn í ánni, Hagafoss. Við hvetjum veiðimenn til að hafa samband við blaðið því eins og við sögðum frá í síðasta pistli er ætlunin að vera með veiðiumfjöllun í Víkurfréttum í sumar. Odýrt- Abyrgo SUMARBUSTAÐAEIGENDUR! Tökum einnig að okkar úðun á sumarbústaðalöndum á SV-horninu Áratuga reynsla - Fullkominn tækjabúnahr. Ódýr ogfljót pjónusta - Gerið verðsamanburð. Tökum að okkur úðun á trjám. Notum skordýralyfið PERMASEKT, sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Uðum einnig við roðamaur. Emil Kristjánsson og Hafsteinn Etnilsson ♦ Annað tveggja útilistaverka sem vtgð vom. ♦ Krakkamir tóku lagið á Vorgleðinni. Veiði hafin í Geirlandsá ♦ Þciiiian væna 11 punda sjóbirting fékk Jón Ragnar Ólafssou í ármótum Geirlandsár ifyrra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.