Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 29.06.1995, Blaðsíða 3
VlKUPFRÉTTIR 29. JÚNÍ 1995 3 Frumvinna við flutning á Bláa lóninu hafin. Hundruð milljóna framkvæmdir á teikniborðinu: Bláti lónið verður gert að alvöru baðstað -með lónum, laugum, vatnsleikjagarði ogfull- kominni búningsaðstöðu Örn KE 13: Burðargetan aukin í 1100 tonn Ákveðið hefur verið að ráðasl í breytingar á loðnuskipinu Erni KE 13 og auka burðargetu skips- ins upp í 1100 tonn. Ut- gerð skipsins er búin að fá loforð um fyrirgreiðslu og forvinna vegna breyting- anna er hafin. Skipinu verður breytt hjá skipa- smíðastöðinni Nauta í Póllandi og áformað er að þeim ljúki um næstu ára- mót. Það er Skipatækni hf. sem hefur hannað breyt- ingarnar en meðal þess sem gert verður er að setja nýjan framenda á skipið með 9 kælitönkum fyrir aflann með það fyrir aug- um að auka gæði aflans en Örn Erlingsson, skipstjóri segir í samtali við Fiski- fréttir að það sé Ijóst að ís- lenski nótaskipaflotinn sé fyrir löngu orðinn úreltur og þessi grein sé orðin áratugum á eftir því sem tíðkast í nágrannalöndun- um. „Við höfum beðið eftir þessari samþykkt stjórnar Hitaveitu Suðurnesja. I fram- haldinu höfum við hafið vinnu á útlitsgerð svæðisins. Þetta verður fyrsti alvöru baðstaðurinn á Islandi“, sagði Grírnur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Heilsufé- lagsins við Bláa lónið. Stjórn Hitaveitunnar sam- þykkti á síðasta fundi sínunt að hefjast handa við endan- legar rannsóknir og áætlana- gerð varðandi möguleika á dælingu Bláa lóns vökvans á nýjan stað, en eins og áður hefur komið fram verður Bláa lónið flutt vestar í hraunið, um 700 metra frá núverandi stað. Að sögn Júlí- usar Jónssonar, forstjóra HS, er flutningur lónsins frá nú- verandi stað nauðsynlegur vegna þeirrar starfsemi sem hitaveitan er með í orkuver- inu. „Starfsemi þessara tveggja aðila fer í raun ekki vel saman svona nálægt hvor öðrum“, sagði Júlíus. I rann- sóknunum verður kannað hver hugsanlegur kostnaður verður við að flytja jarðsjó (Bláa lóns vökvann) á nýja staðinn. Grímur Sæmundsen sagði að ákveðnar hugmyndir væru uppi um hvernig framtíðar baðstaður við Bláa lónið yrði. Hann yrði byggður upp á alvöru „lóni“ og minni laugum og auk þess yrði sett- ur upp myndarlegur vatns- leikjagarður, fullkomin bún- ingsaðstaða og fleira. „Þetta „konsept“, - baðstaður, hefur aldrei verið þróað hér á landi en það ætlum við okkur að gera. Það verður hugsað til framtíðar og hlutirnir gerðir myndarlega svo hægt verða að standa undir því að svæð- ið sé einstakt í sinni röð“, sagði Grímur. Á nýja staðn- um verður sérstök aðstaða fyrir meðferðarsjúklinga en einnig fyrir þá sem ætla ein- ungis að leita að vellíðan og afþreyingu. Grímur sagði að lögð yrði áhersla á uppbyggingu þeirr- ar þjónustu sem hægt verður að bjóða upp á en ekki gisti- aðstöðu, alla vega um sinn, en hugmyndir voru uppi um meiriháttar uppbyggingu á gistiaðstöðu og kynntar í fyrra. Þá voru einnig hug- myndir um að færa lónið vestur fyrir Þorbjarnarfjall en fallið var frá því vegna fjar- lægðar þar sent kostnaður við dælingu jarðsjávarins yrði mun meiri. Að sögn Gríms hefur að- sókn í lónið aukist jafnt og þétt. Bláa lónið er sífellt að verða þekktara og nú væri svo komið að flestir teldu það orðið þekktasta „ferða- mannastað" á íslandi. Það væri búið að slá Gullfoss og Geysi úr fyrsta sætinu. Garðyrkjuáhöld í miklu úrvali á goðu verði! Járn & Skip v/Víkurbraut - sími 421-5415 28 x 95 = 125 kr. metrinn 22 x 95 = 106 kr. metrinn nvarifi efni heflað á fjóra vegu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.