Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.1996, Page 16

Víkurfréttir - 08.02.1996, Page 16
SKRAUTLEGIR BAKARAR Jói Fel eða Jóhannes Felixson skreytinga- meistari var í Nýja bakaríinu um síðustu helgi og skreytti þar kökur og tertur í massa- vís. Hann gaf sér þó tíma ásamt bökurunum Ólafí Ingibergssyni og Eyjólfi Hafsteinssyni til að stilla sér upp í eins og eina myndatöku. VF/mynd: hbb EXILE! Það var mikið um dýrðir á Strikinu um síð- ustu helgi þegar sýningarhópurinn EXILE sýndi þar hárgreiðslu, förðun og dans. Fjöl- menni fylgdist með sýningunni sem var sjóð- heit. Það eru stúlkur af Suðurnesjum sem standa að Exile og þær eru á myndinni að ofan en að neðan er mynd úr sýningunni. VF/mynd: hbb Júlíus Baldvinsson slasaðist alvarlega í vinnuslysi í Sorpeyðingarstöðmni: „Hvað er ég að öskra, ég finn ekkert fyrir þessu“ - getur orðið kreppt fingur og sérfram á góðan bata Júlíus Baldvinsson úr Garðinum slasaðist alvarlega í vinnuslysi í Sorpeyðingarstöð Suðumesja í síð- ustu viku. Hann festi hægri höndina í sorppressu við brennsluofn stöðvarinnar. Júlíus sýndi mikla hörku að halda meðvitund allan tímann því höndin fór af við úlnlið og björgunarliði tókst ekki að losa Júlíus fyrr en 45 mínútur vom liðnar frá slysinu. Einungis nokkrar sinar og taugar tengdu höndina við handlegginn. Búið var um sárið og blæðing stöðvuð í sjúkrabfl við Sorpeyðingarstöðina áður en Júlíus var fluttur til aðgerðar á Borgarspítalanum. Þar dvelur Júlíus í dag og hefur náð talsverðum bata. Þegar blaða- maður ræddi við Júlíus á mánudag var hann farinn að geta kreppt fingur og sá fram á góðan bata. ♦ Júlíus Baldvinsson liggur nú á Borgarspítalanum þar sem læknar græddu á hann hægri höndina eftir alvarlegt vinnuslys í Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja á miðvikudag í síðustu viku. VF/mynd og texti: Hilmar Bragi „Það er alveg ótrúlegt hvað ég hef náð mér fljótt. Það er kraftaverk hvað læknunum tókst því höndin var af. Nú er ég farinn að geta kreppt alla fingur nema þumalfingur og tel batahorfur nokkuð góðar,“ sagði Júlíus Baldvinsson í samtali við Víkurfréttir. FYRIRFRAM ÁKVEÐIÐ? Júlíus segist mikið vera búinn að hugsa um morguninn sem slysið átti sér stað og velta fyrir sér hvers vegna þetta hafi allt saman gerst. „Það vom einhver ónot í mér þenn- an morgun. Eftir því sem ég hugsa meira út í slysið þá er engu líkara en það hafi verið fyrirfram ákveðið. Eitthvað sótti á mig og ég hef í raun enga skýringu á því hvers vegna ég fer með höndina í pressuna. Mig minnir að þama hafi verið föst spýta sem ég ætlaði að taka þegar óhappið gerðist". - Er ekki þetta ekki gríðarlegur sárs- auki? „Nei, það er svo skrýtið að ég fann ekkert fyrir sársauka þó höndin væri að fara af. Eg öskraði fyrst en hugs- aði síðan með mér. Hvað er ég að öskra, ég finn ekkert fyrir þessu. Það getur verið af því að ég togaði á móti og reyndi að halda í höndina“. - Hvenær barst svo hjálpin? „Eg geri mér ekki alveg grein fyrir tímanum en held að ég hafi verið búinn að vera fastur í þrjár mínútur varahluti í alla bíla samdægurs frá Reykjavík! GRÓFINNI8 - SÍMI4214670 .. BÍLAKRINGLAN HÉBAmTllD CROFINM 8 - KEFLAVÍk • Ekll) INN FRÁ BERIAEGI rtl FILflU) MYNDARFOLK HAFNARGÖTU 52 - SÍMI4214290 ÞORRA MATUR /Æt /f MATARtYST D3EQÉÉEBÐ AXELS SÍMINN ER 4?1 47Q7 16 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.